Morgunblaðið - 15.03.1977, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977
47
Jarðskjálfta-
hrinan í rénun
JARÐSKJÁLFTAHRINA sú, sem
undanfarið hefur staðið yfir við
Kröflu, virðist nú mjög í rénun og
mældust aðeins 100 skjálftar frá
þvi klukkan 15 á sunnudag til
jafnlengdar i gær. Sólarhringana
þar á undan mældust skjálftarnir
136 og 121. A laugardagskvöld um
klukkan 21 mældust tveir snörp-
ustu skjálftarnir i þessari hrinu
og voru þeir 3.5 og 3.6 stig á
Bilaður rafmagns-
rofi orsök ketil-
sprengingarinnar
Þorlákshöfn 14. marz.
NU ER ljóst orðið, að ástæðan
fyrir ketilsprengingunni, sem
varð í húsi þeirra hjóna EUenar
Ölafsdóttur og Guðmundar Guð-
finnssonar, Klébergi 4 hér í bæ,
var sú að rafmagnsrofi bilaði og
Fellt að
fækka útlend-
ingum í Sviss
Genf — 14. marz — NTB
SVISSNESKIR kjósendur höfn-
uðu í gær i þriðja sinn á sjö árum,
að hundruðum þúsunda erlendra
verkamanna yrði vísað úr landi.
Tillaga þar um kom frá hægri
sinnuðum stjórnmálaflokkum og
var ráð fyrir gert, að á næstu tíu
árum yrði útlendingum fækkað
um 650 þúsund. Þeir eru um þess-
ar mundir tæplea 960 þúsund tals-
ins.
Þátttakan i þessari þjóðarat-
kvæðagreiðslu var um 46 af
hundraði og þar af greiddi meira
en helmingur atkvæði gegn tillög-
unni. Þegar síðast var gengið til
þjóðaratkvæðis um sama mál, árið
1974, tóku yfir 70 af hundraði
kjósenda þátt.
Leiðrétting
SU villa slæddist í Mbl. fyrir helg-
ina, að vélbáturinn Arni Magnús-
son var sagður frá Eyrarbakka.
Það er ekki rétt, báturinn er
gerður út frá Stokkseyri.
Fjölteflin
blómstra
ALSTER, aðstoðarmaður
Horts, fór um helgina til Húsa-
víkur og Hrfseyjar og tefldi
þar fjöltefli við heimamenn.
A Húsavík tefldi hann 25
skákir, vann 20, gerði 4 jafn-
tefli og tapaði einni, fyrir
Brynjari Sigtryggssyni. 1
Hrísey tefldi hann 23 skákir og
vann allar. í Hrisey hitti
Alster landa sinn sr. Kára
Valsson, en hann er Tékki,
sem flutti hingað árið 1931.
Þá er staddur hér á landi
vegna einvígisins kanadískur
blaðamaður, Camil Coldari að
nafni. Skrifar hann um ein-
vígið f kanadísk blöð. Coldari
er allsterkur skákmaður, hef-
ur 2270 Elo-stig. Hann tefldi
fjöltefli við unglinga í Tafl-
félagi Reykjavfkur á laugar-
daginn. Var teflt á 40 borðum
og vann Kanadamaðurinn 38
skákir, ein varð jafntefli og
einni skák tapaði Coldari. Sá
sem lagði hann að velli var
Egill Þorsteins, 13 ára, en
Lárus Axelsson gerði jafntefli
við Kanadamanninn. Að fjöl-
teflinu loknu sagði Coldari, að
islenzkir unglingar væru mjög
efnilegir í skák og 2 — 3 úr
þessum hópi ættu möguleika á
því að verða mjög góðir skák-
menn.
Coldari hefur áhuga á þvf að
tefla fjöltefli vfðar.
Richterskvarða. Fundust þeir við
Kröflu og víða í Mývatnssveit og
fylgdi þeim allmikill hvinur.
