Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 31
' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977 31 — Lágfætt fé... Framhald af bls. 2 un framfótleggjar væri góður mælikvarði á vaxtarlag hjá sauð- fé, þannig að lágfætt fé hefði meiri holdfyllingu I lærvöðvum en hávaxið. Jón sagði að þessu til viðbótar hefði verið notað hug- lægt mat á holdafari en engar hérlendar rannsóknir væru til um hversu nákvæmt slíkt mat mundi vera, en út frá erlendum niður- stöðum virtist ástæða til að draga mjög í efa að það geti verið nákvæmt. Jón sagði, að niðurstöður Halldórs Pálssonar um notkun á lengd framfótleggjar hlytu m.a. að hafa byggt á þeirri forsendu að þetta væri mál, sem væri mjög lítið háð umhverfisþáttum. Niður- stöður athugana Sigurgeirs Þor- geirssonar, sem nú leggur stund á landbúnaðarfræði I Skotlandi, á tilraunaniðurstöðum frá búinu á Hesti sýndu aftur á móti að hjá fullorðnum hrútum sé 7 milli- metra munur á lengd framfót- leggjar eftir þvl hvort hútarnir væru fæddir sem einlembingar eða tvllembingar. Þá bentu rann- sóknir sem framkvæmdar voru á Hesti til að arfgengi á lengd fram- fótleggjar sé mjög hátt. Að síð- ustu sagði Jón, að ályktanir Sigur- geirs á grundvelli fræðilegra rannsókna væru þær að megin- munur á háfættu og lágfættu fé væri í þvl fólginn að háfætta féð væri beinameira en það lágfætta fitumeira. Munur á vöðvamagni hjá háfættu og lágfættu fé væri aftur á móti hverfandi. Halldór Pálsson búnaðarmála- GJAFIR STREYMA TIL LANDSLIÐSINS — Velgengni hand- knattleikslandsliðsins I landsleikjum undanfarnar vikur hefur vakið athygli um allt land. Ymsir hafa orðið til þess, að gefa rausnarlegar gjafir til handknattieikssambandsins, bæði ein- staklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, enda eru framundan bæði tlma- og fjárfrek verkefni hjá handknattleiksmönnum. I gær- kvöldi afhenti dyggur stuðningsmaður handknattleiksfþróttar- innar, Tobbi I Val, eða Þorbjörn Aðalsteinsson, Jóni Karlssyni, fyrirliða landsliðsins veglegan konfektkassa og peningagjöf, með svohljóðandi texta: „Áframhaidandi velgengni, megi guð og lukkan fylgjaykkur." SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég á við sjúkleika að strfða. Eg skil ekki, hvers vegna slfkar hömlur eru lagðar á mig f Iffsbaráttunni. Margir losna við alla slfka erfiðieika. Eigið þér svar við þessari spurningu? Næstum allir eiga við einhvers konar veikleika að stríða. Þeir þurfa ekki að vera lamaðir, blindir eða heyrnarlausir, en eg held, að allir glími við andlegan, geðrænan eða líkamlegan veikleika í einhverri mynd. Þetta er blátt áfram eðli lífsins og ekki hjá því komizt. Beethoven var heyrnarlaus, en hann lét heyrnar- leysið ekki aftra sér frá því að semja einhverja tignarlegustu tónlist, sem heimurinn á. Prédikarinn mikli, John Wesley, var veikbyggður. Samt fór hann 250 þúsund mílur á hestbaki og predikaði fagnaðar- erindið fyrir þjóð sinni, Englendingum. Milton var blindur, og þó reit hann einhver fegurstu ljóð og laust mál, sem til er á enskri tungu. Júlíus Cæsar var flogaveikur, en hann var keisari hins mikla róm- verska ríkis. Napóleon varð fertugasti og sjötti I röðinni meðal sextíu og fimm nemenda í bekk, en hann tók sig á eftir þessa slæmu byrjun og hlaut frægð fyrir herstjórn sína. John D. Rocefeller vann fyrir sex dölum á viku, þegar hann var ungur, en fyrir iðni sína og erfiði var hann einn auðugasti maður heims. Við stríðum öll við eitthvað, sem hamlar för okkar, sýnilegt eða ósýnilegt. Sumir hafa lingerðan líkama. Aðrir eru fæddir með takmörkuð- um gáfum. Sumir eru hrjúfir og hrokafullir. En saga mikilmenna sýnir, að það má sigrast á hvaða veik- leika sem er, ef við eigum trú til þess að keppa fram á við, þrátt fyrir það, sem íþyngir okkur. Guð getur tekið veikleika og gert hann að drif- krafti, ef þér viljið leyfa honum það. stjóri *ar I gær spurður álits á þessum nýju rannsóknarniður- stöðum og hvaða áhrif þær kæmu til með að hafa stefnu i Islenskri sauðfjárrækt. Sagði Halldór að þessar nýju niðurstöður byðu upp á val en hvaða leið yrði valin hlyti að ráðast af óskum neytenda. — Ályktanir af niðurstöðunum eru byggðar á þvi að hlutfall vöðva I heildarþunga skepnunnar sé það sama hvort sem hún er lágfætt eða háfætt, en hann tekur ekki tillit til þess að lærvöðvar á lág- vöxnu fé eru þykkari og skemmti- legri til matreiðslu. Hann miðar lika við að fénu sé slátrað á ákveðnum tima en bóndinn á að gæta þess að