Morgunblaðið - 15.03.1977, Page 30

Morgunblaðið - 15.03.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUHSGUR 15. MARZ 1977 _____ EIRÍKUR EIRÍKSSON: Menn- ingar- vitar og byggðastefna Gamla skólahúsið á Eióum, fremst til vinstri á myndinni. SUMS staðar við Austfirði getur að líta rislágar vitabygg- ingar með takmörkuðu Ijós- magni sem ætlað er það hlut- verk að leiðbeina skipum er þau koma af hafi. Vitar af þess- ari gerð eru þar sem talin er tiltölulega auðrötuð siglinga- leið. Á annesjum þar sem úfnar rastir og blindsker eru fyrir landi og siglingaleið vandrötuð þykja þeir ekki fullnægjandi. Þar standa háreistir turnar búnir fullkomnum Ijósabúnaði og miðunartækjum til öryggis sæförum. Þeir fyrnefndu eru þvi nefndir í skopi hálfvitar. Þessir lágu turnar koma mér í hug þegar helstu menningarvita eystra ber fyrir hugarsýn. Þröngt Ijóssvið dumbrautt, sýnu minna en á hinum lægri vitum, ber yfir næsta umhverfi og fáir gefa því gaum. Þó er þar ekki sérstakri hóg- værð eða litillæti fyrir að fara, þar á við sagan um glerbrotið sem hélt sig vera heila flösku. Slagorð þeirra manna sem hér um ræðir, við hátíðleg tæki- færi, sem þeir reyna að skapa sér sem fiest, eru svo fátt eitt sé talið: Byggðastefna, Samvinna, Félagshyggja, Almenningsheill o.fl. í þessa veru. Framkvæmd- ir eru oftast í öfugu hlutfalli við slagorðin. Safnastofnun Austurlands veitir forstöðu hópur af slíkum vitum. Ekki tel ég þörf á að nafngreina þá, því a.m.k. einu sinni á ári birta þeir nöfn sin á prenti í vikublaðinu Austur- landi, ásamt verkefnaskrá, sem latmannlega er unnið að. Skrá þessari fylgir stór mynd af for- manninum. Stjórn Safnastofn- unar er kjörin af Samb. austf. sveitarfélaga. Stofnun sú sem hér um ræðir átti fyrirrennara, sem kallaði sig í prentuðum heimildum Stjórn Byggðasafns Austurlands. Eitt af því sem þessir menn segjast ætla að gera er að varð- veita gamlar byggingar á Austurlandi. Vert er að athuga nánar þau vinnubrögð fyrr og síðar. Verður þó engan veginn öllu til skila haldið. Búnaðarskóla- húsið á Eiðum 1966 var elsta skólahúsið á Eiðum rifið. Þetta var timbur- hús 100 ára gamalt að stofni til en hafði verið stækkað og breytt síðar. Þó hélt það vel heildarsvip. Húsið var vel stæðilegt og sýndist lítið fúið. Eftirmæli ásamt lýsingu voru prentuð í Tímariti Sögufélags Austurlands 1969. Þar stendur orðrétt. ,,Kaldan og sólbjartan vordag núna eitthvert árið fyrir skömmu komu þrír menn að sunnan, gengu inn í hið aldna hús, renndu augum til og frá, þukluðu og einn hokkaði sér á gólfi, þá dúaði pallurinn og dómur féll.“ Hverjir voru svo þessir skammsýnu menn að sunnan, sem dæmdu í blóra við menningarvita Austfirðinga? Illa hefur gengið að finna þá. Svo mikið er víst að þjóðminja- vörður var ekki spurður ráða og Hörður Ágústsson, sem sérfróð- ur er í varðveislu gamalla húsa var ekki heldur tilkvaddur. Það skyldi þó aldrei vera að eftir- mælahöfundurinn hafi búið þá til í stundarhrifningu, og er það vel að verið, enda vinsælt eystra að kenna mönnum að sunnan um eigin afglöp. En hollt væri menningarvitum Austfirðinga að hugleiða forn- an málshátt. „An er ills gengis nema heiman hafi“. Vér skipuleggjum Víkur nú sögunni til Vopna- fjarðar. Vopnafjarðarkauptún er sem kunnugt er einn elsti verslunarstaður á Austurlandi. Þar stóðu lengi nokkur versl- unarhús frá liðinni öld. Það elsta þeirra, „Mörbúðin", talin vera frá einokunartímanum, varð eyðingunni að bráð á fimmta tug þessarar aldar. Eftir stóðu tvær ramgerðar birgðaskemmur nefndar í dag- legu tali Kornhús og Ullarhús. 1 stærra húsinu var í önd- verðu sölubúð. Hús þessi voru byggð á fyrri hl. 19. aldar af verslunarfélaginu Örum og Wulf. Þessi gömlu hús áttu merka sögu sem ekki er hægt að gera skil í stuttu máli, en örfátt talið. Þaðan fór Andrés á Gest- reiðarstöðum bónleiður með tóman poka seint á aðventu 1868 og stytti erfiða ævileið með hnífsbragði þegar heim kom. í litlu kvistherbergi f kornhúsinu beið Kristján Fjallaskáld aldurtilastundar kaldan útmánaðadag 1869. En Kornhúsið á líka bjartari minn- ingar. Þar tóku góðbændur úr sér þreytu og ferðahroll á góm- sætu dönsku kornbrennivíni og lögðu þaðan upp með þungt klyfjaðar lestir. . Loks glumdi við kall hins nýja tíma. Vér skipuleggjum! Vér skipuleggjum! bergmálaði í klettadröngum á Kolbeins- tanga. Þá var ekki reiknað með gömlum og úreltum húsum á Vopnafirði fremur en annars- staðar. Þó voru til menn sem ekki vildu öllu fórna á altari skipu- lagsins. Hörður Ágústsson list- málari ferðaðist um landið og rannsakaði gamlar byggingar upp úr 1960. Hann kom til Vopnafjarðar og athugaði hin gömlu hús, Taldi hann þau hinar merkustu minjar frá horfinni öld og vakti athygli eiganda húsanna, Kaupfélags Vopnfirðinga, á því að þessi hús ætti að varðveita. Einnig gaf hann þjóðminjaverði upplýsingar um þau. Svo liðu ár og dagar að ekkert var að hafst. Þar til eftir 1970 að þjóðminjavörður fékk skila- boð frá Halldóri Halldórssyni kaupfélagsstjóra á Vopnafirði þess efnis að nú þyrftu húsin að víkja. Þór Magnússon þjóð- minjavörður fór svo austur 1973. Hann segir svo frá í við- tali við Morgunbl. 