Morgunblaðið - 11.02.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977
Stærð Kröflu-
virkjunar
RAGNAR Arnalds, for-
I maður Alþýðubandalags-
ins, heldur áfram harka-
legri vörn sinni fyrir
Kröfluvirkjun í Þjóðviljan-
■ um f gær. Hann segir: „í
i skýrslu Orkustofnunar,
| sem gefin var út f septem-
, ber 1973, er m.a. gerður
I samanburður á 8 mw, 16
I mw og 55 mw aflstöð.
Niðurstaða þessara út-
| reikninga er sú, að orku-
i verð frá 16 mw stöð verði
I 66% dýrara en frá 55 mw
I stöð, og orkuverð frá 12
mw stöð verði 87% dýr-
| ara en frá 55 mw stöð. Á
i þessari skýrslu byggði
' iðnaðarráðuneytið og
I Alþingi akvörðun sína,
• sem tekin var nokkrum
I mánuðum sfðar, um heim-
I ild til allt að 55 mw
1 virkjunar."
„í umræðum á Alþingi
■ fyrir þremur árum benti
■ þáverandi iðnaðarráð-
I herra, Magnús Kjartans-
. son, á það, að byggðalfn-
| an væri forsenda fyrir
I þessari eða öðrum stórum
1 virkjunum á Norðurlandi.
Hvorki hann né nokkur
. annar, sem um þetta fjall-
I aði, litu á virkjunina út f rá
I einangruðum markaðsað-
stæðum á Norðurlandi
I eða Austurlandi, og enn
I sfður datt mönnum f hug
' að horfa fjögur eða fimm
I ár fram í tfmann."
I_________________________
„í fótspor
áróðursmeist-
ara kratanna”
Sfðan vfkur Ragnar að
raforkuskrifum flokks-
bróður hans, Hjörleifs
Guttormssonar, og segir:
„En Hjörleifur Guttorms-
son fylgir sem sagt fast f
fótspor áróðursmeistara
kratanna, þegar hann
reynir éð sanna, að
Kröfluvirkjun sé sérlega
óhagkvæm, vegna þess
að hana skorti orkumark-
að. í ýtarlegum út-
reikningum, sem hann
birtir með greininni, er
blekkingin m.a. f þessu
fólgin: aðeins er miðað
við núverandi orkuskort á
Norðurlandi og þann við-
bótarmarkað sem bætist
við á Norður- og Austur-
landi á næstu árum. Það
er sem sagt reynt að fela
þá staðreynd, að Sigöldu-
virkjun er fullnýtt um
1979 og Kröfluvirkjun er
einnig fullnýtt 1981, ef
hún fær að selja þá orku,
sem hún á afgangs eftir
byggðalfnu til Vestfjarða,
Vestur- og Suðvestur-
lands.
Sfðar f greininni segir:
„Að sjálfsögðu er eðlilegt
að mönnum sé illa við, að
meiri hluti orkunotkunar f
ákveðnum landshluta sé
háður háspennulfnum,
sem liggja óraveg yfir fjöll
og firnindi, þegar einnig
eru hafðir f huga hinir
löngu og hörðu vetur, sem
stundum koma hér á
landi. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt, að meginhluti
orkunnar f hverjum lans-
fjórðungi byggist á grunn-
afli, sem framleitt er f
þeim landshluta. Hins
vegar eru stofnlfnur milli
landshluta nauðsynlegar
sem öryggistæki og til
örkujöfnunar upp að vissu
marki".
„Af hagkvæmnisástæð-
um eru vélar og tækja-
búnaður stærri en þarfir
Norðurlands segja til um,
en að sjálfsögðu verður
ekki staðið gegn þvf, þeg-
ar þar að kemur, að
5—10% af orkumarkaði
Suðvesturlands verði háð-
ur orkuflutningum að
norðan til að fullnýta
Kröfluvirkjun."
Mannvirki við Kröflu í byggingu.
