Morgunblaðið - 01.05.1977, Síða 15
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAl 1977
Framtfðin væntir mikils af þessari bunu
„Stœrsta verkefni, sem bœjar-
félagið hefir nokkru sinni röðist í"
segirlngölfurÁmason, rafveitustjóri,formaöurhitaveitunefndarAkureyrar
HITUN húsa með heitu jarðvatni
hefir áratugum saman verið
draumur Akureyringa, en því
miður lengi fjarlægur draumur.
Hvað eftir annað voru gerðar til-
raunir til að ná heitu vatni til
beislunar, en árangursleysi og
vonbrigði einkenndu þær til-
raunir, þangað til allt í einu að
borhola við Syðra-Laugaland í
Öngulstaðahreppi tók að gefa af
sér væna bunu af vatni fast við
suðumark. Bjartsýni ruddi burt
vonleysinu á svipstundu, og Akur-
eyringar sáu hilla undir ódýran
hitagjafa. Bæjarstjórn kaus
nefnd til að annast framkvæmdir,
og hún hefir sannarlega látið
hendur standa fram úr ermum.
Fréttamaður Mbi. óskaði nýlega
samtals við formann nefndarinn-
ar, Ingólf Arnason, rafveitustjóra
og bæjarfulltrúa, um málefni
Hitaveitu Akureyrar, og varð
hann góðfúslega við þeirri beiðni.
Fer samtalið hér á eftir.
— Hvenær hófst leit Akureyr-
inga að heitu jarðvatni?
— Fyrsta raunverulega tilraun-
in, sem gerð var til þess að nýta
heitt vatn til hitunar hér á Akur-
eyri, var gerð 1933. Þá vann
hópur áhugafólks úr Ungmenna-
félagi Akureyrar að því að virkja
3 1/sek af 40°C heitu vatni við
Laugarból í Glerárgili og leiða
það 3,6 km leið í sundpoll bæjar-
ins, eins og sundlaugin var kölluð
fram að þeim tíma. Vatninu var
hleypt á um mitt sumar 1933, og
eftir það hefir ,,sundlaug“ verið
réttnefni. — Sama ár var einnig
boruð 23 m djúp hola vegna hita-
veitu á Kristnesi. Hún skilaði
nokkrum árangri, og það vakti
áhuga manna á leit að heitu vatni
fyrir Akureyri. En síðan beinast
kraftar Akureyringa að virkjun
Laxár I, sem komst í notkun 1939,
en samt sem áður var alltaf starf-
andi hitaveitunefnd á vegum
bæjarins með þáverandi bæjar-
stjóra, Stein Steinsen, sem for-
mann, og þá var borað í Glerár-
gili, í Reykhúsum í Eyjafirði og á
Laugalandi á Þelamörk. T.a.m.
var boruð 66 m djúp hola í Glerár-
gili, þar sem hitinn var 30°C, en
litið vatn. önnur hola var boruð í
Glerárgili, en hætt, þegar hún var
orðin 26 m djúp. — Á Laugalandi
var boruð hola á stríðsárunum, 4
tommu við og 375 m djúp. Vatn
kom í holuna á 100 m dýpi, 3,5
1/sek og 77°C Heitt. Hola var bor-
uð í Kristnesi, 79 m djúp, og úr
henni fékkst 1,7 1/sek af 42°C
heitu vatni. Rétt eftir stríðið var
svo boruð hola á sama stað, 402 m
djúp, en án árangurs.
— Voru allar þessar boranir á
vegum Akureyrarbæjar?
— Já, þetta var allt á vegum
hinnar fyrri hitaveitunefndar
Akureyrar. Og á sínum tíma var
gerður samningur við Legatssjóð,
sem á jörðina Laugaland á Þela-
mörk, mjög hagstæður samningur
fyrir báða aðila. þvi að samkvæmt
honum átti fyrsti sekúndulítrinn,
sem fengist, að ganga til jarð-
arinnar, en síðan átti bærinn að
geta nýtt afganginn. — Á áratug-
unum 1950—1960 var lítið gert í
þessum málum, en þó unnu verk-
fræðingarnir Gunnar Böðvarsson
og Sveinn S. Einarsson að athug-
un á möguleikum á að afla heits
vatns fyrir bæinn, enda hafði
bæjarstjórn óskað eftir þeim
athugunum. Þeir skiluðu skýrslu
i júní 1962, og niðurstaða þeirra
var sú, að rétt væri að halda
áfram að rannsaka möguleika á
að fá heitt vatn í nágrenni bæjar-
ins. Þetta hafði nú allt fremur
hægan framgang.
