Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 21
r ^
20,59 METRAR
4. SÆTIÐ Á ÓL
Afrek það sem Hreinn Hall-
dórsson náði á Evrópumeistara-
mótinu í San Sebastian á Spáni
á sunnudaginn, 20,59 metrar,
hefðu nægt honum i f jórða sæt-
ið á Ólymptuleikunum f
Montreal s.l. sumar, en sem
kunnugt er hafði Hreinn ekki
heppnina með sér þá og komst
ekki ( úrslit. Sigurvegari á
Olympfuleikunum varð Austur-
Þjóðverjinn Udo Beyer, sem
varpaði 21,05 metra, annar varð
Evgeni Mironov frá Sovétríkj-
unum, sá er varð f fimmta sæti
f San Sebastian, en hann varp-
aði 21,03 metra f Montreal.
Þriðji f Montreal varð svo Alex-
ander Barisnikov frá Sovétrfkj-
unum sem varpaði 21,00 metra
og f fjórða sæti varð Banda-
rfkjamaðurinn Allan Feuer-
bach sem varpaði 20,59 metra.
Meðal þeirra sem komust f úr-
slit f Montrcal var Bretinn
Geoff Capes, sem varð annar á
eftir Hreini á Evrópumeistara-
mótinu og varpaði hann 20,36
mctra sem nægði honum f
sjötta sætið f Montreal.
Ekki er vitað með vissu
hversu margir hafa varpað
lengra innanhúss f ár, en þeir
munu vera sárafáir. Capes er sá
sem á bezta árangurinn en
hann varpaði 20,93 metra ný-
lega.
Talið er mun verra að varpa
kúlu innanhúss en utan, jafn-
vel þótt aðstæður séu góðar,
þannig að afrek Hreins Hall-
dórssonar f San Scbastian
bendir sannarlega til þess að
hann eigi að geta ennþá betur f
sumar.
III IM
■ ______________ ■■ ■_____________^
ÞAÐ VÖKNUÐU
ENGAR VONIR
UM GULLVERÐ-
LAUN ÞÓH MÉR
TÆKIST VEL UPP
í 1. UMFERÐ
— ÞAÐ vöknuðu engar gullvonir hjá mér þótt mér tækist að vapra 20,59
metra I fyrstu tilraun I kúluvarpi Evrópumeistaramótsins, sagði Hreinn
Halldórsson, er Morgunblaðið náði sambandi við hann í San Sebastian á
Spáni á sunnudagskvöldið. — Ég var nærri viss um að einhverjir
keppinauta minna myndu bæta þennan árangur, og sérstaklega átti ég
von á þvi að Bretinn Geoff Capes, myndi ná betri árangri. Ég vissi að hann
stefndi að þvf að varpa kúlunni 21 metra á mótinu. Það var vissulega anzi
spennandi tími frá þvi að ég náði 20,59 metra kastinu unz keppnin var
búin og sigurinn var f höfn, sagði Hreinn.
Hreinn Halldórsson er nýlega
orðinn 28 ára Hann er ættaður úr
Strandasýslu og þar hóf hann
keppnisferil sinn á héraðsmóti fyrir
9 árum Hreinn keppti þá í kúluvarpi
og varpaði kúlunni 11,19 metra
Fráleitt hefur nokkrum dottið þá í
hug, að Hremn ætti eftir að standa á
efsta þrepi verðlaunapallsins eftir
Evrópumeistaramót og taka við
gullverðlaunum. eftir glæsilegt
afrek Það er langur vegur milli
árangursins sem Hreinn náðh* á
héraðsmótinu á Ströndum og þess
er hann náði á mótinu í San
Sebastian, en hann ber vitni um elju
og áhuga iþróttamannsins sem
þarna á í hlut.
