Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstraeti 6. slmi 10100.
Aðalstrœti 6, simi 22480
Sovézk ágengni
á N-Atlantshafi
Fyrir nokkrum dögum birtist í Morgunblaðinu við-
tal við Björn Bjarnason iögfræðing, um nýútkomna bók, sem
fjallar um ný hernaðarleg viðhorf á N-Atlantshafi. Bók þessi er
byggð á ráðstefnu, sem haldin var hér haustið 1975. í henni
koma fram athyglisverðar upplýsingar, sem ekki hafa legið á
lausu áður um íhlutun Sovétmanna i landhelgisátök ís-
lendinga og Breta.
I bók þessari er kafli eftir bandarískan sérfræðing, þar sem
hann endurtekur staðhæfingar, sem fram munu hafa komið i
fyrirlestri hans á fyrrnefndri ráðstefnu um pólitiskt hlutverk
sovézkra herskipa í landhelgisdeilu okkar og Breta i maí 1973.
Um þetta segir hinn bandariski sérfræðingur: ,,í hverju felst hin
raunverulega ásökun á hendur Sovétmönnum. I þrengsta
skilningi er hún fólgin i því, að þeir hafi ætlað að notfæra sér
..þorskastriðið" í þágu eigin hagsmuna, víðtækara markmið þeirra
var liklega að sýna getu sína til að veita íslandi stuðning og fæla
Breta frá því að færast meira í fang í deilunni. Lokamarkmið
þeirra var vafalaust að kljúfa ísland úr NATO og koma þannig í
veg fyrir, að NATO gæti haft not af þeirri mikilvægu aðstöðu, sem
þar er til að hafa eftirlit með umferð á hafinu. Hvað gerðu
Sovétmenn raunverulega til þess að þeir eigi þessa ásökun skilið?
Þeir sendu öflugan og sýnilegan flota (sagt er að í honum hafi
verið 10 beitiskip, freigátur og aðstoðarskip og jafnmargir
kafbátar) inn á átakasvæðið (íslenzkt yfirráðasvæði) á viðkvæm-
um tíma deilunnar (strax eftir að hlutverk brezka flotans breyttist
úr óbeinni í beina þátttöku, þegar freigátur hans fóru inn fyrir 50
míiurnar) og þegar mjög mikið var að gerast."
Þessar staðhæfingar hljóta að vekja verulega athygli hér, ekki
sízt í Ijósi þess, að hinn bandaríski sérfræðingur hefur haldið fast
við þær þrátt fyrír efasemdir, sem íslenzkir aðilar hafa látið uppi
um réttmæti þessara kenninga. í þessu sambandi minnir Björn
Bjarnason þó á það i fyrrnefndu viðtali, að hinn 27. nóvember
1975, ..aðeins tveimur dögum eftir að brezki flotinn hóf íhlutun
sína innan 200 milnanna sáu menn i gæzluflugvél landhelgis-
gæzlunnar óþekktan kafbát 33 sjómílur norðvestur af Langanesi,
sem stakk sér í djúpið, þegar hann varð flugvélarinnar var. Þann
2. desember 1975 hefur Morgunblaðið það eftir áreiðanlegum
upplýsingum, að kafbáturinn hafi verið sovézkur." Utan þessarar
kafbátaferðar hefur mönnum hér ekki verið kunnugt um slika
návist sovézkrar flotadeildar á örlagaríkum augnablikum þorska-
striðanna, en það er þó engin sönnun fyrir þvi að hinn bandariski
sérfræðingur hafi haft rangt fyrir sér. Sannleikurinn er sá, að
jafnan þegar um erað ræða hugsanlega návist sovézkra herskipa
við ísland, hefur reynzt furðu erfitt að fá opinber íslenzk
stjórnvöld til þess að staðfesta slíkar fregnir eða gefa frekari
upplýsingar um þær og átti það ekki sízt við á valdatímum vinstri
stjórnarinnar.
En sé þetta rétt, og full ástæða sýnist til, að það verði kannað
frekar, er auðvitað alveg Ijóst, að sovézk afskiptasemi á haf-
svæðinu I nágrenni íslands væri komin á alveg nýtt og enn
alvarlegra stig, þar sem þá hefði verið um óumbeðinn erindrekst-
ur af hálfu Sovétríkjanna að ræða í landhelgisdeilu okkar við
Breta
í viðtali þessu vitnar Björn Bjarnason einnig til greinar eftir
kanadískan sérfræðing, sem fjallar um framtíð kafbátanna og
áhrif þeirra á flotaumsvif á N-Atlantshafi og heimskautssvæðinu
og segir: „Hann minnir á, að hernaðarstefna Sovétríkjanna fyrir
og eftir síðari heimsstyrjöldina hafi haft það markmið að mynda
umhverfis Rússland eins konar varnarbelti til að halda hugsanleg-
um innrásaraðilum i fjarlægð. Kröfurnar í garð Finna 1939 hafi
verið settar fram í þvi skyni að vernda svæðin umhverfis
Murmansk og Leningrad, vetrarstríðið milli Finna og Rússa hafi
einmitt leitt til þess að það markmið náðist. Við Kyrrahafið hafi
Rússar slegið eign sinni á eyjar nálægt Japan, Austur-Pólland hafi
verið tekið 1939, Eistland, Lettland, Litháen, Bessarabía og
N-Búkóvína 1940. Raunar megi líta á aðíldarlönd Varsjárbanda-
lagsins sem slikt belti milli Rússlands og NATO-ríkjanna. Þannig
sé það í fullu samræmi víð fyrri stefnu að ætla, að sovézkir
herfræðingar vilji koma á svipuðu belti á hafinu og færa yfirráð
sín þar út hvenær sem tækifæri gefst. Þeir mundu þá byrja næst
ströndunum við Múrmansk og þá koma helzt til álita N-Noregur,
Svalbarði, Jan Mayen, Grænland, ísland og Færeyjar."
