Morgunblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
Ræða sendiherra Dana, Sven Aage Nielsen, í Rotaryklúbbi Revkjavíkur 9. marz 1977
Sven Aage Nielsen, sendiherra Dana á tslandi
Um aðild Dana
að Efnahags-
bandalagi Evrópu
Ræða sendiherra Dana, Sven
Aage Nielsen, f Rotaryklúbb
Reykjavlkur þann 9. marz 1977.
Reynsla Dana af EBE.
Fyrst vil ég þakka boðið um
að tala hér i dag við hádegis-
verðarboð Rotaryklúbbs
Reykjavikur. Efni þessa litla
erindis — reynsla Danmerkur
af EBE — er að sjálfsögðu mjög
yfirgripsmikið, og það segir sig
sjálft, að timans vegna get ég
aðeins dregið upp nokkra grófa
drætti, sem þó vonandi geta
gefið nokkuð skýra mynd af því
hvaða augum við lítum þessa
samvinnu sem á sér stað miili
þeirra 9 landa sem eru i Efna-
hagsbandalagi Evrópu.
Það sem einkum hefur valdið
þvi að ég hef velt fyrir mér
reynslu þjóðar minnar og skoð-
unum á EBE er sú að oftsinnis,
þegar ég er meðal minna
íslenzku vina og kunningja, er
ég spurður að því, hvernig okk-
ur í Danmörku líkar að vera í
Efnahagsbandlagi Evrópu,
hvort okkur finnist það hafa
gengið vel, eða hvort við höfum
orðið fyrir vonbrigðum.
í stuttu máli má orða svarið
þannig, að yfirleitt höfum við
verið allánægðir með árangur-
inn af veru okkar í þessum
félagsskap, en að sjálfsögðu
hefur einnig á ýmsum sviðum
verið þannig að málum staðið
innan Efnahagsbandalagsins,
að ekki hefur öllum Dönum lík-
að jafn vel.
Við skulum fyrst líta aðeins á
þá þróun mála, sem okkur
finnst hafa verið ófullnægj-
andi.
2. október 1972 var greitt um
það þjóðaratkvæði í Danmörku
hvort Við ættum að ganga i
Efnahagsbandalag Evrópu.
Niðurstöður þjóðaratkvæða-
greiðslunnar urðu, eins og
menn muna, að yfirgnæfandi
meirihluti kaus að Danir
gengju í bandalagið. Tæplega
90% kjósenda tóku þátt i at-
kvæðagreiðslunni, og þar af
kusu nærri % hlutar inngöngu í
bandalagið.
Eftir þetta gengu Danir i
Efnahagsbandalag Evrópu með
gildistöku frá 1. janúar 1973,
þannig að við höfum nú verið
meðlimir i rúmlega 4 ár. Á
þessu tímabili hafa verið gerð-
ar reglulegar skoðanakannanir,
þar sem fólk hefur verið spurt
hvort það kysi að Danir gengju
í bandalagið, ef það ætti þess
kost að kjósa nú. Niðurstöður
þessara skoðanakannana hafa
verið, að áhangendum Efna-
hagsbandalagsins hefur farið
stöðugt fækkandi. Við skoðana-
könnun í desember síðastliðn-
um var þannig tæplega hluti
þeirra, sem spurðir voru,
fylgjandi Efnahagsbandalag-
inu, þ.e.a.s., tæplega V4 þeirra,
sem spurðir voru hefðu á þeirri
stundu kosið að Danir gengju í
bandalagið. Athyglisvert var
það einnig, að tala þeirra, sem
ekki vissu hvort þeir væru með
eða á móti, hafði tvöfaldast á
þessum árum, þ.e. frá 10 til
20%.
Það er þess vegna ekki vafi á
því, að fylgi almennings við
aðild Dana að Efnahagsbanda-
laginu hefur minnkað mjög á
þessum 4 árum. Það er aðeins
hægt að geta sér til um ástæð-
una, en margir benda á að fyrir
hendi sé tilhneiging til þess að
kenna Efnahagsbandalaginu
um þá erfiðleika sem á þessu
tímabili hafa komið upp, at-
vinnuleysi og óhagstæðan
greiðslujöfnuð, en sannleikur-
inn er sjálfsagt sá, að þessir
erfiðleikar hefðu orðið miklu
meiri ef við hefðum ekki verið
innán Efnahagsbandalagsins.