slátra fénu þegar fituhlutfall þess er hæfilegt. Sé fénu ekki slátrað á réttum tima eykst hlutfall fitu umfram hlut- fall beina í skapnunni, sagði Hall- dór. Fram kom hjá Halldóri að hér væri aðeins um einn þátt að ræða í heilli visindagrein og því örðugt um vik að gera grein fyrir ein- stökum þáttum i stuttu máli. Sagði Halldór að rannsóknir sinar árið 1973 hefðu sýnt að hægt væri að nota lengd framfótarlærleggs sem mælikvarða á ýmsa eigin- leika sauðfjár. — Við getum likt þessu með beinin við það að hús- byggjandi þarf að setja stálgrind í hús en hann vill ekki hafa of mikið af járni. Við viljum fá mikla og fallega vöðva og hæfi- legt feitt kjöt. Velmegunarþjóðfé- lög eru dæmd eftir kjötneyslu og þá eftir gæðum og útliti kjötsins sem fólk neytir. Ef við stefnum að hávöxnu fé fáum við þynnri lær- vöðva og ég er ekki viss um að húsmæðurnar yrðu ánægðar með þá stefnu. Fita á kjöti þarf að vera hæfileg, en bóndinn á aó geta stjórnað þvi að hún verði ekki of mikil, sagði Halldór að lokum. — Algjört lönd- unaröngþveiti Framhald af bls. 32. ir, en var sama dag i fyrra 93 þús. lestir. Skipin voru I gærkvöldi að veiðum úti af Kambanesi og fór skipum þá fjölgandi á ný, þ.e. skipum sem voru að koma frá Vestmannaeyjum og viðar frá þvl að losa. Loðnugangan sem var við Hvalbak fyrir nokkrum dögum er ekki enn komin upp að landinu, en menn eiga von á því að það verði einhvern næstu daga. Á tlmabilinu frá kl. 21.30 i fyrrakvöld til kl. 21.30 I gær- kvöldi tilkynntu 16 skip um afla, samtals 6070 lestir, mestan afla var Börkur NK með, 1000 lestir. Annars eru skipin þessi: Hilmir SU 530, Ársæll KE 220, Börkur NK 1000, Helga 2. RE 360, Fifill GK 570, Skógey SF 200, Ólafur Magnússon EA 190, Hrafn GK 400, Andvari VE 210, Vikurberg GK 250, Hilmir KE 200, ísleifur VE 380, Sæbjörg VE 290, Skarðs- vik SH 380, Faxi GK 130, Magnús NK 260 og Rauðsey AK 500. — Gangsetning fyrri vélar... Framhald af bls. 32. vegna Kröfluvirkjunar 7.793 milljarðar króna. I sumar er fyrirhugað að bora fimm vinnsluholur og er nú unnið að því að staðsetja holurnar. I skýrslunni segir að miðað við hinn takmarkaða árangur af bor- unum 1976 megi ætla að þær geti gefið a.m.k. 10—20 megawött til viðbótar þeim, em nú hafa verið boraðar. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem fyrir liggja er búist við að holur 6, 7 og 10 geti gefið 9—11 megawatta gufu, sem svar- ar til 3—4 megawatt’a inn á raf- orkukerfið, þar sem 6—7 MW af gufu tapast og fer I eiginnotkun af fyrstu gufu inn á vélina. Öll viðbótargufa skilgr sér til raf- orkuöflunar svo til að fullu úr þvi, segir I greinargerðinni. I greinargerðinni segir að talið sé fullvíst að tæringaráhrifin og gasinnihald gufunnar orsakist af eldsumbrotum við Kröflu. Ekki sé unnt að segja til um það hve lengi áhrifa eldsumbrotanna muni gæta á vinnslueiginleikum guf- unnar, sem I ljós kom á þeim hluta jarðhitasvæðisins við Kröflu þar sem borað var 1976. Allar tölur um slíkt, sem fram hafi komið i fjölmiðlum undan- farið verði að skoðast sem per- sónulegt mat viðkomandi. Reynsl- an ein geti skorið úr um þetta atriði, segir i greinargerðinni. Þá segir að ætla megi að áhrif eldsumbrotanna við Kröflu verði fremur til að tefja gufuöflun til virkjunarinnar og gera hana dýr- ari en að tefla henni i tvisýnu til frambúðar. Miðað við stöðu verks- ins og þá reynslu, sem nú þegar hefur fengist við þessa virkjun og hinn mikla orkuskort á Norður- landi, svo og það fjármagn, sem nú þegar er búið að binda, væri óraunhæft að fresta framkvæmd- um um óákveðinn tíma. Að greinargerðinni standa þeir Páll Flygering ráðuneytisstjóri, Árni Snævarr fyrrv. ráðuneytis- stjóri, Kristmundur Halldórsson deildarstjóri, Guðmundur Einars- son verkfræðingur, Jakob Björns- son orkumálastjóri, Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur Orkustofnunar, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ríkisins, og Einar Tjörvi Elíasson, yfirverk- fræðingur Kröflunefndar. : Látið ekkl happ úr hendi sleppe j Það erhægt að gera stórkostlega góó kaup á útsölumarkaónum að Laugaveg 66 2. hæð Stakar terelyne & ullarbuxur Peysur — Blússur — Bolir Pils — Kjólar — Dragtir Stakir kvenjakkar Stakir herrajakkar Kápur úr Kanvas Herraskyrtur — Stuttjakkar Skór í úrvali Þrongar gallabuxur o.m.fl. 40—70% afsláttur Hafir þú gert góð kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Utsölumarkaðurinn LAUGAVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.