Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 LOFTLEIDIR -C* 2 1190 2 11 88 /pi BÍLALEIGAN felEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 ii i' ® 22 022 RAUOARÁRSTÍG 31 V_____——------«' DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bílaleigan Miöborg Car Rental * n i nn| Sendum I-V4-Y2I m/s Baldur fer frá Reykjavik þriðjudaginn 8. þ.m. til Breiðafjarðarhafna og Patreksfjarðar. Vörumóttaka: Mánudag og til hádegis á þriðjudag. OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD OG HÁDEGIS Á MORGUN. Austurstræti 14 — Sími 12345 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Útvarp Reykjavík FÖSTUDAGUR 4. marz MORGUNNINN 8.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. daghl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolheinsson les söguna af „Briggskipinu Blá- lilju' eftir Olle Mattson (21). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir. kl. 9.45. I.étt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Passíusálmalög kl. 10.25: Sigurveig Iljaltested og Guð- mundur Jónsson syngja við orgelundirleik Páls isólfs- sonar. Morguntónleikar kl. 11.00: Takashi Ochi og kammer- sveit undir stjórn Pauls Kuentz leika Konsert f C-dúr fyrir mandólfn og hljómsveit eftir Vivaldi/ John Williams og Enska kammersveitin leika Konsert f A-dúr op. 30 fyrir gftar og strengjasveit eftir Giuliani/ Friedrich Gulda og félagar úr Ffl- harmonfusveitinni f Vfn leika Kvintett f Es-dúr fyrir pfanó, óbó, klarfnettu, horn og fagott op. 16 eftir Beethov- en. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍODEGIÐ____________________ 14.30 Miðdegissagan: „Móðir og sonur“ eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Fflharmonfusveitin f Vín leikur „Skáld og bónda“, for- leik eftir Suppé; Georg Solti stjórnar. Barokkhl jómsveit Lundúna leikur Litla sinfónfu fyrir blásarasveit eftir Gounod; Karl Haas stjórnar. Hljómsveitin Fflharmonfa leikur „Lftið næturljóð", serenöðu (K 525) eftir Moz- art; Otto Klemperer stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Benni“ eftir Einar Loga Einarsson. Höfundur les (5). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. SKJANUM FÖSTUDAGUR 4. mars 1977. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvfgið 20.45 Prúðtt leikararnir Leikbrúðurnar fjörugu skemmta ásamt lefkaranum Peter Ustinov. Þýðandi Þfandur Thor- oddsen. 21.10 Kastljðs Þáttur um innlend málefni Umsjðnarmaður Guðjðn Einarson. 22.10 Utlaginn (The Gunfighter) Bandarfsk bfómynd frá ár- inu 1950. Aðalhlutverk Gregory Peck, Jean Parker og Karl Malden. Jimmy Rfngo er fræg skytta f „viflta vestrinu". Hann er orðinn þreyttur i hlutverki byssumannsins og kýs frfð- siella Ifferni, en f*r ekki frið fyrir ungum ðrðaseggj- um, sem viija etja kappi við hann. Þýðandi Jðn Skaptason. 23.30 Oagskráriok. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Nanna Ulfsdóttir. 20.00 Sinfónfuhijómsveit ís- iands leikur I útvarpssal. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. „Anakreon", forleikur eft- ir Luigi Cherubini. b. Tokkata eftir Girolamo Frescobaldi. c. Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók. d. „Leyndarbrúðkaupið", for- leikur eftir Domenico Cimar- osa. 20.30 Myndlistarþáttur f um- sjá Hrafnhildar Schram. 21.00 Frá orgeltónleikum Martins Haselböcks f kirkju Fíladelffusafnaðarins f Reykjavfk f september s.l. Flutt verk eftir Bach og Mozart. 21.30 Utvarpssagan: „Blúndu- börn“ eftir Kirsten Thorup. Nfna Björk Arnadóttir les þýðingu sína (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (23). 22.25 Ljóðaþáttur. Umsjónarmaður: Njörður P. Njarðvík. 