Fyrir ríkisstjórnina og þann
mikla meirihluta á þinginu,
sem enn álfta þátttöku okkar i
bandalaginu mjög mikils virði,
hefur sjálfsagt við og við gætt
vonbrigða vegna þróunarinnar,
en ég álít, að hér sé frekar um
að ræða, að manni finnist að
Efnahagsbandalag Evrópu hafi
lagt of litla vinnu í þau miklu
og knýjandi vandamál sem
bandalagslöndin standa frammi
fyrir, sem eru aukin samvinna
um vanda orkumála, um iðnað
og rannsóknir, og um aukna
samvinnu á sviði gjaldeyris-
mála, svo að treysta megi fjár-
hagslega samræmingu milii
bandalagslandanna. Þetta eru
mikil og margþætt vandamál,
en þau eiga öll það sameigin-
legt, að þau eru mjög aðkall-
andi og ekki er hægt fyrir
bandaiagslöndin að leysa þau
upp á eigin spýtur, jafnvel ekki
hin stóru bandalagslönd. Sam-
hliða þessu hefur gætt nokkurr-
ar óþreyju í Danmörku vegna
þess, að ráðamenn Efnahags-
bandalagsins hafa notað svo
mikinn tíma til háfleygra um-
ræðna um fjarlæg framtíðar-
markmið, svo sem Evrópusam-
band og þess háttar. Við Danir
erum líklega almennt meira
fyrir það að vinna að aukinni,
raunhæfri samvinnu. Við vilj-
um gjarnan taka þátt í slíku og
að sjálfsögðu einnig þeim
kostnaði sem því fylgir. Aftur á
móti held ég að reynslan hafi
sýnt, að búast verði við aftur-
haldssemi af okkar hálfu þegar
umræðan fer að snúast um loft-
kenndar sýnir fjarlægra fram-
tiðarmarkmiða.
Það sem við teljum jákvætt
af veru okkar í EBE, þau fáu ár
sem við höfum átt aðild að því,
hefur verið mikið, og það er það
sem mestu ræður og er að sjálf-
sögðu afgerandi þegar við veg-
um og metum þýðingu aðildar
okkar fyrir Danmörku.
Það wr svolítið erfitt að segja
hvað hefur verið þýðingarmest
fyrir okkur í þessu sambandi.
Hér má þó ef til vill nefna
nokkur svið þar sem okkur
finnst að þátttaka okkar hafi
verið okkur mikils virði.
í fyrsta lagi komumst við með
þátttöku okkar i tollasamband
það sem fyrir var, og sem þýðir
að tollur milli EBE-landanna
hefur verið lagður niður og að
löndin hafa sömu tollskrá gegn-
vart umheiminum. Það má ef
til vill segja, að það að leggja
niður tollahöft og aðrar verzl-
unarhindranir á iðnfram-
leiðslu, megi á voru dögum telj-
ast nánast eðlilegt. En það er
bezt að fara varlega i það að lita
á tollfrelsi og haftaleysi sem
sjáifsagðan hlut. Sá fjárhags-
legi afturkippur sem við höfum
orðið vitni að hin síðust ár,
hefði vel getað haft i för með
sér aukin tolla og verzlunarhöft
milli landanna, ef ekki hefðu
verið fyrir hendi skýrar og
ófrávikjanlegar samnings-
bundnar skyldur um að gripa
ekki til þess konar aðgerða, likt
og gerðist kringum 1930. Innan
Efnahagsbandalagsins vakir
framkvæmdanefndin i Briissel
vandlega yfir því, að
aðildarlöndin haldi þessar regl-
ur um frjálsa verzlun og iðn-
framleiðslu, og í þessu eygjum
við hina albeztu tryggingu sem
hægt er að fá fyrir því að þessi
frjálsi markaður sem hefur
haft svo mikla þýðingu fyrir
danskan iðnað, viðhaldist.
