Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur í janúar um 1,7 milljarða kr. HAGSTOFA íslands hefur gefið út tölur um verðmæti út- og innflutnings í janúarmánuði 1977 og er vöruskiptajöfnuður mán- aðarins óhagstæður um 1.693,7 milljónir króna, en Hæstiréttun ÁKVEÐIÐ hefur verið að mál aðstandenda Varins lands gegn Olfari Þormóðssyni, blaðamanni á Þjóðviljanum, og til vara gegn Svavari Gestssyni, ritstjóra sama blaðs, verði flutt fyrir Hæstarétti 22. marz n.k. Eins og áður hefur komið fram í Mbi. hafa hinir reglulegu dómar- ar réttarins kosið að víkja sæti, var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 1.896,6 milljónir. Meðalgengi er- lends gjaldeyris í janúar nú er hins vegar 11,3% hærra en það var í þessum mánuði í fyrra og er því þar sem einn málshöfðenda, Þór Vilhjálmsson, er dómari við Hæstarétt. Þeir sem taka sæti f réttinum í málinu eru Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Halldór Þorbjörnsson, yfir- sakadómari, Jón Finnsson hrl., Unnsteinn Beck, borgarfógeti, og Þorsteinn Thorarensen, borgar- fógeti. sambærileg tala frá í fyrra 2.110.9 milljónir, sem sýnir að munur þessara tveggja talna um vöruskiptajöfnuð eru rúmlega 417 milljónir, sem staðan í ár er betri en hún var í fyrra. Utflutt var í janúarmánuði i ár fyrir 4,6 milljarð króna, en inn- flutt var fyrir 6,3 milljarða. Ut- flutningur var í janúar fyrir ári 3 milljarðar króna en innflutningur 4.9 milljarðar. Af útflutningi var ál og álmelmi nú 1,3 milljarðir, en í fyrra aðeins 410,6 milljónir. Af innflutningi var flutt inn til Landsvirkjunar vegna Sigöldu að mestu leyti fyrir 36,2 milljónir, en í fyrra nam sú tala 241,4 milljón- um. Innflutningur vegna Kröflu- nefndar nam nú 60,6 milljónum, en var enginn f fyrra í þessum mánuði. Innflutningur til Is- lenzka álfélagsins h.f. nam nú 293 milljónum, en í fyrra 277,8 milljónum króna. Mál aðstandenda Var- ins lands flutt 22. marz Suðausturhorn Landakotstúnsins er nú orðið heldur ðásjálegt vegna þess að þar hafa unglingar verið á vélhjðli og ekið upp á túnið. Hafa þeir myndað f hornið stört og Ijðttsár. Ljðsm.: Ol.K.M. Nýir ruslakass- ar á ljósastaur- um í miðbæ SÍÐUSTU daga hafa starfsmenn hreinsunar- deildar Reykjavíkur- borgar unnið að því að setja upp ruslakassa á ljósastaura í miðborg- inni, ekki ólíka þeim og voru á staurunum fyrir nokkrum árum. í fyrstu verða settir um 20 kassar í Austurstræti, Lækjar- götu og eitthvað uppeftir Laugavegi. Ef kassarnir fá að vera í friði — en það fengu þeir gömlu ekki — verður haldið áfram að setja upp sams konar kassa við helztu umferðargötur f borginni. Pétur Hannesson, for- stööumaöur hreinsunardeildar Reykjavfkurborgar, sagði í sam- tali viö Morgunblaðið i gær, að nýju kassarnir væru mjög vandaðir og sterkir enda kostaði stykkið af þeim 20 þúsund krónur. Koma þeir frá V-Þýzkalandi þar sem þeir eru mikið notaðir og eins á Norður- löndum. Sagði Pétur að hann vonaðist til að þessir kassar fengju að vera i friði, því það hefði komið f ljós, er gömlu kassarnir voru í notkun, að fólk hefði notað þá óspart, og því borguðu kassarnir sig á skömmum tíma, auk þess sem allur annar bragur væri á götunum þegar ruslið væri ekki úti um allt. Ib Wessman f orseti Sambands norrænna matreiðslumeistara Krabbameins- félag Reykja- vfkur hefur gef- ið út Iftinn bækling með of- angreindu nafni og verður hon- um dreift á stöð- um þar sem kon- ur einkum koma, t.d. heilsuverndarstöðinni f Reykja- vfk og leitarstöðvum að sögn Þor- varðs Örnólfssonar, framkvæmda- stjóra Krabbameinsfélagsins. Er bæklingurinn gefinn út f 10 þús- und eintökum og verður einnig leitað til kvennasamtaka um dreifingu hans. 1 bæklingnum er bent á að reyk- ingar meðal kvenna hafi aukist mjög á sfðari árum og vitnað til könnunar sem gerð var á vegum borgarlæknisins f Reykjavfk árið 1959 og ’74. Arið 1959 reyktu tvö- falt fleiri piltar en stúlkur í ald- ursflokknum 13—17 ára, en árið 1974 hafði hlutfallstala reykjandi pilta lítið breytzt en hlutfallstala reykjandi stúlkna tvö til þrefald- ast, enda reyktu þá tiltölulega fleiri stúlkur en piltar í þessum aldursflokkutn, segir í bæklingn- um. Þá er bent á, að feykingar geti haft slæm áhrif 3 fóstúr, áð reykingar rýri fjárháginh og sagt ,að það kosti um 186 þúsund kr. á ári ef