Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 11 um milli áningarstaöa. En það er út af fyrir sig áreiðanlega aðlaðandi ferðamáti. Við unnum aftur á móti upp kostnaðinn af bílaleigunni með ódýrari gisti- og matarkostnaði, auk frelsisins sem bíllinn veitti okkur, og timasparnaði við að biða eftir ferðum og leita upp- lýsinga. Nú vorum við lausar við hótelin og gátum i staðinn gist á heimilum, sem kostaði með morgunverði tvö pund eða tvö og hálft pund á mann. í hverju þorpi, hverjum bæ og hverri sveit um allt írland má finna hús með skilti í glugga, sem á stendur B & B og táknar „Bed and Breakfast“, gisting og morgunmatur. Okkur reyndist þetta hin ágætasta gisting, hrein og snotur her- bergi, hægt að fara í bað og morgunverður samanstóð af ávaxtasafa, brauði, eggi og bacon, stundum kornfleks, kaffi eða tei. Hann varð okkur sú undirstöðumáltíð, að ekki höfðum við lyst á öðrum há- degisverði en ávöxtum keypt- um á mörkuðunum fyrir lftið verð eða kaffi á huggulegum bar upp úr tvö, til að hvíla okkur og spjalla við fólk og leita upplýsinga. írarnir, sem leigðu okkur, reyndist mjög fjölskrúðugur hópur, sem sagði okkur meira um land og þjóð og hvert hérað en við hefðum ann- ars vitað. Og þar hittum við stundum yfir morgunverði ferðafólk, sem miðlaði okkur af reynslu sinni og benti okkur á ýmislegt. En aldrei ákváðum við gististað fyrr en leið að kvöldi og um leið og við komum að honum. Það hafði líka þann kost að gististaðurinn var val- inn f samræmi við bað sem gera átti það kvöldið, svo ekki þurfti að aka um að kvöldinu. Þannig fundum við t.d. gistingu í nánd við 15. aldar kastalann Bun- ratty, skammt frá Shannonflug- velli, þar sem efnt er til ná- kvæmra eftirlfkinga á miðalda- veizlunum, þar sem „ladýur og lordar" eru húsráðendur. Þær bera á borð sama mjöð og sömu rétti og tíðkuðust fyrrum og gestir borða með fingrunum. En hefðarfrúrnar framleiða finustu tónlist frá þessum tíma meðan borðað er — og það er vönduð tónlist. Þó dýrt sé, sex og hálft pund á mann, er þarna gífurleg aðsókn, en við slupp- um við að panta löngu fyrir- fram með þvf að mæta og treysta á að einhver félli úr. Eini staðurinn, þar sem svolitil leit varð að húsaskjóli, var í Burrenlandi á vesturströnd- inni, því i bænum Listowarna stóð yfir vikuhátið, sem fólk úr öllu landinu streymdi til. Sfð- degis tindist fólkið úr nálægum sveitum inn i bæinn og dansað var, spilað og drukkið i hverju veitingahúsi fram á nótt. Þetta frjálsa ferðalag veitti okkur einmitt möguleika á að elta uppi svona atburði, sem við hefðum ekki viljaö missa af, þegar einhver sagði okkur af þeim. Enda virtumst við næstum einu túristarnir á þess- ari hátið. Ekki er svigrúm til að lýsa ferðalaginu um írland hér. í 10 daga ókum við um írska lýð- veldið þvert og endilangt, en skiluðum svo bílnum í Limerick og tókum áætlunarbíl þvert yf- ir landið til Dublin aftur. Við ókum fyrst suður með austur- ströndinni með sínum sendnu sjóbaðstöðum og komum til hins fagra staðar Glendalough inni í landi með vötnum sinum og fjöllum og fornminjum frá dögum vikinganna. Litadýrðin á heiðunum vakti strax athygli okkar með fjólubláum beiti- lyngflekkjum og heiðgulum blómjurtum. í næturstað okkar í bænum Roslare eru langar sendnar baðstrendur. Þaðan lá Kastalar