Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.03.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 31 gott mér til handa. Auk mín ólu þau upp tvö hálfsystkini Sigur- linu, þau Sigríði og Vilhjálm sem hér að framan er getið. Þá ber og að geta þess að mörg önnur börn og unglingar nutu hennar umsjár um lengri eða skemmri tima, allt upp í nokkur ár sum hver. Gestrisni Tunguheimilsins var viðbrugðið á búskaparárum þeirra hjóna, enda gestanauð mikil og naut þar margur ferðamaður góðs beina. Um helg- ar á sumrum kom það oftsinnis fyrir að hvert sæti og rúm var þéttskipað næturgestum og reyndi þá oft á húsmóðurina og ósjaldan mun það hafa komið fyrir undir slíkum kringum- stæðum að svefn og hvíld hennar var með minna móti, þar sem gestrisnin sat og ávallt í fyrir- rúmi, en skeytti því minna um eigin velferð. Á mælikvarða þess tíma er þau bjuggu í Tungu var rekinn þar stórbúskapur, það var fyrir þá tíð, sem vélaöldin hóf innreið sina við landbúnaðarstörf hér á landi. Það fór því ekki hjá þvi að margar og vinnufúsar hendur þurfti til heyöflunar og annarra bústarfa enda voru milli tuttugu og þrjátíu manns i heimili þegar flest var, það má því nærri geta hvort ekki hafi reynt á hús- móðurina við lausn ýmissa verk- efna, kom henni þvi vel og öðrum einnig að hún hafði góða stjórnunarhæfileika til að bera. Á þeim árum sem hér hefur verið rætt um var ungmenna- félagshreyfingin virkt afl víða á landinu og mótaðist margur æskumaðurinn af henni. Það var því mikilsvirði, að til forustu veldist hið mætasta fólk. Það með öðru sýnir og segir sína sögu hvert traust sveitungarnir báru til Sigurlinu er þeir kusu hana sem formann sinn í Ungmenna- félaginu, það mun þá sennilega hafa verið sjaldgæft á þeim tima að konur væru kosnar til forustu í félagasamtökum, og ekki efast ég um að hún hefur skilað sinu hlut- verki þar sem annars staðar með sóma, því mannkostir hennar voru sá fjársjóður sem mölur og ryð fá ekki grandað. Jón og Sigurlína voru í forustu á ýmsum sviðum fyrir sveit sina, hann i opinberri þjónustu, m.a. i sýslunefnd um áraraðir, oddviti og hreppstjóri ásamt öðrum störf- um sem voru i þágu sveitarfélag- sins. öllum þessum umsvifum og embættisrekstri Jóns fylgdi meiri ábyrgð og annir hjá Sigurlinu og stóð hún ávallt við hlið hans i bliðu og stríðu. Eins og áður hefur verið á drepið var hún eigi að siður ætið reiðubúin að færa öðrum fórnir ef kallað var, hvort heldur var að nóttu eða degi án þess að spyrja um greiðslu, henn- ar laun voru að likna öðrum. Þó vitað sé að eitt sinn skal hver deyja, þá er engum ljóst hvenær hans leiðarlok eru. Sár söknuður verður því ávallt hjá aðstandendum er ástvinur er burt kallaður án tillits til hvort aldur er hár og heilsa brostin. En hugg- un er það harmi gegn að eiga ljúfar minningar frá samveru- stundunum. Að leiðarlokum sendi ég kveðju mína með bestu þökk fyrir það liðna, og hver veit nema fóstra mín taki á móti mér i annað sinn og veiti mér aðstoð þegar að minum vistaskiptum kemur. Og i trú og