Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
37
j,i
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10— 11
FRÁ MANUDEGI
ny(/JyVnp\~iUn?'u n
um viröist ásókn i hin svonefndu
fíkniefni aukast mjög. Enginn,
sem kemst k náin kynni við þau,
sleppur frá þeim kynnum án þess
að biða tjón, bæði á sál og likama.
Er ekki hugsanlegt að bjórinn, ef
leyfður verður, kynni að draga
nokkuð úr ásókninni i þann
hræðilega vímugjafa?
Ég tel bjór tiltölulega meinlaus-
an drykk, þótt neyta megi hans til
skaða. Góður matur getur lika
spillt heilsu manna sé hans neytt i
óhófi."
0 Hitamál
Bjórinn er alltaf jafn-
mikið hitamál, þegar hann kemst
á dagskrá. Eftir skrifunum —
með og móti — er dálitið erfitt
fyrir hlutlausan aðila að gera sér
grein fyrir, hver áhrif það hefði,
ef sala hans yrði leyfð hér. Yrði
hann t.d. til þess að draga úr
neyzlu sterkara áfengis eða jafn-
vel fíkniefna, eða yrði hann
aðeins aukning við þá vímugjafa,
sem nú eru á boðstólum hér? —
Þannig skjóta spurningarnar upp
kollinum hver af annarri og engri
þeirra er svarað með öruggri
vissu.
0 Leiðrétting
„1 pistlinum Um stjórnmál
á Islandi hér i dálkunum 16.3. s.l.
var eftirfarandi klausa: Flest
verkföll á tslandi voru hápólitisk,
meðan viðreisnarstjórnin var við
völd, sn á meðan vinstristjórn var
við völd var vinnufriður á meðan
hún var að ausa peningum á báða
bóga.
Arthur Aanes.“
Þessir hringdu . . .
0 Skattarnir
Þóra Jónsdóttir hringdi:
— Ég er „bara heimavinn-
andi húsmóðir", sagði hún, og hef
reynt eftir beztu getu að fylgjast
með skrifunum um skattamálin,
eða þetta nýja skattafrumvarp.
Ég vel nú þessa leið að hringja til
þín þar sem mér finnst ég ekki
vera nógu ritfær til þess að skrifa
grein og svo er sennilega um
fleiri mína líka, þvi að litið hefur
heyrzt i okkur „ræflunum", sem
„þurfum“ (hafðu það í gæsalöpp-
um) að hanga heima yfir börnum
og gamalmennum.
— Maðurinn minn hefur sæmi-
lega góðar tekjur, en mig svíður
sárt, hve mikill hluti þeirra fer í
skatta, þegar ég sé fölk allt i
kringum mig, sem getur veitt sér
margfalt meira en við, en greiðir
þó aðeins brot af því sem við
gerum í skatta.
% Þeir sömu búi
ekki alltaf við
óréttlætið
— Skattlagningin eins og
hún er núna getur ekki verið
réttlát. Einhver var að segja að
skattalög væru aldrei réttlát. Það
getur vel verið, en mér finnst að
sömu aðilarnir eigi ekki alltaf að
búa við óréttlætið. Mér finnst
ekki saka þó að þeir, sem hagnast
hafa á skattalögunum undanfarna
áratugi, fái einhvern smjörþef af
því óréttlæti, sem við höfum orðið
SKÁK
að þola, t.d. þeir, sem hafa fengið
að halda helmingi Iauna sinna
skattfrjálsum.
— Ég er nú ekki meiri
manneskja en það, að hefði ég
haft slík sérréttindi mundi ég
ekki sleppa þeim baráttulaust, en
mér hefði aldrei komið til hugar
að halda því fram, að það væri
einhver jafnréttisbarátta
kynjanna. Ekki sízt þar sem þær
konur sem vilja teljast menn með
mönnum, hafa á undanförnum
árum getað látið sérskatta sig. En
ég held að fæstar þeirra hafi hirt
um það, þó að þær geri það
áreiðanlega hér eftir til þess að
vera sjálfum sér samkvæmar.
0 Hagsmunir
og metnaður
— Jæja, annars er bezt að
ég hafi þetta ekki lengra, því nú
er mér farið að hitna í hamsi og
mundi kannski segja eitthvað,
sem þú birtir ekki hvort sem er.