Með því samkomulagi sem
EFTA-löndin hafa gert við EBE
— í þessu sambandi er það
mikilvægt fyrir okkur, að hin
Norðurlöndin hafa komist að
sliku samkomulagi — höfum
við nú einnig fengið stórt
evrópskt fríverzlunarsvæði
fyrir iðnaðarvörur.
Hinn aðal hornsteinninn í
núverandi Efnahagsbandalagi
er hin svokallaða sameiginlega
landbúnaðarstefna. Við vitum
vel, að hin sameiginlega land-
búnaðarstefna er mikið gagn-
rýnd, en i Danmörku erum við
að öllu leyti fylgjandi þvi að
þessari stefnu verði fram
haldið. Við getum í raun og
veru ekki imyndað okkur hvað
við ættum að gera án hennar.
Eins og menn vita beinist gagn-
rýnin aðallega að því, að verðið
hefur margsinnis verið sett svo
hátt að framleiddar hafa verið
miklar umframbirgðir. Það er
talað um smjörfjöll o.þ.h. Það
er augljóst að Dönum finnst að
stöðva þurfi verðhækkanirnar,
svo að komast megi hjá of
mikilli framleiðslu. En það eru
tiltölulega litlar leiðréttingar
sem þarf að gera, og þegar á
þessu ári var reynt að gera það
með nýjum tillögum um
verðlagseftirlit á landbúnaðar-
vörum innan Efnahagsbanda-
lagsins. Þessar nýju verðtillög-
ur á að ræða mjög bráðlega á
nefndarfundi landbúnaðarráð-
herranna. Og í þeim tillögum
sem verða lagðar fram, er
aðeins um mjög litlar verð-
hækkanir að ræða. Fyrir Dan-
mörku þýðir aðildin og hin sam-
eiginlega landbúnaðarstefna,
að nú í fyrsta skipti tökum við
þátt í frjálsum markaði fyrir
landbúnaðarvörur og sumpart
að nú fáum við fyrir þær það
verð sem samsvarar nokkurn-
veginn framleiðslukostnaði
dansks Iandbúnaðar.
I krónum og aurum hefur
aðildin þýtt, að við fyrir sama
magn útfluttra landbúnaðar-
vara fáum aukahagnað I
erlendum gjaldeyri sem nemur
um 3—4 milljörðum danskra
króna. Það er enginn vafi á því,
að tollasambandið og land-
búnaðarstefnan eru aðalhorn-
steinar Efnahagsbandalags
Evrópu. Aðrar hliðar sam-
vinnunnar eru einnig, þó eins
og ég sagði áðan, smátt og smátt
að komast á.
Ég vil nefna samvinnuna á
sviði gjaldeyrismála, sem að
vísu eins og er nær ekki til allra
þátttökulandanna — og á ég
þar við hina svokölluðu
„slöngusamvinnu“ en sam-
kvæmt henni eru þátttökulönd-
unum aðeins leyfðar afar litlar
sveiflur á gengisskráningu.
Noregur og Sviþjóð taka einnig
þátt í þessari gjaldeyrissam-
vinnu, sem hefur tryggt sér-
staklega stöðuga gengis-
skráningu milli þátttöku-
landanna, þó svo að einstöku
sinnum hafi verið nauðsynlegt
að gera smávegis leiðréttingar.
í Danmörku höfum við ávallt
lagt mikið upp úr þýðingu
fastrar gengisskráningar vegna
hinnar miklu utanríkis-
verzlunar. En það er augljóst,
að samræmdar framkvæmdir í
slíku gjaldeyrissamstarfi
krefjast fullkominnar sam-
vinnu á mörgum öðrum sviðum
efnahagsmála. 1 sambandi við
þetta atriði er enn margt ógert,
og í Danmörku höfum við
mikinn áhuga á þvi að auka
samvinnuna á fjármálasviðinu
eins fljótt og auðið er, svo hægt
sé að skapa hæfilega tryggingu
fyrir áframhaldandi stöðug-
leika gengisins.
