Morgunblaðið - 22.01.1977, Side 4

Morgunblaðið - 22.01.1977, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 Tf 2 n 90 2 11 88 <g BÍLALEIGAN 51EYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL gtm* 24460 • 28810 ÖRYGGI í ÓVISSUNNI Óvi ssa virdist vera ein- kenni samlimans. Er til ör- ugg raust sem vísa má veg- inn? SigurAur Bjarnason talar um þetta efni í Advent- kirkjunni íngólfsstrœti 19, Reykjavík kl. 5 á morgun, sunnudaginn 23. janúar. Þið munuð hafa yndi af að syngja létla andlega söngva. VERIÐ VELKOMIN Gistið íhjarta borgarinnar í Notfærið ykkur okkar hagstæða vetrarverð. íþróttafólki bjóðumvið sérstakt afsláttarverð. BERGSt ADAStR/f tl 37 SIMI 21011 Útvarp Reykjavik L4UGj4RD4GUR 22. janúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Herdfs Þorvaldsdóttir les áfram söguna„Berðu mig til blómanna" eftir Walde- mar Bonsels (6). Tilkynningar kl. 9.05. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Krfstfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatfmi kl. 11.10: Inga Birna Jónsdóttir stjórnar tfma með fyrirsögninni: „Þetta erum við að gera. Þar verður fjallað um tómstunda- starf og frjáls félagsstörf unglinga f Kópavogi, m.a. rætt við Pétur Einarsson for- mann tómstundaráðs og nokkra unglinga. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilky nningar. Tónleikar. 13.30 Á prjónunum. Bessf Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 i tónsmiðjunni. Atli Ileimir Sveinsson sér um þáttinn (11). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Islenzkt mál. Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.40 Létt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga. „Bræðurnir frá Brekku" eftir Kristian Elst- er. Beidar Anthonsen færði f leikbúning. Þýðandi: Sigurður Gunnars- son. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. (Áður útvarpað 1965). Persónur og leikendur f þriðja þætti: Ing'i/ Arnar Jónsson, Leifur/ Borgar Garðarsson, Gerða/ Tinna Gunnlaugsdóttir, Mamma Gerðu/ Herdls Þor- valdsdóttir, Pétur/ Valdemar Helgason, Aðrir leikendur: Flosi Ólafsson, Karl Guð- mundsson, Þórunn Magnes Magnúsdóttir, Þorgrfmur Einarsson, Lárus Ingólfsson og Bessi Bjarnason. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Sjómennska við Djúp. Guðjón Friðriksson ræðir I sfðara sinn við Halldór Her- mannsson skipstjóra. 20.00 Tónleikar. a. Konsert f Es-dúr fyrir tvö horn og hljómsveit eftir Joseph Haydn. Zdenek og Bedrich Tylsar leika með kammersveitinni f Prag; Zdenek Kosler stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. 2 I d- moll op. 44 eftir Max Bruch. Jascha Heifetz og RCA- Victor sinfónfuhljómsveitin leika; Izler Solomon stjórn- ar. 20.40 „Stella“, smásaga eftir Jakobfnu Sigurðardóttur. Þorsteinn Gunnarsson leik- ari les. 21.20 Þýzki barytónsöngvar- inn Karl Schmitt-Walter syngur vinsæl lög. 21.45 Nokkur óbirt Ijóð eftir Svein Bergsveinsson. Höf- undurinn les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Þorradans útvarpsins (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 22. janúar 1977 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.35 Emil f Kattholti Sænskur myndaflokkur buggður á sögum eftir Astrid Lindgren. Átveislan mikla Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 19.00 Iþróttir II lé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Fleksnes Norskur gamanmyndaflokk- ur, gerður I samvinnu við sænska sjónvarpið. 1 sætri sigurvfmu Þýðandi Jón Thor Ilaralds- son (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21.00 Ur einu f annað Umsjónarmenn Berglind Ásgeirsdóttir og Björn Vign- ir Sigurpálsson. Hljómsveit- arstjóri Magnús Ingimars- son. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Sumarhiti (The Long, Hot Summer) Bandarfsk bfómynd frá ár- inu 1958, byggð á sögu eftir William Faulkner. Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlutverk leika Paul Newman, Joanne Wood- ward, Lee Remick og Orson Welles. Ungur maður, Ben ræðst f vinnu hjá auðjöfrinum Will Varner. Ben er hamhleypa til allra verka, og húsbóndi hans hefur mikið dálæti á honum, en börn hans eru ekki jafn hrifin af nýja vinnumanninum. Þýðandi Jón Skaptason. 