Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 19 Landsfundarrœða Geirs Hallgrímsssonar Framhald af bls. 17 ára ! senn, eins og ríkisstjórnin hefur falið Þjóðhagsstofnun að gera Framkvæmdaáform stjórnvalda og starfsemi lánastofnana þarf að miða við þann ramma. sem framleiðslugetan setur okkur ekki síður en kjarakröfur launþega Samræma þarf þær kröfur, sem gerðar eru til þjóðhagslegrar arðsemi fyrirtækja, hvort sem þær eru á vegum hins opinbera eða einkaaðila, og um leið þarf að taka fyllsta tillit til þess, að ekki sé gengið of nærri náttúruauðlindunum Árleg lánsfjáráætlun, sem er nýmæli, er núverandi ríkisstjórn tók upp, er samin í þessu skyni og útlánareglur fjárfestingarlánasjóðanna hafa verið samræmdar. Aðgangur að lánsfé og lánskjör hafa verið misjöfn á milli atvinnu- greina og raunar þrengst í nýjum greinum, sem okkur er þrýn þörf að efla Þetta misræmi hefur að nokkru verið leiðrétt, en ekki að fullu Við þurfum að tryggja vöxt innlendrar fjár- magnsmyndunar og það gerist ekki nema vaxtakjör tryggi eðlilega ávöxtun sparifjár landsmanna. Verðtrygging sparifjár og útlána og sveigjanleg vaxtastefna eru tæki, sem beita þarf enn frekar i framtíðinni, en gert hefur verið hingað til og mun það einnig stuðla að því, að dregið verði úr verðbólgu Aukning ráðstöf unartekna Við getum ekki aukið ráðstöfunarfé al- mennings nema með þvi að draga úr skatt- heimtu hins opinbera og fjárfestingu opin- berra- og einkaaðila. Rétt er, að við gerum okkur grein fyrir þvi, að eftir samdrátt i lifskjör- um almennings árin 1968 og 1969, vegna þeirra efnahagsáfalla, sem þá áttu sér stað, hófst nýtt uppgangsskeið Þjóðartekjur jukust hröðum skrefum og náðu hámarki á árinu 1973 Kaupmáttur kauptaxta og tekna jókst samhliða þessari þróun, en þegar sló í baksegl um áramótin 1973 og 74, fékkst það ekki viðurkennt i tæka tið, að slá þyrfti af kröfum um aukinn kaupmátt, og var mikil kauphækk- un knúin fram á fyrstu mánuðum ársins 1 974 Kjarasamningum þessum var síðan rift af vinstri stjórninni vorið 1 974, með lögum, sem námu úr gildi vísitöluákvæðin i samningunum. Siðan setti núverandi ríkisstjórn lög um launa- jöfnunarbætur haustið 1 974, en með þeim var framlengd sú ákvörðun fyrri stjórriar, að greiða ekki fullar verðþætur á öll laun. Hins vegar var ákveðið að milda nokkuð óhjákvæmilega kjara- skerðingu með sérstökum bótum, sem ákveðn- ar voru sem föst krónutala á timaeiningu án tillits til launahæðar. og náðu reyndar alls ekki til þeirra, sem hæst laun höfðu Þessi stefna var i reynd staðfest i samning- um vorið 1975. Þeir samningar og samning- arnir 1976 fólu i sér raunverulega viðurkenn- ingu á því, að ráðstöfunarfé þjóðarinnar hafði minnkað verulega á árunum 1 974 og 1 975. En til skilnings á þessu máli er reyndar ekki fullnægjandi að líta eingöngu á minnkandi þjóðartekjur og versnandi viðskiptakjör á þess- um árum, mergurinn málsins er sá, að með kjarasamningum og framkvæmdaáformum ársins 1974 var stefnt langt út yfir mörk framleiðslugetu þjóðarþúsins, þótt ekkert hefði á bjátað Nú hefur batnað í ári og horfir vænlega um viðskiptakjör um sinn, en þessi bati má ekki verða til þess, að þjóðin öll fari að eltast við þetta gamla villuljós. Bæði framkvæmdaáform og launabreytingar verða að taka mið af stað- reyndum efnahagslifsins, en ekki tómri ósk- hyggju. Sannleikurinn er sá, að með því að auka ráðstöfunartekjur heimilanna um 6% að raungildi á þessu