Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
MOBöUN
BAff/nu
C>rt'
I S=j.
rsíl ‘ 1
Það nálgast mannvonzku að þú
skulir alltaf vera að minna mig
á giftingardaginn okkar!
Á sfðasta ársfundi, er ég gaf
skýrslu mfna, sagði ég ykkur að
við værum aðeins skref frá þvl
að sökkva 1 skuldafenið. — Mér
er það þvf mikil ánægja að
segja ykkur að 1 dag höfum við
náð skrefi lengra!
Ilælaháir skór, herra minn, eru
á næstu hæð!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þekktasti bridgemeistari fyrr
og sfðar er eflaust Ely Culbert-
son. Ilann og eiginkona hans.
Josephine, áttu mikinn þátt f út-
breiðslu bridgesins á árunum um
og fyrir 1940.
Spilið f dag er frá blómaskeiði
þeirra en hann var í norður og
frúin f suður.
Norður var gjafari, norður og
suður á hættu.
Norður
S. ÁD86
H. A4
T. DG3
L. G1084
Vestur
S. G54
H. G108
T. 1087654
L. 3
Austur
S. 1093
H. K9652
T. K9
L. D72.
COSPER 73,5^
Þessi kolafarmur hlýtur að eiga að fara eitthvað
annað við erum með hitaveitu hér.
Bjórkrárnar
Stefán Björnsson, Borgar-
holtsbraut 44, skrifar eftirfarandi
um bjórkrárnar:
„í grein, sem birtist í Morgun-
blaðinu eftir Sveinbjörn Jónsson
3. marz s.l., segir svo m.a. um
bjórkrár Breta:
„Kráin er ekki aðeins sóðaleg.
Hún er víti, sem dregur menn til
sín og gerir þá að aumingjum,
andlegum og likamlegum".
Þessu likur er áróður hinna
ýmsu andstæðinga bjórfrum-
varpsins. Þeir sjást ekki fyrir í
málflutningi sínum og beita jafn-
an blekkingum. Enginn mun þó
neita því að til séu miður þokka-
legar bjór- og vínstofur i mörgum
hafnarhverfum Bretlands og
raunar víðs vegar um allan heim.
En það raskar þó ekki þeirri stað-
reynd að í yfirgnæfandi meiri-
hluta um allt Bretland eru mjög
svo þokkalegar og aðlaðandi bjór-
stofur. Þær stofur sækir gjarnan
fólk á ýmsum aldri, situr yfir
glasi af góðum bjór, rabbar við
kunningja og nýtur notalegs um-
hverfis með hlýlegan arineld sér
við fætur. Þess má geta að hvergi
í Bretlandi eru bjórstofur opnar
lengur en til kl. 10 að kveldi."
0 B jór í stað
fíkniefna
„Ég tala af nokkurri
reynslu um þetta mál, þvi að um
margra ára bil sigldi ég til Bret-
lands og jafnlengi var ég i
kynnum við bjórinn. Ekki tel ég
mig hafa beðið neitt tjón af þeim
kynnum, hvorki andlegt né likam-
iegt.
Samkvæmt fréttum I fjölmiðl-
Suður
S. K72
H. D73
T. A2
L. ÁK965
Sagnirnar gengu þannig:
Norður Austur SuAur Vestur
1 lauf 1 hjarta 3Iauf pass
3 grond pass 4 grond pass
Sgrönd pass 6 lauf | ogallirpass.
Fyrstu sagnir þeirra voru eðli-
legar en fjögur grönd sýndu tvo
ása og kóng í sögðum lit og fimm
grönd norðurs sýndu tvo ása. En
frúin hafði ekki áhuga á
alslemmu.
Austur spilaði út spaðatiu, sem
tekin var heima og tveim hæstu I
trompi spilað. Þetta leit ekki sem
best út þegar drottningin kom
ekki en þó var bót i máli, að
austur átti trompin þrjú. Culbert-
son tók nú tvo slagi á spaða og
spilaði tíguldrottningu. Austur
lagði kónginn á og ás. Aftur tígull
á gosa og síðan spilaði meistarinn
síðasta tiglinum.
Það var sama hvað austur gerði.
