Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 29 ? í l> i i ? í> í ilhí g!. 81 _ií w ^jj I VELVAKANDI = SVARAR í SÍMA J0100 KL 10 — 11 1 FRÁ MÁNUDEGI % Bjórinn hrein viðbót? „Það er skemmst frá því að segja að það var afdráttarlaus skoðun allra þeirra manna sem ég hitti að máli að tilkoma áfengs bjórs myndi ekki draga úr neyzlu sterkari áfengistegunda, heldur koma sem hrein viðbót við þá neyzlu sem fyrir er. Jafn eðlileg og sú ályktun kann að vera að sala á áfengum bjór dragi úr sölu á sterkári drykkjum þá sýnir reynslan einfaldlega annað. Það hefur víða um heim verið reynt að örva neyzlu á veikari tegund- um áfengis t.d. með þvi að lækka verð á léttum vinum, afnema sölu- höft á þeim eða innleiða sölu á áfengum bjór þar sem hann var ekki til áður. Alls staðar varð út- koman sú að neyzlan jókst á því sem áherzla var lögð á án þess að úr annarri neyzlu drægi. Menn hafa talið að skynsamlegt væri að kenna fólki að umgangast áfengi svo það gætti meiri hófsemi í með- ferð þess. Jú, því ekki? en þetta hefur verið reynt en bara aldrei tekist og við skulum gá að þvi að þó að ítalir neyti mest léttra vína með mat þá eru þeir ekki þar með Iausir við alkahólisma og þó trum hætti til að drekka sig ölvaða þá er það út af fyrir sag enginn mæli- kvarði á fjölda alkahólista. Menn mega alls ekki rugla saman ölvun- ardrykkju og alkahólisma. Ég bar þá spurningu upp við alla viðmælendur mína hvaða leiðir væru vænlegastar til að draga úr áfengisneyzlu. Allir sem einn töldu þeir að langáhrifa- mesta leiðin væri hreinlega að gera fólki það erfiðara fyrir með opinberum aðgerðum að nálgast áfengi. Margoft hefur verið á það bent að auka þyrfti alla fræðslu um áfengismál og reyna mað þeim hætti að draga úr þeim vanda sem fylgir ofneyzlu áfeng- is. % Fræðsla árangurslítil? Ég spurði forstöðumann þeirrar deildar er sér um fyrir- byggjandi aðgerðar hvort fræðsla væri ekki veigamikill þáttur i þessu sambandi. Hann yppti öxl- um og sagði að vist væri búið að reyna það með viðtækum auglýs- ingaherferðum í sjónvarpi, blöð- um og viðar en ennþá hefðu þeir hvergi getað merkt að það bæri árangur. Þetta kann að koma á óvart en erfitt er þó að horfa fram hjá skoðunum þeirra og reynslu. Árið 1971 var aldur þeirra sem mega neyta áfengis i Ontario fylki i Kanada lækkaður úr 21 ári i 18 ára aldur. Var þetta liður í marg- háttuðum aðgerðum til að auka og samræma réttindi ungs fólks. Jafnframt því sem menn álitu eðlilegra að lögleyfa áfengis- neyzlu þessara áfengishópa sem væri hvort sem er staðreynd. Nú er farið að ræða um að hækka aldursmarkið aftur upp i 19 ár því meðan t.d. umferðaslys af völdum ölvaðra ökumanna almennt hafa aukizt um rúm 30% hefur aukn- ing umferðaslysa vegna ölvunar af völdum 18 ára unglinga aukizt um 300% og 19 ára unglinga um 340%. Þáttaskil hafa einnig orðið hvað varðar fjölda þeirra ungl- inga er orðið hafa að leita end- urhæfingar vegna ofneyzlu áfeng- is. Svona nokkuð er auðvitað eng- inn skemmtilestur, en það er allt i lagi að við vitum um ákveðin grundvallaratriði sem hljóta