Morgunblaðið - 11.02.1977, Side 17

Morgunblaðið - 11.02.1977, Side 17
MORCI'XBLAÐIÐ. FÖSTUDACiUR 11. FFBRUAR 1977 17 ísiljárns Geitháls Lögn raflfnu frá Geithálsi að Grundartanga í Ilvalfirði. kvæmt kostnaðaráætlunum UCC og R. M. Parsons. ES mun láta í té verkfræði- aðstoð við umsjón með hönnun og byggingu verksmiðjunnar, og verður hún greidd eftir venjuleg- um tímatöxtum fyrir slíka þjón- ustu. Innlendum verkfræðistof- um verður hins vegar falið að annast vinnu við hönnun og eftir- lit með byggingu verksmiðjunnar að eins miklu leyti og frekast er kostur. Söluumboð Samkvæmt fyrri samningum áttu dótturfélög UCC að vera umboðsmenn um sölu á fram- leiðslu Járnblendifélagsins og fá fyrir það umboðslaun frá 3%—5% eftir árlegu magni, þ.e, að meðaltali 3.9% miðað við 47.000 tonna árssölu (skv. áætlunum veturinn 1973—75), en 4.02% rniðað við 50000 tonna árs- sölu, sem nú er ráðgerð. Ábyrgð var ekki tekin á sölumagni, en rætt var um að UCC tæki hana að einhverju marki í sambandi við tryggingu lána. í stað þess er nú fyrirhugað, að salan fari fram fyrir milligöngu ES á sama grundvelli og ES selur eigin framleiðslu sína á kisiljárni. Að undanförnu hefur A/S Fesil & Co annast þessa sölu, en ES hefur einnig aðstöðu til að annast hana sjálft að öllu leyti, ef þvi er að skipta. Fesil er rekið sem sölu- samlag fyrir kísiljárn einvörð- ungu, á kostnaðargrundvelli. Er það öflugasti aðilinn á kísiljárn- markaðnum í Evrópu, og raunar stærsti kísiljárnútflytjandi í heimi, en árleg sala á þess vegum er nú um 275000 tonn. Af meðlimum Fesil á ES stærstan ars Thorodd- rumvarpi að ju í Hvalfirði hlut í veltunni, og er hlutdeild þess nú um 45% af heildarmagn- inu. Sölugrundvellinum er nánar lýst í 12. gr. aðalsamnings, og er þar kveðið svo á, að við sölu frá Járnblendifélaginu skuli nota sama sölukerfi og viðhaft er við sölu á kfsiljárnframleiðslu ES á hverjum tíma. Verður þannig val- kvætt, hvort eigin söluskrifstofur ES verði látnar standa fyrir söl- unni eða hún falin i hendur F'esil eða öðrum sölufyrirtækjum, sem rekin eru á kostnaðargrundvelli eingöngu. Jafnframt verður byggt á því i fyrsta lagi, að Járn- blendifélagið fái ávallt sama nettó fob-verð fyrir framleiðslu sína og eigin verksmiðjur ES, miðað við sama gæðaflokk af kísiljárni. Þó verður tekið tillit til hugsanlegs mismunar á flutnings- kostnaði frá íslandi og Noregi, en að öðru leyti verður framkvæmd verðjöfnun á flutnings- og sölu- kostnaði milli aðilanna. 1 öðru lagi verður kveðið svo á, að verksmiðja Járnblendifélags- ins fái ávallt sömu söluumsetn- ingu og um er að ræða hjá verk- smiðjum ES á hverjum tíma, þannig að ekki verði dregið úr framleiðslu hér nema i sama hlut- falli og hjá þeim, ef um sölu- tregðu verður að ræða á markaðn- um. Samanburðargrundvöllurinn verður miðaður við árlega af- kastagetu verksmiðjanna (2. og 3. mgr. 12. gr.). Auk þessa mun ES ábyrgjast tiltekna lágmarkssölu héðan fyrstu árin (20 þús. tonn á ársgrundvelli fyrir einn ofn, en 35 þús. tonn fyrir tvo ofna), fram til 1. júlí 1982 (4. mgr. 12. gr.), I sambandi við söluaðstoð þessa mun íslenska verksmiðjan greiða