Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
mogtniirlafrifr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
LÁNVEITINGAR
BEINT TIL BÆNDA
Ymsir þættir landbúnaðar-
mála hafa verið mjög til umræðu
undanfarna mánuði, fyrst og fremst
meðal bænda sjálfra. Í flestum lands-
hlutum hafa verið haldnir mjog fjöl-
mennir bændafundir, þar sem fjallað
hefur verið um ýmis hagsmunamál
bænda. Þessar umræður hafa ekki
sfzt snúizt um hið innra skipulag
landbúnaðarins, sölukerfi, lánakerfi
og ýmsa aðra þætti i fjárhagsmálum
bændastéttarinnar. Skömmu fyrir jól
flutti Eyjólfur Konráð Jónsson þings-
ályktunartillögu á Alþingi þess efnis,
að framvegis skyldu viðskiptabankar
greiða rekstrar- og afurðalán land-
búnaðarins beint til bænda. Það seg-
ir sína sögu um hið sérstæða fyrir-
komulag, sem rfkir í málefnum land-
búnaðarins, að sú skipan skuli á höf ð
og hafa rikt lengi, að lán sem bænd-
ur fá sem einstaklingar ganga ekki
til þeirra heldur til viðskiptafyrir-
tækja þeirra!
í fyrradag flutti Eyjólfur Konráð
Jónsson framsöguræðu fyrir tillögu
sinni á Alþingi, og kom þá f Ijós, að
hún hafði vakið umtalsverða athygli
á Alþingi sem annars staðar og lýstu
tveir leiðtogar stjórnarand-
stöðunnar, þeir Lúðvík Jósepsson og
Gylfi Þ. Gíslason, persónulegum
stuðningi sínum við þessa tillögu.
Eyjólfur Konjáð Jónsson skýrði m.a.
frá því, að um síðustu áramót hefðu
heildarlánveitingar Seðlabankans til
landbúnaðarins numið tæpum 6
milljörðum króna og sfðan væri við-
skiptabönkunum ætlað að lána 30%
til viðbótar. Rekstrarlánin, sem
sauðfjárbændur fá, námu á sfðasta
ári um 600 millj. kr. Siðan sagði
þingmaðurinn: „í umræðunum um
landbúnaðarmálin hefur talsverðrar
tortryggni gætt í garð verzlunarfyrir-
tækja á sviði landbúnaðarins, en sá
háttur er á hafður, að bæði rekstrar-
og afurðalán ganga yfirleitt f gegn-
um verzlunarfyrirtæki og slátur-
leyfishafa en ekki beint til bænd-
anna, sem eru þó þeir sem f raun
eiga að njóta lánanna. Ýmsar undan-
tekningar eru þó frá þessu eins og
nánar verður vikið að síðar."
í framhaldi af þessu komst Eyjólf-
ur Konráð Jónsson svo að orði f
ræðu sinni á Alþingi f fyrradag: „Að
því er rekstrarlánin varðar sérstak-
lega þá fæ ég ekki séð, að neinir
annmarkar þurfi að vera á þvf að
viðskiptabankar greiði þau beint til
bændanna. Því er að vfsu haldið
fram, að ekki sé trygging fyrir þvf, að
rekstrarlánin verði endurgreidd á
haustdögum, nema þau gangi í gegn-
um sláturleyfishafa. En auðvitað
hefur bankakerfið alveg f hendi sér
að setja þær reglur, sem nægilegt
hald er í varðandi tryggingar og við-
skipti við þá sem slátrun annast, ef
vilji er fyrir hendi hjá þeim, sem
bönkunum stjórna. Og ef þeir telja
sig þurfa á einhverri löggjöf að halda
þá ætti að verða greitt um afgreiðslu
hennar, ef pólitískur vilji er fyrir
þeirri stefnu í lánamálum land-
búnaðarins, sem þingsályktunartil-
lagan boðar. Sannleikurinn er líka
sá, að sum afurðasolufyrirtæki
greiða lánin beint til bænda í gegn-
um banka. Þannig er því t.d varið
um fyrirtækin Búrfell, sem rekur
sláturhús á Minni Borg og afurðar
sölu Friðriks Friðrikssonar í Þykkva-
bæ. Þar er um hrein peningaviðskipti
að ræða. Slátursamlag Skagfirðinga
hefur alla tíð látið banka annast
greiðslur beint til bænda og hefur
bankastjóri Búnaðarbankans á Sauð
árkróki tjáð mér, að engin vand-
kvæði séu á framkvæmdinni. Slátur-
félag Suðurlands greiðir bændum
einnig inn á bankareikninga, þó að
stundum sé fé haldið eftir með sam-
þykkt aðalfundar og þvf þá varið til
einhverra framkvæmda. Þegar mál
þetta er skoðað niður f kjölinn kemur
þvi f Ijós, að enga nauðsyn ber til að
greiða fjármuni bænda fyrst til af-
urðasölufyrirtækja og þvf síður verzl-
unarfyrirtækjanna, sem e.t.v. halda
peningum lengur eða skemur í
rekstri sinum."
