Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 29 1 n M VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI *f[ andi bréf að norðan: „Höfðingi einn á Suðurhafseyj- um sat fyrir utan kofa sinn og las Biblfuna. Franskur farandkaup- maður nálgaðist hann. Þegar hann sá hvaða bók hinn innfæddi höfðingi var að lesa segir hann við hann: „Hvers vegna ert þú að lesa Biblfuna? Þú er kannski orð- in bráð trúboðanna? Það er mín skoðun að enginn hafi nokkurn tfma haft gagn af að lesa Biblfuna." „Nú, jæja“, svarar höfðinginn. „en leyfðu mér að segja þér að hefði ég ekki lesið Biblfuna og orðið fyrir áhrifum frá henni, þá mundir þú þegar vera kominn of- an i pottinn minn." Beztu kveðjur, frá konu á Akureyri.“ Þessir hringdu . . . 0 Kartöflur frá Kanarí? Lögreglumaður: — Ég er nýkominn frá Kanarí- eyjum þar sem ég borðaði þessar fínu kartöflur. Þeir fá þar margar uppskerur á ári. Og þar sem við hér heima erum að borða hálf- gerðar leiðindakartöflur datt mér f hug hvort ekki væri hægt að fá keyptar kartöflur frá Kanarfeyj- um og flytja þær heim með skip- unum, sem flytja skreiðina frá Nigeríu. Þau koma við f Las Palm- as á bakaleiðinni skilst mér, til að taka vistir. Ég vildi fá að skjóta þessu fram til athugunar fyrir Grænmetisverzlunina.— Þetta er nokkuð nýstárleg hug- mynd og sjálfsagt vel athugandi, en vera má að flutningskostnaður verði of mikill til að þetta sé fram- kvæmanlegt. Þó þyrfti það e.t.v. ekki að vera ef skip eru á annað borð i ferðinni þar ytra. 0 Netafiskurinn ekki betri? Haraldur Stefánsson, Isaf.: — Ég vil lýsa furðu minni á þeim skrifum, sem verið hafa i Mbl. um smáfiskadráp á Vest- fjarðamiðum og ég skora á Mbl. að birta heimild sina fyrir þessari frétt, sem var ásamt mynd í sunnudagsblaðinu síðasta. Ég veit heldur ekki hvort þessi netafisk- ur er nokkuð betra hráefni, þegar hann er búinn að liggja í tvær til SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í siðasta mánuði háðu sjö ungl- ingaskákmenn Sovétríkjanna keppni um hver þeirra skyldi verja heiður sterkustu sovét- manna á heimsmeistaramóti ungl- inga í sumar. Staðan hér að neðan er einmitt frá mótinu, það er Ermolinski, sem hefur hvítt og á Ieik gegn Zajd. abcde f g h 19. Re6!Dd7 (eða 19. . . fxe6, 20. f7+ og nú gengur hvorki 20... Kg7, 21. Dh6+ — Kh8, 22. Dxf8 mát, né 20. .. Kh8, 21. Bxg6) 20. Rxf8 — Kxf8, 21. Bf5! (En auðvit- að ekki strax 21. Dxh7? — Dg4+) gxf5, 22. Dxh7 — Rxf6, 23. gxf6 og svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Jusupov frá Moskvu, en hann hlaut 7 v. af 12 möguleg- um. Fast á hæla hans fylgdi svo hinn 14 ára gamli Kasparov frá Bakú með 6!4 v. þrjár nætur. Þessar árásir á sjó- menn geta ekki leitt annað en illt af sér. — 0 Rabb um tfzkuna Móðir: — Það er nú ekki af neinu sér- stöku tilviki, sem ég læt heyra í mér, heldur bara svona smá-rabb um tízkuna og unglingana, sem ég vildi gjarnan koma á framfæri. Við vitum það öll að tfzkan getur verið mikill húsbóndi og margir ánetjast henni á einhvern hátt. Unglingar eru e.t.v. einna veikast- ir fyrir henni, þó er fullorðið fólk lika nokkuð duglegt við að fylgj- ast með og fata sig upp, ef svo rqá að orði komast, með stuttu milli- bili. En alltof oft eru þessi fata- kaup ótimabær og óþörf með öllu. Það væri betra ef unglingar gætu lagt peninga sina i eitthvað annað en föt, sem slitna fljótt eða bara kaupa föt af þvi þau eru í tízk- unni. Ekki eru það allir unglingar sem hafa áhuga á þessum tizku- fötum og sumir þeirra reyna t.d. að komast yfir hljómflutnings- tæki eða annað sem gagn er að um lengri tfma. Það hlýtur að vera ólikt betri fjárfesting en fötin. Eg vildi aðeins fá að benda á þetta fólki til umhugsunar og kannski ekki sízt unglinginum ef þeir skyldu reka augun f þetta. HÖGNI HREKKVÍSI Kökubazarog fatamarkaður (allt ný og smekkleg föt). Verður í Fram- heimilinu, við Safamýri, laugardaginn 7. maí kl. 2. Komið og gerið góð kaup. Fram-konur. Fiskverkunarstöð Til sölu er fiskverkunarstöð í fullum gangi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Góð aðstaða til að fullvinna fiskinn. Sölustj. Sverrir Kristjánsson. Viðskiptafr. Kristján Þorsteinsson, Símar 20424 — 14120 Heimasímar 42822 — 30008 — 75229. Keramik- verkstœöiö Hulduhólum Mosfellssveit, er opiö laugardaga, sunnudaga, mánudaga og miðvikudaga, frá kl. 1-6. Leirmunir til sýnis og sölu. Steinunn Marteinsdóttir Shellkote vörur eru fjölhæfari en yður grunar SHELLKOTE VÖRUR: NOTENDUR:_____________________ Þéttiefni, litarefni, eldvarnarefni, Iðnaðarmenn, verktakar, limefni, þétti-og varnarefni húseigendur, húsbyggjendur, bifreiða. bifreiðaverkstæði. SÖLUSTAÐIR:_________________________________________________ Shell verzlunin, Suðurlandsbr. 4, Upplýsingabæklingur um Shell- Birgðastöð Skeljungs.Skerjafirði. kote vörur liggur frammi á af- umboðsaðilar Skeljungs um allt greiðslustöðum og á skrifstofu land og ýmsar byggingarvöru- félagsins, sími 38100. verzlanir. Oliufélagið Skeljungur hf wj tð Þl' Al'GLÝSIR l'M ALLT LAND ÞEG.AR Þl Al'G- LÝSIR í MORGUNBLAÐINL'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.