Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 3 „Vonast til að koma hingað aftur og þá með fjölskylduna” — sagði Trudeau við brottförina í gær „ÞESSI stutta dvöl mín hér á íslandi hefur verið sérstak- lega ánægjuleg og ég hef notið frábærrar gestrisni," sagði Pierre Elliott Trudeau forsætisráðherra Kanada, er hann hélt á brott frá íslandi laust eftir hádegið I gær eftir 16 klukkustunda opinbera heimsókn. Trudeau sagði í örstuttu samtali við Morgunblaðið að hann hefði fullan hug á að að koma hingað aftur með eiginkonu og börn í sumarleyfi. Sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra þá að Trudeau væri velkominn aftur hvenær sem væri. Um viðræður sinar við forsætisráðherra og forseta íslands sagði Trudeau að þær hefðu verið mjög ánægjulegar. Þeir hefðu rætt sam- skipti landanna og sameiginlega hagsmuni, hafréttarmál og varnarmál og ýmis alþjóðleg mál. Þota kanadíska forsætisráð- herrans lenti á Keflavíkurflugvelli kl. rúmlega 22.00 í fyrrakvöld eftir tæpra fimm klukkustunda flug frá Ottawa Með ráðherranum var fjár- málaráðherra Kanada, Donald Mac- Donald. 18 embættismenn og ráð- gjafar og 28 fréttamenn Geir Hallgrímsson og Matthías Á Mathiesen fjármálaráðherra tóku á móti gestunum ásamt íslenzkum embættismönnum, aðalræðismanni Kanada á íslandi og Campell sendi- herra Kanada á íslandi og frú Eftir stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli var haldið rakleiðis til Reykjavíkur þar sem gestirnir tóku á sig náðir í VORVEÐRI Á ÞINGVÖLLUM Kl 8 30 i rnorgun fóru fslenzku ráðherrarnir með hina kanadísku starfsbræður sina i skotferð til Þing- valla Fagurt vorveður var á Þing- völlum, hlýtt en skýjað og þurrt Staðnæmst var við útsýnisskífuna hjá Almannagjá, þar sem Geir Hallgrímsson lýsti hinum sögulega stað fyrir Trudeau Spurði Trudeau margs og virtist hrifinn af því sem fyrir augu bar, en sagðist gjarnan vilja sjá staðinn í sumarskrúða. Þaðan var gengið niður Almannagjá og að Lögbergi Að lokinni stuttri viðdvöl þar var haldið í Þingvalla- bæinn, þar sem sr. Eiríkur J. Eiriks- son þjóðgarðsvörður tók á móti gestum og bauð upp á hressingu. Sýndi þjóðgarðsvörður gestunum húsið og Þingvallakirkju og hrifust gestirnir greinilega af helgi staðarins. Aðeins var hægt að hafa um hálftima viðdvöl. því að Trudeau átti að hitta forseta íslands, dr Kristján Eldjárn, í stjórnarráðinu kl 1115 og var komið þangað stund- vislega Eftir hálftima viðræður við forsetann, sat Trudeau hádegis- verðarboð Geirs Hallgrimssonar í ráðherrabústaðnum. þar sem þeir héldu viðræðum sinum áfram, en fréttamönnum og fylgdarliði var boðið til hádegisverðar að Hótel Sögu. Frá Reykjavík fóru ráðherrarn- ir kl 13.15 og rétt um klukkan 4 08 hóf þota Trudeaus sig til flugs áleiðis til Lundúna. þar sem hann situr i dag og á morgun leiðtoga- fund sjö auðugustu iðnríkja heims og heldur síðan á leiðtogafund aðildarríkja NATO í Brússel MIKIL TENGSL Við komuna til Keflavíkurflugvall- ar i fyrradag rabbaði Trudeau örstutt við blaðamenn Lýsti ánægju sinni yfir að vera kominn til íslands Hann sagði að sterk tengsl væru milli íslands og Kanada vegna fjölda Trudeau og Geir Hallgrimsson á Logbergi Forsætisráðherrarnir ræða við forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn Kanadamanna af islenzkum ættum. Þá ættu löndin sameiginlegra hags- muna að gæta á sviði hafréttarmála og fisksölu til Bandarikjanna og samstarfs innan Atlantshafsbanda- lagsins Aðspurður um þróun 200 milna málsins í Kanada sagði Trudeau að Kanadamenn teldu sig mega sæmilega við una Samið hefði verið um kvótaskiptingu á fisk- tegundum innan NV- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar og menn vonuðust til að það nægði til að vernda fiskstofnana. Trudeau er einkar geðþekkur maður. brosmildur og léttur í lund og skiptist hann á mörgum spaugs- yrðum við gestgjafa sina meðan á dvölinni stóð Donald MacDonald fjármálaráð- herra Kanada er einn reyndasti ráðherrann i stjórn Trudeaus Hann er 45 ára að aldri, lögfræðingur að mennt og hefur setið á þingi frá því 1962 Hann varð aðstoðardóms- málaráðherra 1963—65 aðstoðar- fjármálaráðherra 1965—66 og aðstoðarutanríkisráðherra 