Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
Lér konungur frumsýndur í kvöld:
Rúrik Haraldsson
konungs.
Þriðjudaginn 15. marz
verður Lér konungur
frumsýndur í Þjóðleik-
húsinu. Þetta er eitt af
frægustu verkum Shake-
spears og jafnframt eitt
af þeim kröfuhörðustu.
Helgi Hálfdanarson hef-
ur þýtt leikinn, leikstjóri
er Hovhannes I. Pilikian
og leikmynd hefur Ralph
Koltai gert. Lér konung-
ur hefur aldrei áður ver-
ið fluttur á leiksviði á
íslandi.
Lér konugur er saminn
um 1605 og sækir Shake-
speare efnið í keltneskar
sagnir, sem hann hefur
kynnzt i krónikum
Hlinsheds, en þangað
sótti hann oft söguefni.
Sagan af Lé og dætrum
hans fær í meðförum
Shakespeares næstum yf-
irmannlega reisn, sem
opnar yztu víddir í öllum
mannlegum samskiptum
og innbyrðis afstöðu per-
sónanna; þarna er lýst
hroka og niðurlægingu,
eigingirni og fórnfýsi, of-
stopa og blíðu, hinni sár-
ustu neyð á mörkum vits
og vitleysis og hinni
dýpstu gleði og fullnæg-
ingu. Leikurinn um Lé
konung hefur löngum
verið talinn einhver
mesti harmleikur allra
tíma; hann er saminn á
því tímabili, sem kallað
hefur verið harmleikja-
skeið Shakespeares. Júl-
íus Sesar varð til um
1600, Hamlet 1602,
Othello tveimur árum
síðar og Makbeð 1606. öll
þessi leikrit hafa verið
flutt hér á landi áður
nema Lér, sem hins veg-
ar hefur verið leikinn I
útvarp. Steingrlmur
Thorsteinsson þýddi Lé
eða Lear, eins og hann
heitir á frummáiinu,
fyrstur á Islenzku um líkt
leyti og Matthlas
Jochumsson vann að sln-
um miklu Shakespeares-
þýðingum. Þýðing Helga
Hálfdanarsonar birtist i
f hlutverki Lés Baldvin Halldórsson f hlutverki ffflsins.
Flosi Ólafsson
Kent.
f hlutverki jarlsins af
Þórhallur Sigurðsson f hlutverki Jðt-
geirs sonar Glosturjarls.
safni hans af leikritum
Shakespeares fyrir
nokkrum árum og hefur
að maklegheitum hlotið
mikið lof. Þjóðleikhúsið
hefur frá upphafi frum-
flutt margar Shakespear-
þýðingar Helga; Sem yð-
ur þóknast, Draum á
Jónsmessunótt, Júlíus
Sesar, Þrettándakvöld,
Othello og Kaupmanninn
I Feneyjum en Leikfélag
Reykjavikur hefur flutt
Romeó Og Júlíu og Mak-
beð. í þau tvö skipti, sem
Hamlet hefur verið flutt-
ur hér á sviði, var hins
vegar notuð þýðing sr.
Matthíasar.
Rúmlega hálf öld er
siðan leikrit Shake-
speares voru fyrst kynnt
íslenzkum leikhúsgest-
um. Fyrst komu Þrett-
ándakvöld og Vetrar-
ævintýri I þýðingu Indr-
iða Einarssonar, en síðar
Kaupmaðurinn I Fen-
eyjum I þýðingu Sigurð-
ar Grímssonar.
Það kemur I hlut
Rúriks Haraldssonar að
leika hér fyrstur manna
hið margfræga og vanda-
sama hlutverk Lés kon-
ungs. Dætur hans þrjár,
Goneril, Regan og
Cordeliu, leika þær Krist-
björg Kjeld, Anna
Kristín Arngrímsdóttir
og Steinunn Jóhannes-
dóttir, fiflið er Baldvin
Halldórsson og jarlinn af
Kent leikur Flosi Ólafs-
son.
Erlingur Gíslason leik-
ur Glostur jarl og syni
hans tvo, Játmund og
Játgeir, leika þeir Sig-
urður Skúlason og Þór-
hallur Sigurðsson. Með
önnur stór hlutverk fara
Gísli Alfreðsson, Sig-
mundur Örn Arngríms-
son, Róbert Arnfinnsson,
Bessi Bjarnason, Jón
Gunnarsson, Randver
Þorláksson og fleiri. Að-
stoðarleikstjóri er Stefán
Baldursson, búninga hef-
ur teiknað og annazt
Jane Bond I samráði við
leikmyndateiknara. Sýn-
ingin á Lé konungi er
með umfangsmestu fyrir-
tækjum sem leikhúsið
hefur ráðizt I, en alls
koma um 40 manns fram
I sýningunni.