Þá vísaði flutningsmaður tillög
unnar i lagaákvæði um greiðslu
verkkaups í peningum og sagði:
„Rekstrar og afurðalánin til bænda
má að vissu leyti Ifta á sem hluta af
kjörum þeirra, þvi kaupi sem þeim er
með lögum skammtað. Sýnist mér
það vera i algjörri andstöðu við anda
nefnds lagaboðs, að þeir skuli ekki
fá fé þetta í hendur til frjálsrar ráð-
stöfunar að einhverjum hluta a.m.k.
heldur verði þeir að sækja það til
einhverra verzlunaraðila, stundum
nánast sem bónbjargarmenn. Ég
held það hlyti að vera bæði bænda-
stéttinni og verzlunaraðilum fyrir
beztu að finna á þessum málum nýtt
og heilbrigðara skipulag. Frjáls pen-
ingaverzlun er auðvitað hið eina heil-
brigða en ekki að velta milljörðunum
á milljarða ofan í gegnum verzlunar-
fyrirtæki."
í lok ræðu sinnar á Alþingi i fyrra
dag um þetta athyglisverða mál
varpaði Eyjólfur Konráð Jónsson
fram annarri hugmynd, sem áreiðan-
lega er einnig þess virði, að hún
verði tekin til gaumgæfilegrar athug-
unar, sem sé að niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörur verði greiddar
beint til bænda. Um þessa hugmynd
sagði þingmaðurinn: „Sumir halda
því fram, að niðurgreiðslurnar séu
ákveðnar vegna bændastéttarinnar.
Sönnu nær er þó, að þær séu hag-
stjórnartæki, til þeirra sé gripið i
glimunni við verðbólguna. En hvað
sem því liður, þá virðist alveg
ástæðulaust og raunar líka alveg
óeðlilegt að velta miklum fjár-
munum, sem frá skattborgurunum
koma, í gegnum verzlunarfyrirtæki.
Úr þvi að rfkisvaldið ákveður að
greiða vöruverðið niður á greiðslan
að renna til eiganda vörunnar,
þ.e.a.s. bænda. Það á sjálfsagt við
hér eins og um rekstrar- og afurða-
lánin, að einhverjir munu halda þvi
fram, að ekki sé unnt að koma þessu
fé beint til framleiðenda land-
búnaðarvaranna, en það er líka fyrir-
sláttur. Sjálfsagt kostar það i byrjun
einhverja fyrirhöfn að breyta niður-
greiðslukerfinu, en flestir eða allir
eru einmitt sammála um að breyt-
inga sé þörf i landbúnaði ekki sizt að
þvi er fjármögnun og peningamál
almennt varðar."
