Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 15 Nixon sakaður um rangtúlkun Washington, 6. maí. Reuter. AP. Blaðamennirnir sem afjúpuðu Watergate-hneykslið og áttu þar með þátt í þvf að flæma Richard Nixon úr Hvfta húsinu, Bob Woodward og Carl Bernstein, segja að Nixon hafi farið með rangfærslur um hiutverk sitt i málinu f sjónvarpsviðtalinu við David Frost. Woodward og Bernstein segja að Nixon „þráfaidiega rangtúlkað staðreyndir f viðtalinu". Þeir sögðu f sjónvarpsviðtali að „Nix- on hefði hiaupið f hringi um- hverfis Frost“ í sfðari hluta við- talsins. Woodward sagði: „Margt af því sem Nixon sagði stangaðist á við það, sem hann sagði í Hvíta hús- inu.“ Bernstein sagði að Nixon hefði verið „slægur og villandi" í viðtalinu. Carter forseti sagði blaðamönn- um, að hann teldi ekki að Nixon hefði varpað nýju ijósi á hlutverk sitt í hneykslinu. „Ég held að Nixon hafi sannfært sjálfan sig um að hann hafi ekki brotið lögin. Nýr yfirmaður Hjálpræðishers London, 6. mai Reuter. Arnold Brown, 63 ára gamall Kanadamaður, hefur verið kosinn 11. hershöfðingi Hjálpræðishers- ins, og tekur hann við af landa sfnum Clarence Wiseman. Þetta voru fróðlegar umræður, en ég efast um að bandaríska þjóðin hafi fræðzt á þvi,“ sagði forsetinn. (Carter sagði ennfremur í London að hann kynni að ráðfæra sig við Nixon í framtiðinni, eink- um í sambandi við fyrirhugaða heimsókn Cyrus Vance utanríkis- ráðherra til Kína í lok ársins). . Frost varði viðtalið á blaða- mannafundi og sagði að Nixon hefði gengið miklu lengra í játn- ingum en hann hefði búizt við. Viðtalið hefur endurvakið gamlar deilur þeirra sem segja, að Nixon sé samur við sig og þeirra sem telja að hann hafi gert rétt. Sjónvarpsstöð í New York hafði eftir stuðningsmönnum Nixons að hann hefði staðið sig vel. En f bænum Peroia, Illinois, bænum sem Nixon hafði til viðmiðunar þegar hann vildi kanna hvernig tillögur hann mæltust fyrir meðal almennings, vildi enginn fyrir- gefa Nixon fyrir hlut hans í Watergate-málinu. David Abrahemsen, sálfræð- ingur, sem hefur ritað bók um Nixon, sagði að Nixon liti ekki á annað fólk sem manneskjur held- ur andstæðinga, sem yrði að sigra. Kannanir sýna að rúmlega 45 milljónir Bandaríkjamanna fylgd- ust með viðtalinu — fleiri en fylgzt hafa með nokkru öðru sjón- varpsviðtali i Bandaríkjunum. Carter forseta fagnað við ættarsetur Georgs Washingtons, fyrsta forseta Bandarfkjanna, skammt frá Newcastle á Norðaustur- Englandi. Yfirburðasigur IhaldsfLokksins Hinn nýji leiðtogi, sem fæddur er í London, en alinn upp i Kanada var kosinn með 2/3 hluta atkvæða á sex daga löngu þingi. Brown, sem sagður er vera rit- höfundur, útvarpsmaður, ræðu- maður og tónskáld hefur þjónað 10 ár I aðalstöðvum Hjálpræðis- hersins í Toronto. Hann kom til Bretlands 1964 til að skipuieggja velheppnaða herferð Hjálpræðis- hersins þar. Hann var upphafs- maður útvarpsþáttar Hjálpræðis- hersins í Kanada, „Þetta er saga mín“, og var ritstjóri Herópsins. Lahore, 6. maf. AP. Hermenn skutu í dag á mann- fjölda, sem