Flutningur á Lé tæki I
óstyttu formi milli fimm
til sex klukkustundir.
Leikurinn er að sjálf-
sögðu styttur I flutningi
hér en eigi að siður er
þetta löng sýning, sem
tekur fjórar klukku-
stundir I sýningu.
Leikstjórinn Hovhann-
es I. Pilikian er af mörg-
um talinn I hópi áhuga-
verðustu og frumlegustu
yngri leikstjóra Breta i
dag. Hann hefur einkum
vakið athygli fyrir fersk-
ar en vandaðar sýningarv
á sígildim verkum, en
meðal þeirra þrjátiu sýn-
inga, sem hann hefur að
baki eru þó nútimaverk,
eftir Ionesco t.d. Hann
hefur verið gistiprófess-
or I Bandaríkjunum og
stjórnað sem gestur leik-
sýningum þar, m.a.
Medeu. Einnig hefur
hann verið gestaleik-
stjóri í Júgóslavíu, þar
sem hann stjórnaði
Fedru eftir Racine, en
leikmyndina gerði Josef
Swoboda. Frægustu sýn-
ingar hans i Bretlandi
eru á Electru Evripides-
ar í Edinborg (verðlaun
skozka sjónvarpsins fyrir
beztu leikstjórn 1971),
sýningin var tekin upp
með öðrum leikurum í
London; Medeu í Yvonne
Arnaud-leikhúdinu i
Guildford, Ræningjum
Schillers í Roundhouse-
leikhúsinu og Ödipus
konungi eftir Sofokles i
hátíðarleikhúsinu í Chic-
hester. Pilikian er um
þessar mundir að vinna
Leikstjörinn Hovtaannes I. Pilikian og aðstoðarleikstjöri
s.1. föstudag.
Stef&n Baldursson fylgjast meðæfingu
Ljösm. RAX.
að doktorsritgerð um Lé
konung við Lundúnahá-
skóla.
Ralph Koltai er I hópi
fremstu leikmyndateikn-
ara heims og af mörgum
talinn sá sem hvað mest
áhrif hefur haft á leik-
myndagerð í Evrópu
undanfarna tvo áratugi,
að Swoboda undanskild-
um. Hann hefur gert
leikmyndir fyrir yfir 100
leiksýningar i Bretlandi,
og um alla Evrópu, Ar-
gentínu, Kanada, Ástra-
líu og Bandaríkjunum.
Hann er nú fastráðinn
við Royal Shakespeare
Company í Lundúnum,
þar sem hann hefur unn-
ið að mörgum sýningum.
t.d. Krákasíska krítar-
hringnum ’ eftir Brecht,
Gyðingnum frá Möltu
eftir Marlowe, Kaup-
manni í Feneyjum og
Tímon frá Aþenu eftir
Shakespeare, Staðgengl-
inum eftir Hochut, Af-
mælisboðinu eftir Pinter,
Endatafli eftir Beckett,
Major Barbara eftir
Shaw, Sem yður þóknast,
eftir Shakespeare og nú
síðast Erfðaskrá Lenins,
sem er nýtt leikrit eftir
Robert Bolt. Þá hefur
hann gert leiktjöid fyrir
ýmsar sýningar í Covent
Garden og The English
National Opera Com-
pany, t.d. hina frægu
uppsetningu á Niflunga-
hring Wagners, svo og
Tannhaiiser fyrir opnun-
arár óperunnar í Sydney.
Koltai hefur á ferli sín-
um hlotið margvislega
viðurkenningu, oftar en
einu sinni verið kjörinn
leikmyndateiknari ársins
I Bretlandi. Meðal annars
hlaut hann ásamt öðrum
gullverðlaun á alþjóða-
leiksýningu leikmynda-
teiknara í Prag (1975).
Það var fyrir leikmynd
fyrir sýningu þeirra Piíi-
kians á ödipusi I Chicest-
er.
Eitt umfangsmesta fyrirtæki,
sem Þióðleikhúsið hefur ráðist í