1966—68 Ráðherra án ráðuneytis 1968—70 Hann varð varnarmála ráðherra 1970—72. orkumálaráð- herra 72—75 og fjármálaráðherra frá 1975 Matthias Á Mathiesen fjármálaráðherra sagði að viðræðurnar við Macdonald hefðu að sjálfsögu snúist um fjármál og efnahagsmál Góður timi hefði gefist til viðræðnan.ia við Macdonald. sem væri þrautreyndur og fróður stjórn- málamaður, sem mjög gagnlegt væri að hitta Matthias sagði að i hádegisverðarboði. sem hann og kona hans hefðu haldið Macdonald og eiginkonu hans ásamt nokkrum úr fylgdarliðinu og ráðuneytis- stjórum fjármálaráðuneytisins, hefðu einnig farið fram viðræður og embættismönnum ráðuneytisins gefist timi til að skiptast á skoðun- um við ráðherrann Sagði Matthias að þessi stutta viðkynning hefði verið mjög ánægjuleg enda Macdonald hjónin sérlega elskulegt fólk. V ÍSLENDINGAR í ÁHRIFASTÖÐUM Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í stuttu samtali við Mbl , að þótt viðdvöl Trudeaus hefði verið stutt, hefði gefist óvenjugóður tími til að ræða saman, í bílnum frá Keflavíkurflugvelli og i ferðinni til Þingvalla Hádegisverðurinn hefði verið með fundarsniði og málin rædd vitt og breitt, hafráttarmál og samstarfið innan NATO og helztu alþjóðamálin í viðræðunum hefði komið fram að Kanadamenn hefðu sett takmarkanir á innflutning ullar- peysa frá íslandi. sem hefði komið sér illa fyrir framleiðendur hér á landi. en útlit væri fyrir að það mál hefði tekist að leysa Geir sagði að Trudeau hefði rætt um hina fjöl- mörgu Vestur-íslendinga i Kanada og sagt að mjög margir þeirra væru i ábyrgðarstöðum i Kanada og raunar mun fleiri en ætla mætti af fjölda þeirra — ihj. ,, Morgunblaðið hefur tekið afstöðu gegn kristínm boðun og lútherskri þjóðkirkju á íslandi,> / / — segir sr. Guðmundur Oli Olafsson, rit stjóri Kirkjuritsins i grein í riti sínu KIRKJURITIÐ, timarit Prestafélags íslands, 4. hefti 1976. hefur að geyma ritsmiS eftir ritstjórann. GuSmund Óla Ólafsson, prest I Skál- holti. sem ber heitið „Orðabelgur". Segir höfundur þar að Morgunblaðið hafi tekið afstöðu gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á íslandi. Morgunblaðinu þykir rétt að gefa lesendum sinum kost á þvi að kynna sér skrif Guðmundar Óla Ólafssonar og birtist úrdráttur úr greininni hér áeftir. Ennfremur sneri Mbl. sér i gær til biskupsins yfir íslandi. herra Sigurbjörns Einars- sonar, og innti eftir hans áliti I grein- inni og þeim orðum ritstjórans. að Morgunblaðið hefði tekið afstöðu gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á íslandi. Herra Sigur björn Einarsson kvaðst ekki geta tjáð sig um efni greinarinnar. þar sem hann hefði ekki lesið hana og því ekki séð I hvaða samhengi framan- greind orð væru sögð. „Furðustríð uppvakninganna" Undir framangreindri fyrirsögn byrjar sr. Guðmundur Óli Ólafsson greinina og segir „Nú eru þeir orðnir kunnir að því á Morgunblaðinu að vekja upp drauga. — og kemur hver draugurinn upp úr öðrum. Sú merki- lega uppvakningasaga eða kómedía hófst, er grein birtist í Kirkjuriti um hreina trú Á augabragði komust nokkrir athafnasamir andar á kreik eins og af sjálfsdáðum Og höfundur grein- arinnar varð þjóðkunnur „vondur" maður á fám dægrum Svo illt verk er það að boða Krist, krossfestan og upprisinn, og kalla hann lífsvon mannkyns, lllt og Ijótt virðist það og orðið, sem forfeður vorir settu traust sitt á um aldir, — því kristnir voru þeir flestir lengst af, þótt ýmsir láti nú svo heita, að þeir hafi trúað á álfa í hólum Þeir hinir sömu ættu að kynna sér til dæmis sambýli þjóðtrúarinnar og rétttrúnaðarins á Islandi Þó vænkaðist fyrst til muna hagur uppvakninganna, þegar prestastefna var haldin í Skálholti. og andlegir leið- togar kristinna safnaða á íslandi. heið- arlegir og samvizkusamir menn. að ætla má, og allir sérfræðir um trúar- brögð, leyfðu sér þá ósvinnu að vara við því, sem þeir töldu andlega óholl- ustu. Þá vöknuðu upp býsna margir liðsmenn hinna fyrri anda, svo líklegir sem ólíklegir, og lesa mátti fyrirsagnir um „aumingja prestana" í blöðum og sitthvað fleira skrifað af áþekkri geðs- hræringu. Það eru vitanlega engir Guðs volaðir andlegir vesalingar. sem hafa efni á því