Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977 Mál Hauks Guðmundssonar: Avísanamálið bíður þar til rannsókn hand- tökumáls lýkur RANNSÓKN á ávfsanamáli Hauks Guðmundssonar mun bfða þar til rannsókn handtökumáls- ins er lokið. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið I gær hjá Steingrfmi Gauti Kristjánssyni, umboðs og setudómara f þessum tveimur málum. Að sögn Steingrims hefur rann- sókn handtökumálsins dregist nokkuð á langinn, þar sem fram hafa komið ýmis atriði við yfir- heyrslur, sem kanna þurfti nánar. Sagði Steingrímur að rannsóknin væri i fuflum gangi og yfir- heyrslur öðru hvoru. Aðstoðar- maður Steingrfms við rannsókn handtökumálsins er Hannes Thorarensen, rannsóknarlög- reglumaður úr Reykjavik. Mikill fugladauði í Viðfirði Neskaupstað, 10. febrúar. FYRIR nokkru urðu menn, sem fóru frá Neskaupstað til Við- fjarðar til að huga að útigangsfé þar, varir við mikið af dauðum svartfugli og æðarfugli á Viðfirði og f f jörunni þar. Fréttaritari Mbl. hafði samband við Steinþór Þórðarson bónda í Skuggahlíð sem fór til Viðfjarðar að athuga með fé. Sagði Steinþór að þegar hann hefði komið þangað, hefði mátt sjá dauðan fugl um allt, bæði í fjörunni og á firðinum og hefðu dauðu fuglarn- ir skipt hundruðum. Kvaðst Stein- þór greinilega hafa séð grútar- eða oliubrák á firðinum og kringum hana hefi dauður fugl- inn verið í röstum. Að öðru leyti eru menn hér ekki vissir um hvað hefur valdið dauða fuglanna, en ekki hefur orðið vart við dauðan fugl hér á Norðfirði, hins vegar mátti sjá olíu eða grútarbrák hér á firðin- um fyrir skömmu, en ekki varð fólk vart við að fugl dræpist í brákinni. —Asgeir. Óskarsverd- launaútnefn- ingintilkynnt Los Angeles, 10. feb. Reuter. Kvikmyndaakademían I Hollywood tilkynnti f dag út- nefningar til Óskarsverðlauna kvikmyndaiðnaðarins. Peter Finch, ástralski leikarinn, sem lézt fyrir mánuði , var meðal þeirra, sem útnefndir voru sem bestir leikarar, fyrir hlut- verk sitt I Network. Aðrir voru Robert DeNiro fyrir Taxidriv- er, Giancarlo Giannini fyrir Seven Beauties, William Holden fyrir Network og Sylvester Stallone fyrir Rocky. Network og Rocky hlutu flest- ar verðlaunaútnefningarnar. Útnefndingu sem bezta leik- kona hlutu Marie-Christine Barrault fyrir Cousin Cousine, Faye Dunaway fyrir Network, Talia Shire fyrir Rocky, Sissie Speack fyrir Carrie og Liv Ull- mann fyrir Face to Face. 5 beztu myndurnar voru út- nefndar All the Presidents men, Bound for Glory, Net- work, Rocky og Taxi Driver. Verðlaunin verða afhent 28. marz nk. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð til iðnaðar- ráðherra um stöðu framkvæmda við Kröfluvirkjun. Var greinargerð þessi rædd á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn þriðjudag. Fer greinargerðin hér á eftir: Gufuöflun Alls hafa verið boraðar 11 hol- ur, þar af 9 vinnsluholur. Á árinu 1974 voru boraðar 2 rannsóknar- holur, tölusettar sem hola 1 og hola 2. Gufa úr holu 1 hefur verið notuð til upphitunar vinnubúða o.fl. Á árinu 1975 voru boraðar 3 vinnsluholur. Hola 3 gaf upphaf- lega 5 MW en varð svo til óvirk eftir gosið í des. 1975. Hola 4 var í byrjun mjög aflmikil en ekki tókst aó hafa taumhald á henni og breyttist hún í gufuhver. Hola 5 var ekki boruð í fulla dýpt á árinu 1975. Var síðar áformað að dýpka hana, en fóðurrör hafði skekkst svo að dýpkun varð ekki möguleg og er holan óvirk. Á s.l. ári voru boraðar 6 holur, sem tölusettar eru 6 til 11* Af þeim gefa hoiur 6, 7 og 10 nægjan- lega gufu til að tengja þær við gufuveituna. Holur 9 og 11 byrj- uðu að blása um mánaðamót janú- ar—febrúar en ekki er fullljóst hvaða ágrangri þær skila, en talið er óvíst hvort hola 8 muni gefa nægilega gufu til að borgi sig að virkja hana. Samkv. þeim upplýsingum sem fyrir liggja er búist við að holur 6, 7 og 10 geti gefið 9—11 MW gufu sem svarar til 3—4 MW inn á raforkukerfið, þar sem 6—7 MW af gufu fara i töp og eiginnotkun af fyrstu gufu inn á vélina. Öll viðbótargufa skílar sér til raf- orkuöflunar svo til að fullu úr því, og þar að auki verulegur hluti af fyrstu töpum þegar aukið gufumagn verður fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að bora 5 holur á komandi sumri. Verið er að vinna að staðsetningu borhol- anna. Miðað við hinn takmarkaða árangur af borunum 1976 má ætla að þær geti gefið a.m.k. 10—20 MW til viðbótar