24. ágúst 1975. „Þá sá ég að mikið her- virki hafði verið unnið síðan Hörður Ágústsson var þar á ferð, búið var að rífa milliloftið úr stærra húsinu og hafði þetta gamla hús verið tekið fyrir sementsgeymslu, loftið rifið til að bílar ættu greiðan aðgang þar inn“ Siðan segir Þór: „Þegar ég fór að ræða við heimamenn kom í ljós að enginn áhugi var á að gera neitt við þessi gömlu hús. Aðeins var drepið á mögu- leikana á að flytja þau til á staðnum en það fékk ekki undirtektir. Þröngt er orðið á Vopnafirði og búið að byggja mikið á gamla bæjarstæðinu svo að húsin gátu ekki verið þar áfram. Til þess hefði þurft að skipuleggja byggingar Kaup- félagsins öðruvísi fyrir mörgum árum. Því var ekki um annað að ræða en rífa þau og flytja, eða ryðja þeim í sjóinn. Áður en nokkur ákvörðun var tekin kom Hjörleifur Guttorms- son (form. Safnastofnunar Austurlands) þangað fyrir Safnastofnun Austurlands og kannaði málið. En það bar allt að sama brunni. Ekki var hægt að varðveita húsin fyrir austan. Ég spurði því Halldór kaup- félagsstjóra hvernig honum lit- ist á að þjóðminjasafnið fengi húsin, keypti þau og flytti þau á brott. Ég hafði þá í huga og stjórnin þar samþykkti um- svifalaust að'veita þeim rúm. Ég gerði kauptilboð fyrir Þjóð- minjasafnið, fékk þau. Borgaði 100 þúsund krónur fyrir hvort hús . . .“ Ennfremur segir Þór: „Fyrir mér vakti fyrst og fremst að bjárga þessum húsum og þar sem okkur vantar alltaf geymslu datt mér í hug að þarna gætum við geymt ýmsa stærri hluti. Ég hafði hugsað mér að annað húsið yrði aðal- lega notað sem geymsla og verkstæði. 1 hinu mætti sýna ýmsa stærri muni sem við höf- um ekki rúm fyrir nú. Æskilegt er að byggðarlögin varðveiti slik hús og hlynni að þeim. heima. Ríkið hefur árlega veitt talsverðan stuðning þar sem gerðar hafa verið upp gamlar byggingar sem þessar. Æskilegt hefði verið að þessi hús hefðu verið vartveitt á Vopnafirði og notuð svipað og áður fyrlr verslun en þessi var ekki kost- ur.“ Þar með var húsunum bjarg- að vegna skörulegrar fram- göngu þjóðminjavarðar og hik- lausrar þátttöku forráðamanna Árbæjarsafns. Nú er verið að reisa þau og eiga vafalaust eftir að gleðja augu margra í Árbæjarsafni og fræða um liðna tíma, svo notuð séu orð þjóðminjavarðar í niðurlagi áðurnefnds viðtals. En Vopnafjarðarkauptún er snauðara á eftir. Framtaksleysi og úrræðaleysi stjórnar Safna- stofnunar Austurlands og sveitarstjórnar á Austurlandi mun lengi í minnum haft. Þó hafa forráðamenn títt nefndrar stofnunar oft kvartað yfir því í ræðu og riti að húspláss vanti fyrir ýmsa hluti sem þeir eru þegar búnir að eignast og aðrir fyrirferðarmeiri munir liggja í misjafnri hirðu og bíða varð- veislu, sem ef að líkum lætur kemur of seint. Torg hins him neska friðar. Nú er fyrir skömmu liðið hús- friðunarár og verðugt að at- huga að síðustu hvernig stjórn Safnastofnunar og bæjarstjórn Seyðisfjarðar hélt það hátíð- legt. Þá voru oftnefnd versl- unarhús flutt úr fjórðungnum en bót í máli er að í nýjum heimkynnum eru þau í góðum höndum. En austur f Seyðis- firði voru nokkrar framkvæmd- ir á þvi herrans ári. Þar var rifið elsta hús kaupstaðarins, íbúðarhús frá miðri 19. öld og ekkert úr því varðveitt að sögn kunnugra. Einnig var rifið hús- ið Bjarki, íbúðarhús Þorsteins Erlingssonar skálds. Þar gaf hann út samnefnt blað um alda- mótin síðustu. Þess má geta að Seyðfirðing- ar munu eiga menningarvita í stjórn Safnastofnunar Austur- lands, og kaupstaðurinn átti húsið. Siðustu árin sem það var notað var það verbúð og skemmdist þá nokkuð innrétt- ing enda voru loka fram- kvæmdir afsakaðar með því af hálfu bæjarstjórnar. Á grunni Bjarka verður væntanlega torg hins himneska friðar á Seyðisfirði. Kornhúsið á Vopnafirði Ullar húsið j Vopnafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.