Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI annaö mál, sem nú er mikió rætt um, verndun gamalla húsa, eða bárujárnskofa, svo notuð séu orð hans. % Fundin gleraugu Ingimar Benediktsson: —Ég vildi aðeins mega kom því á framfæri að hér utan við Öldu- götuskólann i Reykjavík fundust rétt fyrir siðustu helgi mjög vönd- uð lesgleraugu. Þau eru örlítið lituð og þýzk að gerð og greinilegt að þau eru mjög vönduð. Mér er annt um að eigandi þeirra fái þau, verð þeirra er sjálfsagt á milli 30 og 40 þúsund krónur, og hann getur vitjað þeirra hér í Öldu- götuskólanum. 0 Á að tæma þær alveg? Kirkjugestur: — Ég hef farið í messur þar sem þetta nýja messuform hefur verið prófað og mig langar til að spyrja að þvi hvort nú eigi að tæma kirkjurnar alveg? Mér finnst þetta ekki eins gott og hið fyrra, sem notað var og það væri gaman að heyra hvers vegna þetta er tekið upp núna og í hverju munurinn sé einkum fólginn. En ég held að þetta verði varla til þess að auka straum fólks í kirkj- urnar. Ekki þekkir Velvakandi til þessa nýja forms, en heyrt heur hann að það miði að því að gera þátttöku fólks í messunum al- mennari, en frekari skýringar væri ágætt að fá. Þessir hringdu . . . % Grjótaþorpið er „slums“ Þannig er upphaf bréfs hans og síðan heldur hann áfram: „Ef hægt er að tala um „slum kvarter'* i Reykjavík þá er það Grjótaþorpið. Annað eins saman- safn af óhrjálegum bárujárnskof- um finnst hvergi i Evrópu og göt- urnar, ef götur skyldi kalla eftir því. Mér er með öllu óskiljanlegur smekkur ungra arkitekta og skipuleggjenda að vilja halda í þessi gömlu hreysi hér og hvar í borginni en allt kalla þeir „mann- virki“, orð sem einn af þessum ungu arkitektum notaði í tíma og ótíma á skipulagssýningunni á Kjarvalsstöðum. Til þess að nýta lóðir í gamla bænum á að leyfa að byggja sem mest og ekki bara byggja hús, heldur fjögurra hæða og hærri. Reykjavík á að vera nýtízkuleg borg, en ekki samansafn af ljótum bárujárnskofum. Leyfa ætti að byggja ofan á sem allra flest steinhús. Við það myndu sparast SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti stúdenta i fyrra, sem haldið var í Caracas í Venezuela i ágúst, kom þessi staða upp í skák Sunye-Neto, Brazilíu, sem hafði hvitt og átti leik, og S. Garcia frá Kúbu. Brazilíumaðurinn hafði farið hægt í sakirnar framan af, en sá sér nú leik á borði: 26. Rf6 + ! Kh8 (Eða 26. . . gxf6 27. Dg6+ og nú gengur hvorki 27. . . Bg7 28. Hd7! né 27. . . Kh8 28. Dxf6+ Kh8 29. Hxd8+ 27. Dg6 og svartur gafst upp. I sigursveit Sovétmanna á mótinu voru stór- meistararnir Romanishin, Vaganjan og Beljavsky auk al- þjóðlegu meistaranna Palatniks, Sveschnikovs og Cehovs. milljarðar í lóða-og gatnagerðar- gjöld. Að lokum þetta: Rifum Bernhöftstorfuna sem allra fyrst. Með kveðju. Sighvatur Finnsson.“ Það er bara ekkert annað, þurrkum út öll eldri hús og ger- um borgina sem nýtizkulegasta. Hvað finnst þessum ungu arki- tektum, sem Sighvatur talar hér um, um svona hugmyndir? Og það má kannski spyrja hvar á að geyma aukinn fjölda bíla borgar- búa, sem af því leiddi að steinhús í gamla bænum hækkuðu? Er það ekki fyrsta spurning bíleigand- ans? HÖGNI HREKKVÍSI McNaught Synd., Inc. Heyröu. Ég fjalla um þessa einkunnabók. Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa og er sérstaklega áferðarfallegt. WERZALIT SÓLBEKKIR fást í marmara, palisander og eikarlitum. WERZALIT HANDRIÐALISTAR fást í moseeg lit. Afgreiðsla í Skeifunni 19 Werzalit er góð fjárfesting. ^ TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDURhf. Skeifunni 1 9, Klapparstíg 1, símar 85244 og 18430. SIGGA V/öGA £ ‘V/LVEWU W '^IZ.VvYA/NYS'f WBK YlBO , m LkGbVi wéw \vvm 'ttXINU, /® Bá V// IXKl i-ÁI'Á VCA/./.A Yllú VA9 £9 0V/£9O- iiaoá 'mimi oáimooviv , þtoV/WDÁVAm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.