vissu um að hún hafi feng- ið góða heimkomu bið ég henni Guðs blessunar. Hennar fostursonur Guðmundur Jóhannsson. Eiríkur Skúlason Möríungu -Minning F. 1902 D 1977 Austur á Prestsbakka á Síðu fer fram jarðarför í dag. Þar verður lagður til hinztu hvílu í hinum helga reit Bákkavallar einn af sonum Siðunnar, sem oft var með hugann þar heima, þótt langdvöl- um væri hann annars staðar síðari hluta ævi sinnar. Eirikur Skúlason var fæddur í Mörtungu á Siðu, bænum við rætur Kaldbaks, 5. nóvember 1902. Var þvi tæplega hálf- áttræður er hann andaðist eftir þungbær veikindi í Landspítalan- um 10. þ. mán. Foreldrar hans voru Skúli Jónsson, Vigfússonar frá Blesahrauni, og Rannveig Eiríksdóttir Bjarnasonar i Mörtungu. Þau Rannveig og Skúli hófu búskap aldamótaárið og bjuggu í Mörtungu meira en hálfa öld, eignuðust 8 börn. Elztur var Eiríkur, sem hér verður minnzt. Hin eru, talin eftir aldri: Jón bóndi i Þykkvabæ í Landbroti, Þórunn húsfreyja á Fossi á Síðu, Steingrímur og Oddur bændur í Mörtungu, Ragna húsfreyja Kópa- vogi, Sigríður og Sigurður búsett hér í borg. Framundir þrítugsaldur átti Eiríkur heima hjá foreldrum sín- um í Mörtungu, en fór til vers í Vestmannaeyjum, við vinnu i Vík á haustin og þótti alls staðar góður verkmaður og naut trausts þeirra, sem hann vann með, bæði samstarfsmanna og yfirmanna. Árið 1930 kvæntist hann fyrri konu sinni, Hildigunni Magnús- dóttur frá Kambhóli á Árskógs- strönd. Þau bjuggu fyrst 2 ár á Prestsbakka á Síðu, en árið 1934 keypti Eirikur hálfa jörðina Þykkvabæ I Landbroti (suður- bæinn), þar sem þau bjuggu í áratug. Þau eignuðust tvær dætur: Rannveigu, sem gift er Einari Bárðarsyni húsasmiða- meistara á Kirkjubæjarklaustri, og Arnþrúði Þórönnu húsfreyju hér i borg. Maður hennar er Erlingur Ólafsson afgreiðslu- maður. Árið 1944 slitu þau Eirikur og Hildigunnur samvistum. Seldi þá Eiríkur jörð sina og var næstu árin á Krikjubæjarklaustri, en bóndiá Hunkabökkum var hann i 2 ár. Þá fluttist hann vestur í Rangárvallasýslu. Þar keypti hann jörðina Ásmundarstaði í Holtum og fór að búa þar með seinni konu sinni, Helgu Friðbjörnsdóttur frá Eystri- Loftsstöðum, sem hann giftist árið 1958. Þau Helga eignuðust eina dóttur, Svölu, sem á heima i Reykjavik. Síðan bjuggu þau tvö ár á Minni-Borg i Grimsnesi. Þaðan lá leiðin hiiígað til Reykjavikur árið 1962. Þá tók Eiríkur við störfum hjá Loftleiðum h.f. og hélt þeirri stöðu meðan heilsa entist honum. Hin síðustu misseri átti hann að striða við vanheilsu — oft sár- þjáður — sem hann bar með hugró og karlmennsku. Eiríkur Skúlason var vel greindur maður eins og hann átti ættir til. Hann hafði ríka athyglis- gáfu og gerði sér góða grein fyrir því sem fram fór í kringum hann, lærði af reynslunni og lét sér hana að kenningu verða. Hann var mikill búhyggjumaður, hafði gott vit á skepnum svo að þær gáfu arð, og mikla ánægju hafði hann af allri umgengni við sauðfé, ekki sizt smala- mennskunni á Síðuheiðum og afréttum vor og haust. Á þeim slóðum var hann flestum kunnugri. I þvi