Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977 11 Akureyri er nærfellt lokið. Hægt verður að taka línuna i notkun í byrjun mars. IV. Kostnaður. Skv. bráðabirgðayfirliti nemur kostnaður við Kröfluvirkjun í árs- lok 1976 eftirfarandi: Framkvæmdir á vegum Kröflunefndar 4.552 Framkvæmdir á vegum Orkustofnunar boranir 931 Gufuveita 400 1.331 Háspennulína Krafla-Akureyri 530 Samtals 6.413 Áætlað til framkvæmda ’77 Kröflunefnd 688 Orkust. boranir, gufuveita 662 Háspennulína 30 1.380 7.793 V. Staða verksins. Við könnun á verkstöðu framkvæmda er augljóst að meginhluti kostnaðar fram að gangsetningu fyrri vélasamsta'ðu er vinnulaun um 2ja mánaða skeið, til að nýta árangur borana, sem lokið var, á árinu 1976. Viðbótarfjárfesting til nýtingar á fyrri vélasamstæðu til raforku- öflunar er fyrst og fremst tengd gufuöflun á árinu 1977 og allur árangur slikrar fjárfestingar skilar sér því i auknum afköstum fyrri vélasamstæðu til raforku- sölu og þar með til nýtingar heildarfjárfestingar Kröflu- virkjunar. Á það skal bent, að hér er um brautryðjendastarf að ræða við virkjun háhitasvæða landsins, til raforkuframleiðslu. Sambæri- legar aðstæður með tilliti til áhrifa gosvirkni hafa ekki komið fram annars staðar i heiminum. Miðað við stöðu verksins og þá reynslu, sem nú þegar hefur fengist við þessa virkjun og hinn mikla orkuskort á Norðurlandi, svo og það fjármagn, sem nú þegar er búið að binda væri óraunhæft að fresta framkvæmd- um um óákveðinn tíma. Enn- fremur gæti slikt haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar og gæti stöðvað um langa framtíð framkvæmdir til nýtingar á jarð- gufu háhitasvæða landsins til orkuöflunar. VI. Niðurstöður. 1. Haldið verði áfram nú á þessu ári vinnsluborunum til áframhaldandi gufuöfiunar fyrir Kröfluvirkjun. 2. Haldið verði áfram fram- kvæmdum við stöðvarhús og gufuveitu að þvi marki, sem nauðsynlegt er til þess að geta tekið fyrri vélasamstæðu stöðvar- innar i notkun. 3. Lokið verði við lagningu háspennulínu frá Kröfluvirkjun til Akureyrar. Guðbjartur Gunnarsson: Um sjónvarp til sjó- manna og afdalafólks í TILEFNI af opinberrt umræðu um dreifingu sjónvarps til sjó- manna á miðum landsins og af- dalafólks, með byggingu endur- varpsstöðva fyrir loftbylgjugeisla eins og hingað til sýnist mér eðli- legt að gerð verði athugun á öðr- um leiðum til að ná sama tak- marki. Þar á ég fyrst og fremst við jarðlínu og færanlegt mynd- segulband. I áðurnefndri umræðu hefi ég ekki séð eða heyrt minnst á þessa möguleika. Ég leyfi mér að beina þeim tilmælum til al- þingismanna, forráðamanna Landssimans og Rikisútvarpsins að gerð verði rannsókn og saman- burður i þessu efni. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessara tveggja leiða, þá byggjast þær á eftirfarandi: Jarðllna eða kapall: Sjónvarpsmerkið er hægt að leiða með þræði, rétt eins og raf- magn og talað orð, bæði i lit og svart-hvitu. Þetta er algengt er- lendis, ekki sist á afskekktum stöðum inn milli fjalla, þar sem annars þyrfti þéttriðið net endur- varpsskerma. En þessu fylgir að sjálfsögðu nokkur aukakostnaður fyrir hinar afskekktu byggðir. En þetta er eins og með vegina. Ríkið stendur straum af kostnaði við þjóðvegina, en svo taka sýslur, hreppar og jafnvel einstaklingar við samkvæmt nánari reglum. 2. Myndsegulband Mikið af þvi efni sem sjónvarp- ið sýnir kemur erlendis frá á tveggja þumlunga breiðu mynd- segulbandi. Innlent efni er gjarn- an tekið upp á myndsegulband. Myndsegulbönd og vélar í full- komnum sjónvarpsstöðvum eru oftast af þessari stærð. Lokið sjónvarpsketfi, þar sem myndin er send með þræði, geta notast við eins þumlungs segulbönd, en þess utan eru á markaðinum hálf- tommu- og treikvarttommu bönd. Ég hefi kynnst nokkuð notkun H“ banda og tækja erlendis undan- farin ár I tengslum við allviðamik- ið skólakerfi. Efnið er þá tekið upp á 2“ bönd en fært yfir á kassettur, sem siðan eru sendar út i skólana eftir pöntun. Skólarn- ir eiga sin eigin afspilunartæki, sem skila myndinni I fullkomnum litum. Mér sýnist þessi tækni geta fyllilega komið til greina varð- andi skipin, enda þótt margir I landi vildu gjarnan geta leigt spólu með efni sem þeir misstu af I útsendingu. Sumir myndu ef til vill segja sem svo að þetta gæti dugað varðandi 'biómyndir og ýmsa þætti, en hvað um fréttirn- ar? Ég leyfi mér að minna á það, að uppspretta frétta er hin sama fyr- ir útvarp og sjónvarp. Það er þá aðeins myndefni fréttanna sem glataðist. Margt af þvi er áhuga- vert, en ekki allt. Gott efni mætti hæglega setja á band og búa til einskonar viku- eða hálfsmánaðar yfirlit, („magasin") I stil við ann- ál ársins og hafa til boða fyrir þá sem vildu. Myndsegulböndin er siðan hægt að nota aftur og aftur. Mér þykir trúlegt að leiðir þessar yrðu bæði ódýrari og kæmu að betri notum en sú aðferð, sem nú er ráðgerð, þ.e. að fjölga endur- varpsstöðvum. bakaó á IQIÖfÓlÓIOlÓJHl* hseöum Juno eldavél meö hverfiloftsofni gerir þér kleift aó baka á 4 hœóum - sem sagt - þú getur bakaó á 4 plötum í einu - athyglisvert, ekki satt? Aó sjálfsögóu er Juno meö grilli og klukkurofa -já klukkurofa.sem ekki baraertengdurofni-hann er líkatengdur 2 hellum - þetta erdagsatt, hann er tengdur tveim hellum - þaö œtti aó geta komió sér vel. Juno hverfiloftsofninn er sjálfhreynsandi-hvaó annaó? þessa frábæru vél ætlum vió aó sýna þér í notkun - á milli klukkan 11 og 15 á morgun. Já.vióœtlum aó baka fyrir þig á milli klukkan 11 og 15- þar fyrir utan.sýnum vió þér rafmagns-heimilis- tœki frá KRUPS - maóur sleppir ekki svona tœkifœri-er þaó?-auóvitaöekki-þá sjáumst vió í sýningarsalnum aó Skúlagötu 30 á morgun. ð PS. þaó ferekki ámilli mála aó okkar lausnerbetri lausn ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 -Sími 11280 m JUNOog KRUPS Einkaumboö á íslandi JÓN JÓHANNESSON & Co

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.