Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 Verzlunarmannafélag Vestmannaeyja: Yfirvinnubann frá og með mánudeginum Esja séð frá höfninni Fyrsta Esjuganga Ferðafélagsins í dag Fyrsta afmælisganga Ferðafélags tslands ð Esju verður í dag kl. 13. Verður lagt á fjallið frá Kleifum, ofan við Esjuberg, upphaflega átti að leggja upp frá Mógilsá, en hætt var við það vegna fshranna á þeirri leið. Þórunn Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags tslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að töluverð eftirspurn hefði verið eftir þessum gönguferðum ð Esju, t.d. hefði verið tilkynnt um 60 manna hóp úr einum skólanum f Kópavogi, og vitað væri um nokkra skátahópa sem ætluðu að taka þátt f göngunni. Sagði Þórunn að fólk gæti valið um hvort það færi með langferða- bílum frá Umferðarmiðstöðinni, eða kæmi á einkabílum að Esju- bergi. Hver sá sem tekur þátt I Esjugöngunni verður látinn útfylla sérstakt eyðublað, auk þess sem hann færi viðurkenningarskjal fyrir að hafa tekið þátt í þessum afmælisgöngum. Að gönguferðun- um loknum, en þær verða 10 talsins, verður dregin þrjú nöfn úr hópi þátttakenda og fá þeir í verðlaun ókeypis helgarferð með Ferðafélagi Islands eftir vali. Næsta Esjuganga F.í. verður laugardaginn 14. maí, siðan verður gengið fimmtudaginn 19. maí, laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. mai. Þá verður gengið á Esju laugardag fyrir hvitasunnu og á annan i hvitasunnu, ennfremur laugardaginn 4. júni, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní. Ávallt verður lagt af stað kl. 13. Dr. Fitzgerald á Akranesi: Blóm Ira að minnisvarð- anum um írskt landnám hér STJÓRN og trúnaðarmannaráð verzlunarmannafélags Vest- mannaeyja samþykkti f fyrra- kvöld yfirvinnubann frá og með næsta mánudegi. „Það má segja, að félagið sé ósköp máttlaust hérna“, sagði Sigmar Georgsson, formaður félagsins, þegar Mbl. spurði hann um afgreiðslu þessa máls, en félagið er það eina innan ASl sem hefur afgreitt yfirvinnu- bannið með þessum hætti. „Hér er mikið um einkakaupmanninn, þannig að yfirvinnubann kemur aðeins við tvö fyrirtæki, kaup- félagið og Gunnar Ólafsson & Co“, sagði Sigmar ennfremur. „Einhvern veginn varð það svo ofan á að gefa þessum fyrirtækj- um þennan frest fram vfir helg- ina“. Sigmar sagði, að stjórnin og trúnaðarmannaráðið, hefðu dreg- ið að afgreiða yfirvinnubannsmál- ið, fyrst vegna radda um ólög- mæti aðgerðarinnar og svo hefðu menn viljað biða þar til afstaða MORGUNBLAÐINU hefur borizt ályktun, sem samþykkt var á aukaþingi Félags menntaskóla- kennara fyrir skömmu og er hún svohljóðandi. „Aukaþing FM, haldið 17. apríl 1977 í Reykjavík, mótmælir af gefnu tilefni órökstuddum dylgj- um í garð kennara i framhalds- skólum landsins um að þeir hafi í frammi pólitískan áróður í kennslustundum. Þingið telur V.R. hefði verið ljós. En fund um málið hefði ekki verið unnt að halda fyrr en í fyrrakvöld. „Það urðu ákaflega miklar umræður um málið í stjórninni og trúnaðar- mannaráðinu og skoðanir voru skiptar um, hvort yfirvinnubann- ið ætti að skella tafarlaust á, eða hvort rétt væri að fresta þvi fram yfir helgi. Það varð svo samkomu- lag um síðari kostinn". sagði Sig- mar. Gyða Steingrímsdóttir greiddi ein atkvæði gegn yfirvinnubanni á fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðsins. „Ég er á móti þessu yfirvinnubanni, þvi það bitnar einungis á okkur sjálfum“, sagði hún í samtali við Mbl. i gær. ,,Það styttir vinnutímann, minnk- ar kaupið og eykur álagið, því euðvitað verzlar fólk áfram“. Þegar Mbl. spurði Gyðu, hvort þessi skoðun ætti við hina al- mennu yfirvinnubannsboðun í heild, svaraði hún: „Ég vil ekkert segja um aðra. En svona horfa málin við frá mínum sjónarhóli.