Morgunblaðið - 11.02.1977, Side 15
MORtiUNBLAÐlÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977.
15
J ór daní udr o ttning
borin til grafar
Animan 10. febrúar. Reuter
HUSSEIN Jórdaníukon-
ungur fylgdi í dag harmi
sleginn til grafar Aliu
drottningu sinni, sem fórst
í þyrluslysi skammt fyrir
utan Amman í gær ásamt
heilbrigðisráöherra lands-
ins, Mohammed Al-Basir,
flugmanni og herlækni.
Alia, sem var 28 ára að
aldri var að koma frá því
að skoða sjúkrahús í
Tafileh við Dauðahafið,
eftir að hafa lesið frétt í
blaði þar sem kvartað var
yfir aðbúnaðinum. Var
þetta einkennandi fyrir
hinn mikla áhuga
Latina á vík-
ingaleifum á
Grænlandi
Kaupmannahöfn, 10. febrúar. Reuter.
TALSMAÐUR danska þjóð-
minjasafnsins skýrði frá því f
dag, að fyrstu latnesku áritan-
irnar, sem vitað væri um á
fornleifum frá Víkingatímun-
um á Grænlandi, hefðu fund-
ist. Voru áritanirnar á hand-
fangi matarskálar, sem fannst
á Fisigarfik I Godthaabfirði á
sl. sumri. Að sögn talsmanns-
ins hefur enn ekki tekist að
ráða hvað áritunin þýðir, en
hinum megin á handfanginu
er rúnaletur eins og vfkingarn-
ir, sem settust að á Grænlandi
á 10. öld, notuðu.
drottningar á velferð
almennings í Jórdaníu en
hún giftist Hussein 1972 og
var þriðja kona hans. Hún
lætur eftir sig eins árs
gamlan son, sen einn
barna Husseins getur tekið
við konungdómi af föður
sínum, og tveggja ára
dóttur.
Slysið varð, er þyrlan lenti í
óvæntum regnsveip ög steyptist
tíl jarðar, þar sem hún varð alelda
á svipstundu. Assad Sýrlandsfor-
seti stóð við hlið Husseins við
útförina svo og Hans Dietrich
Genscher, utanrikisráðherra V-
Þýzkalands, sem aflýsti fyrirhug-
aðri tveggja daga heimsókn sinni
til 'Sýrlands til að komast til
Jórdaníu. Fáir aðrir erlendir leið-
togar náðu til Amman í tæka tíð,
en Farah, keisaraynja af íran,
kom til borgarinnar skömmu
siðar. Drottningin var jarðsett í
garði hallarinnar, sem Hussein lét
byggja handa henni og var lokið
við fyrir 4 mánuðum.
Alia drottning var af
palestínskum ættum fædd i Kaíró
og starfaði sem kynningarfulltrúi
hjá Flugfélagi Jórdaniu, er hún
kynntist konungi við sjóskíða-
keppni i Aqaba. Hussein skildi
við aðra eiginkonu sína, Munu
Al-Hussein, 1972.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að andlát drottningar kunni að
verða til þess að mikilvægum við-
ræðum Husseins konungs við leið-
toga PLO, Frelsissamtaka
Palestínumanna, verði frestað en
þær áttu að hefjast á laugardag.
Vikuþjóðarsorg hefur verið fyrir-
skipuð i landinu.
Orlov handtek-
inn í Moskvu
Moskvu 10. fihrrtar. NTB
EINN af leiðtogum andstöðuafl-
anna í Sovétríkjunum, eðlis-
fræðingurin Jrij Orlov, var hand-
tekinn í Moskvu á fimmtudag.
Orlov er leiðtogi hóps, sem reynir
að fá stjórnvöld til að fara eftir
Helsingfors yfiriýsingunni frá
1975.
Það voru vinir Orlovs, sem
sögðu frá handtöku hans. Orlov
var sóttur af 7 einkennisklæddum
lögreglumönnum í hús annars
andófsmanns, Luda Alkesjeva, í
morgun. Hann kom til Alksejeva í
gær, eftir að hafa farið huldu
höfði i viku vegna þess að sovézk
blöð og útvarp hafa haldið uppi
árásum á hann og Alexander
Ginsburg, sem handtekinn var
fyrir viku.
Lögreglan gerði húsleit á
heimili Orlovs og tveggja annarra
andófsmanna í janúar. Orlov og
(Jinsburg voru ásakaöir um að
hafa haft samband við samtök
landflótta Sovétmanna NTS, og
fyrir ólögleg gjaldeyrisviðskipti.
Báðir hafa neitað ásökununum og
halda þeir því fram að lögreglan
hafi sett erlenda gjaldeyrinn i
íbúðir þeirra.
Ilyushin er látinn
Moskvu, 10. febrúar. Reuter.