hlutdeild sína í sölukostnaði, sem jafnað verður niður á allar verk- smiðjurnar, að viðbættu jöfn- unargjaldi til ES, er verði norskar kr. 40.00 pr. selt tonn (það sam- svarar 1.2% af áætluðu byrjunar- söluverði frá verksmiðjunni, en mun fara hlutfallslega lækkandi er fram i sækir). — Sölu- kostnaður Fesil miðað við árið 1975 var 2.85% af söluverði, að þvi leyti sem um hreina söluþókn- un var að ræða. Miðað við það yrði heildarsölukostnaður verksmiðj- unnar allskostar sambærilegur við umboðslaunin, sem greiða átti UCC, og er þá ekki tekið tillit til þess aukna öryggis um verð og sölumagn, sem kveðið er á um í samningnum við ES. Gildistimi sölusamnings verður hinn sami og gildistimi rafmagns- samnings, þ.e. 20 ár frá þvi að starfræksla hefst. Sölusamn- ingurinn fellur þó úr gildi, ef ES afsalar eignarhlut sínum í Járn- blendífélaginu eftir að lágmarks- tími eignarhalds er liðinn, þ.e. 15 ár frá byrjun starfrækslu. Gert er ráð fyrir viðræðum um það innan þeirra 15 ára, hvort framlenging á sölusamningnum komi til álita. Orkusalan, rafmagnsverð Miðað er við, að orkusala Lands- virkjunar til Járnblendifélagsins og skipti milli forgangs- og af- gangsorku verði söm að umfangi og vera átti samkvæmt rafmagns- samningi þeim, er gerður var milli aðilanna á liðnu ári. Líkur eru þó til, að salan verði heldur meiri í reynd fremur en hitt. Hins vegar verður óhjákvæmilega nokkur seinkun á byrjun raf- magnsafhendingar til verksmiðj- unnar vegna þeirrar frestunar, sem orðin er á byggingarfram- kvæmdum við hana. Er nú miðað við, að fyrri bræðsluofninn geti tekið við rafmagni í árslok 1978 eða ársbyrjun 1979, þ.e. sem næst ári síðar en ráðgert var við stofn- un Járnblendifélagsins. Síðari ofninn verði síðan tilbúinn á tímabilinu júlí 1979 — sept. 1980, samkvæmt nánari ákvörðun síðar. Þetta bil milli gangsetningar ofn- anna er talið æskilegt af tæknileg- um ástæðum, þannig að taka megi tillit til reynslu af fyrri ofninum um gerð hins síðari en verður jafnframt heppilegt frá markaðs- sjónarmiði. Samið hefur verið við Landsvirkjun um bætur fyrir það tjón, sem búast má við vegna þessarar breytingar á samningn- um. Að því er varðar rafmagnsverð til verksmiðjunnar er nú ráð fyrir þvi gert, að upphaflegt orkuverð í bandaríkjamillum á kWst (5.0—6.2 mill fyrir fyrstu 8 árin) haldist óbreytt, sem lágmarks- verð, en núverandi verð- hækkunarreglur rafmagnssamn- ingsins verði felldar niður og i stað þeirra tekið upp nýtt orku- verð i norskum aurum, er komi til greiðslu þegar í byrjun, og sæti siðan leiðréttingu 5. hvert ár eftir sömu reglum og verð til orku- freks iðnaðar í Noregi eftir samn- ingum gerðum samkvæmt reglum norsku rikisrafveitnanna'frá 1962 til 1972. Jafnframt fari greiðslur fyrir orku fram í norskum krón- um i stað bandarikjadoilara. Orkuverð þetta er 3.5 n. aurar á kWst (samsvarar ca. 6.61 mill), og er sem næst hið sama og taka mun gildi í Noregi skv. áðurgreindum reglum hinn 1. júlí 1977. — Frá og með 1. júlí 1982 mun Járn- blendifélagið greiða 0.5 n. aura (samsvarar ca. 0.94 mill) til við- ? bótar þessu verði, en sú viðbót ' mun ekki sæta