Full ástæða er til, að þessar tillög
ur og hugmyndir Eyjólfs Konráðs
Jónssonar hljóti rækilega skoðun i
þingnefnd og verði teknar til mál-
efnalegrar umræðu af hálfu bænda
og samtaka þeirra. Þær lánveitingar,
sem hér er um að ræða eru auðvitað
fyrst og fremst ætlaðar bændum
sjálfum og það eru úreltir viðskipta
hættir að þessi lán gangi til annarra
en lántakenda sjálfra, að þeir hafi
ekki forræði I sinum eigin fjárhags-
málum. Vafalaust mundi það breyta
mörgu fyrir bændur, ef þessi háttur
yrði upp tekinn Hið sama á einnig
við um niðurgreiðslurnar. Það er
sjálfsagt mun skynsamlegra að
greiða vöruverðið niður beint til
bænda heldur en hafa þann háttinn
á, sem nú tiðkast. Jafnvel kynni svo
að fara, að það gæti sparað umtals-
verða fjármuni. Nái þessar tillögur
og hugmyndir fram að ganga mundu
þær þýða mikla breytingu i málefn-
um bændastéttarinnar. En ekki
verður annað séð en að sú breyting
yrði til góðs eins. Eins og nú standa
sakir eru bændur bundnir á klafa
þess kerfis, sem byggt hefur verið
upp i kringum sölu á afurðum þeirra.
Tillaga Eyjólfs Konráðs miðar að þvi,
að bændur sem einstaklingar verði
óháðari kerfinu og er sem slik merki-
legt innlegg í umræður um stöðu
einstaklingsins gagnvart kerfinu.
Ný bók um öryggi á Norð
Hernað
artækni
útfærsk
1200mil
ur og „þ
NEW STRATEGIC
FACTORSIN THE
NORTH ATLANTIC
Ecfited by Chnstoph Bertram and Johan J. Holst
WC Sa>no» ant Wlrak^y hwt Ud
1 BÓKINNI „New Strategic
Factors in the North-Atlantic“
(Ný hernaðarleg viðhorf á
Norður-Atlantshafi), sem nýiega
kom út hjá Universitetsforlaget
í Oslð og IPC Science and
Technology Press Ltd. f Guild-
ford, er eins og titillinn bendir
til, f jallað um breytt herfræðileg
viðhorf f þessum heimshluta sér-
staklega. Byggist bókin á ráð-
stefnu, sem haldin var hér á landi
haustið 1975.
Björn Bjarnason, lögfræðingur
er meðal höfunda bókarinnar, og
sneri Morgunblaðið sér til hans
og spurði hann um bókina og f
hverju hin nýju viðhorf fælust
einkum:
— Tilgangurinn með ráðstefn-
unni eins og kemur fram f bók-
inni, var að draga fram bæði her-
fræðileg, landfræðileg, efnahags-
leg og pólitfsk viðhorf, sem móta
hernaðarlega þætti á þessu svæði,
sem verður æ mikilvægara og við-
kvæmara f þessu tilliti. Leitað var
til sérfróðra aðila beggja vegna
Atlantshafs. Rætt var um nýja
hernaðartækni, áhrif útfærslu
fiskveiði- og efnahagslögsögu f
200 mílur, og f þvf sambandi um
„þorskastrfð", olfuvinnslu og
stöðu Svalbarða, svo að eitthvað
sé nefnt af þvf, sem fjallað er um
f 13 köflum bókarinnar. Allt þetta
stuðlar að breyttum hernaðarleg-
um viðhorfum.
— Hvað um breytta hernaðar-
tækni?
— Mikilvægt atriði f þessu
sambandi er, að á sfðari árum
hafa Sovétmenn hafið fram-
leiðslu nýrra risakafbáta — svo-
nefndra Delta-kafbáta — sem
bera langdrægar kjarnorkueld-
flaugar. Til samanburðar má geta
þess, að þessar eldflaugar draga
allt að 4200 sjómflur, en eldri
sovéskar kafbátaeldflaugar draga
1300—1600 mflur. Tilkoma þess-
ara nýju vopna þýðir til dæmis
það, að nú geta Sovétmenn hæft
skotmörk í Bandarfkjunum,
Evrópu og Kfna, frá kafbátum,
sem staddir eru f Barentshafi,
sagði Björn Bjarnason.
