Morgunblaðið - 01.05.1977, Qupperneq 19
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977
Sigþftr S*v«r
Ragnar EinarSv.
Óskar
Árni
Einar BJ.
Baldvin
Þóroddur
Alalrteiai
Helgi
Gunnar
Reynolds
MIKIL umbrot urðu f knatt-
spyrnumálum Akureyringa í
kjölfar falls ÍBA úr 1. deild f 2.
deild haustið 1974. Veturinn eftir
Akureyringarföaðsjd
1. deildar knattspyrnu
ó nýjan leik nú ísumar
var ákveðið að tefla ekki lengur
fram sameiginlegu knattspyrnu-
liði Akureyrarfélaganna KA og
Þórs heldur senda fram tvö lið.
Þau urðu bæði að byrja f 3. deild
en nú tveimur árum seinna hefur
Þór unnið sig upp í 1. deild og KA
upp í 2. deild svo að Akureyring-
ar fá nú á nýjan leik að sjá beztu
knattspyrnumenn landsins leika
nyrðra.
Af þessu tilefni heimsóttu
Morgunblaðsmenn knattspyrnu-
mennina í Þór og verða þeir
kynntir hér. Ennfremur var
spjallað stuttlega við Þórodd
Hjaltalin, formann knattspyrnu-
deildar Þórs, um félagið og knatt-
spyrnuna.
„Ég tel það hafa verið mjög
mikið framfaraspor þegar ákveð-
ið var að félögin sendu hvort fram
sitt eigið lið og hætt var að hafa
eitt lið í nafni íþróttabandalags
Akureyrar," sagði Þóroddur.
„Allt íþróttalíf hefur stóreflzt og
þetta hefði mátt gerast miklu fyrr
að mínu mati“.
Þóroddur sagði að forráðamenn
Þórs væru mjög ánægðir með að
geta nú boðið bæjarbúum að sjá
knattspyrnu eins og hún gerðist
lAll UJ
drauminn rætast
JU suðurs
með
SUNNU
Núhefur
Sunna opnad
skrifstofuá
AKUREYFU
AÐ HAFNARSTRÆT! 74,
S/NI/ 96-21835
Áfangast./Brottfarard APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLI' ÁGÚST SEPT. OKT. NÓV. DES.
MALLORCA 1 5 6 13. 22 12 3. 24. 31. 7. 14. 21. 28. 4. 11. 18. 25. 2. 16, 30. 12. 3. 18.
COSTA BRAVA 22 12 3, 24, 31. 7.14 21 28 4.1 1.
COSTA DEL SÖL 17 15 30 17. 8, 29. 5. 12. 19. 26. 2. 9. 16. 30.
KANARÍEYJAR 6, 23 1 5 1 7 8.29 19 9 30, 8, 22. 12. 3. 17. 23.
GRIKKLAND 5, 19. 10, 24. 7. 21. 5, 19. 2,9,16, 23. 30. 6, 13, 20, 27. 11.
MALLORCA dagfíug á sunnud. Eftirsóttasta paradis Evrópu. Sjórinn, sól-
skinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur. og
hópur af fslensku starfsfólki, barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu
hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Porto Nova, Antillas
Barbados, Guadalupe, Helios og Hotel 33 fyrir unga fólklð (Klubb 32).
paradisareyjar I vetrarsól Hóflegur hiti. goðar baðstrendur. fjölbreytt skemmtana-
lif. Kanarieyjar eru fríhöfn með tollfrjálsa verslun. Hægt að velja um dvöl á
vinsælustu og bestu hótelum og ibúðum á Gran Canaria og Tenerife svo sem:
Koka, Corona Blanca, Corona Roja, Los Salmones, Hotel Waikiki og Tenerife
Playa. Sunnu skrifstofa með íslensku starfsfólki nú opin allan ársins hring.
COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum— mánudögum. Lloret de Mar, eftirsótt-
asti skemmtiferðastaðurinn á hinni fögru Costa Brava strönd. Við bjóðum
glæsilegar og friðsælar fjölskyldu íbúðir Trimaran. rétt við Fanals baðströndina.
einnig hið vinsæla Hotel Carolina og sérstakt unglingahótel í miðbænum.
skammt frá baðströndinni. Fjöldi möguleika á fjölbreyttum skoðunarferðum, til
fríríkisins Andorra, Barcelona, Frakklands, siglingar með ströndinni. Óvenju lit-
skrúðugt skemmtanalíf. Sunnu skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki á staðnum.
COSTA DEL SOL dagflug á föstud. Heillandi sumarleyfisstaður. náttúrufeg-
urð. góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlíf Andalusiu.
Margt um skoðunar og skemmtiferðir, til Afríku, Granada, Sevilla. Nú bjóðum
við eftirsóttustu lúxusíbúðirnar við ströndina i Torremolinos Playa Mar, með
glæsilegum útivistarsvæðum, sundlaugum og leikvöllum, loftkældar lúxus-
íbúðir Einnig Las Estrellas, Hotel Don Pablo, Hotel Palma Sol og Hotel Equvador
fyrir unga fólkið Eigin skrifstofa Sunnu í Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki,
Bamagæsla og leikskóli
KANARIEYJAR vetur. sumar, vor og haust, dagflug á laugardögum-fimmtudög-
um Sólskinsparadís allan ársins hring Nú fá íslendingar í fyrsta sinn tækifæri
til sumarleyfisdvalar á Kanaríeyjum. Púsundir þekkja af eigin reynslu þessar
GRIKKLAND dagflug á þriðjud. Nýr og heillandi sumarleyfisstaður íslend-
inga. í fyrsta sinn beint flug frá íslandi til Grikklands, á rúmum 5 klst. Óviðjafn-
anleg náttúrufegurð og sögustaðir sem heilla. Góðar baðstrendur í fögru um-
hverfi i baðstrandarbæjum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtanalíf. Ný
glæsileg hótel og íbúðir. Einnig hægt að dvelja á hóteli og smáhýsahverfi á
eynni KRÍT Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu á stöðunum.