riki átti hann ótví- ræðan þegnrétt. Eiríkur Skúlason var maður hins alþýðlega fróðleiks. Hann hafði trútt minni, talaði gott mál, sagði vel frá og naut þess í fárra Framhald á bls. 26 Ú tf lutningsleyfi fyrir mjöl og lýsi í f ebrúar og marz 1 nýútkomnu dreifibréfi Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda er birt yfirlit yfir sölur á mjöli og lýsi i febrúar og marz. Fer það hér á eftir ásamt texta tilkynningar verðlagsráðs sjávarútvegsins um lágmarksverð á loðnu og loðnuhrognum á loðnuvertíð í vetur. Þess er getið að fituprósenta á loðnu við Jökul var sl. laugardag komin niður í 5% og loðnan svo átumikil á þessum stað, að ekki var unnt að frysta hana. Yfirlit- yfir ypitt útflutningsleyfi á loðnumjöli í febr. 1977. Dbrs. Vörulýsing Magn Verð Land 3.3.'77 Loðnumjöl 15.2.'77 90/100 tonn $ 7.25 p.p.e. pr. 1000 kg. gr. 68% -1% CIF Ðretland 3.3.'77 " 15,2'77 350 " $ 7.15 p.p.e. pr. 1000 kg gr. 68% -1% CIF 4.3.'77 " 1.4.'77 500 " $ 9.55 p.p.e. pr. ÍOOO kg gr. 68% -1% C+F Pólland 10.3.'77 1.4.'77 1000 " 5 7.00 p.p.e. pr. 1000 kg gr. 68% -1% C -:? A-Þý^kaland 10.2.'77 ‘1.4.'77 500 " $ 6.95 p.p.e. pr. 1000 kg gr. 6C% -1% C+F Pólland 11.2.'77 " 1.4. '77 300 " $ 6.50 p.p.e. pr. ÍOOO kg gr. 68% -1% CIF Bretland 14.2.'77 " 1.3.'77 1700 " $ 7.25 p.p.e. pr. 1000 kg er. 68% -1% CIF " 18.3.'77 " 1.3.'77 eo " $ 7.15 p.p.e. greitt í F5% -1% CIF " 22.2.'77 15.3.'77 700 " $ 7.00 p.p.e. pr. 1000 kr.. C+F A-Þýzkaland 24.2.'77 1.4.'77 750 " $ 6.95 p.p.e. pr. 1000 kg C+F Pólland 25.2.'77 " 1.4.'77 150 " $ 7.2o.p.p.e. pr. ÍOOO kg S*-. 68% -1% CIF Bretland Yf i ”1 t. vfir veitt útflutningslevfi < fts:;r1Bll fehr. 1977. Da*s. Vörulý-- g Gilt til MaRn Verð Land 1.2.'77 Fiskmjöl 15.2.'77 50 tonn $ 7.35 p.p.e. greitt upp 1 66% -1% Bretland >.2. '77 I'orskmjöl 15.2.'77 100 " $ 7.35 p.p.e. gr. £ 65% pr 1000 kg. -1%. CIF " 17.2.'77 Fi s1:jiJÖ1 1.4.'77 150 " $ 7.35 p.p.e. greitt £ 66% -1% CIF % 17.2.'77 Fiskmjöl 1.4.'77 50 " 'j 7.35 p. p. e. greitt £ 66% -1% CIF " 17.2.'77 Fiskmjöl 1.4.'77 50 " $ 7.35 p.p.e. greitt £ 66% -1% CIF " 18.2.'77 Þorskmjöl 1.3.'77 50 " I 7.35 p.p.e. greitt £ 65% -1% CIF " 22.2.'77 Fiskmjöl 15.3.'77 1500 kg. $ 7.00 p.p.e. greitt £ 62% -1% CIF Danmörk 25.2.'77 Þorskmjöl 1.4. '77 400 tonn $ 7.25 p.p.e. greitt 1 65% -1% CIF Bretland 25.2.'77 Þorskmjöl 1.4.'77 100 " $ 7.00 p.p.e. greitt £ 65% -1% CIF " 25.2.'77 Þorskmjöl 1.4.'77 200 " $ 7.05 p.p.e. greitt £ 65% -1% CIF " 28.2.'77 Þorskmjöl 1.5.'77 40 " $ 7.35 p.p.e. greitt £ 65% -1? CIF " Y flr.’.i t. vfí.r •*o?.tt útflutningsleyfi á loðnuH/si f febr. 1977. Dags. Vörulfni"? Gi.l* til M**p:n Verð Land 9..?..'71 Loðnu- og karfalýsi Loðnulýsi 500 tonn 300 " '77 '77 r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF 0 pr. tonn -1% CIF O pr. