Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 32. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dubcek lýsir stuðn- ingi við mannrétt- indayfírlýsingu ’77 Vln, 10. febrúar. AP. ALEXANDER Dubcek, sem settur var af sem leið- togi tékkneska kommún- istaflokksins eftir innrás Sovétherjanna í Tékkð- slóvakíu 1968, hefur lýst yfir stuðningi sfnum við „mannréttindayfirlýsingu 77“, að því er austurríska blaðið Arbeiterzeitung Alexander Dubcek skýrði frá í dag. Hefur blaðið þetta eftir manni sem hefur verið f beinu sambandi við Dubcek. Dubcek starfar á skrif- stofu skðgræktarstjðrnar- innar f Bratislava og hann hefur ekki getað undirrit- að mannréttindayfirlýs- inguna þar sem öryggislög- reglan sér um að halda honum einangruðum frá umheiminum. Dubcek segir að sjónarmið mannréttindayfirlýsingarinnar séu þau sömu og komi fram f óteljandi bréfum, sem hann hefur skrifað. Hann vísaði á bug fyrri fréttum um að hann hefði neitað að undirrita yfirlýsinguna. Marg- ir leiðtoga andstöðunnar í Tékkó- slóvakiu, þar á meðal Jiri Hajek, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt að það sé ómögulegt að komast í samband við Dubcek til að fá undirskrift hans á mannrétt- indayfirlýsinguna. Dubcek tók við af stalinistanum Antonin Novotny og var leiðtogi kommúnistaflokksins á umbóta- tímabilinu, sem leiddi til innrásar Varsjárbandalagslandanna 1968. Waldheim: Jarðarför Jðrdanfudrottningar. — Æðstu menn jórdanska hersins bera kistu Aliu drottning- ar við jarðarför hennar f gær. Hún fðrst f flugsfysi. Sjá frétt S bls 15. ,\p simamynd. PLO sækist ekki leng- ur eftir allri Palestínu Jerúsalem, 10. febrúar. Reuter Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, sagði fsraelsk- um ráðherrum f dag að leiðtogar palestfnuaraba væru reiðubúnir til eftir- gjafa til að tryggja friðar- samninga í Mið- Austurlöndum, samkvæmt heimildum innan SÞ. Sam- kvæmt þeim skýrði Wald- heim, sem nýlega átti við- ræður við Yasser Arafat, formann Frelsishreyfing- ar Palesfnu, PLO, frá því að PLO sæktist ekki lengur eftir allri Palestínu, heldur gætu samtökin sætt sig við litla landræmu meðfram Israel. Waldheim átti i dag fund með utanríkisráðherra ísraels, Yigal Allon, og slðan Yitzak Rabin for- sætisráðherra, Shimon Peres varnarmálaráðherra ásamt Allon. S.Þ. heimildirnar herma að Allon hafi sagt Waldheim að hann tryði ekki á stefnubreytingu PLO fyrr en samtökin hefðu breytt stefnu- yfirlýsingu sinni. Samkvæmt henni er krafist stofnunar sjálf- stæðs ríkis á öllu þvi svæði Framhald á bls. 19 Haavik játar að hafa njósnað síðan 1949 Ósló, 10. febrúar. Reuter. GUNVOR Galtung Haavik, ritari I utanrikisráðuneytinu, hefur við- urkennt að hafa stundað njósnir í þágu Sovétrikjanna i næstum 30 ár, samkvæmt upplýsingum L.J. Dohrenfelt rfkissaksóknara. Sagði hann að Haavik, sem hand- tekin var fyrir tveim vikum, hefði játað við réttaryfirheyrslur að hafa byrjað að starfa fyrir sovézku leyniþjónustuna árið 1949. „Það vœri gaman að hitta Fischer á fornum slóðum ’ —sagði Spassky í samtati við Mbl í gœr—Kemur hingað 20. febrúar „ÉG HLAKKA mikið til að koma aftur til tslands og var rétt f þessu að ganga frá far- miðapöntun fyrir mig og konu mfna hjá Loftleiðum og við komum til tslands frá Lúxemborg sfðla dags 20. febrúar“, sagði Boris Spassky fyrrum heimsmeistari f skák, er Morgunblaðið náði tali af honum f París í gær. Hljóðið í Spassky var gott, hann sagðist vera f góðum formi og bjart- sýnn á árangur sinn f einvfginu við Hort. Spassky var sagt frá boði Skáksambandsins til Bobby Fischer og hann sagði:,, Það eru skemmtilegar fréttir, það myndi vissulega setja meiri skákblæ á mótið ef Fischer kæmi sem gestur og það er aldrei að vita nema hann þiggi boðið, ef hann heldur að fólkið sé sér vinsamlegt. Það væri vissulega gaman að hitta Fischer aftur á fornum slóð- um“. Aðspurður hvers vegna hann hefði ákveðið að koma svo snemma sagði Spassky: „Ég er að hugsa um það að vera búinn að venjast islenzku loftslagi og aðstæðum og búa mig vel undir einvigið áður en keppnin hefst. Einnig hefði ég hug á að sýna eiginkonu minni eitthvað af umhverfinu og athuga hvort ekki er hægt að koma henni á Spassky hestbak, en hún er mikil áhuga- manneskja um hestamennsku. Hún hlakkar mikið til að koma og ég hef sagt henni mikið um landið." Spassky sagðist nú vera að bíða eftir svari frá sovézka skáksambandinu við beiðni sinni um að Smyslov, sem verð- ur aðstoðarmaður hans, komi til Islands á sama tima og hann sjálfur svo að þeir geti i sam- einingu búið sig undir keppn- ina. Hann sagðist hafa verið niðursokkinn í það undanfarið að undirbúa sig, með lestri og rannsóknum og auk þess hefði hann teflt 6 æfingaskákir við bandaríska stórmeistarann Kavalek fyrir skömmu og sigr- að 4—2. Spassky sagðist telja að einvigið gæti orðið sér strembið, hann hefði nokkrum sinnum teflt við Hort, en aðeins unnið hann einu sinni, hinar skákirnar hefðu endað I jafn- tefli. Þá starfaði hún við norska sendiráðið í Moskvu og kveðst hún hafa látið sovétmenn fá skjöl úr sendiráðinu. Eftir að hún kom aftur til Ósló 1958 lét hún af hendi skjöl úr utanrikisráðuneyt- inu og fékk greiðslu fyrir, sagði saksóknarinn. Dohrenfelt sagði að frú Haavik hefði játað að hún hefði gengið í lið með KGB, leyniþjónustu Sovétrikjanna, 1949. Hún hefði átt marga fundi með KGB mönn- um í Moskvu 1949 til 1956 og svo aftur í Ósló eftir 1958. KGB lét hana fá handtösku með leynihólf- Framhald á bls. 19 Kveikti í sér á skrifstofu Aeroflot París. 1». feb. NTB. TUTTUGU og sjö ára gamall franskur bankamaður lézt í kvöld á sjúkrahúsi f Parfs eftir að hafa kveikt f sér inni f söluskrifstofu sovézka flugfélagsins Aeroflot. Sjónarvottar segja að maðurinn hafi haft bensfn með sér inn á skrifstofuna sem er við Champs- Elysees. Hellti hann þvf yfir sig og varð alelda á örfáum sekúnd- um. Hann var fluttur f skyndi á sjúkrahús þar sem hann lézt eftir nokkrar klukkustundir. Maður- inn mun hafa viljað mótmæla þvf hvernig sovézk stjórnvöld fram- kvæma Helsingforsyfirlýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.