Hann átti aðeins hjörtu ásamt
trompdrottningunni og valdi að
láta hjarta. Trompaði i blindum
og austur fékk siðan næsta slag á
tromp. Hann varð nú að spila frá
hjartakóngnum og þannig varð
drottningin tóflti slagurinn.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
59
á sömu skoðun, þegar ég hitti
hann einan sfns liðs úti í garð-
inum nokkrum klukkutimum
síðar. Grásvört ský höfðu
hrannast upp á himininn og
enda þótt þrumurnar væru
ekki langt undan fannst mér
sólsetrið svo fagurt að ég gat
ekki stillt mig að um að skoða
það. Maðurinn minn hafði drif-
ið sig I að þvo bflinn, en
Christer var samvistum við mig
og það stafaði sennilega af þvf
að Gabriella hafði eftir öll sfn
tár og ekkasog farið í rúmið.
Við gengum um flötina og sett-
umst niður á sæmilega þurran
bekk.
Christer var niðursokkinn f
hugsanir sfnar og ég virti hann
fyrir mér í markindum. Ég
horfði á svart hárið, hátt ennið
og mjóar en ákveðnar varirnar
og ég vissi að mér þótti svo
vænt um hann að ég gat ekki
hugsað þá hugsun til enda hvað
hefði getað gerzt niðri í nám-
unni.
— Viltu ekki segja mér, hað
ég — hver það var sem reyndi
að hrinda þér?
Blá augun virtust horfa f
gegnum mig.
— Nei, Puck. Það víl ég ekki.
Ekki enn... Ég skal segja þér
að ég get ekki fengið dæmið til
að ganga upp... þetta kemur
sem sagt ekki heim og
saman... It does not make
sense eins og Hercule Poirot
myndi segja.
En ég vildi ekki láta málið
niður falla.
— Bara að ég gæti skilið
hvers vegna einhver vill þig
feigan. Þú hefur sannarlega
ekki beitt þér svo mjög f þessu
máli að þú hafir getað vakið
ótta með neinum...
Hann brosti dauflega.
— Það er yndislegt að eiga
vini, sem sjá til þess að maður
fái að vita sannleikann. En þú
gleymir þvf nú að ég hef snúið
frá villu mfns vegai, eftir að
Einar las yfir mér sannleikann
f nótt og það er kannski einmitt
þess vegna að ég hef hrætt ein-
hvern f dag sem ella hefði hald-
ið sig á mottunni.
— En, sagði ég tortrygginn,
— það vita varla margir að þú
hefur átt' nokkur sérstæð sam-
töl við Daniel og Helene? Ef þú
hefur þá ekki...
— Daniel og Helene vita það.
Og hið sama gildir um
Gabriellu sem ég hef sagt
undan og ofan af þvf öllu. Og
svo getur vel verið að þau hafi
orðað þetta við einhvern —
annað hvort viljandi eða svona
rétt f leiðinni.
Já, viðurkenndi ég. — Eigin-
lega hef ég allan tfmann haft á
tilfinningunni að einhver sé
hér á herragarðinum, sem hef-
ur beyg af þér. En ef það er rétt
til getið þá get ég ekki annað en
furðað mig á þvf, hvers vegna
er verið að myrða fólk rétt við
nefið á þér. Það finnst mér
heldur ekki koma heim og
saman....
— Það er nánast fátt f þessu
máli, sem kemur heim og sam-
an, sagði Christer þreytulega.
— Stundum finnst mér ég vera
. alveg f þann veginn að finna
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
lausnina og þurfi ekki annað
en rétta út höndina eftir henni.
En svo rennur allt í brott og ég
sit eftir með alls konar smábrot
sem ég fæ ékki sett saman á
neinn trúverðugan hátt... Og
þó finnst mér að lausnin eigi og
hijóti að liggja í augum uppi.
En bersýnilega vantar mig
hluta f myndina og á meðan ég
veit ekki hvernig ég á að nálg-
ast hann er þetta allt hálfgert
kák.
— Hvað cf maður reyndi að
leita aftur f tfmann, stakk ég
upp á.
— Ég á við að kannski er
hægt að finna eitthvað í fortfð-
inni sem skýrir dauða Marlers
gamla cinmitt hér og nú?
Hvernig væri til dæmis að
rannsaka hið dularfulla hvarf
Gertruds ögn nánar?
— Ég hef fengið þessa hug-
mynd og Anders I.övíng hefur
að beiðni minni útvegað öll
gömul skjöl frá þessu tímabili,
en ég fæ ekki séð að á þeim sé
neitt að græða. Gertrud hætti
að vinna f verksmiðjunni f
Skógum laugardaginn 22. ágúst
1931. Hún fór úr herbergi sínu