Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 17 Ifi Þ. Gfslason alþingismaður og heiðursgesturinn Trygve Bratteli, rum forsætisráðherra Noregs. s Atla Heimis, sem hér sést ásamt söngflokknum Hljómeyki ilmars Ólafssonar, formanns Norræna Félagsins. Á myndinni istján Eldjárn, Geir Hallgrlmsson forsætisráSherra og frú, Bratteli BIÐSKÁKIR Larsens og Portisch, Korchnois og Petrosjans voru tefldar í gaer og lauk báðum skákunum með jafntefli. Á morgun verða tefld- ar skákir í öllum einvígjunum nema þvi, sem fram fer á ís- landi, Spassky og Hort mætast hins vegar við skákborðið á sunnudaginn kl. 14. Larsen fann stór- snjalla leið BENT Larsen fann stórsnjalla jafnteflisleið í biðskák sinni úr níundu umferð einvfgisins við Portisch. Þrátt fyrir þetta jafn- tefli er þó óhætt að fullyrða að aðstaða Larsens er mjög erfið þar sem hann hefur aðeins hlotið 3H vinning gegn 5‘A vinningi andstæðingsins. Svart: Lajos Portisch Hvítt Bent Larsen 41. Hf7! (Eini leikurinn. 41... Hb6 yrði nú svarað með 42. Rf5) — Kg8, 42. Hc7 — IIf6 (Eftir 42. ... Hb6 43. Hgl! Hxh2+ 44. Kd3 heldur hvitur jafntefli eftir bæði 44. . . . Hxb3+ 45. Kc4 Hc3+ 46. Kd5 Hxe3 47. Hgxg7+ með þráskák og 44. ... g6 45. Rd5 He6 46. Re7 + ) 43. Rf5 (43. Hgl hefur nú ekkert að segja vegna 43.. . Hxh2+ 44. Kd3 Hf7) Larsen fann stórsnjalla jafnteflisleið, en stendur þó höllum fæti F einvíginu. 43. ... g6, 44. Hc6! (Með þessari litlu fléttu nær hvítur upp- skiptum sem létta svo mikið á stöðu hans að honum er kleift að ná jafntefli) — Hxc6, 45. Re7+ — Kf7, 46. Rxc6 — g5, 47. b4 — cxb4, 48. Rxb4 — Kf6, 49. Rd5+ — Ke6, 50. Rc7+ — Kf7, 51. Rb5 — Bc5, 52. Rc7 — Kf6, 53. Rd5+ — Kg6, 54. IIcl — Hxh2+, 55. Kd3 — Bd4, 56. Hc6+ — Kf7, 57. Ilf6+ — Ke8, 58. Hf5 — g4, 59. fxg4 — h4, (Eða 59. ... hxg4 60. Hg6 Hg2 61. Hxg4 Hxg4 62. Rf6+ með jafntefli) 60. Ilh5 — Kf7, 61. IIf5+ — Ke8, 62. Hh5 — Kf7, 63. Hf5+ Jafntefli. Portisch aðeins feti frá sigri. Jafntefli eftir þrjá leiki HVORUGUR reyndist hafa eft- ir neinu að slægjast í biðskák þeirra Korchnois og Petrosjans úr níundu umferð einvígisins þegar hún var tefld áfram í gær. Var því samið jafntefli eft- ir aðeins þrjá leiki. Korchnoi hefur þvi enn forystu, hann hefur hlotið fimm vinnínga en Petrosjan fjóra. Svart: Tigran Petrosjan 41. e5 Rb2+ 42. Kc3 Ra4+ 43. Kd3 Rb2+ Jafntefli. eftir MARGEIR PÉTURSSON Gunnar Thoroddsen um Blönduvirkjun: STÓRVIRKJUN utan eld- virknisvæda naudsynleg Hart deilt um virkjunina í neðri deild í gær GUNNAR THORODDSEN, iðnaðar- og orkuráðherra, mælti í gær fyrir stjórnar- frumvarpi að heimildar- lögum til virkjunar Blöndu í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslum. Samkvæmt fyrstu frum- varpsgrein skal ríkis- stjórninni heimilt að fela væntanlegri Norðurlands- virkjun eða öðrum aðila að reisa og reka vatnsafsstöð við Blöndu með allt að 150 MW afli. Ráðherra vitnaði til fyrirliggj- andi rannsókna, sem sýna, að Blönduvirkjun er í hópi hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjana á íslandi. Hún er fyrsta stórvikjun okkar, sem áformað er að reisa utan eldvirknisvæða og rriikilvæg sem slik af öryggisástæðum. Hún er mjög vel staðsett gagnvart aðalorkuflutningslínu milli Norður og Suðurlands og einnig með orkuflutning til Vestfjarða i huga. Meðal kosta virkjunarinnar eru mjög góðir miðlunarmögu- leikar, sem stuðla að betri nýt- ingu virkjunarinnar milli árstíða og auka rekstraröryggi. Samteng- ingu landshluta fylgir sá kostur að vatnsorkan ný.tist betur vegna þess, að rennsli vatnsfalia í mis- munandi landshlutum fylgist ekki að. Þá gerði ráðherra grein fyrir orkuspám, sem sýna þörf fyrir slíka virkjun, til viðbótar fyrri virkjunum og væntanlegri Hrauneyjafossvirkjun, þegar . kemur fram á næsta áratug. Ráð- herra lagði áherzlu á, að hér væri um heimildarlög að ræða, en venj- an væri sú, að slík lög væru til staðar, áður en lagt væri út í kostnaðarsamar lokarannsóknir, sem var nauðsynlegur undanfari endanlegar ákvarðanatöku. Páll Pétursson (F) 3ji þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra, mælti hart gegn virkjun- inni; taldi hana spilla afréttar- löndum og veiðivötnum og tengj- ast hugsanlegum stóriðjufram- kvæmdum í landshlutanum. Boð- aði hann flutning tillögu tilþingsr ályktunar um könnun virkjunar í Héraðsvötnum í Skagafirði, við Villinganes, 32 MW virkjunar, sem fullnægði að hans mati orku- þörf nyrðra ásamt öðrum fyrir- huguðum framkvæmdum í orku- málum. Sagði hann meðflutnings- menn að þessari tillögu sinni vera: Ragnar Arnalds (Abl). Stefan Valgeirsson (F), Stefan Jónsson (Abl). Steingrim Ilermannsson (F) Jónas Arnason (Abl) og Inga Tryggvason (F). Sighvatur Björvinsson (A) mælti og gegn virkjuninni og gerði nokkrar fyrirspurnir hana varð- andi, m.a. hvort frumvarpið væri flutt með samþykki ríkisstjórnar- innar og stuðningsflokka hennar. Pálmi Jónsson (S) og Eyjólfur Konráð Jónsson (S), þingmenn úr Norðurlandskjördæmi vestra, mæltu með frumvarpinu, og töldu það styðja eitt helzta hagsmuna- og framfaramál kjördæmisins. auk þess sem hér væri um þjóð- hagslega gott mál að ræða. Frám- sögu ráðherra, sent og máli ann- arra þingmanna, verða gerð nán- ari skll á þingsíóu blaðsins siðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.