Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977
-H AI
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
Þarna finnst mér hann ganga
helzt til langt í því að tala fyrir
allra hönd. Um það hvað aðrir viti
hljótum við jafnan að fullyrða
með varúð. Það er framsetning
annarra manna á vitneskju sinni
sem við höfum :ðgang að, miklu
fremur en hitt, hvað þeir vita eða
geta vitað.
Að því er snertir líkamninga og
önnur slik fyrirbrigði, þá er það
kunnugt, að öll slík hafa löngum
sætt mikiili tortryggni og verið
vefengd af mörgum. Var sú af-
staða miklu skiljanlegri áður fyrr,
meðan menn vissu ekki að manns-
líkaminn er orkumiðstöð, sem
sendir frá sér lifgeislan. En hún
hefur nú verið ljösmynduð þann-
ig, að enginn reynir lengur að
mæla þar á móti.
Aldrei hefur það hvarflað að
mér að framtíð jarðarbúa væri
undir því komin, að floti geim-
skipa (hvort sem þau væru nú
með disklagi eða öðruvísi) næði
hér að lenda og kippa málum i
lag. Ég hygg að sjálfráð hugsun
jarðarbúa þurfi að koma til og
eflast. Og hverju skrefi í þá átt
fagna ég. Ég get ekki annað en
haft dálítið gaman af því, að jafn-
ófullkomið hugmyndakerfi og
það, sem tengt er nafninu „fljúg-
andi diskar", skuli hafa komið
slíkum mönnum sem þeim Þor-
steini Sæmundssyni og örnólfi
Thorlacius og Kjartani Norðdahl
til að fara að tala opinberlega um
íbúa annarra stjarna og hugsan-
leg áhrif þeirra hér á jörð. Þó að
byrjunin sé smá, lofar hún góðu
um framtíðina. Ég er viss um að
þessir menn og fjöldi annarra
munu telja sig hafa nokkuð til .
málanna að leggja um lífið hér á
jörð sem þátt i lifi alheimsins.
Þorsteinn Guðjónsson."
Þessir hringdu . . .
0 Ohófleg
sölulaun af
fasteignum
Björn Indriðason hringdi
og hafði þetta að segja:
— t sambandi við skrifin um
fasteignasölur finnst mér lítið
haft orð á því, hve mikil sölulaun
fasteignasalar taka, en þar er um
himinháar tölur að ræða. Enda
sér það á fjölda fasteignasala að
þessi atvinnurekstur hlýtur að
blómstra vel. Það nær engri átt,
þegar sölulaunin skipta orðið
hundruðum þúsunda.
— Mér finnst að fasteignasalar
hljóti að geta boðið lægra verð
fyrir þjónustu sína sér að skað-
lausu. Og ef þeir finna það ekki
upp hjá sjálfum sér sé ég ekki
annað en löggjafinn verði að
grípa í taumana. Ég fæ ekki betur
séð en samtök séu með fasteigna-
sölum um að hafa sölutaxtann í
hámarki — en hvað er þá orðið
um hina frjálsu samkeppni?
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
BANDARÍSKA skáksnillingnum
Robert Fischer hefur verið boðið
hingað til lands í tilefni af þvi að
nú eru fimm ár liðin síðan hann
varð heimsmeistari i skák.
Hér að neðan gefur að lita eina
af skemmtilegustu vinningsskák-
um Fischers. Skákin er tefld á
millisvæðamótinu i Sousse 1967
og það er Fischer sem hefur hvitt
og á leik gegn Mjagmasuren,
Mongóliu.
29. Bg2!! — dxc2, 30. Dh6 — Df8,
31. Dxh7+! og svarut gafst upp,
þvi að eftir 31.. .Kxh7, 32. hxg6+
— Kxg6, 33. Be4 er hann mát.
Fischer varð þó ekki sigurvegari
á mótinu, þvi að hann hætti þátt-
töku að 10 umferðum loknum, þá
hafði hann hlotið 8H vinning af
10 mögulegum.
0 Enginn vandi
að fá athafna-
þránni svalað
Sesselja Steingrímsdóttir
hringdi:
— Ég er orðin leið á þessum
húsmæðrum, sem alltaf eru að
kvarta yfir að þær hafi ekki nóg
að gera. Til er fjöldi líknarfélaga,
sem vantar starfskrafta til að
vinna að málefnum sínum. Við
fáum að visu ekki peninga fyrir
það starf, en launin eru ánægjan
af að sjá, hvað hægt er að gera
fyrir það fólk, sem þarf á aðstoð
eða aðhlynningu að halda.
— Sjálf er ég búin að koma upp
10 barna hópi — og sé enga
ástæðu nú til þess að fara út á
vinnumarkaðinn, en hef fundið
athafnaþrá minni útrás með þvi
að hefja starf í líknarfélagi. Af
nógu er að taka í þeim efnum og
engin ástæða til þess að láta sér
leiðast heima.
0 Öhentugt boð?
Skákáhugamaður hringdi
og lýsti furðu sinni á þeirri
ákvörðun Skáksambands íslands
að bjóða Bobby Fischer til íslands
á sama tíma og boris Spassky
tefldi við Vlastimil Hort. Hann
sagði að þetta einvígi yrði mikil
þrekraun fyrir Spassky og því
væri óviðeigandi að Fischer yrði
boðið hingað á sama tima. „Er
þetta gert til þess að hafa sálræn
áhrif á Spassky?" spurði þessi
skákunnandi.
Maðurinn benti á, að það hefði
ekki einungis verið hnekkir fyrir
Spassky að missa titilinn í sjálfu
sér, heldur hefði hitt ekki síður
verið alvarlegt fyrir þennan
mikla sovézka skákmann að missa
heimsmeistaratitilinn frá Sovét-
rikjunum til Bandaríkjanna.
Benti hann á, að Spassky hefði
ekki verið of vel séður af skákyf-
irvöldum i Sovétríkjunum siðan
og þar með sovézkum stjórnvöld-
um. „Ég hefði gaman af því að fá
Fischer til Islands," sagði þessi
skákunnandi, „svo sem flestir
aðrir — en á þessum tíma, þegar
væntanlegt einvígi fer fram, er
þetta boð mjög svo tillitslaust í
garð annars aðilans í einvíginu.
Kæmi mér ekki á óvart að
Spassky hætti við einvígið, ef
F’ischer kemur."
H0GNI HREKKVISI
/-Zf <£* 1977
McNaughtSvnd
Vió gotum sparað dósaniatinn næstu daga!
S3P SVG&A V/öGA É \/LVtftAkJ