Landrisið hætti á mánudag og
landið byrjaði að sfga á ný. Mæld-
ist sigið 0.2 mm í stöðvarhúsinu
við Kröflu. Telja jarðvísinda-
menn að þessari hrinu sé nú lokið
og eru margir þeirra, sem voru
við Kröflu, ýmist farnir eða á
förum þaðan.
sló ekki út. Enginn öryggisrofi
var á vatnslögninni, en hann á að
koma í veg fyrir að svona lagað
geti gerzt.
Það er óskaplegt, þegar fólk
heldur sig vera að kaupa það
bezta sem völ er á, að það skuli
geta átt von á slfkri útreið. Von-
andi þarf ekki fleiri óhöpp af
þessu tagi til að opna augu manna
fyrir þvf Öryggis- og eftirlitsleysi,
sem er á kynditækjum húsa yfir-
leitt. Þessi hjón flýðu jarðeldana f
Vestmannaeyjum og keyptu húsið
að Klébergi 4 fokhelt, og hafa
sfðan verið að vinna að þvi að
gera sér þarna fallegt heimili.
Höfðu sem sagt lagt sfðustu hönd
að þvi v kaupa húsgögn og fleira
sem til þurfti og þá er allt þetta
meira og minna eyðilagt á einu
augnabliki fyrir þekkingar- eða
ábyrgðarleysi einhvers.
Hér þarf sannarlega að taka til
hendinni, setja lög hér um og
herða eftirlit með þvf að þeir sem
fást við slikar lagnir viti nákvæm-
lega hvað þeir eru að gera. Tjón
þessara hjóna er gffurlegt, en
engan mann sakaði, þvi má ekki
gleyma, þó það væri einfaldlega
vegna þess að húsið var mann-
laust þegar þetta gerðist. Það var
svo sannarlega lán f óláni.
— Ragnheiður.
— Skák
Framhald af bls. 18
vetfangi) 32. Rg5 — Hf4, 33.
Rxh7 — Ke7, 34. Rg5 —
(Polugaevsky hefur e.t.v. hald-
ið að hann gæti króað þennan
riddara inni. Það reynist algjör
tálsýn.) — Bg4, 35. h3 — Bh5,
36. Hgl — g6, 37. d4! — Kf6, 38.
Rh7+ — Kg7, 39. Rg5 — Kh6,
40. d5 —Hf8, 41. Hg2 —
Hfl, 42. Kd3 —
Hér fór skákin i bið. Hvítur
stendur greinilega betur eftir
fyrrgreind mistök svarts
Rádstefna
sjálfstæð-
iskvenna á
Vesturlandi
Sjálfstæðiskvennafélögin f
Vesturlandskjördæmi efna til
ráðstefnu um áfengis- og ffkni-
efnamál, skatta- og atvinnumál í
Borgarnesi sunnudaginn 20.
marz. Ráðstefnan hefst klukkan
9.30 fyrir hádegi. Nánar verður
skýrt frá henni í auglýsingu síðar.
— Herlög
Framhald af bls. 1.
áfall fyrir alla stjórnmálaflokka
ekki sízt kommúnistaflokkinn,
sem stúdentar hafa ásakað um að
hafa gengið í lið með kerfinu með
stuðningi sínum vió minnihluta-
stjórn kristilegra demókrata.
ORÐ
í EYRA
Opin-
berun?
Ekki er það daglegur við-
burður á þessum siðustu og
verstu tfmum að fjandmenn
sameinist undir merkjum göf-
ugra hugsjóna. Þau gerast ekki
mörg dæmi þess á vorri tíð að
hávaðamenn fallist í faðma upp
úr miðju aurkasti. Það er ekki á
hvurjum degi sem menn verða
vitni að þvf að áhugi á háleitu
viðfangsefni geri organdi
skjaldbíta á vígvelli að auð-
sveipum lambgimbrum í
gróðursælum bithaga. — Þvf
meiri undrun vekur það. Og því
meiri fögnuð. Vopnabrak
hljóðnar; illyrði kafna á tungu;
svigurmæli falla dauð og
ómerk. Og fjendur tengjast í
einingu andans og bandi friðar-
ins. — Nú titra menn ékki leng-
ur af heift. Nú öskra menn ekki
lengur í ofsa. Nú stökkva menn
ekki framar upp á nef sér út af
smámunum.