Til frekari staðfestingar þessum áformum og vaxandi umsvifum
Sovétríkjanna. á N-Atlantshafi og þrýstingi þeirra á þessu svæði er
fróðlegt að lesa grein, sem birtist t Morgunblaðinu í gær og
upphaflega var birt fyrir rúmri viku í bandaríska fréttatímaritinu
Time, þar sem rakið er hvernig Danir og Norðmenn finna nú
áþreifanlega fyrir auknum hernaðarumsvifum Rússa. Augljóst er
að umsvif og þrýstingur Sovétríkjanna á norðurvæng Atlantshafs-
bandalagsins eykst stöðugt. Nauðsyn okkar (slendinga og frænd-
þjóða okkar á traustu varnarsamstarfi við önnur Natoríki verður
stöðugt ríkarj. yið megum aldrei sofna á þessum verðí.
Önnu Jónsdóttur eiginkonu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar var færður blómvöndur aS loknum Gyl
flutningi verks Atla Heimis, sem var samiS viS IjóS eftir Ólaf Jóhann SigurSsson, sem sjálfur fyri
gat ekki veriS viSstaddur sökum veikinda. MeS henni á myndinni er sonur þeirra.
Dagur
Norður-
landaráðs
íNorræna
húsinu
Norræna félagið gekkst fyrir
hátíðarkvöldi í Norræna húsinu
i fyrrakvöld á degi Norður-
landa. Húsfyllir var, en á meðal
gesta var forseti íslands, dr.
Kristján Eldjárn.
Samkoman hófst með ávarpi
Hjálmars Ólafssonar, formanns
Norræna Félagsins. Því næstu
flutti Trygve Bratteli, fyrrum
forsætisráðherra Noregs, ræðu,
en hann var heiðursgestur
samkomunnar og hafði verið
boðíð sérstaklega til íslands i
tilefni dags Norðurlanda. Að
lokinni ræðu hans fluttu þau
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari og Halldór Haraldsson
píanóleikari sónötu eftir
Edward Grieg Voru þeim færð-
ir blómvendir að loknum flutn-
ingi.
Að loknu hléi flutti Jón
Skaptason formaður íslands-
deildar Norðurlandaráðs ávarp.
NORÐUR-
LANDARÁÐ
25ára
Loks var frumflutt nýtt tónverk
eftir Atla Heimi Sveinsson við
Ijóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son, en þeir voru báðir verð-
launahafar Norðurlandaráðs ár-
ið 1976
Atli Heimir stjórnaði sjálfur
flutningi verksins, sem flutt var
af söngflokknum Hljómeyki en
hann skipa: Guðmundur Guð-
brandsson, Rut Magnússon,
Kristín Ólafsdóttir, Halldór Vil-
helmsson, Rúnar Einarsson,
Elín Sigurvinsdóttir, Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir, Sigurður
Bragason og Áslaug Ólafsdótt-
ir. Hljóðfæraleikarar voru: Jón-
as Ingimundarson á píanó,
Monika Abendrot spilaði á
hörpu, Reynir Sigurðsson spil-
aði á víbrafón og stjórnandi Atli
Heimir á selesta.
Atla Heimi og hinum lista-
mönnunum var mjög vel fagn-
að að loknum flutningi verks-
ins. Var tónskáldinu færður
blómvöndur, svo og eiginkonu
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar,
Önnu Jónsdóttur, en skáldið
sjálft gat ekki verið viðstatt
sökum veikinda.
í anddyri Norræna Hússins
hafði verið komið fyrir sýn-
ingarspjöldum um ísland og
Norðurlandaráð, en þau voru
hönnuð af Ferdínand Alfreðs-
syni arkitekt. Þá hafi einnig
verið komið fyrir í anddyri
hússins sýningunni „Kvinden í
Norden", sem Norðurlandaráð
lét gera í tilefni kvennaársins.
í bókasafni Norræna Hússins
var komið fyrir lítilli bókasýn-
ingu. Verða sýningar þessar
opnar næstu daga.
A8 loknum frumflutningi tónverk
og hljóSfæraleikurum.
Samkoman hófst meS ávarpi Hjí
mð einnig sjá forseta íslands, dr. Kri
og fleiri.