frá miðöldum hafa verið gerðir upp og komið í nákvæmlega sama horf og þeir voru fyrr. í sumum er efnt til fagnaðar, sem er nákvæm eftirlíking af kvöldveizlum lávarða og hefðarfrúa þeirra tíma. Vestur við Atlantshaf eru víða gamlir kastalaturnar og þar eru fallegir háir klettar, Mohair-höfði, sem sést í baksýn. Gerðir hafa verið upp bústaðir frá bronzöld, sem sýna hvernig menn urðu i upphafi að verja bústaði sína úti í vatni. ,----------------------------------------------, | Með minnstu við- j ! skiptalöndum okkar j ÍRLAND er eitt af minnstu viSskiptalöndum okkar F Evrópu. sem | vafalaust stafar aS miklu leyti af þvl aS landbúnaBur er ein mikilvæg- ■ asta atvinnugreinin og aS landbúnaSarframleiSsla íra er ð margan hðtt Ifk framleiSslu íslendinga. Auk þess er útflutningsiSnaSur skemur ð veg kominn en F mörgum öSrum löndum Evrópu. Auk þess eru írar sjðlfum sér nógir varSandi sjðvarafurSir. IÁ siðasta ári var útflutningur íslendinga til írlands ekki meiri en sem nemur 5.2 milljónum króna að verðmæti. Þó að hér sé um óverulega I | upphæð að ræða felur hún I sér geysimikla aukningu frá árinu 1 975, þvi | það ár keyptu írar ekki af okkur vörur nema fyrir 300 þúsud krónur. Sá varningur sem írar keyptu voru aðallega prjónavörur úr ull. Keyptu þeir slikar vörur fyrir 4 milljónir króna á siðasta ári. Auk þess keyptu þeir ýmiss konar varning fyrir 1.2 milljónir Ástæðan fyrir þessum litla útflutningi íslendinga til írlands er tæpast sú að litill markaður sé fyrir Islenzkar vörur i írlandi, heldur sú að við höfum enga áherslu lagt á öflun I markaðar þar Kaup okkar á vörum frá írum eru einnig mjög litil en þó margföld á við útflutning okkar til írlands Á siðasta ári fluttum við inn Irskar vörur fyrir | 144 milljónir króna, sem er meir en tvöfalt meira en 1975 Þær vörur sem hér er aðallega um að ræða eru grænmeti, spunavörur og garn, ýmiss I konar fatnaður og skór Við kaupum ekki mikið af iðnaðarvörum af írum, i en þó fluttum við inn rafmagnsvélar, gúmmlvörur og unnin jarðefni fyrir ■ | nokkrar milljónir króna. I Eins og íslendingar hafa írar lagt vaxandi áherslu á ferðamannaiðnað og ' hafa samskipti þjóðanna á þvi sviði verið nokkur á undanförnum árum I Hafa slik þjónustuviðskipti farið vaxandi enda eru þeir islendingar að verða | sifellt fleiri sem eyða sumarfríi slnu á írlandi leiðin þvert yfir landið með stanzi í frægum bæjum, svo sem viskibænum Wexford og Waterford, sem frægur er fyrir krystal sinn. Skoðaðir voru kast- alar, sveitamarkaðir og fagrir staðir, eins og Kennedy- þjóðgarðurinn og komið i milu- langa hella með 1000 ára göml- um dropasteinum. Þarna er iðu- lega ekið um gróskumikla skóga og akurlendi, en við stefndum á Dingleskaga, sem endar í vestasta odda írlands, hinum fagra Slea Head. Fyrir utan sjást klettaeyjarnar Bask- et Islands, sem frægar eru af bókum um hið erfiða og sér- kennilega líf írsku eyjaskeggj- anna. En skaginn sjálfur er dýrðlega fagur með fjöllum sin- um, berum klettum og löngum sandströndum, en heiðargróð- urinn prýða mannhæðarháar rauðar fúsiur (sem hér lifa i í litlu þorpi stönzuðum við og fengum okkur hressingu í þessu gamla húsi með strá- þakinu, þar sem í senn er smáverzlun, bjórkrá og kaffi- stofa þorpsins. blómapottum), hálfs metra hátt fjólublátt beitilyng