þeim, sem nú eru boraðar. Gufuveita Samkvæmt tímaáætlun er nú gert ráð fyrir að tengingu holu 6 verði lokið um mánaðamótin febrúar—mars, holu 7, 9 og 11 1. viku í mars og holu 10 í apríl. Að framansögðu og þegar at- hugaðar eru allar aðstæður, má að dómi Orkustofnunar, draga eftir- farandi fram: A. „Ljóst er nú þegar, að árang- ur vinnsluborana 1976 er lakari en vonir stóðu til, bæði varðandi magn tiltækrar gufu og gæði hennar (gasinnihald; tæringar- áhrif á gufukerfi). Heildarniður- stöður borananna liggja þó enn ekki fyrir, þar eð mælingum er ekki lokið á tveimur síðustu hol- unum sem boraðar voru. B. Talið er fullvíst að tæringar- áhrifin og gasinnihald gufunnar orsakist af eldsumbrotum við Kröflu. Vinnuhópur sérfræðinga starfar nú að því að kanna þau áhrif og finna leiðir til úrbóta. Hugsanlegt er einnig að eldsum- brotin hafi haft áhrif til rýrnunar á rennsii úr borholum. C. Það kom fyrst í ljós við bor- anirnar 1976 að áhrif umbrotanna urðu svo víðtæk á fyrirhuguðu borsvæði, sem raun ber vitni. Þetta vinnslusvæði er hins vegar aðeins hluti af jarðhitasvæðinu við Kröflu. Ekki var unnt að segja fyrir um hversu víðtæk oða varan- leg áhrifin yrðu, enda “kki við sambærilega reynslu annars stað- ar að styðjast. Greinargerð um stöðu framkvæmda við Kröfluvirkjun: virkjun. Verið er að athuga hvar ráðlegast sé að halda borunum áfram. Ýmsir kostir koma þar til álita og þarf að bera þá saman. Að því verður unnið nú á næstunni. G.2. Halda áfram framkvæmd- um við stöðvarhús og gufuveitu að því marki sem nauðsynlegt er til að geta komið stöðinni í gang með þeirri gufu sem nú er tiltæk. Fyrst yrði stöðin rekin í tilrauna- rekstri meðan ýmiskonar próf- anir færu fram og byrjunarörðug- leikar í sjálfum rekstrinum væru yfirunnir. Er þýðingarmikið að geta notað tímann í því skyni meðan unnið er að frekari gufu- öflun, svo að ekki verði frátafir af þeim sökum þegar hún er fengin." véla- og rafbúnaðar svo og tengi- virki er langt komið vegna fyrri vélasamstæðu. Áætlað er að þeim verkþáttum sem nauðsynlegir eru vegna gagn- setningar fyrri vélar verði lokið 31. mars. Grngsetning véla með álagi gæti þá orðið um miðjan apríl. III. Verkefni Rafmagnsveitna ríkisins. Lagningu háspennulínu frá Kröfluvirkjun til Akureyrar mun væntanlega ljúka um mánaðamót- in febr.—mars. Gerð tengivirkis á Vfsindamenn kanna gasinnihald f gufunni úr holu 10. Unnið við lagnir að stöðvarhúsinu. D. Um það verður ekki sagt að svo stöddu hversu stórt það svæði er, sem áhrif umbrotanna ná til; hvort þau nái til jarðhitasvæðis- ins alls eða þess hluta einungis, sem borað var í á síðasta sumri. Úr þessu verður ekki skorið nema með frekari borunum. E. Ekki er heldur unnt að segja um það á þessu stigi máls hve lengi muni gæta þeirra áhrifa eldsumbrotanna á vinnslueigin- leika, sem í ljós komu á þeim hluta jarðhitasvæðisins við Kröflu þar sem borað var 1976. Allar tölur um slíkt, sem fram hafa komið í fjölmiðlum undan- farið verða að skoðast sem per- sónulegt mat viðkomandi. Reynsl- an ein getur skorið úr um þetta atriði. F. Ætla má, að áhrif eldsum- brotanna við Kröflu verði fremur til að tefja gufuöflun til virkjun- arinnar og gera hana dýrari en að tefla henni i tvísýnu til frambúð- ar. G. Við þessar aðstæður telur Orkustofnun rétt að gera eftir- farandi: G.l Halda áfram nú á þessu ári vinnsluborunum í þvi skyni að afla meiri gufu handa Kröflu- II. Verkefni Kröflunefndar. Stöðvarhússbyggingu er nú langt til lokið. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir það landris og landsig, sem átt hefur sér stað á Leirhnjúkssvæðinu hafa engar skemmdir eða sprungur orðið á stöðvarhúsinu, enda hefur hæðar- munur suður og norðurenda hússins, sem er um 70 m. langt, aldrei orðið meiri en 1 cm. Vinnu við kæliturna, niðursetningu I Að greinargerðinni standa: Páll Flygenring ’ I ráðuneytisstjóri, Árni I I Snævarr, fyrrverandi | | ráðuneytisstjóri, Krist- i | mundur Halídórsson deildarstjóri, Guðmund- ' • ur Einarsson verkfræð- I I ingur, Jakob Björnsson | | orkumálastjóri, Guð- | | mundur Pálmason, jarð- . I eðlisfræðingur Orku- stofnunar, Kristján I I Jónsson, rafmagnsveitu- | | stjóri rfkissins, Einar | | Tjörvi Elfasson, yfir- . I verkfræðingur Kröflu- nefndar. „Haldið verði áfram á þessu ári vinnskibor unum til gufuöflunar"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.