Morgunblaðið - 15.03.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
3
Brigitte Bardot í
Reykjavík í gær:
Bardot f gestamðttökunni á Hðtel Loftieiðum, ðsamt tveimur
fylgdarmönnum sfnum.
A leið út f einkaþotuna eftir örskamma viðdvöi ð Hðtei Loft-
leiðum. Eins og sjð mð er Bardot búin gððum skjðlfötum.
• Sf dökkhærði með vindilinn ðsamt tveimur ijðsmyndurum, sem
• með f ferðinni voru.
brást hinn versti við og sagði:
„Viltu gera svo vel að taka ekki
myndir af okkur“. Slðan sneri
hann sér að blaðamanni og
spurði „Hvernig fenguð þér
upplýsingar um að Bardot væri
stödd hér?“ Blaðamaður sagðist
engar upplýsingar hafa fengið
um það, en hefði hins vegar
þekkt Bardot strax. Við þetta
virtust þau blíðkast aðeins.
Fylgdarsveinn Bardot var
fremur hávaxinn, dökkhærður
miðaldra maður með stóran
vindil. Hann neitaði að gefa
upp hver hann væri eða hvaða
hlutverki hann gegndi, hvort
hann væri umboðsmaður Bar-
dot eða elskhugi, kvikmynda-
leikstjóri eða bara kunningi.
Þegar blaðamaður hafði
reynt að fullvissa Bardot um,
að hún liti mjög vel út og hvort
ljósmyndari mætti ekki smella
einni mynd af henni sagði hún
fyrrgreind orð, það er að hún
liti ekki nógu vel út og þætti
vænt um að við tækjum enga
mynd af sér. „Þér eruð vin-
gjarnleg að segja þetta,“ sagði
Bardot og brosti meira að segja
lítið eitt við ljósmyndaranum
en sneri jafnskjótt við honum
baki, er dökkhærði fylgdar-
sveinninn hennar hafði sagt
nokkur vel valin orð. „En er
ekki allt i lagi að leyfa þeim að
taka eina mynd?“, spurði Bar-
dot. Hann muldraði: „Kemur
ekki til mála“, og við það yppti
Bardot öxlum. Aðspurð um
hvort þau væru á leiðinni til
Ameríku, svöruðu þau játandi.
Hvort Bardot væri að fara að
leika í einhverri mynd? Hún
leit upp brosandi og sagði:
„Nei, ég leik aldrei framar í
kvikmyndum." Hvort hún ein-
beitti sér nú eingöngu að dýra-
verndunarmálum? Hún sagði:
„Já, frekar." En eins og kunn-
ugt er, er Brigitte Bardot mikill
dýravinur og dýravernd er að-
aláhugamál hennar.
Þegar þetta stutta samtal átti
Framhald á bls. 39
V
t
—••—•••••••••••••••••«
Farartæki filmstjörnunnar.
0 „NEI, ekki taka mynd af
mér, ég er svo illa til höfð,“
sagði Brigitte Bardot um leið og
hún strauk hárið frá enninu og
lagfærði ljósbláan trefil, sem
hún hafði um hálsinn. Þetta
átti sér stað í gestamóttöku
Hótels Loftleiða um fimmleytið
f gærdag. Blaðamaður Morgun-
blaðsins stóð við móttökuborðið
er hún heyrði fólk tala saman á
frönsku við hlið sér. Það kemur
svo sem engum úr jafnvægi að
heyra erlend tungumál á stað
eins og hótel Loftleiðum, en
klæðnaður og framkoma fólks-
ins vakti athygli blaðamanna og
við nánari athugun kom í Ijós
kunnuglegt andlit undan ljósu
lokkaflóði: hér gat varla verið
um neina aðra að ræða en
frönsku kvikmyndastjörnuna
og kyntáknið Brigitte Bardot.
Þegar blaðamaður vék sér að
henni og spurði hana hvort
þetta væri ekki rétt athugað,
leit hún niður þannig að hárið
bylgjaðist fram á andlitið og
setti þann fræga Bardot-stút á
munninn um leið og hún svar-
aði: „Non“.
En það var um seinan og ljós-
myndari Morgunblaðsins, RAX,
var ekki seinn á sér að smella
nokkrum myndum af Bardot,
og fylgdarmanni hennar, sem
Ljósmyndir: Rax.
„NEI, EKKITAKA MYND, EG
ERSVOILLA TIL HÖFÐ..."
»•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••