Morgunblaðið - 19.03.1977, Síða 12

Morgunblaðið - 19.03.1977, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19- MARZ 1977 Félagsstarfsemi F. F. hljóti inngöngu í L.I.F., og býst ég við, að frímerkjasafnar- ar muni almennt fagna því. Frímerki Merkilegt framtak þingeyskra safnara FÉLAG frímerkjasafnara er stærstu samtök frímerkjasafn- ara hér á landi, enda starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Eru félagsmenn 234. Allmargir þeirra eru búsettir víðs vegar úti á landi og eins erlendis, einkum í Svíþjóð. Svo sem áður hefur komið fram hér í þætt- inum, verður félagið tvítugt á næsta sumri og því mikill við- búnaður i þvf sambandi. Segja má, að starfsemi þess hafi lengstum verið mjög öflug, enda átt á að skipa duglegum mönnum, sem unnið hafa þvi allt það gagn, er þeir máttu. Verður sú saga ekki rakin hér, en hún mun birtast í næsta tölublaði Grúsksins. Hinn 3. þ.m. var aðalfundur F. F. haldinn i föndursal Elli- heimilisins Grundar, þar sem fundir þess hafa verið haldnir um langt árabil fyrir velvild Gisla Sigurbjörnssonar for- stjóra, sem er félagsmaður og var um skeið formaður félags- ins. Formaður var endurkjörinn Sigurður Pétursson, en aðrir í aðalstjórn eru Ellen Sighvats- son, Hálfdan Helgason, Guð- mundur Ingimundarson, Hermann Pálsson, Óskar Jóna- tansson og Sigurður Ágústsson. Varamenn í stjórn voru kjörnir Hjalti Jóhannesson og Jóhann Guðmundsson. Endurskoð- endur félagsreikninga eru Höskuldur Ólafsson og Jón Ingimarsson. Frímerkja- uppboð á næsta leiti Svo sem frá var greint í sið- asta þætti, 5. þ.m., er F. F. að hálfu útgefandi tímaritsins Grúsk. i ritnefnd voru kjörnir Hálfdan Helgason og Jón Aðal- steinn Jónsson. F. F. hefur gefið út fyrsta- dagsumslög síðan 1961 og eins sérstök umslög á Degi frí- merkisins frá sama ári. í umslaganefnd voru kosnir Björn Bjarnarson, Sigurður Ágústsson og Sólmundur Jóhannesson. Þá er alkunna, að F. F. hefur um mörg ár haldið frimerkja- uppboð við vaxandi vinsældir safnara. Þeim hefur sérstök uppboðsnefnd stýrt. Í hana voru kjörnir Óskar Jónatans- son, Sigurður Ágústsson, Sig- urður P. Gestsson og Sigurður Pétursson. í svonefnda uppstillingar- nefnd voru kosin þau Ellen Sig- hvatsson og Hermann Pálsson. Þá voru Gestur Hallgrimsson, Guðmundur Ingimundarson og Jón Halldórsson kjörnir sem umsjónarmenn unglingastarfs á vegum F. F. Fjárhagur félagsins er góður og starfsemi traust, eins og fram kom í skýrslu stjórnar- innar. Starfsemi F. F. fer að miklu leyti fram í herbergi þess að Amtmannsstíg 2, en þar hefur það verið til húsa um fjölda ára. Herbergið hefur verið vel sótt af félagsmönnum, en utan- félagsmenn geta einnig leitað þangað, ef þeir þurfa á ein- hverri aðstoð að halda. Segja má, að hið markverð- asta, sem gerðist að þessu sinni á aðalfundi F. F., hafi verið einróma samþykkt fundar- manna um að æskja aðildar að Landssambandi islenzkra frí- merkjasafnara. Hafði þetta mál áður verið reifað i fréttabréfi til félagsmanna, svo að þeim er það vel kunnugt. Eðlilega urðu nokkrar umræður um málið á fundinum, en þær hnigu allar í sömu átt, þ.e. að ekki væri lengur ástæða til að standa utan við Landssambandið, þar sem síðasta þing þess á Akur- eyri sumarið 1976 hefði breytt ákvæðum um tölu þingfulltrúa hvers aðildarfélags og þannig orðið við óskum F. F. í þessu efni. Er ekkert launungarmál, að mjög þröng ákvæði um þetta atriði höfðu verið ásteytingar- steinn um langt árabil. En nú eru sem sagt allar horfur á, að í síðasta þætti var sagt frá því, að borizt hefði fjölritað kver norðan úr Aðaldal. Er það Frímerkjaklúbburinn Askja á Húsavík, sem hefur tekið það saman. Nefnist það Árbók 1977. Birti ég hér mynd af forsiðu árbókarinnar, þar sem hún er skemmtilega sett upp. Eins og sést i „póststimplinum“, er klúbburinn stofnaður 29. apríl 1976, svo að hann er ekki enn orðinn ársgamall. Félagatal er í árbókinni, og eru þeir 20 að tölu, 11 búsettir á Húsavík, en 9 i sveitum þar í kring, flestir i Aðaldal. Fremst í árbókinni eru lög klúbbsins i 13 greinum, en þessu næst stofnskrá L.