—Talið er að Sovétmenn hafi
þegar á að skipa 17 Delta-
kafbátum, en f þessu sambandi er
þess að gæta, að það mun lftt
fýsilegt fyrir þá að hafa þá alla
eða flesta á sama stað, til dæmis á
Barentshafi eða í nágrenni Kola-
skaga, sem er eins og kunnugt er
mesta vfghreiður veraldar. Slfkt
mundi hafa f för með sér of mikla
hættu á, að hugsanlegur andstæð-
ingur grandaði miklum herafla f
einni sókn á sama stað, og frá þvf
sjónarmiði er raunar fráleitt að
ætla, að þessum stórhættulegu
vopnum verði haldið á afmörkuðu
svæði.
— Ilefur Delta-kafbátanna orð-
ið vart á Atlantshafi?
— Um þetta get ég ekkert full-
yrt, en eins og áður segir, er ólík-
legt, að þeim sé eða verði haldið á
einum stað, og þá er eðlilegt að
ætla, að þeir sæki suður á Atlants-
haf. Eins verður að hafa f huga,
að tilkoma þessara kafbáta breyt-
ir ekki þeirri staðreynd, að
sovéski flotinn verður að sækja
/r
suður á Atlantshaf undan strönd-
um tslands til að sinna þvf megin-
hlutverki sfnu, ef til ófriðar
kæmi, að hindra birgðaflutninga
á sjó milli Norður-Amerfku og
Vestur-Evrópu. Þess vegna er
ljóst, að fyrri umsvif Sovét-
rfkjanna minnka ekki við tilvist
þessara nýju vfgdreka — þeir eru
viðbót eins og sovésku flugvéla-
móðurskipin, en eitt þeirra hefur
sést á Atlantshafi.
— Á þvern hátt er fjallað um
útfærslu fiskveiðilögsögu f 200
mflur og „þorskastrfð" f bókinni?
— Ráðstefnan var haldin i
október 1975, þannig að barátta
okkar fyrir 200 mflunum er ekki
til umf jöllunar f bókinni og eng-
inn sérstakur kafli er helgaður
þessari deilu. Hins vegar er vfða
minnst á fyrri deilur og hugtakið
„þorskastríð“ notað um þá
árekstra, sem geta orðið milli
rfkja við útfærslu lögsögu al-
mennt.
Ég vil sérstaklega láta það
koma fram f þessu sambandi, að
við lslendingarnir, sem tókum
þátt f ráðstefnunni, urðum nokk-
uð undrandi, þegar Robert G.
Weinland, sem flutti fyrirlestur
um sovéska flotann, gat þess, að
hann teldi sovésk herskip hafa
gegnt pólitfsku hlutverki f fisk-
veiðideilu okkar og Breta í maf
1973. Eg sé, að f grein sinni f
bókinni hefur hann fært frekari
rök fyrir þessari fullyrðingu og
birtir m.a. máli sfnu til stuðnings
súlurit af átaka- og sáttatfmabil-
um deilunnar um 50 mflurnar. Ég
ætla að þýða lauslega hluta af
grein hans:
„í hverju felst hin raunveru-
lega ásökun á hendur Sovétmönn-
um? t þrengsta skilningi er hún
fólgin í þvf, að þeir hafi ætlað að
notfæra sér „þorskastrfðið" f
þágu eigin hagsmuna, vfðtækara
markmið þeirra var líklega að
sýna getu sfna til að veita tslandi
stuðning og fæla Breta frá þvf að
færast meira f fang f deilunni;
lokamarkmið þeirra var vafalaust
að kljúfa tsland úr NATO og
Frá ráðstefninni um ný hernaðarleg viðhorf á Norður- Atlantshafi
um haustið 1975. Fyrir enda fundarborðsins sitja frá vinstri: Christ<
Johan Jörgen Holst, Hörður Helgason, John K. Skogan og Robert G. M
Island á næsta útþens