hrópaði slagorð gegn rfkisstjórninni, og féllu tveir en 11 særðust samkvæmt vitnum. Um það bil 2.000 mótmælendur komu út úr musteri í miðborg Lahore og gengu i gegnum markaðsgötu að verndarvegg 15 hermanna, vopnuðum sjálfvirk- London, 6. mai Reuter ÍHALDSFLOKKURINN vann stórsigur í bæjar- og sveitar- um vopnum. Þeir skutu allt að 10 skotum þegar mannfjöldinn neit- aði að dreif a sér. Mótmælin voru hluti af „pislar- vottadeginum", sem skipulagður var af Þjóðarbandalagi Pakistans, sem staðið hefur fyrir sjö vikna langri herferð gegn Ali Bhutto forsætisráðherra, en hann hefur verið ásakaður um kosningasvik. stjórnarkosningunum í Englandi og Wales f gær og fylgdi þar með eftir sigrum sínum í ýmsum aukakosningum að undanförnu. Sigur llandsflokksins siglir ennfremur f kjölfar ósigurs Verkamannaflokksins f bæjar- og sveitarst jórnarkosningunum í Skotlandi þar sem skozkir þjóð- ernissinnar og fhaldsmenn unnu meirihluta f mörgum bæjar- og sveitarstjórnum. I kosningunum í Englandi og Wales unnu ihaldsmenn meiri- hlutann i London og i öllum öðr- um helztu borgum og sveitar- stjórnum, meðal annars í Manchester, Merseyside, West Yorkshire, Warvickshire, West Midlands, Notthinghamshire og Staffordshire. í haldsflokkurinn jók fylgi sitt um 15 til 16 af hundraði á kostnað Verkamannaflokksins og margir stjórnmálasérfræðingar túlka úr- slitin sem mótmæli gegn óvinsæl- um ráðstöfunum stjórnar Verka- mannaflokksins, háu verðlagi og háum sköttum. Úrslitin verða að öllum líkindum til þess að James Callag- han forsætisráðherra reynir að draga sem lengst að efna til nýrra þingkosninga þótt stjórnin standi höllum fæti í Neðri málstofunni. Stjórnin verur að treysta á stuðning 13 þingmanna Frjáls- lynda flokksins til að haldast við völd. Frjálslyndi flokkurinn fór líka iila út úr kosningunum i gær og fékk sums staðar færri atkvæði en Þjóðfylkingin, flokkur öfga- manna til hægri sem berst gegn innflutningi þeldökks fólks til Bretlands. Tveir féllu í Pakistan Rússinn greiddi stórsekt Boston, 6. maf. Reuter. SOVÉZKI togarinn Taeas Shevchenko fór frá Boston f nótt eftir að skipstjórinn hafði greitt 250.000 dollara sekt og hluti afl- ans hafði verið gerður upptækur vegna ólöglegra veiða togarans í 200 mflna fiskveiðilögsögu Bandarfkjanna. Alexander Gupalov skipstjóri greiddi einnig 10.000 dollara sekt og fékk nfu mánaða skilorðsbund- inn dóm. Ilann játaði sig sekan af ákæru um ólöglegar veiðar undan Massachusetts. Tuttugu og níu lestir af ólögleg- um afla voru gerðar uppta-kar. Taeas Shevchenko er fvrsti sovézki togarinn sem hefur verið tekinn f nýju bandarísku fisk- veiðilögsögunni. Young óvelkom- inn tíl Suð- ur-Afríku Höfðaborg, 6. maí. NTB. STJÓRN Suður-Afrfku telur sig ekki geta tekið á móti sendiherra Bandarfkjanna hjá Sþ, Andrew Young seinna f þessum mánuði. Utanrfkisráðherra Suður-Afríku, Pik Bothe, tilkynnti utanríkis- ráðuneytinu f Washington þetta. Young hefur hvað eftir annað borið fram harða gagnrýni á stjórn Suður-Afríku, sfðan hann tók við sendiherraembættinu