— Hvenær kemur svo næsti
fjörkippur?
— Norðurlandsborinn er feng-
inn til að bora á Laugalandi á
Þelamörk árið 1965 holu, sem
varð 1088,5 m djúp, og úr þeirri
holu fengust sjálfrennandi 5,7
1/sek af 86°C heitu vatni. Þetta
var góður árangur, svo :ð talið
var, að þarna væri mjög mikill
möguleiki á að fá vatn fyrir
bæinn eða a.m.k. hluta bæjarins.
1970 var boruð önnur hola á
Laugalandi, og hún skilaði 15
1/sek af 90°C heitu vatni fyrst, en
þriðja holan skilaði engu. Þá var
þetta svæði afskriíað sem vatns-
öflunarsvæði fyrir Akureyri svo
að nokkru næmi.
— En svo kom olíukreppan.
— Já, þegar olíukreppan
skellur á árið 1973, breytast allar
forsendur. Þó að menn hefðu haft
mikinn áhuga áður, jókst hann
auðvitað um allan helming við
það, að olian þrefaldaðist í verði á
nokkrum vikum. Eftir að jarð-
fræðingar höfðu talið, að hér væri
ekki hægt að fá vatn á einum og
sama stað til að hita upp bæinn,
má segja, að nágrenni Akureyrar
hafi verið afskrifað. Þá var farið
að hugsa til að leiða vatnið lengra
að. Fyrsta hugmyndin var að taka
það í Mývatnssveit, en síðar frá
Hveravöllum í Reykjahverfi og
leiða það til Akureyrar í asbest-
pípum. Eftir því sem verk-
fræðingar sýndu fram á, var þetta
hagkvæm tilhögun, en samt sem
áður þótti skynsamlegt að ganga
endanlega úr skugga um það,
hvort nokkur kostur væri á að ná
heitu vatni hérna í nágrenninu.
— Hvenær var hin nýja hita-
veitunefnd Akureyrar kosin?
— Hún var kosin 4. desember
1973. í henni eru auk mín Knútur
Otterstedt, rafveitustjóri, Pétur
Pálmason, verkfræðingur, Sig-
urður Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri, og Stefán Stefáns-
son, bæjarverkfræðingur. Á
herðum þessarar nefndar hefir
hvílt það starf, sem unnið hefir
verið. Við höfum engan starfs-
mann haft, og þetta hefir verið
mikið verk. Mér er óhætt að segja
það, að við horfum allir með
ánægju fram til þess tíma, er hita-
veitustjórinn nýi tekur til starfa,
þó að talsvert mikið starf hljóti
áfram að verða í verkahring
nefndarinnar.
— Og svo kemur ný vatnsleitar-
tækni til sögunnar.
— Sumarið 1975 fóru hér fram
rannsóknir með viðnámsmæling-
um, nýrri tækni, sem hafði ekki
verið beitt áður hér og var ný af
nálinni. Mælingarnar sýndu já-
kvæða svörun hér inn hjá Lauga-
landi í Öngulsstaðahreppi, -eða
eiginlega á kaflanum frá Grýtu og
út að Björk, en Laugaland er
nokkuð miðsvæðis á þessu svæði.
Einnig sýndu þær jákvæða svör-
un gegnt Laugalandi, þ.e. á
Kroppi og Grísará, en samt varð
nú Laugaland fyrir valinu til bor-
unar.
— Hvers vegna?
— Meðal annars vegna þess að
Ingólfur Árnason
ríkið á jörðina Syðra-Laugaland
og við fengum strax heimild til
þess hjá rikinu að bora þar og
nýta það vatn, sem þar fengist.
