Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
27
Hljómsveh
Gunn/augs-
sonar
Strandgötu 1 HafnarfirSi
simi 52502.
Matur f ramroiddur
frá kl. 7.
OansaS til kl. 2.
SpariklæBnaBur.
HOT«L >A<iA
SÚLNASALUR
nú er hér á landi í heyrnarmálum,
sérstaklega með tilkomu Heyrnar-
deildar Heilsuverndarstöðvarinn-
ar, sem tók til starfa 1. nóv. 1962,
heyrnarvernd i heilsugæzlu-
stöðvum og stofnun heyrnardeild-
ar í Borgarspítalanum byggist allt
að einhverju leyti á starfi dr.
Bentzens.
Dr. Bentzen hefur verið ráðu-
nautur Sameinuðu þjóðanna og
einnig ráðunautur heilbrigðis-
stjórna i mörgum löndum og
skipulagt heyrnarstöðvar þar, t.d.
i Egyptalandi, Indiandi og
Ástraliu, svo nokkuð sé nefnt.
Kynni hans hér á landi vöktu
vonir og áhuga. Mörgu væri þó
betur komið ef hugmyndir hans
hefðu fallið í frjórri jarðveg.
Sumar mættu andúð og mörg
voru viðbrögðin illskeytt. Ekki lét
hann það á sig fá. Þvi kvaðst hann
vanur úr sínu heimalandi.
fæði and-
vana börn
Nýlegar rannsóknir, sem gerðar
hafa verið á vegum Institut
National de la Santé et de la
Recherche Medicale (INSERM) I
Frakklandi, hafa leitt í ljós, að
tiltölulega litil dagleg bjórneysla
(jafngildi 40 sentilítra af 11%
víni) þungaðra kvenna eykur
mjög líkurnar á þvi að börnin,
sem þær ganga með, fæðist and-
vana eða fyrir tímann. Bjórneysla
virðist, þegar um þetta er að
ræða, hafa meiri áhrif en neysla
léttra vína.
Rannsóknin leiddi í ljós að af
hverjum 1000 börnum, fæddum
af konum, sem ekki neyttu áfeng-
is eða minna magns en að ofan
greinir, fæddust 10 andvana. Ef
konurnar neyttu þessa áfengis-
magns sem vins og bjórs urðu
andvana fædd börn 26 af hverjum
1000 og ef þær neyttu þessa
magns einungis i áfengum bjór
urðu andvana fædd börn 38 af
hverjum 1000 eða allt að fjórum
sinnum fleiri en meðal kvenna er
ekki neyttu áfengis.
Ef bjórneysla kvenna fer yfir
það mark, sem að framan greinir,
kveður hlutfallslega æ meira að
þvi að börn fæðist andvana eða
fyrir tímann. (Frá Áfengis-
varnarráði).
Bjórneyzla
eykur líkur
á að konur
Hljómsveit
Ragnars
Bjarnasonar og
söngkona
Þuriður
Sigurðardóttir
Dansað til kl. 2
Borðapantanir í sima 20221 eftir kl. 4.
Gestum er vinsamlega bent á að áskilinn er réttur til að ráðstafa
fráteknum borðum eftir kl. 20.30.
^a^maa—aaaaaaa^^mamam^maamamaf
Sú gæfa hefur lengi fylgt
tslandi og íslendingum, hversu
margir merkir erlendir menn
hafa fengið ást á landi og þjóð og
viljað vinna okkur allt til heilla.
Hef ég átt því láni að fagna að
kynnast slíkum manni og
fjölskyldu hans. Er þetta yfir-
læknir Heyrnarstöðvar danska
ríkisins í Árósum, dr. med. Ole
Bentzen sem í dag, 19. marz, er
sextugur.
Dr. Bentzen kynntist ástandi i
heyrnarmálum hér á landi árið
1959, eða fyrir tæpum tveim ára-
tugum. Zontaklúbbur Reykja-
víkur hafði veitt aðstoð heyrnar-
og mállausu fólki að aflokinni
skólavist í Málleysingjaskólanum,
en kenningar dr. Bentzens
miðuðu i aðra átt, og hér var
mikið verk að vinna þar sem
engin heyrnarstöð var til hér á
landi. Hvatti hann okkur til þess
að koma hér upp visi að heyrnar-
stöð fyrir yngstu börnin, svo þau
gætu fengið heyrnartæki, sem
gerði þeim kleift að alast upp í
talandi umhverfi, innan um heil-
brigð börn, sem segja mætti að
væru lærifeðurnir. Bauð dr.