En einhvern veginn finnst mér að
hagsmunir og metnaðurinn fari
oftast saman. Ég vona bara að
þingmennirnir láti ekki hræða sig
frá að breyta skattalögunum. Ég
held að þau geti alls ekki versnað.
að minnsta kosti ekki hvað órétt-
lætið snertir. Um skattsvikin ætla
ég ekki að ræða núna, þau eru
kapítuli út af fyrir sig.
Umsjón:
Margeir Pétursson
í sveitakeppni skákfélaganna i
Moskvu i haust kom þessi staða
upp í skák Nikitins, sem hafði
hvitt og átti leik, og Gutops
Dg4+ verður svartur mát) 15. g4
g5 16. gxf5 gxf4 17. Dh5+ Kg7 18.
Dg4+ Kh7 19. Hfl og svartur
gafst upp, þvl hann á enga vörn
við hótuninni 20. Dh5+ Kg7 21.
Hxf4. Sigurvegari í keppninni
varð Burevestnik, sem er jafn-
framt Evrópumeistari skákfélaga.
Sveitina skipuðu þau Guljko,
Balashov, Razuvajev, Makarichev,
Cehov og Akhsjarumova.
HÖGNI HREKKVÍSI
© 1977
McNaught Synd., Inc.
Á degi dýranna höldum við frið við alla!
— Frímerki
Framhaid af bls. 12.
eðlileg. Ég vildi einungis benda
á þá staðreynd, að aðrir safn-
arar geta líka eignað sér svo-
lítið í þeim. Aftur á móti verður
Tryggvi gamli Gunnarsson ekki
frá Þingeyingum tekinn. Hann
eiga þeir óskiptan, ef svo má
segja.
Þá eru í grein þessari nefnd
nokkur frimerki, sem eru með
myndum, sem tengja má at-
vinnulífi Þingeyinga, svo sem
fiskveiðum, ylrækt og land-
búnaði, en einnig skógrækt,
dýralifi og laxveiðum. Hér
kennir mikillar hugkvæmni hjá
þingeysku söfnurunum, en
auðvitað geta flest önnur
byggðarlög einnig tileinkað sér
þessi merki og þær myndir,
sem á eru. Engu að síður álít ég
grein þeirra hina skemmtileg-
ustu, og hún bendir söfnurum
vel á, hvernig koma má sér upp
mótíf- eða minnasafn.
Loks er I árbók þeirra öskju-
manna skrá yfir póstafgreiðsl-
ur og bréfhirðingar i Suður-
Þingeyjarsýslu frá 1873 og
stimpla þá, sem notaðir haia
verið. Skránni fylgja svo upp-
drættir af póstleiðum um sýsl-
una 1776, 1873 og 1918, og er
öllum frímerkjasöfnurum auð-
skilið, hvers vegna þessi ártöl
eru valin.
Framtak þeirra félaga i
Frímerkjaklúbbnum öskju er
mjög lofsvert, og vil ég þakka
þeim það alveg sérstaklega.
Að forfallalausu birtist næsti
þáttur 2. apríl n.k., en þann dag
er fyrirhugað að halda uppboð
á vegum F. F. Ekki hefur upp-
boðsskrá enn verið send út, og
því er ekki unnt að greina hér
frá þvi efni, sem upp verður
boðið. Éngu síður er mér óhætt
að fullyrða, að þar verður að
vanda margt áhugavert. Þess
vegna minni ég lesendur
þáttarins á frímerkjauppboðið.
%
Morgunbladið
óskareftir
blaðburðarfólki
Austurbær
Miðtún,
Samtún,
Upplýsingar í síma 35408
toBtntHafrifr
Prestkosning
í Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði
Prestkosning fer fram í Víðistaðaprestakalli í
Hafnarfirði sunnudaginn 20. marz n.k. Kosið
verður í Víðistaðaskólanum og hefst kosningin
kl. 1 0 árdegis og lýkur kl. 22 síðdegis.
Víðistaðaprestakall nær yfir Hafnarfjarðarkaup-
stað vestan og norðan Reykjavíkurvegar.
Mælst er li! að sóknarfólk taki almennt þátt í
kosingu þessari og greiði atkvæði snemma
dags til að auðvelda framkvæmd kosningarinn-
ar.
Sóknarnefnd Víðistaðasóknar.