Hugsjón er sem sagt fundin
sem ofar stendur samanlögðum
kröflumálum heimsbyggðar-
innar: Við þurfum sterkt öl til
að bjarga með þvi menningu
þjóðarinnar. Við þurfum ölkrár
i tugatali svo íslenzk æska megi
öðlast þann þroska sem henni
er fyrirmunaður án slfkra dá-
semda.
A sama tíma og svenskir
þykjast hafa þá reynslu af upp-
eldisáhrifum áfengs öls að sala
slíks varnings verður bönnuð
innan nokkurra vikna þar í
landi hafa Vilmundur og Sól-
nes uppgötvað að drukkur sá sé
sérdeilislega heilsusamlegur.
Einkum þó f þá veru að hér
mætti stofnsetjast menningar-
samfélag kennt við kunnáttu-
semi í áfengisdrykkju. Slíkt
samfélag yrði einsdæmi um
gjörvalla heimsbyggðina, að
Kröflubúðum ekki undanskild-
um.
Það er jafnan fagnaðarefni
þegar menn verða fyrir vitun-
um. Að vísu eru opinberanir
sálufélaganna, Vilmundar og
Sólness, af öllu jarðneskari
toga en þær sem frægastar hafa
orðið f kristnum sið. Sumir ger-
ast jafnvel það ósvífnir að
kenna þær við svo jarðbundin
gróðafyrirtæki sem Túborg og
Heineken sem nú hafi eignast
rökhelda krossriddara hér
norður í höfum i baráttu sinni
gegn heilbrigðri skynsemi og
fyrir dulitlu meiri ágóða af
hlutabréfunum.
Allt um það stendur í helgri
bók: „Á þessum sama degi urðu
þeir Pílatus og Heródes vinir.“
Svæðismót
Austurlands
í skák hafið
SVÆÐISMÓT Austurlands I
skák hófst I barnaskólanum á
Reyðarfirði nú um helgina og
verður þvf haldið áfram um
næstu helgi. Á mótinu verða
tefldar sjö umferðir eftir Mon-
rad-kerfi og lýkur mótinu með
hraðskák.
í frétt frá Skáksambandi
Austurlands segir, að skákmót
skólanna á Austurlandi fari
fram í apríl á Seyðisfirði. Þá er
ákveðið að sveitakeppni Aust-
urlands í skák verði haldin á
Borgarfirði eystra f maf.
Marijuana-
innflutning-
ur upplýstur
Um helgina ar sleppt úr gæzlu-
varðhaldi hálfþrftugum Reyk-
vfkingi, sem setið hefur inni sfð-
an f janúar vegna rannsóknar á
ffkniefnamálinu mikla, sem upp
komst á sfðastliðnu hausti.
Maður þessi reyndist hafa verið
einn stærsti innflytjandi fíkni-
efna til landsins, og við yfir-
heyrslur upplýstist sá þáttur
málsins, sem sneri að innflutningi
á marijuana. Þegar Morgunblaðið
ræddi i gærkvöldi við Arnar
Guðmundsson, fulltrúa við Fikni-
efnadómstólinn, kvaðst hann ekki
geta á þessu stigi gefið nákvæm-
lega upp það magn, sem maður-
inn hefði flutt inn.
Þá hefur Fíkniefnadómstóllinn
að undanförnu rannsakað annað
fíkniefnamál, sem einnig mun
vera umfangsmikið. Er rannsókn
þess máls að ljúka, og situr nú
aðeins einn maður í gæzluvarð-
haldi vegna þess.
— Loðnuaflinn
Framhald af bls. 48
bæði til Siglufjarðar og eins til
Austfjarðahafna.