— Já. það er rétt að það er ekkert
smáræðis púl við æfmgar sem eru á
bak við þennan sigur. sagði Hreinn í
viðtalinu við Morgunblaðið —- Og
meira púl er reyndar framundan hjá
manni, þar sem ég ætla ekki á láta
staðar numið Hvort ég bæti þennan
árangur er ekki gott um að segja. en
sjálfur stefni ég ákveðið að því og tel
mig eiga möguleika á þvi, svo fremi
sem ég fæ aðstöðu og tíma til þess
að æfa Sennilega gera fáir sér grein
fyrir því að það er full vmna að þjálfa
eins og þarf til þess að ná árangri,
og því að þeir sem ég var að keppa
við á þessu móti gera flestir litið
annað en að æfa sig Það er hægt að
öfunda þessa menn af aðbúnaði
þeirra — þeir hafa líka þjálfara sem
vakta þá stöðugt, og eru tilbúnir að
hjálpa þeim hvenær sem þörf er á.
og veita þeim tilsögn Það sem mér
virtist koma mönnum mest á óvart í
sambandi við sigur minn hér, var
það að ég skyldi engan þjálfara
hafa
nnnn
eun801
160Ó :
men
20.59 metres
epc33^
sport - indoor results 4 san sebastian
’s shot final:
1. hreinn haltdorsson (iceland)
2. geoff capes (britain) 20.46
3. wladyslaw komar (poland) 20.17
4. reijo stahLberg (finLand) 19.83
5. evgeny mironov (soviet union) 19.57
6. raLf relchenbach (west germany) 19.43
7. aLexander nosenko (soviet union) 19.ÓO
8. gerhard steines (west germany) 18.98
9. marco monteLatici (itaLy) 18.62
10. markku tuokko (finLand) 18.53
more sp/tmb________________
Þegar Hreinn var spurður að þvi
hvort hann teldi ekki að þessi glæsi-
legi sigur hans á Evrópumótinu yrði
til þess að hann fengi meiri stuðning
og skilningur á þörf hans á meiri
tima til æfinga myndi aukast svaraði
hann því til. að hann hefði góðar
vomr um að svo yrði. — Ég yrði satt
að segja hissa, ef svo yrði ekki,
sagði Hreinn. — ég get mjög vel
æft heima i íslandi. svo fremi að
mér gefist sæmilegur timi til þess og
þurfi ekki að vinna jafnmikið og ég
hef orðið ð gera Hitt er svo annað
mál að ég tel nauðsynlegt að keppa
meira erlendis en ég hef gert —
mæta mér betri mönnum i keppni
og öðlast þannig reynslu og öryggi
Um keppnina sjálfa á sunnu-
dagmn sagði Hreinn m a
— Við vorum búnir að hita vel
upp og vorum að ganga út á völlinn
til þess að hefja keppnina. þegar
mikil ólæti hófust i húsinu Þarna
voru Baskar á ferð sem notuðu tæki-
færið til þess að vekja athygli á
málstað sinum Fresta varð keppn-
inni i um það bil klukkustund, og
það kom sér satt að segja ákaflega
illa fyrir mig Þegar maður er búinn
að búa sig undir að keppni hefjist á
ákveðnum tima, verður ótrúlega
' mikil röskun hjá manni, ef‘eitthvað
fer úrskeiðis og það dregst að
maður komist í hrmginn En þarna
sátu keppmautar minir við sama
borð Þessi læti og frestun höfðu
jafnmikil áhrif á þá og mig Ég held
að það hafi líka haft sitt að segja að
ég náði svona góðu kasti strax. —
það virtist einnig koma þeim út af
laginu Eftir að ég hafði náð 20,59
metrum i fyrsta kasti ákvað ég að
taka ..sjensa' . en þeir heppnuðust
ekki Ég náði reyndar 19.09 metra
kasti. en gerði emmg ógilt í siðustu
umferðmm ákvað ég svo að vera
rólegur og kasta á svipaðan hátt og
ég hafði gert í fyrstu umferðmni. og
það kast mældist 20.27 metrar —
mitt annað bezta i þessari keppni
Hreinn sagði að það hefðu verið
Geoff Capes sýnileg vonbrigði að
tapa fyrir sér i móti þessu — Menn
eru auðvitað alltaf dálitið sárir þegar
þeir tapa, sagði Hreinn — En
Capes er mjög viðfelldin náungi og
hann var meira að segja að segja
mér til milli umferðanna Mun ekki
hafa verið alveg sáttur við stilinn hjá
mér
Óþarfi er að taka fram að afrek
Hreins er nýtt íslandsmet. Gamla
metið átti hann sjálfur og varð það
1 9.89 metrar sett fyrir skömmu
„Hreinn knminn
í fremstu röð"
— ARANGUR Hreins Halldörs
sonar kom mér ekki é óvart. sagði
Geoff Capes. brezki kúluvarpar
inn, sem var8 að sjá af Evrópu-
meistaratitli slnum i viðtali vi8
Morgunblaðið á sunnudagskvöld.