verðhækkun á samningstímanum. Með þessu fyrirkomulagi, sem til er komið vegna óska ES um skýrari reglur varðandi hækkun orkuverðs vegna verðlagsbreyt- inga, munu tekjur Landsvirkj- unar af orkusölunni hækka veru- lega frá núgildandi samningi á fyrstu starfsárum verksmiðj- unnar, en væntanlega verða nokkru lægri á síðustu árum samningstímans. Samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar munu heildartekjurnar yfir samnings- timann ekki verða lægri en orðið hefði eftir samningnum óbreytt- um. Gildistími rafmagnssamnings verður 20 ár frá fyrsta afhend- ingardegi rafmagns, eins og áður var umsamið. 1 samningnum verða og sömu endurskoðunar- ákvæði og áður, ef til breytinga kemur á meiriháttar forsendum um orkuverð. Loks er gert ráð fyrir þvi, að aðilar taki upp við- ræður um það áður en 15 ár eru liðin af samningstímanum, hvort framlengja skuli samninginn og á hvaða grundvelli. íslenzk lögsaga — skattareglur Byggt er á því, að fyrirtækið sæti sömu skattareglum og ráð- gert var við setningu laga nr. 10/1975, sbr. aths. um 7.—9. gr. frv. Ákvæði samninganna um íslenska lögsögu og réttarstöðu Járnblendifélagsins og samstarfs- aðilanna eru og óbreytt. Hið sama gildir efnislega um ákvæði varð- andi rekstur járnblendiverk- smiðjunnar, umhverfismál o.fl. í samræmi við skyldur sinar i um- hverfismálum hefur Járnblendi- félagið endurnýjað umsókn um starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sbr. kaflann um þau mál í fylgiskjali I hér að neðan. Er gert ráð fyrir því, að endanleg gildistaka samn- jnganna við ES verði háð þvi, að starfsleyfisskilyrði gagnvart Járnblendifélaginu liggi fyrir í meginatriðum, þannig að ljóst megi vera á báða bóga, að hverju félagið eigi að ganga i þeim efnum. Bræðsluofnar og byggingar- kostnaður Gert er ráð fyrir að byggja verk- smiðju með tveimur 30 MW bræðsluofnum, svipað og áður var, og allar áætlanir við það miðaðar. Verður hinn fyrri tekinn í notkun í ársbyrjun 1979 en hinn síðari einu og hálfu ári síðar. Þótt áætlanir séu miðaðar við tvo jafn- stóra ofna, hefur talsvert verið rætt um, að síðari ofninn verði stærri og frábrugðinn þeirn fyrri að því leyti, að hann nyti góðs af hugsanlegri tækniþróun i ofna- smíði. Er þá einkum rætt um nýt- ingu afgangsvarma til orkufram- leiðslu, en það er forsenda fyrir því, að hægt sé að hafa ofninn stærri, nema til komi aukin orku- kaup frá Landsvirkjun. Ofnarnir verða gerðir fyrir framleiðslu 75% kisiljárns, en þó verður hægt að framleiða í þeim aðrar blöndur kisils og járns, ef markaðs- aðstæður krefjast þess. Byggingarkostnaður verksmiðj- unnar er áætlaðar 430 millj. n.kr., sem skiptist þannig, að kostnaöur við fyrri ofninn er áætlaður 260 millj. n.kr., en 170 millj. n.kr. fyrir siðari ofninn. Innifaldar í þessum byggingarkostnaði éru áætlaðar verðhækkanir á bygg- ingartima, 7% á ársgrundvelli miðað við norskar krónur. Jafnframt byggingarkostnaði (430 millj. n.kr.) er reiknað með tækniþóknun ES í formi hluta- bréfa að upphæð U.S. $ 3.2 millj. (17 millj. n. kr.), áætluðum vöxt- um á byggingarlánum, um 36 millj. n. kr., og rekstrarfé, um 30 