Það var strax hafist handa vetur-
inn 1975—1976, og skömmu eftir
áramót kom árangurinn í ljós, því
að þar komu upp um 90 1/sek af
95°C heitu vatni. I marsmánuði
1976 var Verkfræðistofa Norður-
lands h/f og Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen s/f á Akureyri
falið að hanna hitaveitu fyrir
Akureyri. Þessi verkfræðifyrir-
tæki skiluðu áætlun um verkið í
október sama ár, og síðan hefir
verið unnið að mestu samkvæmt
henni.
— Hver er orðinn árangurinn
af borunum á Laugalandi fram til
þessa dags?
— Það er búið að bora 3 holur,
og tvær þeirra hafa gefið vatn, en
fjórða holan er í borun. Jarðfræð-
ingar telja, að úr þessari æð á
Laugalandssvæðinu eigi með
góðu móti að fást með dælingu
um 150 1/sek af 94—95°C heitu
vatni, en þeir vilja halda því
fram, að allt svæðið muni gefa
meira, eða ekki undir 300 1/sek,
ef við komumst neðar en við höf-
um komist. Þeir hafa lagt til, að
þarna yrði borað niður á um 3000
m dýpi.
— Hvers vegna hefir þá ekki
verið borað dýpra, fyrst það var
talið æskilegt?
— Bæði var það, að borinn var
tekinn af okkur við holu 3 á
óheppilegum tima, þegar full
ástæða var til að halda, að þar
kæmist hann dýpra, og þá vorum
við búnir að hitta æðina, þannig
að við höfðum þar vatn, en líka
kemur hitt til, að þetta berglag
þarna er allt annað en menn
bjuggust við og erfiðara til bor-
unar. Það koma þarna setlög inn á
milli berglaganna, og þau vilja
hrynja. Það eru þó einmitt setlög-
in, sem eru vatnsgefandi, svo að
við getum þakkað það tilvist
þeirra, að við höfum fengið heitt
vatn úr holunum. Ef þarna væri
ein blágrýtishella, væri þar ekk-
ert vatn að fá.
— Hvað telur þú, að hafi valdið
þeim erfiðleikum, sem verið hafa
við borun á holu 4 og jafnvel fyrri
holum líka?
— Ég vil nú ekki dæma um það.
Þetta er nýtt svæði, og menn hafa
ekki borað svona djúpt herna.
Það hefir kannski þurft að beita
öðrum tökum við þetta. Nú að
undanförnu hefir verið notuð svo-
kölluð „gelé“-borun, þá er notuð
leðja til að bora i, en ekki vatn, og
síðan hefir verkið gengið vel. Það
mun auka kostnað við borunina
æði mikið, aðferðin er allmiklu
dýrari.
— Er hægt að dýpka holur, sem
hefir verið hætt við, og halda bor-
un þeirra áfram niður á dýpi, sem
er talið vænlegra til árangurs?
— I sumum tilvikum er það
hægt, í öðrum vonlaust. Ég vil t.d.
nefna holu 2, sem er algerlega
ónýt, þannig að það þýðir ekki að
hugsa sér að reyna meira við
hana. En holur 1 og 3 væri raunar
æskilegt að hreinsa og dýpka, en
menn eru dálítið hræddir við að
fara i þær, vegna þess að þær eru
góðar vinnsluholur. Það yrði þá
ekki gert, fyrr en búið væri að
bora aðrar holur, sem hægt væri
að byggja á. Annars yrði áhættan
of mikil, og verr væri farið en
heima setið, ef illa tækist til.
— Hver er varmaþörfin handa
öllum Akureyrarbæ miðað við
núverandi byggð?
— Talið er, að við þurfum um
250 1/sek, eins og ástandið er nú,
handa núverandi byggð eða um 50
MW af afli til. Ég vona, að þetta
varmamagn fáist núna. Það er
ætlunin að ljúka þessari holu,
sem nú er verið að bora þarna á
Laugalandi, og síðan að bora til-
raunaholur, jafnvel á Grísará,
með minni bor, því að Jötun fáum
við ekki nema til maíbyrjunar. Þá
verður hann að fara austur að
Kröflu.
— Og verður tæpast kominn
nógu djúpt.
— Nei, hann verður ekki kom-
inn nógu djúpt.
— En jafnvel þó að þarna fáist
ekki nægilegt vatnsmagn, breytir
það nokkru um það, að Hitaveitan
verður hagkvæmt fyrirtæki fyrir
Akureyrarbæ?