KAVPMASNAHÖFN Tvisvar í mánuði janúar — april. Einu sinni i
viku mai — október. íslensk skrifstofa Sunnu opin í Kaupmannahöfn í Júní —
september, til þjónustu við Sunnufarþega
LONDON Vikulega allan ársins hring.
AUSTDRRIKI skiðaferðir.Til Kitzbuhel eða St Anton.Brottför alla þriðjudaga
janúar—febrúar og mars, 7 eða 14 daga.
KANADA í samvinnu við vestur íslendinga getur Sunna boðið upp á
3 mjög hagstæðar flugferðir til Winnipeg Brottfarardagar: 29. maí, 4 vikur. 26.
júní, 3 vikur 1 7.júIí. 3 vikur. Áætlað flugfargjald 54.800. Efnt verður til ferða ís-
lendinga i sambandi við flugferðirnar um íslendingabyggðir nýja íslands, Banda-
ríkjanna, Calgary, og Kyrrahafsstranda. Peim sem óska útveguð dvöl á íslenskum
heimilum vestra. * Geymið auglýsinguna.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGQTU 2 SIMAR 16400 12070
J6n Pétur
Leikmenn
Þórs f
sumar
KNATTSPYRNULIÐ Þúrs
verður að mestu skipað sömu
mönnum I sumar og tryggðu
félaginu sæti f 1. deild í fyrra.
Einu breytingarnar verða þær,
að Magnús Jónatansson hefur
gengið til liðs við Reyni á Ár-
skógsströnd, þar sem hann
verður leikmaður og þjálfari,
og í Þór hefur gengið Sigþór
Ómarsson, ungur piltur frá
Akranesi, sem lék með Skaga-
mönnum í fyrra. Þá hafa
nokkrir piltar úr yngri flokk-
um Þórs komið upp í meistara-
flokk.
Eftirfarandi menn leika með
Þór í sumar: Samúel Jóhanns-
son, 30 ára, forstöðumaður,
Ragnar Þorvaldsson, 30 ára,
bókbindari, Oddur Óskarsson,
22 ára, húsasmiður, Aðalsteinn-
Sigurgeirsson, 27 ára, kaup-
maður, Gunnar Austfjörð, 27
ára, verzlunarmaður, Pétur
Sigurðsson 34, ára múrari, Sig-
urður Lárusson, 22 ára, skiþa-
smiður, Sævar Jónatansson, 30
ára, byggingameistari, Einar
Sveinbjörnsson, 26 ára, vél-
virki, Sigþór Ómarsson, 19 ára,
nemi, Jón Lárusson, 22 ára,
verslunarmaður, Árni Gunn-
arsson, 26 ára, iðnverkamaður,
Helgi Örlygsson, 21 árs, skrif-
stofumaður, Nói Björnsson, 17
ára, nemi, Dofri Pétursson, 17
ára, nemi, Óskar Gunnarsson,
20 ára, nemi, Baldvin Harðar-
son, 22 ára, símvirki, Einar
Björnsson, 19 ára, nemi.
bezt hér á landi. „Sumarið leggst
vel í mig. Við í Þór hyggjum ekki
á stóra sigra í sumar, takmarkið
hjá okkur er fyrst og fremst að
tryggja liðinu sæti í 1. deild. Leik-
mennirnir hafa æft mjög vel frá
áramótum, fyrst undir stjórn
Þrastar Guðjónssonar en frá í
marz undir stjórn enska þjálfar-
ans Douglas Reynolds, en hann
var líka hjá okkur i fyrra. Það
hefur hins vegar spillt fyrir að
vallaraðstæður hafa véríð með
allra versta móti í vor vegna
svellalaga. Við eigum að leika
fyrsta heimaleikinn við Víking
11. maí og það er alveg ljóst, að
hann verður að spila á Þórsvellin-
um, sem er malarvöllur. Grasvöll-
urinn hér á Akureyri kemst ör-
ugglega ekki í gagnið fyrr en í
byrjun júní,“ sagði Þóroddur.
Þór var stofnaður 1915. Á veg-
um félagsins eru iðkaðar 7
iþróttagreinar, knattspyrna,
handknattleikur, körfuknattleik-
ur, lyftingar, júdó frjálsar iþróttir
og skíðaíþróttir. Sagði Þóroddur
að Þór væri eina félagið úti á
landsbyggðinni, sem átt hefði lið í
1. deild í öllum boltaíþróttunum.
Að sögn Þórodds er nú mikil
gróska i félaginu og margt á döf-
inni. Malarvöllur var vigður á at-
hafnasvæði félagsins í Glerár-
hverfi i fyrrasumar, stefnt er að
þvi að grasvöllur verði tilbúinn til
sáningar í sumar og að öllu
óbreyttu verður byrjað á bygg-
ingu félagsheimilis i vor. Þessar
framkvæmdir og rekstur hinna
einstöku deilda útheimtir mikla
fjármuni, og sagði Þóroddur að í
þeim efnum fetaði Þór hinar
hefðbundnu fjáröflunarleiðir,
sem flestar hverjar eru fólgnar í
„betli“ í einhverri mynd. Þó hafa
Þórsarar nú i sumar gripið til
óvenjulegrar fjáröflunarleiðar,
nefnilega að setja niður kartöflur
i landskika á Hóli. Það fer svo
eftir veðurfarinu hvað kartöflu-
ræktin gefur i aðra hönd en Þórs-
ararnir vona að það verði drjúgur
skildingur. Formaður Þórs er
Haraldur Helgason.