Í.F., enda er klúbburinn í Lands- sambandinu. Þá er í árbókinni grein um frímerki, sem tengd eru þing- eysku efni. Nefnist hún: Þing- eysk frímerki. Ekki verður séð, hver hefur tekið hana saman, og er slíkt galli. Mér þykir lík- legt, að hún sé eftir formann /VW'iAAA/Vn./ VV' 5 ARBÖH < I $ i < 1 < I RpsX „yA - ! < \l V\/VWWV^ eftir JÓN AÐALSTEIN JONSSON félagsins, Eystein Hallgrims- son, Grímshúsum I Aðaldal. Þessi grein er athyglisverð, þvi að hún sýnir vel, hvernig tengja má frímerki einstökum landshlutum eða sýslum. Vissu- lega má deila um það, hversu langt á að seilast í þessum efn- um. Fyrst er rætt um alþingeysk frímerki, en hin fyrstu þeirra komu út 1956 í seriunni eða flokknum af fossum og orku- verum. Voru þessi merki með mynd af Goðafossi og Dettifossi og svo Laxárvirkjun, sem þá var fárra ára gömul. Þá kom frímerki með mynd frá Mý- vatni 1966 og svo loks frímerki með mynd af Herðubreið 1972. Þá eigna hinir þingeysku safnarar sér Benedikt Sveins- son sýslumann sinn 1874—1897. Hann barðist fyrir stofnun háskóla á islandi. Fri- merki með mynd hans kom út 1961, er Háskóli íslands varð fimmtíu ára, og var það að verð- leikum. Hér má samt minna á, að Benedikt var fæddur og upp- alinn í Skaftafellssýslu. Sonur Benedikts, Einar skáld, var uppalinn á Héðinshöfða á Tjör- nesi frá 10 ára aldri og dvaldist þar lengstum til þritugs, en vissulega var hann fæddur í Gullbringusýslu. i sambandi við aldarafmæli hans kom út frímerki með mynd hans 1965. Þrátt fyrir þessar ábendingar mínar finnst mér afstaða Þing- eyinganna til þeirra feðga mjög Framhald á bls. 37 Evrópumót íslenzkra hesta haldið í Danmörku 1 ágúst ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjórða Evrópumót fslenzkra hesta verði haldið í sumar f Skiveren á norðvestur Jótlandi og verður mótið haldið dagana 19. til 21. ágúst. Það er Evrópu- samband eigenda islenzkra hesta, sem stendur fyrir mót- inu og er gert ráð fyrir að keppnissveitir komi frá eftir- töldum löndum: Noregi, Dan- mörku, Svfþjóð, V.-Þýzkalandi, Hollandi, Belgfu, Frakklandi, Sviss, Austurrfki og íslandi. Hér á landi hefur Félagi ÍÞRÓTTADEILD Fáks hefur ákveðið að standa fynr opnu kynningamóti á keppnisgrein- um Evrópusambands eigenda íslenzka hestsins en þar á meðal eru keppnisgreinar Evrópumóts islenzka hestsins. Verður mótið haldið í sam- vinnu við Landssamband hesta- mannafélaga og Félag tamningarmanna og verður það haldið dagana 30. apríl og 1. maí og fer fram á félagssvæði Fáks á Víðivöllum. Nýverið hóf íþróttadeild Fáks vetrarstarf sitt með námskeiði, þar sem kynntar voru nýjar keppnisgreinar og þjálfun gangtegunda og var kennari Eyjólfur ísólfsson. Fyrirhugað er að halda síðar í vetur námskeið í hlýðniþjálfun og hindrunarstökki auk skeið- námskeiðs. í samvinnu við L.H. og Félag tamningamanna verður einnig haldið námskeið Hestar eftir TRYGGVA GUNNARSSON tamningarmanna verið falin framkvæmd á sérstöku móti, þar sem íslenzka keppnissveit- in verður valin og fer það úr- tökumót fram á skeiðvelli Fáks í Reykjavík dagana 4. og 5. júní