ári, náum við á ný þeim lifskjörum, sem þjóðin naut á árinu 1973, sé miðað við kaupmátt ráðstöfunartekna almenn- ings En nú er einmitt svo ástatt, að ætlað er að þjóðartekjur á mann geti náð sama stigi og þær voru árið 1 973, þótt enn vanti á um 6% á að viðskiptakjör séu jafn hagkvæm og þá Skilyrði þessa er, að framleiðslustarfsemin gangi snurðulaust Þjóðartekjur lægri en á Norðurlöndum Við heyrum oft að kauptaxtar hér á landi, og þá sérstaklega dagvinnukauptaxtar, séu mun lægri en kauptaxtar á Norðurlöndum. Og um leið er sagt, að þjóðartekjur séu jafnháar hér og þar. Sannleikurinn er sá, að þjóðartekjur á mann hér á íslandi eru raunar svipaðar og í Finnlandi, en aftur á móti eru þjóðartekjur á mann í Danmörku og Noregi 20— 25% hærri en hér, og í Svíþjóð 45— 50% hærri. Þá er talið, að venjulegur vinnutími hér á landi sé mun lengri en á öðrum Norðurlöndum, ef til vill 25— 30%, þannig að reiknað á hverja vinnustund eru þjóðartekjur okkar því miður enn lægri en í nágrannalöndunum. Auk þess er svo mála sannast, að fátt er örðugra én að bera saman lífskjör milli landa svo ótrívætt megi teljast í fyrsta lagi er samanburður miðað við dagsgengi ófullkomið tæki til að bera saman raungildi kauptaxta og tekna í ólíkum gjaldmiðli, og getur hending um tíma- setningu oft ráðið miklu um niðurstöður. í öðru lagi er nauðsynlegt að bera saman þjóðartekjur og kauptaxta á sama eða svipuð* um tíma í þriðja lagi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mismunandi lengd venjulegs vinnutíma í löndum, sem samanburðurinn nær til Við náum t.d. þjóðartekjum okkar, væntan- lega með lengri vinnutíma en aðrar þjóðir. í fjórða lagi er nauðsynlegt að gera sér skýra grein fyrir þeim mismun, sem vera kann á launakerfum og hlutföllum milli t.d. yfirvinnu- taxta og dagvinnutaxta, og mikilvægis margs- konar álagsákvæða og uppbóta á launataxta og yfirborgana, sem hér á landi eru mun algengari en á Norðurlöndum Af þessu leiðir, að réttara er að bera saman heildarlaunatekjur en kauptaxta í fimmta lagi þarf að líta til mikilvægis annarra tegunda atvinnutekna en launa. í sjötta lagi eru beinir skattar hærri á Norðurlöndum en hér. Allt eru þetta svo mikil- væg atriði, að samanburður á hlutföllum kaup- taxta og þjóðartekna milli landa er næsta haldlítill, sé þessum atriðum ekki gerð skil. Þær upplýsingar, sem fyrir liggja, benda til þess að hlutfall launa og annarrar þóknunar launþega af þjóðartekjum, hafi undanfarin ár verið svipað hér á landi og í Danmörku og Noregi, hvaðsem kauptaxtasamanburði líður. En þessi samanburður kjara hér á landi og annars staðar er gagnlegur. Samanburðurinn leiðir athyglina að því mikilvæga keppikefli, að halda til jafns við frændþjóðirnar um menn- ingu og lífskjör. En þótt ýmsar Norðurlanda- þjóðir séu betur efnum búnar en við, fer því fjarri, að grasið í garði grannans sé allt miklu grænna en hér, og hygg ég að íslendingar, sem ferðast til annarra landa, geti af eigin raun gengið úr skugga um það, að menn veita sér almennt síst minna hér á landi í lífsgæðum en tíðkast erlendis. Sannleikurinn er sá, að við eigum að hætta að bera okkur illa og kvarta og kveina, því að almennt höfum við það gott hér á íslandi og þótt fámennir hópar meðal okkar eigi við fjárhagslega erfiðleika að etja, þá skulum við snúa okkur að því að leysa þeirra vanda en bera okkur ekki allir jafn illa. Hvað gerir ríkisstjórnin? Þegar við nú stöndum frammi fyrir