að skipta máli i ölium rökræðum um áfangismál." Hér verður sleppt smákafla úr bréfi Ragnars, en að lokum sagði hann: Hugsið nú um eitt: rannsókn var gerð á áfengisneyzlu skóla- barna í Toronto með ákveðnu ára- bili Arið 1968 höfðu 22.9% 12 ára skólabarna neytt áfengis. Sex ár- um siðar árið 1974 var tala þeirra komin upp i 51.5%. Það sagði einn talsmaður bjórsins á dögun- um að það yrði að treysta skyn- semi fólks. Mæli hann manna heilastur. Meðan skynsemin ein fær að ráða verður aldrei áfengis- vandamál." Þessir hringdu . . . % Bjarkivar ekki verbúð Maður sem lengi var búsett- ur á Seyðisfirði hafði samband við Velvakanda og vildi koma að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu i Tallin I Eistlandi sem lauk í sið- ustu viku, kom þessi staða upp í skák sovézku stórmeistaranna Romanishins, sem hafði hvítt og átti leik, og Tals. Romanishin sem hafði þegar fórnað skiptamun fyrir tvö peð og yfirburðastöðu, gerði nú út um skákina á mjög skemmtilegan hátt: 29. Rxh6! — Hb8 (Eftir 29. .. Kxh6 30. Dh4+ — Kg6 31. Dg4 + og 32. Dxf3 vinnur hvítur auð- vitað létt) 30. Rf5 — Dc3 (Ef 30... Hg8 þá 31. Df7 og mátar.) 31. Dh5! — Hd8 32. Re7+ og svartur gafst upp. Tal varð samt sigurveg- ari á mótinu, hann hlaut 11 v. af 15 mögulegum. Næstur varð svo Romanishin með 10 v. Alls tóku niu stórmeistarar þátt í mótinu. þeirri leiðréttingu viðgrein í Mbl. í fyrri viku þar sem getið er um húsið Bjarka á Seyðisfirði. — Húsið Bjarki, sem hefur nú verið rifið var byggt um aldamót- in og bjó í því m.a. Þorsteinn Erlingsson en hann gaf einnig út blaðið Bjarka. Þá var hús þetta læknisbústaður i 35 ár, einnig iðn- skóli og tónlistarskóli, en i grein sr. Eiriks Eirikssonar i Mbl. ný- lega er talað um að það hafi verið verbúð um tima. — Ég kannast ekki við að svo hafi verið og ég er viss um að margir gamlir Seyðfirðingar eru mér sammála og þykir slæmt að húsinu var illa viðhaldið hin seinni ár og er nú horfið. Nokkur sárabót er þó að svæðið umhverfis húsið hefur verið nefnt torg hins himneska friðar. HÖGNI HREKKVÍSI Ræfilstuskur! Á lappir og út úr garðinum — eins og skot! B3? SIGGA V/öGÁ £ A/LVtRAb Vú /£) Vl/lLWl \ vmf tKK/ IIN0 5MTA, um, 06 íM OVIAW IblMW/ tO^bÆf/5' 1 -....... ‘Awt vaki) Elli- og Hjúkrunarheimilið Grund Ýmisskonar handavinna til sölu á góðu verði í föndursal (gengið inn frá Brávallagötu) og inni I setustofunni 2. hæð alla virka daga nema laugardaga. Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar er í Iðnó sunnudaginn 27. marz kl. 1 4. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. KAUPUM GOMLU SKÓNA A 300 KRÓNUR Komdu með gömlu skóna þína, við tökum þá sem 300 kr. greiðslu upp í nýja, gömul gúmistígvél og strigaskó tökum við sem 150 kr. innlegg. Þú kaupir þér nýja skó hjá okkur leggur t.d. fimm pör af gömlum skóm fram sem 1500 kr. og mismuninn greiðir þú í peningum. Hefurðu heyrt það betra . . .? SKÓBÚÐIN SUÐURVERI Stigahlíð 45 sími 83225 Morgunblaðið óskareftir blaðburðarfólki Austurbær Miðtún, Samtún, Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.