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. ra/t -1% CIF 0 pr. m/t -1% CIF r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. tonn -1% CIF r. ra/t -1% CIF -r. ra/t -17. CIF -r. tonn -1% CIF -r. m/t -1% CIF -r. ra/T -1% CIF Holland Bretland Holland Bretland R ykjavík, 28. febr. 1977. Dsís. Vörulýsins Gilt til Veitt r.iagn útflutningsleyfi fyrir loðnulýsl Vcrð £ mars 1977 Land ® 3.3.'77 Loðnulýsi 1.5. '77 650 tonn $ 445 pr. topn CIF -1% 3retland * y3.3.'77 " 1.4.'77 250 " $ 445 pr. tonn CIF -1% " 3.3.'77 " 1.4.'77 200 5 445 pr. tonn CIF -1% 10.3.'77 1.5.'77 500 " $ 465 pr. tonn CIF -1% Holland B 10.3.'77 1.5.'77 300 " 3 465 pr. tonn CIF -1% Ðretland i| Veitt útflutningsleyfi á fiskmjöli í i nars 1977. Vörulý-in, Gildir til !»«Kn V- rO 2.3.'77 Fiskojöl 1.5.'77 250 tonn j 7.3o p.p.e. greitt £ 65r CIF -17 Ðretlanci M Veitt útflutnin.isleyfi é loOnurajöli f marj 1977. Virulising Gtlt til ^lagn Verð 9.3.'77 Loðnurajöl 1.6.'77 2000 tonn $ 7.10 p.p.e. greitt £ 687 -i% Portúgal f x Vitað er • u^sölu á 1000 tonnum cif til Júgóslaviu með apríl afhendingu á hliðstaeðu verði og fyrri sölur. Sv. Ben. j Tilkynning frá Verðlags- ráðisjávarútvegsins Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á loðnu og loðnu- hrognum eftirgreind timabil á loðnuvertið 1977: Fersk loðna til frystingar: Frá byrjun loðnuvertiðar til 28. febrúar, hvert kg. kr. 26.00. Verð loðnu til frystingar miðast við það magn, sem fer til frystingar. Vinnslumagn telst innvegin loðna að frádregnu því magni, er vinnslustöðvarn- ar skila i verksmiðjur. Vinnslu- stöðvarnar skulu skila úrgagns- loðnu i verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu. Óheimilt er að dæla framangreindri loðnu úr skipi. Verðið er miðað við loðnuna komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Loðnuhrogn til frystingar: Á loðnuvertið 1977, hvert kg. kr. 70.00. Verðið er miðað við að hrogn- in séu tekin úr skilju við löndun. Verðið miðast við þaðmagn sem fryst er. Fersk loðna til beitu og fryst- ingar, sem beita og fersk loðna til skepnufóðurs: Frá byrjun loðnuvertíðar til 30. apríl, hvert kg. kr. 12.00. Verðið miðast við loðnuna upp til hópa, komna á flutningstæki við hlið veiði- skips. Þá hefur yfirnefnd Verðlags- ráðs Sjávarútvegsins ákveðið að lágmarksverð á úrgangs- loðnu frá fyrstihúsum skuli vera það sama og verð á loðnu til bræðslu samkvæmt til- kynningu Verðlagsráðs sjávar- útvegsins nr. 2/1977 er ákveðið fyrir hvern bátsfarm sam- kvæmt teknum sýnum. Við af- hendingu úrgangsloðnu frá frystihúsum skal gæta þess vandlega, að hráefnið, sem til verksmiðju gengur sé sjó- og vatnsfritt svo sem frekast er kostur og ekki blandað öðru efni en loðnu. Sé um óeðlilegt vatnsmagn — eða magn annars efnis en loðnu — að ræða í innvegnu magni úrgangsloðnu skal vigtunarmaður geta þess á vigtarnótu og mæla til frádráttar vegnu magni allt að 15%. Mat þetta gildir, sem afhent magn. Rísi ágreiningur um þetta mat skal kveðja til matsmann frá Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða og gildir úrskurður hans. Gildistimi er hinn sami og á verði loðnu til bræðslu sam- kvæmt tilkynningu nr. 2/1977. Reykjavfk, 14. febrúar 1977. Verðlagsráð sjávarútvegsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.