22.45 Afangar. Tónlistarþáttur f umsjá As- mundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.35 Fréttir. Einvfgi Horts og Spasskýs; Jón Þ. Þór lýsir lokum 3. skákar. Dagskrárlok um kl. 23.50. Klukkan 20.30: Myndlist á Akureyri Gregory Peck í myndinni „Gentleman s Agreement", sem Elia Kazan gerði árið 1947 Klukkan 22.10: Útlaginn - bandarísk bíómynd frá 1950 Á dagskrá útvarpsins í kvöld klukkan 20.30 er myndlistarþáttur i umsjá Hrafnhildar Schram. BlaðiS hafði samband við Hrafn- hildi i gær og spurði hana um hvað hún hygðist fjalla i þessum þætti. en myndlistarþáttur þessi er á dagskrá hálfsmánaðarlega á móti leiklistar- þætti sem Sigurður Pálsson sér um. Þóra Kristjánsdóttir hefur svo um- sjón með myndlistarþættinum á móti Hrafnhildi Schram. „Ég brá mér norður til Akureyrar," sagði Hrafnhildur. „Mig langaði til að fá smjörþef af þvi hvað er að gerast i myndlistarlífi utan stór- borgarsvæðisins. Á Akureyri hitti ég fyrir tvo unga myndlistarmenn, þð Óla Jóhannsson og Inga Örn. Þeir sögðu mér af sínum högum og við- horfum vitt og breitt. svo og hvernig vinnuaðstaða fyrir listamenn á þess- um slóðum er. Það kom f Ijós að þarna eru ekki svo margir listamenn og skilst mér að þeir, sem þarna starfa eitthvað að ráði, séu sjálf- menntaðir eins og þessir tveir sem ég helga þáttinn. Annar þeirra er póstmaður og hinn er nýhættur sem opinber starfsmaður og rekur nú innrömmunarverkstæði. Óli Jóhannsson hefur nýverið opnað sýningarsal, sem mér skilst að sé sá eini í fullum gangi á Akureyri. Heitir sá sýningarsalur Gallerý Háhóll og þar er um þessar myndir sýndur hluti úr sýningu Halldórs Péturssonar, sem vará Kjarvalsstöðum siðastliðið haust. Er tilgangurinn með opnun þessa gallerys að teyma strauma héðan frá höfuðborginni, þannig að þeir fyrir norðan eigi auðveldara með að fylgjast með hvað er að gerast hér hjá okkur. Þessum ungu listamönnum finnst þeir heldur einangraðir að dunda við sina list svona norður við heims- skautsbaug. Þeir hafa gert þé nokkuð af þvi að halda sýningar út um sveitir og sögðu þeir mér að yfirleitt hefði fólk i sveitum mjög mikinn áhuga á slíkum sýningum og áætluðu þeir um nfutíu prósent mætingu á undangengnum sýningum. Þá minnist ég aðeins á i þessum þætti," sagði Hrafnhildur enn fremur, „þær sýningar, sem nú eru i gangi f Reykjavfk. Það er sýning Hrings Jóhannessonar á Kjarvals- stöðum og sýning i Listasafni islands á verkum úr safni Markúsar ivars- sonar." Hrafnhildur Schram er list- fræðingur að mennt, lærði i Lundi i Sviþjóð og kom heim til íslands árið 1974. Hún vinnur nú að verkefni eða ritgerð i sambandi við nám sitt og fjallar sú ritgerð um líf og starf Ninu Tryggvadóttur. Einnig er hún nýbyrjuð á þvi að skrifa fyrir Dagblaðið um sýningar á Kjarvalsstöðum. Svo og er hún stundakennari við Menntaskólann við Tjörnina. Kennir nemendum þar listasögu, sem hún segir bæði vera skemmtilegt og örvandi starf. Á DAGSKRÁ sjónvarpsins i kvöld að Kastljósi loknu er bandarisk bió- mynd frá árinu 1950, sem heitir UTLAGINN eða The Gunfighter. í aðalhlutverkum eru Gregory Peck, Jean Parker og Karl Malden. Myndin segir frá Jimmy Ringo (Gregory Peck) sem er fræg skytta i villta vestrinu. Hann er orðinn þreyttur á hlutverki byssumannsins og kýs friðsælla liferni. en fær ekki frið fyrir ungum óróaseggjum, sem vilja etja kappi við hann. Þýðandi myndarinnar er Jón Skaptason. GREGORY PECK er fæddur árið 1913 i Kaliforniu. Hann hóf sinn ferit á sviði árið 1 938 og var fastur við leikhúsið allt fram til ársins 1944. Þá hafði hann þegar skipað sér fastan sess i leiklistinni og náð miklum vinsældum. Sér i lagi vegna þess hve myndarlegur hann þótti. traustvekjandi og lék gjarnan menn. sem áttu I mikilli spennu. Hann hef- ur leikið i ótal myndum og má þar nefna: „Keys of Kingdom" (1944). „Gentlemen's Agreement" (1948), „The Gunfighter" (1950), „The snow of Kilimanjaro" (1952) og frægastur er hann liklega fyrir hlut- verk sitt f Byssurnar frá Navarone, sem gerð var árið 1962. Annar þekktur leikari er á skjánum i kvöld i þessari mynd og heitir sá KARL MALDEN. Hann er fæddur i Bandaríkjunum árið 1914. Hann hóf eins og svo margir aðrir feril sinn á sviði á Broadway. Hann hefur fengið kvikmyndaverðlaunin fyrir aukahlut- verk í myndinni „A streetcar named desire".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.