SOVÉZKI flugvélaverkfræðing-
urinn Sergei Ilyushin er látinn,
82 ára gamall. Hann hóf feril sinn
sem hjálpardrengur I flugher
Rússlandskeisara og gerði meir
en 50 flugvélategundir á ævi-
skeiði slnu. Hann var þrisvar
sinnum sæmdur Leninorðunni og
hlaut fleiri viðurkenningar.
Ilyushin fæddist 1884 og for-
eldrar hans voru bændafólk. 1914
gekk hann í þjónustu flughers
keisarans og var þar hjálpar-
drengur í flugskýlum. Þar lærði
hann að fljúga og tíu árum síðar
lauk hann verkfræðiprófi við
Sjukovskiakademiuna. Stuttu
seinna varð hann yfirmaður til-
raunaverksmiðju flughersins í
Moskvu þar sem hann teiknaði
meðal annars orustuflugvélina
II—2. Rússar kölluðu flugvélina
„Fljúgandi skriðdrekann", en
Þjóðverjar nefndu hann „Svarta
dauða“. Varð flugvélin fræg i
stríðinu við Þjóðverja á austur-
vigstöðvunum.
Ilyushin varð fyrst heimsfræg-
ur 1939, þegar tveggja hreyfla
flugvél hans „Moskva“ flaug án
viðkomu frá Moskvu til Norður-
Ameríku á 22 klukkustundum.
Eftir stríðið helgaði hann sig
hönnun farþegaflugvéla og uppi-
staða flugflota sovézka flugfélags-
ins Aeroflot eru Iljushyn-
flugvélar. Hann hannaði nýjustu
flugvél Aeroflot og fyrstu breið-
þotu flugfélagsins 11-86, sem fljót-
lega verður tekin í notkun.
Símamvnd AP.
Dóminikanskar nunnur við eina af kistum sjö kaþólskra trúboða og kennara, sem
myrtir voru af afrískum skæruliðum í Rhódesíu fyrr í þessari viku. Jarðarför
þeirra fór fram í gær.
Sovézka fréttastofan
APN kærd í Svíþjóð
Stokkhólmi 10. febrúar. NTB.
ÞRÍR starfsmenn
sovézku - fréttastofunnar
APN í Stokkhólmi eiga á
hættu að fá dóm vegna
þess að fréttabréf frétta-
stofunnar kemur út í Sví-
þjóð án þess að ábyrgðar-
maður þess sé tilgreind-
ur. Það er lögfræðingur,
Lennart Hane, sem kært
heíur fréttastofuna og
heldur hann því fram að
Sovétríkin noti hana til
að breiða út falskar ásak-
anir á hendur Svíum.
Hane er lögfræöingur
Pavel Vesselov, sem er
sovézkur flóttamaður og
hefur búiö í Finnlandi
um árabil. Vesselov er
lögfræðilegur ráögjafi
Valentin Agapov, sem
einnig er sovézkur flótta-
maöur, búsettur í Sví-
þjóö. Hann hefur lengi
barist fyrir því aö fá eig-
inkonu sina og dóttur,
sem búa i Sovétríkjun-
um, til Svíþjóðar, en þær
hafa ekki fengið leyfi til
að fara úr landi.
Enginn ábyrgöamaöur
er fyrir fréttabréfi APN í
Svíþjóö og starfsmenn
fréttastofunnar hafa
ekki viljaö tjá sig um
málið. Hane átti því í
vandræðum meö hvern
hann átti að kæra. Það
gerir málió erfiðara að
fréttabréfið er ekki skráð
í Svíþjóó, og enginn
starfsmannanna hefur
viljað skýra frá því hver
standi á bak við útgáf-
una. Samkvæmt sænsk-
um lögum verða öll tíma-
rit að vera skráð og hafa
ábyrgðarmann.
í kæru sinni segir
Hane að það geti ekki
gengið að málgögn er-
lendra ríkja geti haldið
uppi fölskum ásökunum
á hendur sænskum borg-
urum án þess að þær séu
skrifaðar undir fullu
nafni. Vesselov hefur
krafist 100.000 sænskra
króna eða 4,48 milljóna
íslenzkra króna í skaða-
bætur fyrir meiðyrði.
Réttarhöld í málinu hefj-
ast 28. febrúar.
Útsala
— Bútasala
Gardínuefni frá 450 — kr.
Stórisefni stórlækkað verð.
Eldhúsgardínur áður 4.500 - nú kr. 2.800.-
Terelyne í buxur og pils áður 1 .1 50 - nú 700.-
Frotté í rúmteppi og sloppa áður 1.800 - nú 1.300.-
Riflað flauel áður 1.075,- nú 550,-
Tweed-efni áður 1.250 - nú 800.-
Finnsk bómullarefni áður 980 - nú 600.-
Skyrtuflunel, sængurvera og lakaefni,
gólfteppi, sessur og m.fl.
Notið tækifærið og gerið góð kaup.
Opið 9—12 á laugardögum.
tíwfuiin aa fi aiutið
Iðnaðarhúsinu SÍmí 16 2 59.
v/ Ingólfstrapti _ ^