— Ég hef haft nokkur kynni af
íslenzkum frjálsiþróttamönnum og
veit að þeir eru ótrúiega harð-
snúnir, ekki sízt þegar miðað er
við hversu fámenn þjóð ykkar er.
ViS fylgjumst auðvitað alltaf hver
með öðrum sem erum i þessu, og
það hlaut að koma á því að Hall-
dórsson næði sér á strik. Hann býr
yfir stórkostlegum hæfileikum i
íþróttinni, og óg er ekki í vafa um
að hann á eftir að bæta sig veru-
lega á næstunni.
— Það sem kom mér meira á
óvart, sagði Capes, var hve iangt
ég var frá minu bezta. Ég hafði
búið mig vel undir þetta mót og
ætlaði að halda Evrópumeistara-
titlinum Ég átti von á þvi að það
yrðu Austur-Evrópubúarnir sem
yrðu aðalkeppinautar minir, en
ekki íslendingurinn. Þegar úrslitin
lágu fyrir i keppninni sneru sér
allir til min, en töluðu ekki við
Austur Evrópubúana Þeir töpuðu
lika, og þarna voru t.d.
Ólympiuverlaunahafar.
Capes sagði. að aðstæður til
keppni I kúluvarpinu í San
Sebastian á sunnudaginn hefðu
verið langt frá þvi að vera góðar.
— Það afsakar mig þó ekkert
sagði hann £ við sátum allir við
sama borð. — ViS vorum búnir að
hita upp og tilbúnir að keppa þeg-
ar mótmælendurnir ruddust inn í
salinn. Það er alltaf mjog slæmt
þegar maður er búinn að hita sig
vel upp og tilbúinn að keppa. ef
einhverjar tafir verða. Að maður
tali nú ekki um ef eins er i pottinn
búið og var i San Sebastian
Að lokum sagði Geoff Capes: —
Það er auðvitað alltaf dálitið sárt
fyrir mang að tapa, ekki sizt
Evrópumeistaratitli. En Halldórs-
son var vel að þessum sigri kom-
inn. Hann er hér með búinn að
sanna að hann er kominn i
fremstu röð í heiminum, og ég
spái þvi að mikið eigi eftir að
heyrast frá honum i framtiðinni.
Það fór heitur
straumur um mig
— ÞETTA var stórkost-
legt, sagði Einar Frf-
mannsson, sem fór með
Hreini sem fararstjóri til
San Sebastian. — Það fór
heitur straumur um mig
þegar Hreinn náði þessu
stórgiæsilega kasti í
fyrstu umferðinni og
með sjálfum mér var ég
viss um að það nægði til
sigurs.
— Mér er óhætt að
fullyrða, að ekkert afrek
vakti eins mikla athygli
og sigur Hreins á þessu
Evrópumóti, sagði Einar,
— í veizlu, sem var hald-
in eftir keppnina, hafði
Hreinn tæpast við að
taka við hamingjuósk-
um, og menn voru greini-
lega f senn undrandi og
hrifnir af frammistöðu
hans.