millj. n. kr. Heildarfjárfesting yrði þá um 513 millj. n. kr. eða 18430 millj. í. kr. Árleg framleiðsla 50.000 tonn Gert er ráð fyrir aö verksmiðj- an framleiði árlega 50 þús. tonn af fullunnu 75% kísiljárni. Gert er ráð fyrir, að urn 150 rnenn starfi viö verksmiðjuna. Hráefni til frantleiðslunnar eru kvarts- mulningur, kol, koks, unnið járn- grýti og rafskautsdeig. ÖII þessi hráefni verða flutt inn. Söluverð er áætlað um 3.400 n.kr. per tonn f.o.b. Grundartanga, þegar fyrsti ofninn er tekinn í notkun. Frá því umræöur hófust um járnblendiverksmiðju á Islandi hefur mikil áhersla vetið lögð á umhverfisvernd og að þvi stefnt, að mengun af hennar völdum verði sem allra minnst. Af hálfu Járnblendifélagsins er fyrir- hugað, að verksmiðjan verði búin öllum þeim bestu mengunarvörn- um, sem völ er á. Verður reyk frá ofninum, sem er langstærsta ryk- uppspretta verksmiðjunnar safnað saman og hann hreinsað- ur. svo og þeim reyk, sem mynd- ast við töppun bráðins málms af ofnunum.eftir þvi sem frekast er kostur. iVIengunarvarnir Sótt hefur verið t81 Heilbrigðis- eftirlits ríkisins um starfsleyfi fyrir verksmiðjuna, og er tillagna þess urn starfsleyfisskilyrði að vænta innan tíöar. Þótt endanleg- ar tillögur liggi ekki fyrir í smá- atriðum, er nokkurn veginn Ijóst. hvernig þær verða í megindrátt- um. Er búist við, að þær verði hið minnsta jafn strangar þeim regl- um, sem settar héifa verið á Norðurlöndum, bæði að þvi er varðar rykútblástur og innra um- hverfi, svo og rekstur.söryggi hreinsibúnaðar, varnir gegn slys- unt, hváaða og hitageislum og eftirlit með heilsufari starfsfólks. Reglur þessar eru í öllum ntegin- dráttum sambærilegar i reynd við amerískar reglur um mengunar- varnir, þótt orðalag, viðmiðun og mæliaöferðir kunni að vera með öðrum hætti. Líffræðileg athugun í lögum nr. 10/1975 unt járn- blendiverksmiðju í Hvalfiröi er kveðið svo á, að Járnblendiféhtgið skuli kosta líffræðilega athugun samkvæmt tillögum Náttúru- verndarráðs á umhverfi verk- smiðjunnar áöur en framleiðsla hefst. Athugun þessi hófst sumariö 1975. Söfnun gétgna er íokið og sýnéitaka nlargra verk- þátta vel á veg komin. Hins vegar er úrvinnsla lítt eða ekki hafin og santa er að segja unt athuganir á nokkrum tilteknum sviðum. Taliö er að ljúka megi hinni líffneöi- legu hlið málsins i aprfl 1977 að undanskildum tilteknum efnét- greiningum og aö unnt verði að ljúka heildaryfirliti unt líffræði- rannsóknir um áramót 1977—78. Tilraunir um endurnýtingu ryks viö frantleiðslu á kísiljárni hafa ekki borið svo jákvæðan árangur að svo stöddu, áð unnt sé að treysta á þá leiö viö ráðstöfun ryks frá verksmiðjunni. Tilraunir með notkun ryksins í frantleiöslu sements benda hins vegar til þess. aö ryknotkun í takmörkuðum mæli hafi bætandi áhrif á þá framleiðslu. Hins vegar er til- raununum ekki lokið og hefur þess því verið öskaö. að verk- smiðjunni verði heintilað að losa sig á annan hátt við þaö ryk og annan úrgang, sem ekki veröur nýttur, Er gert ráö fvrir, að heimild þessi verði veitt nteð skil- yrðum, sem heilbrigðisráðuneytið setur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.