að vorkenna prestastétt- inni með þeim hætti! Einna furðulegast má þó heita i öllu þessu striði, að stjórnendur stærsta Sr. Jón AuSuns: „Lúskrar á ýmsum meginatriðum kristinnar kenning- ar". dagblaðs í Reykjavík hafa tekið mjög svo eindregna afstöðu með upp- vakningasveitinni og þar með gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á íslandi. Nú má ætla, að all stór hópur lesenda blaðsins sé kirkjufólk. og er þetta þeim mun annarlegra Virðist tími til kominn, að það fólk hafi gát á. hverju það Ijær lið, þegar það kaupir og les dagblöð " „Dó dó ocj dumma Undir þessari fyrirsögn gerir sr Guðmundur Óli það að umtalsefni er Jesús reið inn í Jerúsalem á asna, e .is og afbrotamaður að austurlenzkum hætti, eins og hann orðar það Föru- nautar hans hafi ekki verið hátíðarkór úr musteri heldur eflaust fátækt fólk og syndarar. Heimurinn hafi mátt vita hver hann var, hinn blessaði konungur. Og síðan segir sr Guðmundur Óli orðrétt: „Þann dag varð margur ósáttur við hann. Og æ síðan hafa uppi verið GuSmundur G. Hagalín: „Bergnuminn". menn, sem vildu færa margt til betri vegar, klæða kristinn dóm í hrjálegri búning Morgunblaðsmenn virðast nú hafa tekið upp slíka umbótastefnu Síra Bolli Gústafsson í Laufási hafði þann starfa með höndum að rita sunnudagahugvekjur fyrir Morgun- blaðið um þær mundir, er mest gekk á út af prestastefnunni margnefndu Hann er ritsnjall maður og gæddur hóglátri kímni, enda fórst honum allt vel. En frá því hann lét af hugvekju- smíðinni, hafa ekki aðrir komizt þar að en þeir, er fylgdu „umbótastefnu" blaðsins En þeir fá þar einnig góðan „dóm" og háa einkunn. Kveður þar mest að síra Jóni Auðuns, fyrrum dóm- prófasti, enda er hann manna kunn- astur að þvi að lúskra á kreddumönn- um og ýmsum meginatriðum kristinnar kenningar, svo og ýmsum forynjum er hann sá þar i kring. — vigreifur eins og Dón Kikóti í mjög svo hentugan tíma kom og hvalreki mikill á fjörur Morgunblaðsins, þvi að síra Jon birti i vetur æviminningar sinar og greinar- gerð fyrir lífsskoðun sinni ásamt palladómum nokkrum um samferða- menn Er ekki að orðlengja að les- endum Morgunblaðsins má nú Ijóst vera, að þvilík bók hefur ekki lengi komið út á íslandi Ef rétt er munað. fóru að birtast kaflar úr bók þessari i Morgunblaði nokkru áður en hún kom út Var til þess varið heilum siðum eða opnum blaðsins Hvort sem það var hending eða ekki. voru m a til valdir kaflar um fólk, sem á sinni tíð hafði verið i forystu fyrir kristilegum félögum er prófastinum var heldur í nöp við Nú var þetta fólk horfið af þessum heimi og óhætt að segja um það. hvað sem var, jafnvel láta i skina, að það hefði nú verið blendið í trúnni og ekki góðmennskan einber Dr Bjarni Jóns- son. vigslubiskup var einn þeirra tilnefndu, forveri bókarhöfundar i embætti dómprófasts og um skeið samverkamaður hans við Dómkirkjuna Þó tók nú fyrst i hnjúkana, þegar Páskaleiðari Morgunblaðsins. ritdómur um bókina kom i Morgun- blaði Þar dugði ekki minna en einar fjórar eða fimm siður af alkunnri mælgi Gumundar Hagalins Virtist hann sem bergnuminn, enda skorti ekki lýsingar- orð í dóminn þann Auk þess. að bókarefnið var þar mjög svo endursagt svo sem háttur er Hagalíns. voru þar innan um og saman við nokkrar mergjaðar athugasemdir eða íhuganir frá eigin brjósti rithöfundarins um kristnilíf Norðmanna, Lýðháskólann í Skálholti. forstöðumann hans og fleira Ekki var þess að neinu getið, hversu rithöfundurinn hefði hagað úttekt sinni á kristni frænda vorra i Austurvegi. ekki orð um hversu oft hann hefði lagt leið sína i kirkjur þar. hversu marga predikara heyrt. hversu marga trúaða hann hefði verið samvistum við til að athuga trúrækni þeirra og dagfar Nei. hér var einungis verið að éta eitthvað upp eftir Arnúlfi Överland reynt að stæla gamla og heldur óhrjálega skrípamynd eftir hann Það tók þvi þá! Aðrar athugasemdir úr ritdóminum er líklega bezt að leiða hjá sér Einhver var raunar að segja, að gamla kennara- skólaviðsýmð væri í þessu skrifi Haga- lins Það er slæm umsögn. ef sönn reynist Gjarna vildi sá, er þetta ritar. hafa hærri huqmyndir um það viðsýni Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.