Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 15 þingismaður sagði í samtali við Morgunblaðið um þessi mál í gær- kvöldi, að nefndin, sem var skip- uð til þe s að semja reglugerðina um þessi atriði á sínum tfma, hefði litið svo á að þessar bætur, sem felast f greiðslu fæðingaror- lofs, væru svo sérstaks eðlis að ekki bæri að takmarka þær við t' ! jur maka. I þessari nefnd áttu sæti auk Ragnhildar Eyjólfur Jónsson lögfræðingur Trygginga- stofnunarinnar, Jón Ingimarsson skrifstofustjóri f Heilbrigðisráðu- neytinu og Þórunn Valdimars- dóttir formaður Verkakvennafél- agsins Framsóknar. „Þessi upphaflega áætlun var framkvæmd þannig í eitt ár,“ sagði Ragnhildur, „eða þa>- til nú að stjórn Atvinnulysistrygginga- sjóðs tók aðra ákvörðun. Þetta mál varðar anzi stóran hóp manna og það er eðlilegt að þessi fram- kvæmd sæti mótmælum. Ég vona að þetta verði lagað, svo fólk sitji við sama borð í þessum efnum. Það liggur svo ljóst fyrir, að þetta er f þágu barnanna í þe: ra frum- bernsku og það miðast við að það er eðlilegt og æskilegt að móður sé gert kleift að vera heima hjá nýfæddu barni sinu. LJg sem þessi eru alls staðar sjálfsagður siður í nálægum menningarlönd- um og það er eðlilegt að fólk sem borgar árum saman í sjóð njóti þess á einhvern hátt, en sé ekki mismunað eins og hin nýja fram- kvæmd gerir. Atvinnuleysistryggingasjóður er eini sjóðurinn sem atvinnurek- endur borga sameiginlega í af launum launþega og því er eðli- legt að greitt sé úr þessum sjóð.“ — Skák Framhald af bls. 17 að mikill tfmi fór í hvern leik. Dýrmætur tími. ÞAÐ ERU ÞESSIR LITLU FlNU Ólafur Magnússon, íslands- meistari fyrrverandi, var með skákskýringarnar framan af skák- inni f gærkvöldi. Var margt spjall- að um möguleika keppendanna. Ekki voru menn alltaf á eitt sáttir með það sem fram fór á reitunum hvftu og svörtu eða í kollum kapp- anna. Sagði einhver eftir að Spassky hafði leikið tvo látlausa leiki, fyrst hróksleik og sfðan biskupsleik, sem hvorugur lét mikið fyrir sér, að nú væri Spassky greinilega að þrýsta á jafnteflið. Svaraði Ólafur því þá til, að það væru einmitt þessir litlu, fínu leikir, sem skiptu máli og skildu f milli stórmeistara og venjulegs meistara. Þegar kom að 31 Ieik sögðu menn að mjög erfitt væri að átta sig á þessu tafli. Er þetta ekki dautt tafl, sagði einhver. Annar var ekki á sömu skoðun og sagði að þetta væri eitthvað merkilegt, nú væri loksins einhver slagur f þessu. HORT KLÓRAR SÉR OG IÐAR ALLUR Bragi Kristjánsson tók nú við skákskýringunum og í 35 leik sagði einhver viti borinn maður að „ansi mikið spil væri í skák- inni“ og annar bætti þvf við, að þetta væri kolunnið á svart. Ekki var Ingvar Ásmundsson á sama máli og einum leik seinna sagði Ingvar stundarhátt: — Það er ekki gaman að sitja f henni þess- ari. Átti hann þar við :ð Spassky væri að ná öllum tökum á skák- inni. Hort var nú orðinn mjög naum- ur á tima, klóraði sér mjög í höfð- inu og iðaði allur, enda saumaði Spassky að honum og hótaði jafn- vel máti. — Hann er að verða óverjandi mát þarna í horninu var sagt í 39. leik og þegar Hort lék hróknum upp í borð hinum megin á g var það vfst, sögðu menn að þetta yrði algjört „hjálparmát". Það var margt skrafað og skegg- rætt og svo allt íeinu: Guðmundur Arnalaugsson yfirdómari birtist á sjónvarpsskerminum, byrgði fyr- ir auga myndavélarinnar og hvftt spjaldið með svörtum stöfunum birtist: HVlTUR VANN. Árbæjarhjáleiga í Holtum Jörðin Árbæjarhjáleiga í Holtahreppi, Rangár- vallasýslu er til sölu. — Á hörðinni er íbúðar- hús, nýbyggt fjárhús og hlaða, hesthús, geymsluhús og fleiri hús, sem öllum hefir verið vel við haldið. Tún ca. 75 hektarar að flatar- máli. Veiðifélag hefir verið stofnað um vatna- svæði Hólsár, Ytri-Rangár, Þverár og Eystri- Rangár. Jörðin er laus til ábúðar. Tilboð í jörðina sendist undirrituðum fyrir 31. marz n.k. Egill Sigurgeirsson, hæstarréttar'ögmaður Ingólfsstræti 10, Reykjavík, sími 15958 Endurbyggjum Bllar teknir I ventlaslípingu Þ.Jónsson & Co bílvélar (benzln og diesel) Slipum sveifarása Borum vélarblokkir Plönum hedd og blokkir Rennum ventla og ventilsæti Eigum varahluti (flestar gerðir benzin- og diesel-bílvéla SKEIFAN 17 SÍMAR 84515-16 TIMANi Framleiðum steinsteypumót fyrir Seljum loftaundirslátt og stoðir stórar og smáar byggingar. o.fl. frá V.M.C. í Kaupmannahöfn. Steypumót í léttum einingum og fyrir byggingakrana. BREIOFJÖRO^ RLIKK^MIOIA HF ftaaP n mám 11Jr 1*1 \JwmWm0%9 Ibl-lV l\'1V11I 11« : ti 7, sími 35000 VÖRUUPPL ÝSINGA R: Þyngd u.þ.b. 270 g. Hráefni: Heilhveiti, hveiti, nykur, feiti, lyftiduft, lecithin, salt, malt og viöurkennd bragdefni. í hver 100 kg. heilhveitisins (Grahamsmjölsins) er bœtt: 500 g af kalki, 30 mg af járni, 5 mg af vítamin R og 5 mg af vitamín Bj. NÆRINGA REFNI í 100 G AF HEILHVEITIKEXT: 9 g prótín 64 g kolvetni 12 g fita 400 hitaeiningar SANNKÖLLUÐ KJARNAFÆDA Heilsukex frá Frón:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.