“ þessar dylgjur ámælisverðan at- vinnuróg. Þingið bendir á að kennurum er skylt að stuðla að gagnrýnni umræðu á meðal nem- enda sinna og láta ólík sjónarmið njóta sín. Aukaþing FM leggur því áherslu á að krafan um að kennarar sniðgangi viðkvæm póli- tísk deiluefni i kennslustofunni brýtur i bága við grundvallar- markmið skólans“ Með ályktuninni er svohljóð- andi greinargerð: „Undanfarnar vikur hafa öflugir fjölmiðlar keppzt við að telja landsmönnum trú um að kennarar í samfélags- fræði og íslenzkum bókmenntum misnoti sér aðstöðu sína í pólitisk- um tilgangi. í leiðara Morgun- blaðsins segir,t.d.: „Einstaka nemendur hafa í viðræðum manna á rnilli nefnt fjölmörg dæmi um slíka misnotkun í þess- um kennslugreinum". Hér er ver- ið að hvetja kennara til að leiða hjá sér umfjöllun um ákveðnar hugmyndir eingöngu til þess að koma til móts við áhrifamikla að- ila í samfélaginu. Það er engu líkara en menn álíti að hlutverk kennara sé fólgió i þvi að steypa upp í vitin á nemendum. Krafan um að þagað sé um hug- myndir, sem stangast á við kenn- ingar valdhafa og e.t.v. almanna- róm, felur i rauninni í sér ósk um að skólinn standi vörð um allar bábiljur í samfélaginu. En slik ósk stangast á við það markmið skólans að efla dómgreind og víó- sýni nemenda. Sú heimsmynd, sem nemendur hafa tiieinkað sér allt frá blautu barnsbeini verður óhjákvæmilega fyrir hnjaski í framhaldsskólunum þar sem þær mæta efanum og rökvísinni. Til þess er leikurinn geróur. Þetta mál snertir vinnuaðstöðu kennara. Umræða um störf þeirra er sjálfsögð og eðlileg, en órök- studdum dylgjum verða samtök þeirra að svara." Síldarverðið var 440% hærra hér í fyrirsögn fréttar í Mbl. um samanburð í fersksíldarverði hér á landi og á austurströnd Kanada i fyrra varð sú misritun að verðið hér var sagt hafa verið 44% hærra. En munurinn var heldur meiri, því verðið hér var 440% hærra á kiió, eins og fram kom í fréttinni. UTANRÍKISRÁÐHERRA írlands dr. Garrett Fitzgerald, hélt I gærmorgun ásamt fylgdar- liði sinu með varðskipi til Akra- ness. Á bryggju á Akranesi tók forseti bæjarstjórnar Daníel Ágústfnusson ásamt bæjarstjórn og bæjarfógeta á móti dr. Fitzger- ald. Var síðan Akranes og nágrenni skoðað. M.a. var skoðað dvalarheimili aldraðra sem er í byggingu á Sólmundarhöfða, en áður en utanrfkisráðherrann sat hádegisverðarbo^ bæjarstórnar Akraness, var haldið að minnis- varðanum um landnám íra á Akranesi. Lagði utanríkisráð- herrafrúin, Joan Fitzgerald, blómvönd frá rfkisstjórn írlands að minnisvarðanum. Meðal fylgdarfólks dr. Fitzgeralds til Akraness var sendiherra Íslands í Dublin, Sigurður Bjarnason, og kona hans Ólöf Pálsdóttir. Síðdegis hélt utanríkisráðherr- ann aftur til Reykjavíkur, en hann hélt gestgjöfum sínum boð að Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Heimsókn dr. Fitzgeralds lauk i morgun er hann hélt utan með vél Flugleiða. Hér hefur irski utan- rikisráðherrann sem kunnugt er átt viðræður við ýmsa forystu- menn, þ.