Morgunblaðið - 01.05.1977, Side 28

Morgunblaðið - 01.05.1977, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAl 1977 /pnv k'AFr/NO u (() £ Ég tek af þér handjárnin, en þú lofar að gera enga flótta- tilraun! Hugsaðu ekki um mig — bjargið heldur konum og börnum! Og í fyrramálið leggurðu þennan bjánalega hatt frá þér og ferð að afla heimilinu tekna! töt). 116 Nú iagar þú þakið, því eftir 4 daga á lægð með rigningu og roki að koma! Heyrt og séd af pöllum Alþingis Umsjón: Páll Bergsson SPILIÐ í dag sýnir Marokkí- bragðið en það mun hafa komið fyrir í höll Husseins konungs á meðan reynt var að ráða hann af dögum. Sagnirnar eru ekki til skráðar en ailir voru á hættu og norður gaf Norður S. ÁD87 H. ÁD1098 T. ÁK75 L. — Vestur S. G 10964 II. 853 T. 6 L. KD76 Austur S. — H. KG742 T. DGIO L. 85432 Suður S. K532 H. — T. 98432 L. ÁG109 Norður gæti hafa opnað á einu hjarta en suður varð sagnhafi í sex spöðum. Vestur hlýtur að hafa langað til að dobla en gerði það ekki og spilaði út laufkóng. Þegar litið er á spilið virðist úti- lokað að vinna það — en lítum á. Suður tók útspilið heima en lét tígul frá blindum. Hann píndi vestur til að leggja drottninguna á laufgosann, trompaði í blindum, tók á hjartaás, trompaði hjarta og lét tvo tígla frá blindum í lauf- slagina. Liklega hafa byssuskot trufiað vestur, en hann lét níuna þegar suður spilaði lágu trompi. Suður trompaði síðan aftur hjarta heima og fór inn á blindan á tígul. Þegar suður spilaði hjarta frá blindum var staðan þannig: Norður S. As II. DIO T. — L. — COSPER '737.5 „Þriðjudaginn 26. apríl s.l. var fundur settur og haldinn í sam- einuðu Alþingi. Þar mælti Gils Guðmundsson fyrir tillögu Al- þýðubandalagsins um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og upp- sögn varnarsamnings við Banda- rikin. Þetta er gömul plata, sem ávallt er leikin af kommum, þegar varnarmál eru rædd á Alþingi tslendinga. Flest af hinu illa á að vera frá Bandarikjunum runnið að mati komma, þótt þeir viti mæta vel, að þessu er þveröfugt farið. Bandariki Norður-Ameríku hafa bjargað hinum frjálsa heimi frá þvi að lenda undir þrældóms- oki kommúnista og nazista i tveimur heimsstríðum, er gengið hafa yfir þessa jörð á rúmu þrjá- tfu ára timabili, í minni þeirra manna er nú lifa. En komma skortir manndóm til að viðurkenna þessa óhagganlegu staðreynd, því mestu máli skiptir hjá þeim að gleypa í. sig hina austrænu eitur-mengun — ósiaða og gagnrýnislaust og þeir eru ávallt reiðubúnir til að halda fram hinu hræsnisfulla friðar- dúfuþrugli sínu, ef vera kynni að með þvi móti gætu þeir veitt i net sin hina nytsömu sakleysingja til fylgis við hinar vanþróuðu og af- vegaleiddu kenningar sinar. Næstur á mælendaskrá var utanríkisráðherra. Var ræða hans kraftlitil, settleg og hógvær að vanda og manni fannst mál- flutningur hans minna mjög á málflutning hans á vinstristjórn- arárunum. Hvort hann hefur þá hugsað til hinn gömlu og góðu daga vinstri stjórnarinnar skal ósagt látið. Gils spurði ráðherr- ann að þvi hvort hann væri enn sama sinnis og í tíð vinstristjórn- arinnar um það, að herinn ætti að hverfa á brott í áföngum eða allur i einu lagi á stuttum tima. Svaraði ráðherra því til, að afstaða sín í þessu efni væri óbreytt. En vegna núverandi stjórnarsamstarfs væri ekki um slíkt að ræða að óbreytt- um aðstæðum. Þegar núverandi stjórn var mynduð reyndist óger- legt að tjasla saman vinstri stjórn á nýjan leik. Var þá stofnað til núverandi stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði ráð- herra i því sambandi að „skömminni til skárra væri að hafa núverandi stjórn, heldur en enga stjórn." Brostu þá kommar breytt og lyftust í sætunum er þessi orðskviður gekk út af munni ráðherrans og voru sýnilega ánægðir með þetta innlegg hans til málanna.. Hins vegar lýsti ráðherra yfir þvi að hann væri