fyrir dómara í keppnisgreinum Evrópusambandsins. Deildakeppni I.D.F. verður um miðjan maí samhliða vor- kappreiðum Fáks og verður þar keppt m.a. I tölti, hindrunar- stökki, fjórgangi og fimmgangi og fram fer hlýðnikeppni. Þá verður kynnt ný keppnisgrein, gæðingaskeið. Á Hvítasunnu- móti Fáks verður töltkeppni, hlýðnikeppni, hindrunar- stökkskeppni og eru þessar greinar opnar öllum hesta- mönnum en deildarkeppni I.D.F. er einungis fyrir félaga í I.D.F. Eins og áður hefur komið fram eru nú starfandi iþrótta- nefndir hjá hestamanna- félögunum Sleipni og Geysi og þá hefur Hestamannafélagið Gustur nýlega kosið Björn Sig- urðsson sem íþróttafulltrúa fyrir félagið. n.k. i íslensku sveitinni verða 7 hestar — 1 vekringur og 6 aðrir hestar. Á úrtökumótinu verður keppt í eftirtöldum greinum: Tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði en vekringurinn verður að fara 250 metra vegalengd á 24,5 sek. eða betri tima. Vekringurinn fari tvo spretti á fyrri degi úrtökumótsins og tvo þann síðari og liggi að minnsta kosti annan sprettinn báða dag- ana. Það nægir þó til þátttöku fari hann einn sprett á 24.5 sek. Vekringar eru undanskyldir þátttöku í öðrum keppnisgrein- um en skeiði. Hinir hestarnir taka þátt i töltkeppni og fjór- gangi eða töltkeppni go fimm- gangskeppni báða keppnisdag- ana. Samanlögð stig úr þessum fjorum umferðum ákveða röðun hestanna og hljóta þeir 6 hestar, sem flest stig fá, sæti í keppnissveitinni. Ef vekringur nær tilskyldum tíma og er þar að auki einn af fyrrnefndum 6 beztu reiðhest- unum, þá bætist annar ypkring- ur eða einn reiðhestur til við- bótar í íslenzku sveitina. Sjö- undi reiðhesturinn bætist einn- ig við, ef enginn vekringur nær tilskyldum tíma. Þá hefur verið ákveðið að stóðhesturinn Hrafn 727 frá Kröggólfsstöðum sem keppti fyrir islands hönd á Evrópumótinu 1975, keppi i tfílti og fimmgangi á stórmóti i Þýzkalandi áður en úrtökumót- ið fer fram og verði keppnis- árangur Hrafns á þessu móti tekinn gildur í stigaútreikningi á úrtökumótinu á íslandi. Segir í tilkynningu um úrtökumótið íþróttadeild Fáks kynnir keppnisgreinar Evrópumótsins ÍSLENSKAKEPPNISSVEITIN á Evrópumótinu 1975 í Semriach f Austurrfki. Frá vinstri f fremri röð: Albert Jónsson á Ljóska frá Hofstöðum, Ragnheiður Sigurgrfmsdóttir á Gammi frá Hofsstöðum, Reynir Aðalsteinsson á Degi frá Núpum. I aftari röð frá vinstri Aðalsteinn Aðalsteinsson á Hrafni frá Kröggólfsstöðum, Trausti Guðmundsson á Stefni frá Hreðavatni, Sigurfinnur Þorsteinsson á Baldri frá Stokkhólma og Sigurður Sæmundsson á Hvin frá Haugi. að af þeim 8 hestum, sem islendingar hafi þannig til um- ráða á Evrópumótinu ’77 verði stigalægsti hesturinn varahest- ur. Lágmarksaldur þátttöku- hesta er 6 vetra og hámarks- aldur 9 vetra. Knapar sem taka þátt i úrtökumótinu, skuld- binda sig til að keppa fyrir ísland á Evrópumótinu ’77 ef þeir veljast í keppnissveitina. Reynir Aðalsteinsson verður þjálfari keppnissveitarinnar og hefur hann umsjón með þjálfun knapa og hesta eftir úrtökumótið og fram yfir Evrópumótið. Undir stjórn hans taka reiðmenn keppnis- sveitarinnar þátt í þjálfunar- námskeiði frá 20. til 26. júnf og er reiðmönnum í keppnissveit- inni skylt að taka þátt I nám- skeiðinu en mæti þeir ekki til þess, fyrirgera þeir rétti sínum til þátttöku í Evrópumótinu ’77. Nánar upplýsingar um fram- kvæmd úrtökumótsins gefa for- maður Félags tamningamanna, Ragnheiður Sigurgrimsdóttir, Keldnakoti Árnessýslu, og Magnús Yngvason, starfsmaður hjá SÍS, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.