Morgunblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 18 réttinda- lausir öku- menn tekn- ir frá sl. áramótum ÞAÐ SEM af er janúarmánuði hefur lögreglan í Reykjavík tekið 18 ökumenn í umferðinni, sem ekki hafa verið með ökuréttindi. Höfðu langflestir þeirra verið sviptir réttindunum vegna ölvun- ar við akstur. Að sögn Ingibjargar Benedikst- dóttur fulltrúa við sakadóm Reykjavíkur, er sektum beitt ef menn verða uppvísir að því að aka bifreið án réttinda. Er lágmarks- sekt 30 þúsund krónur við fyrsta brot en ef brot eru ítrekuð Jíeta viðkomandi átt von á að fá mjög háar sektir. Ef brot af þessu tagi eru margítrekuð eru mál viðkom- andi ökumanna send til saksókn- ara og mega þeir menn eiga von á ströngum varðhaldsdómum. Nú hefur saksóknari t.d. til athugun- ar mál manns, sem hefur verið tekinn 5 sinnum fyrir að aka bif- reið réttindalaus. Að sögn Ingibjargar hefur það samkvæmt lögum engin áhrif á lengd ökuleyfissviptingar þótt menn séu staðnir að því að aka bifreið án réttinda. Ekki meistari PAMELA Thordarson, eigandi hárgreiðslustofunnar Pamelu, hafði samband við blaðið og bað um að eftirfarandi leiðréttingu yrði komið á framfæri, þ.e. að hún væri ekki enn þá orðinn hár- greiðslumeistari — eins og sagt var í frétt, hins vegar væri Lára Davíðsdóttir, samstarfskona hennar hárgreiðslumeistari. Bílainnflutningur jókst um 28,1% Guðmundur organisti f Eyjum gefur tóninn. Fjögur ár frá því eld- gos hófst 1 Heimaey Þess minnst í Landakirkju á morgun SUNNUDAGINN 23. jan- úar eru liðin fjögur ár frá því jarðeldar komu upp í Heimaey. Undanfarin þrjú ár hafa Vestmannaeyingar komið saman í Landakirkju þenn- an dag til þess að þakka þá giftusamlegu björgun sem þá varð. A sunnudaginn verður sam- koma í Landakirkju klukkan 20.30. Kirkjukórinn mun flytja verk eftir Hayden ásamt blönduð- um kvartett, Sígríður Ella Magnúsdóttir söngkona syngur einsöng og Sigurgeir Kristjánsson forstjóri flytur hugvekju. í tilkynningu frá sóknarprest- inum, sem Mbl. hefur borizt, eru Vestmannaeyingar hvattir til þátttöku í þessari þakkargjörð. Bifreiðainnflutningur landsmanna jókst á árinu 1976 borið saman við inn- flutning árið 1975 um 28,1%. Á árinu 1976 voru fluttir inn 4.477 bílar, en árið áður 3.494 bílar. 8.5% bílanna, sem fluttir voru inn á árinu 1976 voru notaðir eða 382 bílar. Nýir fólksbílar voru sam- tals á árinu 1976 3.784, en höfðu verið á árinu áður 2.888. Notaðir fólksbílar voru 1976 309, en árið áður 290. Nýir sendiferðabílar voru 153, en i fyrra 115 og notaðir voru nú 10, en 9 í fyrra. Alls voru fluttir inn 136 nýir vörubílar, en 117 í fyrra og notaðir vörubílar voru nú 19, en 25 í fyrra. Bílar, sem flokkast öðru vísi en hér að ofan er talið voru nýir nú 22, en 26 í Stofnfundur saltverk- smiðjunnar 15. feb. n.k. Hlutafjárloforðum lokið 1. febrúar O INNLENT Skagfirðinga- félagið heldur þorrablót i Festi Grindavík laugardaginn 29. janúar 1977. Miðaafhending miðvikud. 26. janúar í verzluninni Varðan, Evubæ, Keflavík og Sigurði Sveinbjörnssyni Grindavík. Skagfirðingafélagið í Reykjavík. AKVEÐII) hefur verið að halda stofnfund fyrirhugaðrar saltverk- smiðju á Reykjanesi þann 15. febrúar n.k„ en hlutaf jársöfnun á að vera lokið fyrir 1. febrúar n.k. Það var s.l. vor sem ákveðið var með lögum að stofna hlutafélag, sem hefði það markmið, að kanna aðstæður til þess að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbúning að því að slíku fvrirtæki verði komið á fót m.a. með því að reka tilrauna- verksmiðju. Með lögunum um saltverksmiðju er átt við iðjuver til vinnslu á salti (natrfum klóriði) fyrir innlendan og erlendan markað og hagnýtingu á efnum, sem til falla við þá vinnslu. Akveðið var að aðild sé heimil öllum innlendum aðilum, einstaklingum, félögum og stofnunum, sem áhuga hafa. 1 fréttatilkynningu frá undir- búningsnefnd saltverksmiðj- unnar, segir að samkvæmt kostnaðaráætlun verkfræðistofu Baldurs I.