Bentzen okkur aðstoð sina þá
þegar og hefur æ siðan stutt
hverja framfaraviðleitni hér á
landi af ráðum og dáð.
1 upphafi var aðstoð dr.
Bentzens fólgin í því að hann
valdi ýmis nauðsynleg tæki, sem
ZR keypti hingað til lands. Síðan
hóf hann að skipuleggja nám
fólks á ýmsum sviðum heyrnar-
mála og útvega skólavist fyrir það
í Danmörku. Ekki síst hefur hann
haldið hér fyrirlestra fyrir fjöl-
marga, almenning og sér-
fræðinga, lækna,' fóstrur, barna-
verndarfólk og aðra.
Segja má að það skipulag sem
Undanfarið höfum við i æ
ríkara mæli gert okkur grein
fyrir málefnum fjölfatlaðra. Mér
er nær að halda að það hafi verið
dr. Bentzen sem vakti máls á
þessu fyrstur hér á landi í fyrir-
lestri sem hann hélt i háskólanum
á vegum Zontaklúbbsins og
Barnaverndarfélags Reykjavikur.
Sumt hefur komist í framkvæmd
af þvi, annað ekki. Þess er ekki
kostur að rifja upp þann sjó
þekkingar, sem dr. Bentzen hefur
borið fram hér á landi á sviði
heilbrigðismála.
Dr. Bentzen varð ráðunautur
klúbbsins og hollvinur, styrkti
hann í starfi og vísaði honum
leiðina, ekki sist eins og áður
segir að afla styrkþegum
klúbbsins þekkingar og leggja á
ráðin með þjálfun þeirra. Á þessu
afbragðsfólki byggjast m.a.
heyrnarmál landsins í dag.
Zontaklúbbur Reykjavíkur vill
á þessum tímamótum í lifi dr.
Bentzens færa honum þakkir
fyrir allt hans óeigingjarna starf
hér á landi, og óska honum og
fjölskyldu hans heilla um alla
framtið.
Friede Briem.
opm
í KVÖLD
AlGIASIMiA-
SÍMINN F.R:
22480
Dr. Ole Bentzen
yfirlæknir 60 ára
KR0SSINN
Niarðvík
Unglingadansleikur
16 ára og eldri
Hljómsveitin Experement
sér um fjörið frá 9—2
Miðaverð aðeins 300 kr. Munið nafnskirteinin
Haukar í fyrsta skipti í ár í Hellubíói
Sætaferðir frá B.S.Í, Þorlákshöfn og Laugavatni,
Hveragerði
J
Sunnuhátíð
Gxísk veizla
w
Fegurðarsamkeppni isiands
SÚLNASAL
HÓTEL SÖGU
sunnudagskvöld
20. marz.
DAGSKRÁ:
1. Grisk veizla. ESCALOPE DE TORC, FUME
A La Dijeonnais. Athugið matarverð að-
eins 1850 kr.
2. Ferðakynning
3. Litkvikmyndasýning frá Grikklandi og
byggðum V-íslendinga í Kanada.
4. Halli og Laddi (hinir frábæru).
5. Tizkusýning. Karon-samtökin sýna nýjustu
tízkuna, þ.á m. baðfatatízkuna.
6. Fegurðarsamkeppni íslands. Kynnir: Þær
fegurðardrottningar sem keppa munu sem
fulltrúar íslands á alþjóðlegum fegurðarsam-
keppnum erlendis um titlana Miss Inter-
national 1977, Miss Young International
1 977,, Miss Europe 1 977
7. Halli og Laddi skemmta aftur
8. Stór-ferðabingó. 3 glæsilegar sólarlanda-
ferðir í vinning.
9. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og
Þuriður leika fyrir dansi af þjóðkunnri snilld
m a. grísk danslög
Aðgangur ókeypis, aðeins rúilugjald.
Munið að panta borð tímanlega hjá yfir-
þjóni isíma 20221.
Njótid ódýrrar og góórar skemmtunar.
Munið alltaf fullt hjá Sunnu
í SÓLSKINSSKAPI NED SUNNU
FERÐASKRIFSTOFAN SPNNA