fvr- ir tæpum fjórum mánuðum síðan, og tilkynningin er túlkuð sem svar við þeirri gagnrýni. Samkvæmt dagblöðum i Suður- Afríku hafði Young áætlað að koma til Suður-Afríku 20. mai frá Sþ-ráðstefnunni í Angóla, til að ræða við svarta leiðtoga, stúdenta og verzlunarfólk. Bothe sagði i svari við spurning- um suður-afrískra blaðamanna að svo virtist sem tilgangur heim- sóknarinnar væri annar en upp- haflega var upp gefið. Hann benti á að hann hefði ekki haft sam- band við stjörn Suður-Afríku eft- ir venjulegum leiðum. „Úr þvi að svo er, þá hentar það okkur ekki að taka á móti Young hér. Við höfum tilkynnt banda- riska utanrikisráðuneytinu það,“ sagði Bothe. Sextugur: Steingrímur Karls- son í Skíðaskálanum Steingrimur Karlsson veitinga- maður í Skiðaskálanum í Hvera- dölum er sextugur i dag, 7. maí. Kynni min af Steingrimi eru bæði góð og löng. Fáir veitingamenn hafa þurft að annast veitingarekstur að vetri til við aðstæður líkar þaim sem oft skapast á fjallvegum eins og hér á Hellisheiði áður en vegur- inn var bættur. Steingrimur var ekki allra, en þær þúsundir skiðamanna og ann- acntb íorðajuanna.sem hann hafa sótt heim, og sérstaklega þeir sem hafa gist i Skíðaskálanum lengur eða skemur, þekkja lipurð hans og minnast þeirrar glaðværðar sem honum gat fylgt. Steingrímur var orðheppinn vel. Vera Steingríms í Skíðaskálan- um verður að teljast löng, fyrst í nær tuttugu ár sem leigjandi hjá Skíðafélagi Reykjavíkur og siðan aftur eftir nær tiu ára hlé, fyrst i nokkur ár hjá Skíðafélaginu og síðan hjá r.úverandi eigendum RkíéaídtálaBS-Reykjavikurborg. Margs er að minnast frá mann- mörgum skíðamótum þegar Skíðaskálinn var margsetinn. Frá þvi hve auðvelt Steingrími virtist að taka á móti stórum hópum hraktra skíðamanna, en skálinn var eins og kunnugt er miðstöð skiðamanna, bæði félagsbund- inna og annarra. Frá dvöl i Skiða- skálanum i tið Steingrims í mis- jöfnum veðrum, t.d. frá stríðsár- unum, þegar eitt sinn þurfti að taka á móti og hýsa á annað hundrað hermenn sem leiðbeint var hröktum i stórviðri austan frá Smiðjulaut þar sem farkostir þeirra urðu eftir. Þetta voru mest óharðnaðir unglingar og illa búnir. í Skiðaskálanum dvöldust jafnt háir sem lágir, oft i langan tíma á þeim árum sem gisting var þar heimil og eiga margir þaðan góðar minningar. Páskadvöl i Skiðaskál- anum var mörgum tilhlökkunar- efni. Þá var veislumatur i öll mál. Það skal tekið fram að Stein- grimur stóð ekki einn þvi við hlið hans var Ingibjörg systir hans. Ég hefi fyrir satt að þegár verið var að semja um yfirtöku Reykja- víkurborgar á Skiðaskálanum, hafi Skíðafélaginu verið sett það skilyrði, þó ekki skriflega, að Steingrimur yrði þar áfram veit- ingamaður. Það sýnir álit viðkom- andi á Steingrimi. Ég segi ekki að sambúðin við Steingrim hafi ávallt verið snurðulaus, en við áttum löngum gott samstarf, og þakka ég það. Skíðamenn hér þakka honum heillaríkt starf og óska honum velfarnaðar á sextugsafmælinu. Stefán G. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.