Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Hestamenn! Hestamenn! í byrjun janúar var grár hestur tekinn úr hesthúsum Fáks í Seláshverfi Hestur þessi var í stíu með rauðskjóttum hesti í húsunum nær kaffistofunni. Sennilegt er að hesturinn hafi verið tekinn í misgripum, fyrir gráan hest sem er í óskilum á sama stað. Uppl. Fákur eða sími 31 078. Hef flutt lögfræðiskrifstofu mína að Öldugötu 1 5. Símar 10223 — 25535. Benedikt Sveinsson hrl. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð á eftirtöldum húseignum á Selfossi, áður auglýst i Lögbirtingablaði 26. jan., 2. og 9. febr. s.l., fara fram á eignunum sjálfum föstudaginn 25 marz 1977 til lúkningar sveitargjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði skv. kröfu hrl. Jóns Ólafssonar f.h. Selfosshrepps.. 1 Fossheiði 12, eign Steingríms Viktorssonar, kl. 10.30. 2. Úthagi 1 8, eign Vigsteins Gislasonar, kl. 1 1.00. 3. Engjavegur 5, eign Ásmundar Gunnarssonar, kl. 1 1.30. 4 Tryggvagata 26, efri hæð, eign Axels Magnússonar, kl. 13.30. 5. Laufhagi 16. eign Erlings Rafns Ormssonar, kl. 14.00. 6. Kirkjuvegur 1 9, eign Stefáns Jónssonar, kl. 1 5.00. Sýslumaður Árnessýslu. Bolungarvík Aðalfundur Sjálfstæðisfélagið Þjóðólfur heldur aðalfund sinn á skrifstofu Jóns Friðgeirs Einarssonar, miðvikudaginn 23. marz n.k. kl. 2 1.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, Önnur mál. Stjórnin. Vörður F.U.S. Akureyri Stjórn Varðar F.U.S. heldur opinn stjórnarfund að Kaupvangs- stræti 4 þriðjudaginn 22. mars kl. 20. Anders Hansen formaður Varðar ræðir um starfsemi félagsins i vetur og stjórn félagsins svarar fyrirspurnum um starf þess og uppbyggingu. Ungt fólk á Akureyri er sérstaklega hvatt til að koma og kynna sér starf- semi ungra Sjálfstæðismanna í bæn- um. Stjórnin. Viðtalstímar Þórs FUS í Breiðholti Ragnar Júliusson borgarstjórnarfulltrúi verður með viðtalstima að Seljabraut 54 (Húsnæði Kjöts og fisks) n.k. laugardag 19. marz milli kl. 14 og 1 5:30 Þór F.U.S. Breiðholti. Vestur/andskjördæmi — Vestur/andskjör- dæmi. Ráðstefna Sjálfstæðiskvennafélögin í Vesturlandskjör- dæmi halda ráðstefnu i Hótel Borgarnesi, sunnu- daginn 20. marz n.k. og hefst hún kl. 9.30 f.h. Dagskrá: Kristjana Ágústdóttir setur ráðstefnuna. Framsöguerindi: Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri Klepp- spítala Umræðuefni: Áhrif áfengis og fikniefna á einstaklinginn og fjölskylduna. Ennfremur taka þátt í umræðunum Ingigerður Jónsdóttir fulltrúi áfengisvarnarráðs Borgarness og María Guðmunds- dóttir fulltrúi Barnaverndarnefndar Borgarness. Matarhlé Kl. 1 4. Skattamál. Framsöguerindi: Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Akranesi. Atvinnumál: Sigurrós Sigtryggsdóttir Búðardal. Almennar umræður. Ráðstefna þessi er öllum opin og er fólk úr kjördæminu hvatt til að koma og taka þátt í umræðunum. Sjálfstæðiskvennafélögin í Vesturlandskjördæmi. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Fundur verður haldinn mánudaginn 21. marz n.k. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: Kosning á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins maí 1977. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttalög- maður ræðir jafnréttismál og svarar fyrirspurnum. Frjálsar umræður. Kaffiveitingar. Upplestur. Vorboðakonur mætum vel og stundvíslega Sjálfstæðiskonur í Garðabæ verið velkomnar á fundinn. ísafjörður Sjálfstæðisfélögin ísafirði halda fund um fjárhagsáætlun ísa- fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1977, n.k. þriðjudag 22. marz kl. 21. í Sjálfstæðishúsinu. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnirnar. Hvöt félag sjálfstæðiskvenna heldur almennan félagsfund í Valhöll, Bolholti 7 mánudaginn 21. marz kl. 8.30. Fundarefni: borgarmál: 1 Hvernig búum við í eldri og yngri hverfum Reykjavíkur, Elin Pálmadóttir, borgarfulltrúi. 