Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jnoraunbUíiiti AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHtrgunblabib FÖSTUDAGUR 11. FEBRÍJAR 1977 Kröfluvirkjun: Gangsetning fyrri vélar með álagi eftir tvo mánuði Kostnaður áætlaður 7,8 milljarðar króna í lok ársins — Framleiðir 3—4 MW með þeirri gufu sem er fyrir hendi FRAMKVÆMDUM verður haldið áfram á þessu ári við vinnsluboran- ir til gufuöflunar fyrir Kröfluvirkjun og sömuleiðis framkvæmdum við stöðvarhús og gufuveitu til að geta tekið fyrri vélasamstæðu stöðvarinnar í notkun. Kemur þetta fram í niðurstöðum greinargerðar til iðnaðarráðherra er rædd var á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðju- daginn. (Ijósm. Mbl. Friöþjófur.) Niðursetning véla og tækja til- Kröfluvirjunar hefur gengið vel og er þessi mynd tekin nýlega i Stöðvarhúsinu. Sprengiefni notað til að losa Jötunn „ÞAÐ ER rétt, að við munum jafnvel nota sprengiefni til að losa sundur rörin sem eru föst f holunni og erum við nú að undir- búa það, en Jötunn er nú búinn að vera fastur ( holunni við Laugaland ( eina viku,“ sagði ts- leifur Jónsson verkfræðingur, forstöðumaður Jarðborana rfkis- ins, f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Jötunn var kominn á 463 metra dýpi þegar hann festist fyrir viku siðan og hefur reynst árangurs- laust að losa hann þar. Það er mjög dýrt þegar bor sem Jötunn festist, því leigan er í kringum milljón á dag. tsleifur sagði, að ekki væri út- séð hvort öll rörin næðust upp, þó þeim tækist að losa um þau með sprengiefni. Hins vegar væri notkun sprengiefnis eitt af þeim ráðum sem notuð væru þegar Framhald á bls. 19 Sjá einnig bls. 10 Samkvæmt tímaáætlun er nú gert ráð fyrir að tengingu holu 6 verði lokið um næstu mánaðamót, holu 7, 9 og 11 fyrstu viku í marz og holu 10 í apríl, segir í greinar- gerðinni. Áæltað er að þeim verk- þáttum sem nauðsynlegir eru vegna gangsetningar fyrri vélar verði lokið 31. marz. Gangsetning véla með álagi gæti þá orðið um miðjan apr'íl. Lagningu háspennu- línu frá Kröfluvirkjun til Akur- eyrar mun væntanlega ljúka um mánaðamótin febrúar-marz. Gerð tengivirkis á Akureyri er nærfellt lokið og verður hægt að taka lín- una í notkun í byrjun marz. Fyrst yrði stöðin rekin i tilraunarekstri meðan ýmiss konar prófanir færu fram og byrjunarörðugleikar í sjálfum rekstrinum væru yfir- unnir. 1 greinargerðinni kemur fram að samkvæmt bráðabirgðayfirliti nemur kostnaður við Kröfluvirkj- un í árslok 1976 samtals rúmlega 6.4 milljörðum króna og í ár er áætlað að vinna við Kröflu fyrir 1.4 milljarða, þannig að áætlað er að í lok ársins verði kostnaður Framhald á bls. 31 Kvart- milljón stolið ÞJÓFNAÐUR var framinn í Miðbæjarskólanum gamla í fyrrakvöid. 1 húsinu eru Námsflokkar Reykjavíkur með starfsemi, og var stolið kventösku frá einum kenn- aranna. í töskunni voru 250 þúsund krónur í reiðufé, 4 bankabækur með nokkur hundruð þúsund króna inn- stæðu, tvö ávísanahefti og tvær útfylltar launaávísanir. Málið er i rannsókn. (Ljósm. Mbl. RAX). BRÆLA hefur verið á miðum Suðurnesjabáta síðustu daga og í höfninni í Sandgerði lá í gær mikill floti báta, smárra og stórra, með tilheyrandi frumskógi siglutrjáa. Sæljóminn, Báran, Sæbjörgin og margir, margir fleiri lágu þarna hlið við hlið, þeir smærri fremst, en eftir því sem utar dró í höfninni urðu skipin stærri. „Útlánatakmörkunin getur valdið erfíðleikum hjá mörgum fyrirtækjum’ MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við bankastjóra hjá Útvegs- bankanum og Landsbankanum og spurði þá hvaða áhrif 6% útlána- aukningin, sem ákveðin hefur verið, hefði á útlánastarfsemi bankanna á næstunni. Það kom fram hjá bankastjórunum, að þeir álfta að mörg fyrirtæki geti lent f erfiðleikum vegna þessa, vegna verðbólgunnar f landinu, hins vegar væri lausafjárstaða sumra bankanna þannig að þeir yrðu að halda að sér höndum. Algjört löndunaröngþveiti GlFURLEGT löndunaröngþveiti er nú hjá loðnuskipunum og til að losna við aflann verða þau að sigla mikið til Vestmannaeyja og Siglufjarðar, en það er tæpíega sólarhringssigiing hvora leið. Á Austfjörðum er ástandið þannig, að þar býður fjöldi skipa eftir löndun en ekkert rými losnar þar fyrr en á morgun, laugardag en þá losnar 5500—6000 tonna pláss frá Raufarhöfn til Hafirar f Hornafirði. Til marks um þaö hve skipin bíða lengi eftir löndun og þurfa að sigla langt, þá voru aðeins 2 loðnuskip á miðunum í gær- morgun, hin voru öll í landi að bfða eftir löndun eða á leið til lands með afla og á útleið, en alls eru 74 skip komin á ioðnuveiðar. Heildarloðnuaflinn á vertiðinni var í gær orðinn 195 þúsund lest- Framhald á bls. 31 „Eins og kom fram i tilkynn- ingu Seðlabankans er svigrúm bankanna sáralítið til aprilloka," sagði Ármann Jakobsson banka stjóri Útvegsbanka Islands þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Nú þegar er búið að lána tölu- vert fé sérstaklega frá Útvegs- bankanum og Landsbankanum í sambandi við undirbúning vertíð- ar. Útlánatakmörkunin verður sjálfsagt mörgu fyrirtækinu erfið í okkar verðbólguþjóðfélagi, á ég von á og víst er þetta alltaf sama sagan og verður á meðan þessi voðalegi bölvaldur er hér.“ - Þá sagði Ármann, að á vissan hátt gæti útlánatakmörkunin bitnað á útgerðinni og fisk- vinnslustöðvunum, og þá sér í lagi þegar þessir aðilar þyrftu á skyndifyrirgreiðslu að halda. „Miðað við vaxandi þörf allra til að fá lán, þá er auðséð að útlána- takmörkunin næstu mánuði mun valda mörgum fyrirtækjum erfið- leikum. Þessi ákvörðun átti ekki að koma neinum á óvart, þetta er eins og þjóðfélagið okkar er, við höfum ekki ráð á meiru, og getum* ekki eytt meiru," sagði Sigur- björn Sigtryggsson bankastjóri hjá Landsbanka tslands í samtali við Morgunblaðið. „Það er ljóst að næstu mánuði verður mikið að- hald í útlánum bankanna eða þar til þetta mál verður tekið til endurskoðunar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.