índal frá því á s.l. ári sé kostnaður vegna tilraunaverk- smiðjunnar áætlaður 3,2 millj. kr. 1976, árið 1977 röskar 78 m. kr. og 1978 rúmar 56,3 m. kr. eða alls 137.5 millj. kr. Segir að nefndin sé sammála um að fyrirhuguð saltverksmiðja á Reykjanesi virð- ist byggð á traustum jarðfræðileg- fyrra og notaðir 23, en 24 í fyrra. Sú tegund, sem mest var flutt inn af var Skoda 100/110, en af henni kom 481 bíll á árinu 1976. um og tæknilegum forsendum. Markaðir virðist vera fyrir allar afurðir hennar og ákveðnir mögu- leikar tíl að komast inn á þá markaði. Þá segir að fyrirtækið virðist geta staðið á viðskiptalega traustum fótum og sé líklegt til að gefa töluverðan arð. Endanlegt stofnhlutafé er enn ekki ákveðið, en í lögum er gert ráð fyrir að ríkissjóður geti lagt fram allt að kr. 60 millj. kr. Legg- ur undirbúningsnefndin til, að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi fram hlutafé í væntanlega verksmiðju, eftir því sem hvert þeirra treystir sér til og ákvörðun þess efnis liggi fyrir ekki síðar en 25. janúar n.k. Lágmarksupphæð hvers stofn- aðila er 20 þús. kr. og sú krafa er gerð að 14 hlutafjárloforðs sé greiddur innan viku frá stofn- fundi, sem ákveðinn hefur verið 15. febrúar n.k. Af hálfu sveitarfélagana á Suðurnesjum eru eftirtaldir menn í undirbúningsnefnd: Dag- bjartur Einarsson, Grindavík, Finnbogi Björnsson, Garði, Ingólfur Falsson, Keflavík, Ingvar Jóhannsson, Njarðvík, Jóhann G. Jóhannsson, Vogum, Jón H. Júlíusson, Sandgerði og Jósef Borgarsson, Höfnum. Orbylgju- samband frá Vaðlaheiði til Gagnheiðar menntamálaraðuneytið hefur heimilað ríkisúlvarpinu að standa að því með Pósti og síma að koma örbylgjusambandi frá Vaðlaheiði um Norðausturland til Gagnheiðar og að undirbúa endurnýjun stöðva, sem nú eru að syngja sitt síðasta, eins og segir í fréttatilkynningu, sem Mbl. barst frá ráðuneytinu Igær. Að þvi er segir í fréttatilkynn- ingunni, þá eru þessar endur- varpsstöðvar i mestri hættu: Hnjúkar við Blönduós, Stöðvar- fjörður, Breiðdalsvík, Horna- fjörður, Lágafell, Langholt og Laugardalshólar. Aætlaður kostnaður ríkisút- varpsins vegna þessara fram- kvæmda er nálægt 100 m. kr„ þar af vegna örbylgjusambands um 50 millj. kr. og vegna stöðvarinn- ar á Hnúkum um 25 millj. kr. Tolltekjur af sjónvarpstækjum á þessu ári hafa verið áætlaðar 1963 millj. kr„ en náið verður fylgst með framvindu innflutn- ings og tekjuhorfum. Umdæmisstjór- ar Lionshreyf- ingarinnar þinga í Reykjavík UMDÆMISSTJÓRAR Lions- hreyfingarinnar á Norðurlöndum munu sitja þing n.k. iaugardag og sunnudag á Hótel Loftleiðum. Er gert ráð fyrir að 60 til 70 manns komi til þingsins frá hinum Norðurlöndunum, að meðtöldum eiginkonum. Á þessu þingi, sem haldið er árlega, verður einkum fjallað um unglingaskipti og framtíð Lions- hreyfingarinnar, en hún er al- þjóðahreyfing, sem Norðurlöndin eiga fulltrúa í. Er Norðmaðurinn Einar Kaspersen nú fulltrúi í al- þjóðastjórninni, og munu Islend- ingar taka sæti í alþjóðastjórninni eftir tvö ár. Þátttökurétt á þessari ráðstefnu eiga umdæmisstjórar Lions og fyrrverandi umdæmis- stjórar. ____I LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR w gp Miðnætursýning Austurbæjarbíói í kvöld kl. 24.00 Aðgöngumiðasala í Austurbæjar- bíói frá kl. 16, sími 11384. verkfœri & jórnvörur h.f. Peddinghaus Steypustyrktar- járnsklippur fyrirliggjandi Dalshrauni 5, Hafnarfirði, sími 53332.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.