2. Heilsugæslustöðvar og læknaþjónusta í Reykjavík: Margrét Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi. 3. Málefni aldraðra Sigríður Ásgeirsdóttir, varaborgarfulltrúi. 4. Reykjavik þjónustumiðstöð lands- manna og borgarleikhús Bessí Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi. Fundarstjóri Jónína Þorfinnsdóttir, for- maður Hvatar. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. Rafn Benedikts- son formaður Sjálfsbjargar NVLEGA hélt Sjálfsbjörg, féiag fatlaðra f Reykjavfk, aðalfund f félagsheimili sfnu að Hátúni 12. Félagsstarfið hefur verið svipað og undanfarin ár. Spilavist, opið hús, föndur og basarvinna, skemmtikvöld og árshátfð og námskeið f matreiðslu. 1 júnf var farin f jölmenn 3ja daga skemmti- ferð austur að Skaftafelli f Öræf- um. Einnig voru heimsóknir milli Sjálfsbjargarfélaganna á Akra- nesi og Reykjavfk. Aðaltekjulind félagsins er hinn árlegi basar, sem haldinn er í byrjun desember ár hvert. Einnig hefur félagið tekjur af sölu minn- ingarkorta og merkjasölu. Á ár- inu bárust félaginu tvö 5 þúsund króna áheit. Níunda þing fatlaðra á Norður- löndum var haldið í fyrsta sinn hér á landi dagana 8.—13. júní s.l. og sátu það 10 fulltrúar frá félag- inu. Ennig sátu 22 fulltrúar félagsins þing samtakanna, sem haldið var f Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12, dagana 8.—10. októ- ber s.l. segir í fréttatilkynningu. Stjórn félagsins skipa nú: Rafn Benediktsson, formaður, Sigurður Guðmundsson, varafor- maður, Vilborg Tryggvadóttir, rit- ari, Ragnar Sigurðsson, gjaldkeri, Guðríður Ólafsdóttir, vararitari. Sigurður Guðmundsson, sem undanfarin 15 ár hefur verið for- maður félagsins, baðst nú undan endurkjöri sem formaður. Einnig báðust Árni Sveinsson, gjaldkeri, og Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir, vararitari, undan endurkjöri. — Mengunar- varnir Fnamhald af bls. 2 til eftirlits með mengunarmálum á vinnustöðum þótt ljóst sé að stofnunin þurfi hið fyrsta að fá meira starfslið og fjármagn eigi að vera hægt að halda uppi skipu- legu og raunhæfu eftirliti með hinum mörgu málaflokkum er undir stofnunina heyra. — Jarðstöðin Framhald af bls. 3 íslands og stjórn Mikla norræna ritsímafélagsins. Tekjum verður skipt þannig, að Mikla norræna mun hafa eðlilega nýtingu sæstengjanna til 1985 og getur afskrifað á eðlilegum tíma framlag sitt til stöðvarinnar. Hins vegar er tekjuhluti félagsins bundinn við ákveðið mark og það sem ofan við það mark er, rennur óskipt til íslands. Eignaraðild félagsins er miðuð við afskriftar- tíma stöðvarinnar eða til ársloka 1991 og verður stöðin þá að fullu eign íslands án nokkurra greiðslu til félagsins. Eftir 1985 hefur rikisstjórnin hins vegar inn- lausnarrétt á hluta félagsins í jarðstöðinni. Eftir þann tíma er ákvörðun um gjaldskrár algjör- lega í höndum íslendinga. Sjónvarps- og dagskrárrásir verða að öllu leyti á vegum Islands og gefst sjónvarpinu þvi kostur á að fá fréttamyndir frá útlöndum samdægurs. Við opnun stöðvarinnar er gert ráð fyrir að teknar verði f notkun 24 talrásir til Evrópu, en áætlað er að heildarrásafjöldinn verði kominn upp í 148 árið 1986. Þegar jarð- stöðin tekur til starfa fjölgar lfn um til útlanda og verður þá tekin upp alsjálfvirk sfmaafgreiðsla. Óvíst er að símataxtar tii útlanda verði lækkaðir meðan línur um jarðstöðina eru fáar. Ekki hefur jarðstöðinni endan- lega verið vafinn staður, en trú- legt er að hún verði einhvers stað- ar f nágrenni Reykjavikur. Þarf staðurinn þar sem stöðin verður sett niður að hafa ýmsa eiginleika til að bera. T.d. þarf að vera frítt í hásuður, þar sem geislinn kemur inn undir 17 gráðu horni. Við uppsetningu þessarar jarðstöðvar komast Islendingar ekki um leið inn á sjónvarpskerfi Norðurland- anna, en hins vegar er hægt að panta í gegnum INTELSAT efni vfðs vegar að úr heiminum. Þykja gervihnattafjarskipti sérstaklega örugg á vegum Intelsat. — Skattskyldar tekjur Framhald af bls. 8 kaupir íbuð fyrirlO milljónir og er laus við gróðann af húsinu. A. selur íbúðina aftur, segjum eftir viku, á 10 milljónir. Enginn skattur. Dæminu er þar með lokið. 