fylgjandi aðild Islands að Nato eins og verið hefði. Taldi ráð- herra friðarhorfur í heiminum bezt tryggðar með því að valda- jafnvægi austurs og vesturs væri sem jafnast — með þvi væri friðn- um bezt borgið. Landsfræg visa eftir Hermann Jónasson voru lokaorð ráðherr- ans, er hann taldi túlka skoðanir sínar á hinum ýmsu málaflokk- Ég skil vel, aö fiskarnir líti ekki við þessum möðkum — Þeir eru ógeðslegir á bragðið. Vestur S. G1064 H. — T. — L. — Austur S. — H. KG T. DG L. — Suður S. K H. — T. 984 L. — Suður trompaði hjartað með kóngnum og vestur varð að undir- trompa. Nú var sama hvað vestur gerði. Hann varð gð trompa tígul- spilið og lét í reynd tíuna en suður lét þá hjartað frá blindum. Ás og átta norðurs sáu síðan um gosa og sexu vesturs. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. Peter lá og bakaði sig í sól- inni á pallinum. þegar bíll kom akandi upp að húsinu. Það var Ilemmer sem kom. Ilann gaut augunum á Hemmer þegar hann ók fyrir hornið á húsinu og stöðvaði bílinn þar. Peter gekk hálf vandræðalegur þangað. Ilemmer horfði illsku- lega á hann. Ándlitið var lang- leitt og beinabert, nefið stórt og nautnalegar varir. — Þekkið þér mig ekki? Ég er Peter — Peter Kesse. Engan velvilja var að merkja hjá Ilemmer, hann sagði fýlu- lega:— Ég held mig rámi eitt- hvað f yður. Þér hafið komið hingað með Frede einu sinni. — Mörgum sinnum. — Og hvað viljið þér núna? — Ér Frede ekki heima? — Nei, hann er erlendis. — Eiginlega kom ég til að hitta yður. — (>g hvað viljið þér mér? — Það er ekkert vit f að segja það núna, fyrst þér eruð svona neikvæður {viðmóti. — Svona út með það. — Frede sagði einu sinni að vantaði mig einn góðan veður- dag stað til að vera á, þá gæti ég bara farið hingað. Pabba þætti gaman að hafa fólk hjá sér, bara að það hegðaði sér vei og truflaði hann ekki. — Og nú hafið þér engan samastað? — Nei. — Eigið þér enga fjölskyldu, sem þér gctið búið hjá? — Ég sé að Frede hefur verið að ýkja, sagði Peter stuttlega. — Ég skal ekki angra yður frekar. Get ég fengið að hringja eftir bíi? Ég var svoddan bjálfi að dragnast hingað með tösku. Hemmer greip um handlegg hans. — Svona, engan æsing. Andlit hans var alveg rétt við Peter. Skopteiknarí hefði dregið hann upp með svipmóti hests, hugsaði Peter ósjálfrátt. — Þér eigið enga fjölskyldu sem þér getið haldið til hjá? endurtók Hemmer. — Ég á víst konu. Eij við búum ekki saman lengur. Og faðir minn og ég erum engir sérstakir vinir. Ilemmer sleppti taki á hand- legg hans. — Hjálpaðu mér inn mi*ð þetta, sagði Jiann stuttlega og opnaði farangursrýmið. — Svo geturðu sótt töskuna þfna. Guði sé lof að hann er farinn að þúa mig, hugsaði Peter á meðan þeir báru inn í húsið léreftsrúllur, rammalista og plastpoka með matvælum. — A annarri hæð finnurðu herbergi innst í ganginum til vinstri. Þjr eru rúmföt. Þaö hefur verið legið i rúminu en það sakar vonandi ekki? Svo geturðu bara fært til hluti sem eru f.vrir þér. Ertu svangur? — Já, en ég er með mat með mér. Það var ekki ætlunin að ég-.. — Við borðum nú saman. Eldhúsið var vægast sagt subbulegt, margra daga óþvegið leirtau flaut um öll borð. Ilemmer ýtti þvi mesta af borðinu til hliðar, dró sfðan steiktan kjúkling upp úr poka. —Skolaðu tvö glös og svo skiptum við með okkur rauð- vfnsflösku. Viltu fá þeir kjúkl- ing? Þeir borðuðu þegjandi. Peter varð þess var að Hemmer virti hann fyrir sér, en augnaráð hans var ekki fjandsamlegt lengur. — Þú ert sem sagt giftur? spurði hann skyndiiega. — Ég var það. Við erum skilin að borði og sæng. — Það hefur ekki gengið? — Nei. — Og Paul Kessel er faðir þinn? — Já. — Fæst þú Ifka við skríftir? — Ég hef nú ekki orðið meira en textahöfundur. —• Fyrir auglýsingar? — Já. — Ertu ánæður með það? — Nei, ég er hættur. •— Hvers vegna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.