23.50 Dagskrárlok Stella, Smásaga eftir Jakobínu Sigurðardóttur ÞORSTEINN Gunnarsson leikari mun í kvöld klukkan 20.40 lesa i útvarpinu smásögu eftir Jakobinu Sigurðardóttur skáldkonu Sagan, sem hann les, heitir „Stella' og er úr smásagnasafni Jakobínu, „Punktur á skökkum stað' Sagði Þorsteinn að sagan væri frá „braggaárunum" svokölluðu eða eft- ir strið, þegar margur maðurinn bjó í bragga á Reykjavikursvæðinu Hér er um að ræða sjómann á togara, konu hans Stellu og samband þeirra eða réttara sagt sambandsleysi Þau standa I þvi að byggja sér hús og eiga fullt hús af börnum. Hefst frásögnin á því að sjómað- urinn er nýkominn i land og er á leið í strætisvagni heim til sin Hugsanir um hjónaband hans leita á hann og hvað tekur við þegar hann kemur aftur ? faðm fjölskyldunnar. Sagan á að gerast á einum degi — og er að þvi að sagt er aðeins smáspegil- mynd úr hversdagslifinu — en mjög góð saga, að því er Þorsteinn Gunnarsson sagði Jakobína Sigurðardóttir skáldkona. Sumarhiti — talið frá vinstri: Paul Newman, Orson Welles, Lee Remick og Joanne Woodward. Sumarhiti — bandarísk fjölskyldumynd frá 1958 Á DAGSKRÁ sjónvarpsins í kvöld er bandarísk bíómynd frá árinu 1958 — Sumarhiti (The long, hot summer) byggð á sögu eftir William Faulkner. Mynd þessi á að gerast í Suðurrikjunum, nánar tiltekið Missisippi, rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina. Hún segir frá ungum manni Ben Quick sem leikinn er af Paul Newman. Hann neyðist til að yfirgefa heimahérað sitt þar eð hann var ákærður fyrir að brenna hlöðu bónda nokkurs. Ben kemur í annan bæ og hittir þar fyrir ríkan óðalseiganda Will Varner og er sá leikinn af Orson Welles. Hefur sá síðarnefndi fengið fréttir af því að Ben sé brennuvargur — en af ótta við að kveikt verði í sinni eigin hlöðu ræður hann Ben í vinnu til sin — og ætlar honum þá fyrst og fremst að selja ótamin hross á hestauppboði. Ben, er mjög metnaðargjarn ungur maður og kemur sér smám saman i mjúkinn hjá karli og verða þeir mestu mátar, — enda er Ben hamhleypa til allra verka og að mörgu leyti líkur sínum vel efnaða yfirmanni. En ekki eru allir með álíka dálæti á Ben og hefur sonur óðalseigandans hina mestu andúð á honum og finnst hann kominn einum of mikið inn undir hjá karJi föður sfnum. Auðjöfur- ihn Will Varner fær smátt og smátt augastað á Ben sem ágætis tengdasyni fyrir dóttur sína Clöru, sem leikin er af Joanne Wood- ward (eiginkonu Paul Newman). Sjálfum finnst Ben þetta hljóti að verða ágætis ráðahagur og tilvalin leið til að krækja i peninga karlsins. En Clara lítur ekki við Ben og notar allan sinn tíma til ljóðalesturs með öðrum vonbiðli sínum með svipuð áhugamál. Eftir því sem vinátta húsbóndans og vinnumannsins verður nánari — því æfari verður sonurinn og gerir bæði tilraun til að drepa Ben og karl föður sinn. En allt fer þó vel að lokum — sonurinn er tekinn í sátt og Clöru snýst hugur. Að sögn þýðanda myndarinnar Jóns Skaptasonar er þetta ágætis afþreyingarmynd fyrir alla fjölskylduna. Ur einu í annað klukkan 21.oo. KLUKKAN 21.00 er þátturinn „Úr einu í annað' á dagskrá sjónvarps- ins, í umsjá Björns Vignis Sigurpáls- sonar og Berglindar Ásgeirsdóttur Að sögn Björns Vignis hafa umsjón- armenn þáttarins ekki þann háttinn á að tfunda efni þáttarins og vilja frekar að slíkt komi fólki á óvart. Þó sagði hann að þessi þáttur yrði með svipuðu sniði og undanfarið. Rætt verður við ýmsa, sem fást við hin ólfklegustu störf Magnús Ingimars- son mun slðan sjá um alla tónlist á milli atriða. Þá munu Björn R Ein- arsson og Vala Kristjánsdóttir taka lagið — en þau stóðu bæði mjög í sviðsljósinu i eina tíð. Aðspurður um breytingar á þess- um þætti, svaraði Björn Vignir þvi til — að þau væru að þreifa sig áfram í rólegheitunum v/arðandi breytingar á þættinum Upptöku þáttarins stjórnaði Tage Ammendrup Björn Vignir Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.