Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1977 23 Sigurður Hallvarðs- son — Minningarorð Fæddur 14. febrúar 1892. Dáinn 24. febrúar 1977. Sigurður Hallvarðsson var fæddur i Skjaldabjarnarvik á Ströndum 14. febrúar 1892. Hann lést á heimili sínu að Steinagerði 14 í Reykjavík 24. febrúar 1977, 85 ára gamall. Foreldrar Sigurðar voru Sigrið- ur Dagsdóttir og Hallvarður Jóhannesson. Skjaldabjarnarvik þætti ekki byggileg jörð i dag, þótt hún væri talin það fyrir alda- mót eða þegar Sigurður sá fyrst ljós dagsins á þessum norðlægu slóðum, og trúlega má sjá þar spor eftir litla barnsfætur í móum og við sjávarkambinn, þar sem systkinin léku sér að skeijum og rekaviðarspýtum á fögrum vor- kvöldum i vikinni við Bjarnar- fjörð. Þegar Sigurður er 13 ára gamall fiytjast foreldrar hans búferlum frá Skjaldabjarnarvík að Búðum i Hlöðuvík á Hornströndum i Sléttuhreppi. Á Hornströndum var lifsbaráttan hörð og óvægin. Það var enginn dans á rósum fyr- ir 13 ára ungling að hefja glímuna svo snemma við Hælavíkurbjarg og Hornbjarg, Skáiakamb og Þórishorn. Það þarf vart að taka það fram, að mikil fátækt var á heimili for- eldra Sigurðar með stóran barna- hóp, 5 systur og 5 bræður, en nú eru aðeins 3 systur á lifi, þær Jóhanna, Friðrikka og Jakobína. Hin eru látin fyrir mörgum árum. Sigurður var ungur að árum, þegar hann fór til sjóróðra að Staðareyrum i Jökulfjörðum en þá var mikið útræði þarna. Einnig Afli minnkar með hverju árinu frá I>orlákshöfn Þorlákshöfn, 2. marz. HÉR hefur verið mjög tregur bol- fiskafli enn sem komið er á þess- ari vertíð, en hins vegar hefur verið nóg að gera I loðnu við frvstingu og bræðslu. Það sem komið var á land í febrúarlok frá áramótum af bolfiski voru 2972 tonn, en loðnuafli var þá 10.436 tonn. Togarinn Jón Vidalín hefur landað fjórum sinnum frá ára- mótum, samtals 339 tonnum i fjórum sjóferðum, þannig að meðalafli skipsins hefur verið tæp 85 tonn í hverri veiðiferð. Aflahæsti netabáturinn héðan er Höfrungur, sem var með 314 tonn i 15 róðrum um mánaða- mótin, og Jón á Hofi með 272 tonn, einnig í 15 róðrum. Línu- báturinn Sæurin er með 147 tonn i 38 róðrum. Meðalafli hjá bátunum er 5,5 tonn i róðri það sem af er vertiðinni. Á sama tíma 1976 var bolfiskaflinn 2500 tonn, en loðnan aðeins 2028 tonn. Meðalafli á bát var þá 8,8 tonn í róðri, 8,9 tonn 1975 og 12,4 tonn 1974, þannig að bolfiskaflinn fer minnkandi með hverju árinu. — Ragnheiður. Eitt af ollumálverkum finnsku listakonunnar O.E. Sandström Málverkasýning finnskrar listakonu DAGANA 4.—6. mars stendur yfir á Hallveigarstöðum mál- verkasýning finnsku listakon- unnar O.E. Sandström. Sýnir hún þar 66 olíumálverk og eru fyrirmyndirnar sóttar í ísienskt landslag og einnig eru nokkrar myndir frá Finnlandi. Sýningin er sem fyrr segir á Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst kl. 17 föstudag, en laugardag og sunnudag er opið frá kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis. var Sigurður við sjóróðra I Bolungarvik við ísafjarðardjúp,- sem var ein stærsta útgerðarstöð við Djúp. Þá voru engin skip vél- knúin eins og nú er, aflið sem knúði áraskipin var maðurinn sem hélt á árinni, enda var sagt um þá, sem byrjuðu ungir í ver- inu, „hann tognar á árinni“. Tak- mark ungra manna á þessum ár- um var að þreyta fangbrögð við Ægi, oft upp á líf eða dauða. Frá þessari glfmu kom Sigurður heill að landi. Árið 1919 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni Ólöfu Hall- dórsdóttur frá Miðvík i Aðalvík, glæsilegri sæmdarkonu. Þau áttu heima á Búðum í eitt ár en flutt- ust að Görðum i Aðalvfk og hófu búskap þar, en ekki fannst ungu hjónunum búsældarlegt þar. Eft- ir 2 ár fluttust þau til Súðavíkur í Álftafirði. Þar bjó þá Grímur Jónsson útgerðarmaður og mun hann hafa greitt götu frænda sins eftir bestu getu. Sigurður vann hjá frænda sín- um þau 22 ár, sem hann bjó þar. Oft var þröngt i búi hjá þeim hjónum með 6 börn á framfæri, stopul atvinna á þessum árum, lágt kaupgjald, langur vinnutimi. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika rikti glaðværð og bjartsýni á heimili Sigurðar að Litla-Bæ. Þar var tekið á móti frændum og vin- um af þeirri hjartahlýju, sem var aðalsmerki þessara elskulegu hjóna. 1944 flyzt Sigurður með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Það hefur vafalaust verið erfið ákvörðun að yfirgefa Súðavík eft- ir svo langa búsetu þar. En Sig- urður var raunsæismaður að eðlisfari, sem hugsaði fyrst og fremst um velferð fjölskyldunn- ar. Atvinnuástand í Súðavík var þá ótryggt og til þess gat hann ekki hugsað að ganga verkefna- laus í Súðavik á ný, en það hafði hann þurft að gera á fyrstu bú- skaparárum þar. Reykjavík hefur frá öndverðu lokkað til sin mæta menn utan af landsbyggðinni og var Sigurður Hallvarðsson einn af þeim. Starf og aftur starf var hans æðsta takmark i lifinu. Þegar Sigurður var kominn yfir miðjan aldur byggði hann sér ein- býlishús að Steinagerði 14 hér i borg og þar með var langþráður draumur orðinn að veruleika. Hann gat nú i fyrsta skipti eftir löng og erfið ár veitt fjölskyldu sinni þann munað að búa í góðu húsnæði enda stóð ekki á hús- móðurinni og börnunum þeirra að fegra það að utan og innan, gera það að gróðurreit mannlegrar reisnar. Eins og áður segir eignuðust þau Sigurður og Ölöf 6 börn, sem öll eru á lífi og búsett i Reykjavik, en þau eru: Halldóra, Júliana, Þorsteina, Ingunn, Þorsteinn og Kári. Ég átti þvi láni að fagna að vera aufúsugestur á heimili Sigurðar föðurbróður mins.og konu hans Ólafar. Siðar átti fjölskylda min eftir að njóta sömu elsku hjá þeim hjónum í Steinagerði 14. Fyrir þetta allt vil ég nú þakka þegar leiðir skilja. Sigurður Hallvarðsson hefur farið um langan veg, allt frá Skjaldabjarnarvik á Ströndum til Reykjavikur. Áningarstaðir á jarðlífsgöngu hans voru fjórir og samferðamenn hans voru ávallt trú, von og kærleikur. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi konu, börnum og barnabörnum og öðrum ættingj- um votta ég mina dýpstu samúð. B.G. t Jarðarför föður okkar og tengdaföður, JÓNS BRANDSSONAR, Kirkjuveg 37, fer fram frá Keflavikurkirkju laugardaginn 5. marz ' kl 2. Blóm vinsamlega afþökkuð, þeir sem vildu minnast hans látið Garðvang i Garði njóta þess Böm og tengdabörn. Fósturmóðir okkar. t ÁRNÝ FILIPPUSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri. Reykjamörk 16. Hveragerði, andaðist 2. marz Fósturbörnin. t Faðir okkar HERMANN S. JÓNSSON Frá Vík lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. þ m. Jón Hermannsson og systkin. t Móðir mín. tengdamóðir og amma. GUÐRUN JÓHANNESDÓTTIR, frá Akureyri, Miklubraut 66 lézt í Vifilsstaðaspítala fimmtudaginn 3 marz. Ingibjörg Jónsdóttir Kjartan Steingrímsson, Guðrún Lára Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson. Útför t HALLDÓRSJÓNSSONAR stórkaupmanns. fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 4 marz kl 1 30 e h Blóm og kransar afbeðin, Þeim. sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd Fyrir hönd vandamanna, Agna Jónsson. t Jarðarför föður míns, tengdaföður bróður og afa SIGURÐAR KR. ÞÓRÐARSONAR, Skipholti 32, sem lézt að Vifilsstöðum 22. febrúar fer fram frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 8 marz kl 10 30 Blóm og kransar afbeðnir þeim, sem vilja minnast hans er bent á Krabba meinsfélagið Halldór Sigurðsson.tengdadóttir, systur og barnabarn. t Utför móður minnar. og tengdamóður EINARLÍNU RAGNHILDAR BJARNADÓTTUR, ferfram frá Kotstrandakirkju, laugardaginn 5 marz kl 2 Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hveragerðiskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Ágústa Óskarsdóttir, Magnús Sigurðsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins mins og föður okkar, HAFLIÐA JÓNS HAFLIÐASONAR Ennfremur þökkum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki á Landakotsspitala fyrir góða ummönnun i veikindum hans Sesselja Eiriksdóttir. Marfa og Áslaug Hafliðadætur. Lokað í dag föstudaginn 4. marz vegna jarðarfarar. Halldór Jónsson. h.f. Lystadúnverksmiðjan Dugguvog 8 — W.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.