Eftirtalin skip höfðu tilkynnt
um afla til loðnunefndar frá því
kl. 24 á laugardagskvöld til kl. 19 i
gær.:
Grindvikingur GK 600 lestir,
Faxi GK 210, Gunnar Jónsson VE
220, Bjarni Ólafsson AK 400, Þór-
katla 2. GK 210, Kap 2. VE 350,
Hrafn GK 400, Helga RE 270, Eld-
borg GK 500, Helga 2. RE 350,
Náttfari ÞH 330, Hamravik KE
90, Staðavik SI 500, Freyja RE
240, Albert GK 200, Magnús NK
270, Árni Sigurður AK 330,
Arnarnes GK 220, örn KE 500,
Hringur GK 90, Guðmundur Jóns-
son GK 620, Rauðsey AK 500,
Súlan EA 630, Gullberg VE 540,
Asberg RE 380, Vörður ÞH 250,
Fifill GK 560, Skógey SA 200,
Sandafell GK 300, Víkurberg GK
250, Helga Guðmundsdóttir BA
450, Bára GK 200, Sæberg SU 240,
Gunnar Jónsson VE 280, ísleifur
VE 420, Guðmundur RE 740, And-
vari VE 200, Sæbjörg VE 290,
Hilmir KE 200, Þórður Jónasson
EA 360, Kap 2. VE 520, GIsli Árni
RE 450, Loftur Baldvinsson EA
750, Árni Sigurður AK 400, Öskar
Halldórsson RE 370, Huginn VE
550, Steinunn RE 150, Magnús
NK 250, Hilmir SU 500, Skógey
SF 230, Sigurbjörg ÖF 240, Árni
Magnússon GK 200, Flosi ÍS 280,
Ársæll Sigurðsson GK 170, Svan-
ur RE 310, Víkurberg GK 230,
Kári Sólmundarson RE 250, Ás-
borg RE 200, Pétur Jónsson RE
500, Hamravik KE 100, og Geir
goði RE 150 lestir.
— Starfsleyfi
Framhald af bls. 2
og Mjöls hafa ekki verið efnd, en
rétt er þó einnig að geta þess, að á
sinum tima greiddi fyrirtækið
talsvert fé inn á kaup á reykháf
úr plasti, sem kaupa. átti frá
brezku fyrirtæki. Þetta fyrirtæki
mun hins vegar hafa ofðið gjald-
þrota og Lýsi og Mjöl tapað þann-
ig þeim peningum.
— Árið 1975 var boðin út smíði
60 metra hás reykháfs úr stein-
steypu fyrir Lýsi og Mjöl ig fleiri
fyrirtæki og var áætlað að hann
kostaði 42—62 milljónir króna.
Ekkert hefur sézt af þeim reyk-
háfum ennþá. Það er mikið kvart-
að yfir þeim ódauni, sem leggur
yfir bæinn og svo sannarlega er
fólk hér orðið þreytt á því að
yfirvöld skulu endalaust dauf-
heyrast við þessum sjálfsögðu
kröfum um hollustuhætti og
þrifnað, sagði Sveinn Guðbjarts-
son að lokum.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins
sendi frá sér í maí á siðasta ári
mikla „greinargerð um varnir
gegn mengum og óþef frá fiski-
mjölsverksmiðjum". Er þar bent
á ýmsar leiðir til úrbóta, auk þess
að reisa háa turna við verksmiðj-
urnar. Segir þar i ágripi, að það sé
skoðun Heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins að í sumum tilfellum verði
íbúarnir fyrir verulegum óþæg-
indum við að búa eða stunda
vinnu i umhverfi, sem mengað er
af „peningalykt". Það sé sjálfsögð
krafa, að verksmiðjurnar geri við-
unandi ráðstafanir til úrbóta.
t lokaorðum segir Eyjólfur Sæ-
mundsson verkfræðingur, sem
samdi þessa greinargerð: „Ljóst
má vera, að kröfur þær, sem gerð-
ar eru í Noregi til þarlendra verk-
smiðja, eru miklum mun yfir-
gripsmeiri og kostnaðarsamari en
þær kröfur, sem Heilbrigðiseftir-
lit ríkisins leggur til i greinargerð
þessari, að gerðar verði til ís-
lenzkra verksmiðja.