hjón reyki sinn pakkan 'hvort á dag. Bækling þennan má einnig fá á skrifstofu Krabba* 1 meinsfélagsins. IB Wessman, matreiðslumeistari Naustsins, hefur verið kjörinn forseti Nordisk kökkenchef Federation — samtaká mat- reiðslumanna á Norðurlondum og jafnframt sæmdur orðu samtak- anna. Ib Wessman mun gegna forsetaembættinu næstu tvö árin eða þar til næsta þing NKF hefur verið haidið hér 'a landi 1979. NKF heldur þíng sfn á tveggja ára fresti og var hið sfðasta þeirra nýlega haldið í Helsinki í Finh- landi. Á því þingi tók Ib við for- mannsembættinu. „NKF hefur innan**sinna vébanda um eitt þúsund félaga og nýtur töiu- verðrar virðingár á hinúm Norðurlöndunum, sérstakíega í Noregi og Danmörku, þar sém samtök matreiðslumeístara eru mjög öflug," sagði Ib f viðtali við Morgunblaðið. „ NKF er stofnað 1939 og í samtökunum eru ein- göngu áhugamenn um matargerð- arlist, því að íilgahgur' þéirra er ekki hvað sfzt sá að skapa fag- mönnum I þessum löndum vett:, váng tii að koma saman, skegg- ræða sín á milli um matargerðar- list og skiptast á skóðunum og upplýsingum um allt sem að matargerð Iýtur.“ Ib kvað þátttöku íslénzkfa mat- reiðslumeistara f norræna sam- bandinu vera fremur nýtilkomna. „Klúbbur matreiðslumanna hér á landi var ekki stofnaður fyrr en 1972 og sfðan var það ekki fyrr en ttveimur árum sfðar að við geng- um í norrænu samtökin," sagði Ib. „Síðan hafa verið haldin tvö þing NKF, svo að það má segja að það beri nokkuð brátt að, að for- setaembættið komi í okkar hlut, jafnframt þvi sem ákveðið er að næsta þing NKF verði haldið hér á landi. Það er mikill áhugi fyrir þátttöku okkar í samtökunum, og við reiknum þess vegna með tölu- vert fjölmennu þingi hér á landi 1979 eða jafnvel um 200 manns.“ Ib Wessman kvað þinghald þetta vera mikið átak fyrir félags- skap íslenzku matreiðslumann- anna en innan hans eru aðeins um 20 matreiðslumeistarar. „Við gerum ráð fyrir að fara fljótlega í gang með undirbúning, en það setur þó nokkurt strik f reikning- ínn að við höfum jafnframt ákveðið að taka þátt f aiþjóðlegri matreiðslusýningu, sém á að fara fram f Beila Center f Kaupmanna- höfn á næsta ári og er einnig töluvert átak fyrir ekki öflugri félagskap. Við erum þó að þreifa fyrir okkur með ýmsar fjáröfl- unarleiðir og m.a. efndum við í haust til matarbasars, þar sem við lögðum allir til rétti, bæði kalda rétti og eftirrétti, og þetta gaf ákaflega góða raun. Hyggjumst við halda þessu áfram, að minnsta kosti einu sinni á ári, en auk þess eigum við ýmislegt fleira f poka- horninu í þessu skyni." Ib var spurður að þvf hvort íslenzkir mathákar gætu vænzt þess að fá enn betri mat á veitingastöðunum vegna þátttöku íslenzku matreiðslumannanna í norrænu samtökunum, og taldi hann það ekki fráleitt. „Það hlýt- ur að hafa verulega þýðingu fyri okkur að þetta samband við um- heiminn er komið á, þar sem við fáum tækifæri að kynnast matar- gerð eins og hún gerist bezt á Norðurlöndum og skiptast á skoð- unum og upplýsingum við þessa starfsfélaga okkar. Einnig fylgir þessu þátttaka i alþjóðlegum sýn- ingum, sem víkkar sjóndeiidar- hring okkar og hefur i för með sér að við erum betur með á nót- unum, þvf að þrátt fyrir ailt erum við nokkuð einangraðir vegna legu landsins. Norræna samband- ið gefur til að mynda út fagblað, sem lesið er af félagsmönnum en f því er lögð áherzla að fylgjast sem bezt með þróuninni í matar- gerðarlist og kynna allar nýjung- ar á því sviði, auk þess sem full- trúar frá hverju landi leggja blað- inu til efni um ýmislegt sem á döfinni er í matargerðarlist f hverju þessara landa.“ Það hráefni sem íslendingar státa af umfram aðrar Norður- landaþjóðir er vafalaust fiskur- inn, en Ib sagði þó að hér gætti töluverðrar íhaldssemi f mat- reiðslu hans, vafalaust af þeirri ástæðu að matargestum þætti ekki mikil hátfðabrigði í því að fá fisk á veitingahúsunum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hefðu hins vegar nautakjötið fram yfir okk- ur. Erfitt væri að fá gott hráefni í nautakjötsrétti hér á landi og sagði Ib að ef vel ætti að vera þyrfti að flytja slfkt kjöt inn, ell- egar gera verulegt átak í þvf að ala nautgripi til manneldis ein- vörðungu. Næsta þing NKF haldið hér á landi Konur o g reyk- ingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.