5 milljónir skatt- frjálsar. Ég myndi í sporum A byrja að byggja aftur. Ég vona að augljóst sé af þessu að 16. gr. frumvarpsins um söluhagnað af íbúðarhús- næði sé ótæk og verði að breyt- ast. Mér er fullkunnugt um galla á núverandi endurkaups- reglu, en hún ber þó sem gull og eiri af þeirri nýju. Annað atriði, sem ég fæ ekki skilið i 16. greininni er hvers vegna reglan var ekki búndin við eina íbúð, þá sem búið er í. Af hverju? Getur verið að hug- myndir höfunda frumvarpsins um almúgamanninn f þjóð- félaginu séu svona brenglaðar? Eða er endurkaupsreglan handa einhverjum öðrum? Aður en ég lýk þessu um skattskyldar tekjur er mér skyld að benda á eina hlið, sem alltof oft gleymist. Gæti ekki hugsast að framkvæmd allra þessara frestana og heimilda I skattalegri meðferð söluhagn- aðar verði þung í vöfum? Nauð- synlegt verður að fylgjast nákvæmlega með frestunum skattlagningar mörg ár eftir að sala fer fram. Hér kemur því enn önnur „einföldun" handa skattstofum. Mal er að linni. Það sem f upphafi er góður ásetningur, eins og t.d. breytt meðferð á sölu fyrnanlegs lausafjár, verður að óskapnaði, þegar upp er staðið, eða hvað?. B.G. — Messur Framhald af bls. 7 FRÍKIRKJAN Hafnarfirði. Messan fellur niður vegna ferðalags Sunnudagaskólans. Séra Magnús Guðjónsson. GRINDAVlKURKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA Messa kl. 2 síód. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Almenn Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. — Heimilin ráðstafa Framhald af bls. 22 fast eftir. Þjóðfélag okkar er þeirrar stærðar að serinilega gætu engir breytt þessu jafn- vel og einmitt íslendingar. Það hefur margt áunnizt í starfi samtakanna á liðnum árum, t.d. verðmerkingar, flokkun og gæðamat smjörs og osta, pökkun á mat- vörum, t.d. kartöflum og gæðamat. En það er ekki þar með sagt að þessi mál séu öll komin á það stig sem skyldi, en að þvf er unnið. Það má t.d. nefna að í Sviþjóð voru það neytendasamtök, sem fengu fellt niður lokunargjald af síma og það eru mörg verkefni framundan hjá okk- ur og við þurfum að fá fjöl- miðla í lið með okkur varð- andi upplýsingar til almenn- ings, sagði Reynir Ármanns- son að lokum. — Minning Eiríkur Framhald a( bls. 31 manna hópi, eða þegar tveir voru á tali, að gefa manni sýn inn 1 horfna tíð, mundi orðrétt samtöl og lýsti liðnum atburðum og látn- um mönnum svo þeir urðu ljósir og lifandi. Þegar litið er til baka yfir lífsferil Eiríks Skúlasonar mætti margt segja fleira, þótt þetta verði látið nægja að sinni. Þeir, sem kynntust Eiríki Skúlasyni nokkuð að ráði, fundu, að hann var dulur maður, sem ógjarnan sagði mönnum hug sinn allan. Hann var geðríkur að eðlis- fari, ákveðinn i skoðunum og enginn veifiskati. Hann var vana- fastur reglumaður, orðheldinn og sýndi góðan þegnskap í þvi aó gera skyldu sina og standa við allar skuldbindingar. Við útför föður Eiríks, Skúla i Mörtungu, sem fram fór í Prests- bakkakirkju fyrir 19 árum, var vitnað til þessara vísuorða Forn- ólfs: Bæði af honum gustur geðs og gerðarþqkki stóð. Þau skulu lika heimfærð til Eiríks Skúlasonar. Með samúðarkveðju til aðstand- enda. G.Br. i rt ::_______:i_.;___■ *t iii mi i iti ti í rtt tt t ttiti ti ti ttti 11 ntt tt ittiM*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.