á m. utanrikisráðherra og forsætisráðherra, en dr. Fitzgerald og Geir Hallgrímsson hittust fyrir skömmu á Bilder- berg-fundinum. Guðmundarmálið: Tveir hinna ákærðu neita nú aðild að morðinu VIÐ dómsyfirheyrslur í Guðmundarmálinu svonefnda hafa tveir af þremur ákærðu í málinu, þeir Sævar Marínó Cieselski og Tryggvi Rúnar Leifs- son, nú dregið játningar sfnar til baka um að hafa ráðið Guðmundi Einarssyni bana og neita nú einn- ig að hafa verið á þeim stað þar sem atburðinn átti sér stað. Kristján Viðar Viðarsson sem einnig liggur undir ákæru, heldur hins vegar fast við fyrri framburð sinn, svo og hefur Erla Bolladótt- ir staðfest framburð sinn að nýju um atvik þessa máls. Albert Klahn Skaftason hefur einnig aukið við frambuð sinn og ber nú, að hann hafi verið staddur í húsi því þar sem atburðurinn átti sér stað. Loks kemur fram, að maður sá, sem sóttur var til Spánar til að bera vitni í máli þessu, hefur bor- ið, að hann hafi einnig verið staddur í húsinu ásamt hinum ákærðu og manni er hann kannað- ist ekki við. í fréttatilkynningu Sakadóms Reykjavíkur um mál þetta, sem birt verður i heild sið- ar, kemur hins vegar fram að ekk- ert hafi að öðru leyti verið í frá- sögn mannsins umfram það sem hinir ákærðu höfðu borið. Segir í fréttatilkynningunni að rannsókn þessa máls sé nú í öllum aðal- atriðum lokið. Fyrsti fundur sjómanna og útvegsmanna á mánudag KRÖFUR sjómanna hafa verið af- hentar útvegsmönnum. Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands islands, afhenti þær Kristjáni Ragnarssyni, formanni Landssambands fslenzkra útvegs- manna, á Loftleiðahótelinu sfðastliðinn fimmtudag. Var þá jafnframt ákveðið, að fyrsti samningafundur yrði haldinn á mánudag klukkan 14. Gert er ráð fyrir að á þessum fyrsta fundi verði aðilar sammála um að vfsa deilunni til sáttasemj- ara rfkisins. Aðilar munu ekki birta kröfurnar fyrr en eftir þennan fyrsta fund, en svo sem lesendum Morgunblaðsins er kunnugt birtust meginkröfur sjó- mánna hér í blaðinu fyrir nokkr- um vikum. Firmakeppni Fáks Árleg firmakeppni hesta- mannafélagsins Fáks verður hald- in á Víðivöllum við Elliðaár, sunnudaginn 8. maí. Alls taka 237 fyrirtæki þátt í firmakeppninni og munu margir frækilegustu gæðingar höfuðborgarinnar keppa fyrir fyrirtækin. Keppt verður i tveimur aldurs- flokkum, flokki 14 ára og yngri og flokki fullorðinna. Veitt verða verðlaun í báðum flokkum. Keppnin hefst kl. 3, en knapar eiga að mæta kl. 2 með hesta sína. Leiðrétting í ávarpi, sem flutt var í Nes- kirkju 14. april sl. og birt var i Morgunblaðinu 1. mai sl. varð af vangá það mishermi, að Guð- mundi Inga Kristjánssyni voru eignaðar þessar ljóðlínur: „Sveit er sáðmanns kirkja sáning bænargjörð". Rétt er að ljóðlínur þessar eru úr ljóði eftir Bjarna heitinn Asgeirsson, alþingismann og ráð- herra. Bið ég afsökunar á þessum leiðinlegum mistökum. Ólafur Jóhannesson. Joan Fitzgerald leggur blómvönd að minnisvarðanum um landnám ira á Akranesi. (Ljósm. Mbl. Júlfus Þórðarson) Félag menntaskólakennara: „Mótmælir órök- studdum dylgjum,, — í garð kennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.