og tina má villt ber af runnum meðfram vegunum. Þaðan ókum við yfir háfjallaskörðin niður til hinna frægu vatnahéraða og bæjarins Kiiarney. Þar er mikið af þess- um frægu irsku söngkrám, þar sem iðkaður er hópsöhgur. Þarna snerum við aftur til norðurs og þræddum nú vesturströndina, gegnum bæ- inn Trallee, meðfram Shannon- ánni sunnanverðri til borgar- innar Limerick. Og héldum þaðan norðan árinnar um Ennis, alla leið til borgarinnar Gal- way. A þeirri leið eru m.a. bronsaldar bústaðir, sem gerðir hafa verið upp, og margir af hinum fallegu miðaldaköstul- um og klaustrum. Smám saman kynnist maður lifandi sögu ir- lands. Og það hvatti okkur svo til að sækja í bakaleiðinni sögu- lega dagskrá í einum kastalan- um, þar sem listamenn sögðu með upplestri á gömlum text- um og söngvum sögu irlands og frelsisbaráttu — keyptum raunar hljómplötu með efninu til að geta hlustað á það aftur. En á Dingle-skaga höfðum við m.a. séð hlöðnu býkúpulöguðu steinahúsin, sem irar bjuggu i fyrir þúsund árum, um það leyti sem Brendan var að leggja þaðan upp í ferðir sínar. En þarna eru lika hús kynslóðar- innar, sm nú er að hverfa, kalk- steinshúsin með stráþökun- um. Og á þessum slóðum er landið orðið svo bert og hrjóstr- ugt, að gengnar kynslóðir hafa viða orðið að höggva niður klappirnar og hlaða veggi kring- um smábletti sína, sem þeir svo óku mold í og r.ektuðu í aldir. Þarna skildi ég i fyrsta skipti í rauninni orðatiltækið „að brjóta land“. En þessir löngu hlöðnu veggir eru listaverk mikil og augnayndi nútima- mönnum. Raunar virðist veggj- unum vel haldið við. Einkum er þetta áberandi i Burrenlandi, sem við ókum um á suðurleið- inni, er við fórum með þessari fallegu hrjúfu klettaströnd við Atlantshafið með Mohair- klettunum frægu. Þar úti fyrir eru líka Aroneyjar og fleiri eyj- ar, sem frægar eru úr kvik- myndum og sögum. Burrenland hefur það m.a. fram yfir aðrar sveitir, að þar er skordýralíf auðugt, m.a. fágætt úrval fiðr- ilda, og flóran einstæð með villtum jöklasóleyjum og krysantemum, enda hefur til- búinn áburður og skordýraeit- ur aldrei verið þar notað. Þess má geta að þarna við Atlants- hafsströndina eru góðar og eftirsóttar golfbrautir. Ekki er i þessari stuttu frá- sögn hægt að lýsa þvi, sem fyrir augun ber í slíkri ferð um ír- land, sem er óneitanlega mjög fjölbreytilegt. Við höfðum kos- ið að vera þar á ferð i lok ferða- mannatimans, dvöLdum í ír- landi frá 27. ágúst til 16. sept- ember. Veður var hlýtt og sól- ríkt, hiti 22 stig fyrstu dagana, siðan lengst af 15—20 stig og loks lækkaði hann niður í 12 stig i Limerick í bakaleiðinni. En þá skiluðum við bara biln- um og tókum áætlunarvagninn til Dublin. Auðvelt er að aka um írland, vegir góðir og um- ferð lftil. Viða eru skilti, sem vara við að kýrnar fari þarna yfir veginn, útskot eru til að stanza á og merkingar ágætar. Þarna er auðvelt að leigja reió- hjól og hjóla um með lítinn farangur en gista á einkaheim- ilum. 1 Dublin áttum við nægi- lega mikið óskoðað til að láta London lönd og leið og dvelja þar fram á síðustu stundu. Ef einhverjum þykir hér vanta um upplýsingar um verðlag á fatn- aði i búðum, þá sýndist okkur það lægra en i London fyrir barna- og kvenfatnað og úrval ágætt. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.