Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 15 innrás Kínverja. Hann hefur eng- ar gyllihugmyndir um óvininn, sem hann verður nú að standast snúning á hernaðarsviðinu. Hann virðist hafa mjög ljósar hugmynd- ir um þær hvatir, sem liggja til grundvallar aðgerðum Kínverja. í opinberri ræðu, sem hann hélt daginn, sem hann var skipaður í hið nýja embætti, kallaði hann kínverska herinn umbúðalaust „Napoleon hinn rauða". Hann kvaðst ekki vera einn þeirra, sem tryði að Sovétrikin mundu standa við hlið Indverja í átökum við Kínverja. Hann sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að Rússar snerust á sveif með Kínverjum, ef til úrslita drægi. Fólk, sem væri hnútunum kunnugt, sagði hann, ánetjaðist ekki þeirri barnalegu trú að kommúnistaríki væru frið- söm eða friðelskandi. Hann neit- aði að taka hátiðlega hið þjóðlega gervi indverska kommúnista- flokksins og hann bætti því við, að enda þótt þessi viðhorf væru persónuleg myndi hann taka þau með sér til Nýju Delhí.“ Chavan býr yfir mikilli starfs- orku og einbeitni, en er talinn mjög laginn í samskiptum sinum við þá. sem eru í andstöðu við hann. Hann þykir sanngjarn og góður maður og nútímamaður í hugsunarhætti. Hann á fyrir höndum mikið og erfitt verkefni, að byggja upp á nýtt traust fólks- ins i landinu á Kongressflokkn- um, sem farið hefur óslitið með völd í 30 ár og reyna að sýna fram á að það hafi verið Indíra Gandhí sjálf, sem ákvað að neyðar- ástandinu skyldi lýst yfir og að sú ákvörðun hafi komið flestum ráð- herrum hennar i opna skjöldu. Frú Shcharansky vill hjálp Waldheims New York, 23. marz. Reuter EIGINKONA sovézka andófs- mannsins Anatoly Shcharansky hefur beðið Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. um hjálp til þess að tryggja að maður hennar verði látinn laus og fái að koma til hennar I Israei eftir þriggja ára aðskilnað. Hún afhenti William Buddum aðstoðarframkvæmdastjóra áskorun þar að lútandi þegar hún heimsótti aðalstöðvar SÞ ásamt bróður sinum, Mikhael Stiglitz, sem býr einnig i Israel, og sendi- herra ísraels, Chaim Herzog. Shcharansky er 29 ára gamall stærðfræðingur af Gyðingaættum og var handtekinn 15. marz, J skömmu eftir að stjórnar- J málgagnið Izvestia sakaði hann * um að starfa í þágu bandarísku leyniþjónustunnar. j Frú Shcaransky sagði blaða- ! mönnum að hún hefði flutzt til ísraels frá Sovétríkjunum einum degi eftir brúðkaup sitt 1974 þar sem hún hefði gert ráð fyrir að eiginmaður hennar fengi að fara á eftir henni. Hún sagði að engin skýring hefði verið gefin á því hvers vegna honum var synjað um fararleyfi. • aldrei til máls allan þann tíma, sem hann var utan ríkisstjórnar- innar. Morarji er eins og fyrr segir mjög ósveigjanlegur og þykir einnig ósamvinnuþýður. Honum verður aldrei hvikað frá ákvörð- un, sem hann hefur tekið og er oftast sannfærður um að hann hafi rétt fyrir sér í hverju máli. Hann er fljótur að gera sér grein fyrir kjarna hvers máls og fljótur að taka afstöðu, hann er sam- vizkusamur og vandvirkur em- bættismaður og starfslið hans ber honum vel söguna. Hann kemur Framhald á bls. 19 ■ ■■ ’ xwr ERLENT, 130 fórust Teheran, 24. marz. Reuter. TALA þeirra sem fórust I jarð- skjálftanum i íran er komin upp I 130 að sögn íranska útvarpsins I dag. Nýir kippir gerðu vart við sig á eynni Qeshm hjá hafnarborg- inni Bandar Abbas, sem varð harðast úti I jarðskjálftanum, en engan sakaði og ekkert tjón varð. Á morgun opnar (ÍHurínn, til að selja ykkur málníngu, utanhús og innan, og allt sem til þarf; einnig allt sem myndlistamenn þurfa á að halda. Og loks dúk á öll gólf og veggstriga. Þetta gerist ekki á hverjum degi! Veriö velkomin. Síðumúli 15 sími 3 30 70 Guöjón Oddsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.