— Viðgerð á
rafstreng...
Framhald af bls. 48
henni seint I fyrrakvöld. Þótti
mannskapurinn vinna sérlega
gott verk við viðgerðina og tók
hún hálfum sólarhring skemmri
tima en áætlað hafði verið. Gaf
ekki til viðgerðarinnar 14 fyrstu
dagana eftir að stengurinn slitn-
aði, en á laugardaginn var veður
gott við Vestmannaeyjar. Hófust
þá viðgerðir á stengnum, en hann
slitnaði austur af Klettsnefi. Þar
sem austanátt var spáð og versn-
andi veðri var unnið án hvíldar
þar til viðgerð var lokið og mátti í
rauninni ekki tæpara standa, þvi í
gær var vindur af austri við Eyjar
og hefði þá ekki verið unnt að
vinna að viðgerðinni.
Kári Einarsson hjá Rafmagns-
veitum rikisins tjáði Morgunblað-
inu í gær að kostnaður vegna við-
gerðarinnar væri sennilega um 20
milljónir króna. Endanlegt upp-
gjör lægi þó enn ekki fyrir og
gæti þessi upphæð hækkað nokk-
uð.
I viðtali við Mbl. i gær sagði
Páll bæjarstjóri i Vestmanna-
eyjum að brýna nauðsyn bæri til
að lagður yrði annar rafstrengur
milli lands og Eyja. — Það er ekki
forsvaranlegt að staðurinn verði
rafmagnslaus á háannatímanum
hér eins og nú varð, sagði Páll. —
Viðgerð er öll kostnaðarsamari á
þessum tima árs og getur tekið
miklu lengri tíma en yfir sumar-
timann, við megum i rauninni
þakka fyrir hversu fljótt gaf til
viðgerðarinnar nú. Það kostar að
vísu mikið fé að leggja nýjan raf-
steng, en það mundi örugglega
borga sig, sagði Páll Zóphanías-
son.
— Málverka-
uppboð...
Framhald af bls. 2
siðustu verka i skrá fyrirtækisins
eru tvær Þingvallamyndir eftir
Gunnlaug Blöndal.
Að lokum verður boðin upp stór
olíumynd: Hekla séð úr Þjórsár-
dal, 86x78 cm að stærð. Aðilar
nákomnir Ásgrími Jónssyni telja
listaverkið geta verið eftir hann.
Um uppruna myndarinnar er það
eitt vitað, að hún var keypt hér-
lendis skömmu fyrir 1920 og hef-
ur verið í eigu sömu aðila siðan.
Myndin er ekki merkt, en mörg-
um sem skoðað hafa málverkið i
sýningarsal Klausturhóla telja
það minna um margt á myndir
Ásgrims Jónssonar frá þessum
tíma. Málverkin og myndirnar
verða til sýnis að Hótel Sögu í dag
klukkan 10—15, en uppboðið
hefst siðan kl. 17.00.
— Færeyingar...
Framhald af bls. 1.
Hafa Færeyingar, sem ekki eru
aðilar að EBE, tilkynnt að vernd-
unarreglurnar gangi i gildi á
þriðjudag, sama dag og EBE hafði
samkvæmt áætlun ætlað að undir-
rita rammasamning við Færey-
inga um gagnkvæmar fiskveiðar.
Samkvæmt brezka Skotlands-
málaráðherranum, Bruce Millan,
vilja Færeyingar takmarka þorsk-
og ýsuveiðar útlendinga við 1.000
lestir næstu sex vikur, miðað við
7.000 lestir á sama límabili i
fyrra. Millan sagði, að aðgerðir
Færeyinga yllu erfiðum vanda-
málum fyrir togaraútgerð í Bret-
landi, Vestur Þýzkalandi og
Frakklandi.