Morgunblaðið - 01.05.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 01.05.1977, Síða 13
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAl 1977 Lffs- spursmöl aö stunda útiliT 0 Frímann Frfmannsson, prentari, sem var í útreidartúr ásamt dóttur sinni Sofffu, þriggja ára: ,,Það má segja, að ég sé að kenna ungfrúnni listina. Þótt ung sé að árum hefur hún strax fengið mikinn áhuga á hestunum og hún á sjálf lítið folald, sem heitir Ösp. Ég vinn í Prentsmiðju Odds Björns- soanr og það er lífsspursmál fyrir mig að stunda eitthvert útilíf til þess að vega upp á móti inniverunni í prentinu. Hestamennskan er ákjósanleg til heilsubótar og auk þess veitir hún manni mikla ánægju. Við erum tveir bræður saman með hús og við skiptumst á um að gefa hest- unum. Við hjónin og krakk- arnir eigum fjóra hesta og við ríðum út flest kvöld. Ég byrj- aði á þessu fyrir 10 árum en síðan hefur áhuginn á hesta- mennskunni blossað upp hér í bænum. Það eru alltaf fleiri og fleiri að byrja í þessu og er það vel.“ For- fallinn hesta- maöur Hersteinn Tryggvason; verzlunarmaður: „Það má segja, að ég sé alveg forfallinn hestamaður. Ég byrjaði að sýsla við þetta fyrir þremur árum og sé aldeilis ekki eftir því. Ánægjan, sem hestamennskan veitir, er ómæld. Ég á núna þrjá hesta og einn þeirra sit ég einmitt nú, hryssuna Lady. Ég er ný- búinn að byggja mér ágætt hesthús hér i grenndinni. Ég fer þangað á hverjum degi og sá dagur líður vart að ég riði ekki út. Ég hef ýmist keypt hey eða heyjað sjálfur. í fyrra heyjaði ég til dæmis á golfvell- inum hérna í bænum. Það er líka gaman að sýsla við hey- skapinn og hann minnir mann á árin i sveitinni í gamla daga.“ Hef alizt uppvið hesta- mennsku frö barnœsku Björn Jónsson, iðnverka- maður og fyrrum bóndi: ,,Ég hef alizt upp við hesta- mennsku frá barnæsku. Faðir minn var mikill reiðmaður en hann hét Jón Ólafsson og bjó á Mýrarlóni við Akureyri, þar sem ég er fæddur. Siðar varð ég sjálfur bóndi um árabil, bjó meðal annars fimm ár í Glaum- bæ í Skagafirði og einnig viðar og þá hafði ég sjálfur hesta. Eftir að ég fluttist til Akur- eyrar hef ég auðvitað haft hesta. Nú á fjölskyldan 10 hesta, sumir eru reyndar ekki tamdir. Við ríðum mikið út fjölskyldan, hestamennskan er rótgróin í fjölskyldunni. Þá má ekki gleyma því, að ég hef mjög gaman af hestamanna- mótum og var áður fyrr dóm- ari á slíkum mótum. Ég hef nú dregið mig heldur út úr þessu enda orðinn 67 ára gamall." lrland 7.—14.maí. Verð kr. 46.200.— í cimii á&' Sérstakur i ciinu fjölskylduafsláttur. Fjölbreyttir ferðamöguleikar. PETTA EK3A BÍLAR AÐKOSTA Skoda Amigo er mjög falleg og stílhrein bifreið. Hún er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verið aukið til muna. Komió og skoóið þessa einstöku bifreið ' j Sniðill hf. — Óseyri 8 — Sími 22255 Akureyri VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl’ AL’GLÝSIR LM AI.LT LAND ÞEGAR Þlí ALG- LÝSIR I MORGLNBLAOIM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.