Sem siðasta lið þessara sér-
stöku samvinnusviða vii ég
nefna sambandið við þróunar-
löndin. Á þvi sviði vil ég sér-
staklega benda á, að Efnahags-
bandalag Evrópu hefur með
samkomulagi, sem gert hefur
verið við 46 þróunarlönd i
Afríku, Carabíu og á Kyrra-
hafssvæðinu (svonefndu Lomé-
samkomulagi), opnað leið fyrir
meiriháttar samvinnu á sviði
þróunar og verzlunar í þessum
löndum. Efnahagsbandalag
Evrópu hefur á þennan hátt
sýnt mjög víðsýna stefnu, sem á
skýran hátt hefur látið i ljós
gagnvart umheiminum, að það
sé lögð áherzla á fjárhagslega
og stjórnmálalega þróun einnig
utan svæðis aðiidarlandanna.
Og þessi stefna á miklu fylgi að
fagna i Danmörku.
Heildarmat á þýðingu
aðildarinnar fyrir okkur verður
ekki sizt að skoða í ljósi þess
hversu mikið gildi það hefur
fyrir okkur að hafa fengið með-
ákvörðunarrétt í þvi sem fram
fer á sviði fjármála og verzlun-
ar í Evrópu. Áður en við urðum
meðlimir fengum við mjög
sjaldan vitneskju um þær
ráðstafanir sem gerðar voru
innan bandalagsins, fyrr en
þær lágu fyrir sem tilbúnar
ákvarðanir. Þar sem þessar
ákvarðanir voru gjarnan
árangur erfiðrar málamiðlunar
milli hinna upprunalegu
aðildarlanda, höfðu þeir, sem
utan við stóðu, ekki möguleika
á að reyna að fá þeim breytt.
Nú höfum við þennan mögu-
leika varðandi allar ákvarðanir
alveg frá byrjun, og getum haft
áhrif meðan unnið er að þeim.
Þar með meina ég auðvitað
ekki, að við fáum alltaf vilja
okkar framgengt, en við höfum
á sama hátt og hin aðildar-
löndin möguleika á því að hafa
áhrif á endanlega niðurstöðu.
Og ef í ljós kæmi, að þessar
endanlegu niðurstöður væru
alvarlega gagnstæðar dönskum
hagsmunum, getum við sem
aðildarland farið þá leið að nota
neitunarvald okkar og þar með
blátt áfram hindrað að árangur
samningsumleitananna verði
samþykktur, á hæsta stað innan
EBE, ráðherranefndinni.
Sérstakur þáttur samvinnu
hinna 9 markaðsbandalags-
landa sem nú hefur vaxið upp
er á sviði utanríkismála. Þessi
samvinna er utan Rómar-
sáttmálans og á sér stað utan
stofnana Efnahagsbandalags-
ins í Briissel, en hún er mikil-
vægur hlekkur í utanrikis-
sjónarmiðum aðildarlandanna.
Það eru engar raunverulegar
skuldbindingar fyrir þvi að
löndin séu sammála um veiga-
mikil utanrikismál, en sú
staðreynd, að samræður fari
fram bæði á ráðherra- og
embættismannasviði, þýðir
auðvitað í reynd að oft er hægt
að komast að sameiginlegum
sjónarmiðum, og að minnsta
kosti fæst við þetta verðmæt
kynning á skilningi hvors
annars. Fyrir lítið land sem
Danmörku hefur það verið
ákaflega þýðingarmikið að
komast inn í þessa samvinnu og
fá aðgang að þeim upplýs-
ingum, sem við áður fyrr ekki
höfðum möguleika á að fá.
Af því sem ég hef sagt má
skilja, að við metum aðild
okkar að Efnahagsbandalagi
Evrópu á mjög jákvæðan hátt.
Okkur finnst i raun og veru að
fyrir Danmörku sé ekki til
nokkur önnur lausn. Það
verður ennfremur að skilja
það, að þegar við tölum um
vonbrigði, þá er fyrst og fremst
verið að tala um það, að ekki
skyldi heppnast að víkka svið
samvinnunnar innan Efnahags-
bandalags Evrópu enn meira
eins og gert var ráð fyrir með
Rómarsáttmálanum.