„Þáttur af
varaformanni
Alþýðu-
flokksins”
Sfðan vfkur Ragnar að
útreikningum ráðgjafar
þjónustu Kjartans
Jóhannssonar (varafor
manns Alþýðuflokks) á
raforkuverði frá Kröflu,
sem hann dregur mjög f
efa: „Þess skal getið, að
fram komu opinber mót-
mæli frá Áætlunardeild
Framkvæmdastofnunar
rfkisins, sem hafði veitt
aðstoð við þessa út-
reikninga, þar sem bent
var á, að þessar niður-
stöður gætu alls ekki tal-
ist útreikningur á orku-
verði Kröfluvirkjunar.
Helzti gallinn á þessum
útreikningum er sá, að
þeir miðast við, að orku-
kaupendur á Norðurlandi
borgi allan stofnkostnað
við Kröfluvirkjun f orku-
verðinu á næstu sjö árum.
Þannig er þessi fáránlega
tala fengin, 9.25
kr/kwst. í öðru dæmi er
miðað við 15 ára af-
skriftartfma virkjunar-
innar og þá lækkaði orku-
verðið í 4—6.80/ kwst.
Við útreikning orku-
verðs er fjármagns-
kostnaðurinn mikill meiri-
hluti rekstrarkostnaðar
virkjunar. Þegar Lands-
virkjun reiknar út orku-
verð frá Sigöldu er miðað
við 40 ára afskriftartíma.
Háspennulfnur eru afskrif-
aðar á 25 árum. En þegar
Norðurlandsvirkjun og
Krafla eiga f hlut er lengst
miðað við 15 ár, hvort
sem um er að ræða vélar,
steinsteyptar byggingar
eða háspennulfnur. í
rauninni er það stór-
hneyksli, að svo villandi
útreikningar, sem greitt
er stórfé fyrir, skyldu
komast á prent f opinberu
skjali, einkum þegar aðild
pólitfsks aðila eins og
varaformanns Alþýðu-
flokksins að málinu er
höfð í huga. . ."
„Hér ber sem sagt allt
að sama brunni. Áróður-
inn um hið háa orkuverð
frá Kröflu er lygasaga,
sem ákveðin pólitfzk öfl
hafa komið á kreik og
hver étur síðan eftir öðr-
um, þótt oft sé reynt að
leiðrétta þessar firrur.
Staðreyndin er sú, að
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika,
sem gosið hefur valdið,
m.a. með auknum
kostnaði við gufuöflun, er
enn möguleiki á þvf, að
Kröfluvirkjun verði f hópi
hagkvæmnustu virkjana
hér á landi."
Sbeifu
skrifstofuhúsgösn
Skrifborð, vélrítunar-
borð, fráleggsborð,
stök eða sambyggð
með mismunandi
skúffusetningu.
Plötur í
mismunandi
stærðum
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Smiðjuvegi 6 — Sími 4-45-44
SERVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
Seljum mjólkurvörur.
Opið á laugardögum.
SILD & FISKUR
Bergstaóastræti 37 sími 24447
Leiklistarskóli
íslands
auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1977. Ekki
verða teknir inn fleiri en 8 nemendur.
Umsóknareyðublöð ásamt uppl. um inntökuna og námið í skólanum
liggja frammi i skrifstofu skólans að Lækjargötu 14.B, simi 25020.
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9 — 1 2. Hægt er að fá öll gögn send í
pósti ef óskað er.
Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu skólans í ábyrgðarpósti fyrir
25. marz n.k.
Skólastjóri.
Rafgeymar
6 og 12 volta í
ýmsar gerðir bifreiða
HEKLAhf.
Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240
Leikhúsgestir
í vetur getið þið byrjað leikhúsferðina hjá okkur því um
helgar, á föstudögum, laugardögum og sunnudögum
munum við opna kl. 18,00 sérstaklega fyrir leikhúsgesti.
Njótið þess að fá góðan mat og góða þjónustu í rólegu
umhverfl áður en þið farið í leikhúsið.
m
BERGSTAÐASTR/fTI 37
SÍMI 21011