þvi vandamáli hvernig ráðstafa eigi þeirri 6% aukningu ráðstöfunartekna almennings, sem áður er getið, verðum við að hafa það fyrst og fremst að markmiði að bæta kjör hinna lægst launuðu og lifeyrisþega i landinu. Kaupmáttur tekna þeirra verður að aukast hlutfallslega meira en annarra hópa i þjóðfélaginu Tekju- skipting i þjóðfélaginu hlýtur ávallt að vera viðkvæmt vandamál, og nauðsynlegt er að það sé leyst með heildstæðri yfirsýn yfir þjóðarhag Hagsmunasamtök vinnumarkaðarins hafa gert það tvö undanfarin ár, og nú riður enn á, að þau viðurkenni þaðsjónarmið Spurt er hvað rikisstjórnin geti gert til þess að auðvelda lausn þeirrar kjaradeilu, sem nú stendur. Rikisstjórnin hefur í samráði við aðila vinnu markaðarins sett niður starfshópa til að kanna umbætur i ýmsum málaflokkum, sem áhrif hafa á kaup og kjör launþega i landinu. Þannig hafa verið að störfum hópar, er fjalla um skattamál. lifeyrismál, vinnuverndarmál, húsnæðismál, vexti og verðtryggingu, og dag- vistun barna. Starfshópar þessir hafa unnið ötullega og sumir þeirra skilaðáliti eða áfangaskýrslum. Á grundvelli athugana, sem fram hafa farið, tel ég fyrst og fremst liklegt, að rikisstjórnin grípi til aðgerða i skatta- og lifeyrismálum, og í vinnuverndar- og húsnæðismálum, til lausnar kjaradeilunni. En það byggist á mati á stöð unni i kjaraviðræðum, hvenær endanlegar ákvarðanir um þessar aðgerðir verða teknar Svigrúm ríkisstjórnar takmarkast fyrst og fremst af fjárhag ríkissjóðs. Útilokað er að stefna i hallarekstur rikissjóðs á þessu ári, vegna þess, að af þvi mundi leiða aukna verðþólgu, sem öllum yrði til tjóns. Sjálfsagt verða úrræðin i skatta- og lifeyrismálum þyngst á metunum, og auðveldast að mæta þeim ! auknum kaupmætti launa Þær aðgerðir hljóta þess vegna að beinast að þvi að bæta kjör hinna tekjulægstu og vænti ég þess, að samtök launþega og vinnuveitenda virði þær aðgerðir og þessir aðilar, ásamt með stjórn- völdum. taki saman höndum um að beina auknum þjóðartekjum til þeirra, sem helst þurfa þeirra með, og án þess að til framleiðslu- stöðvunar komi, er getur orðið til þess, að engu sé að skipta i auknum þj'óðartekjum. í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á dögun- um benti ég á, að það hefur verið stefna bæði launþegasamtakanna og vinnuveitenda. að frjálsir kjarasamningar ættu að fara fram í þjóðfélaginu. Löggjafarvald og rikisstjórn ættu ekki að grípa fram fyrir hendur aðila vinnu- markaðarins Einkum og sér i lagi hafa launþegasamtökin lagt áherslu á þetta Á sama hátt og ætlast er til af rikisstjórn og löggjafarvaldi að virða þessar kröfur og hinn frjálsa samningsrétt. er eðlilegt að gagnkvæm krafa sé gerð til laun- þega og vinnuveitenda, að þessir aðilar semji um kaup og kjör á grundvelli þeirrar löggjafar, sem i gildi erá hverjum tíma. Ástæðan til þess, að ég tel. þrátt fyrir þessa viðurkenndu verka- skiptingu, rétt að aðilar ráðgist um úrbætur i ýmsum löggjafarmálefnum er sú. að þessi verkaskipting er engan veginn ávallt ótviræð og gerir kröfu til samráðs og samábyrgðar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðaríns. Við íslendingar höfum auk þess orðið fyrir mjög alvarlegum skakkaföllum. Það er eðlilegt. að ríkisstjórnin greiði fyrir kjarasamningum milli samtaka launþega og vinnuveitenda, en þó aðeins á þeirri forsendu, að kjarasamningarnir feli ekki i sér meiri aukn- ingu kaupmáttar ráðstöfunartekna en þjóðar- tekjur og samdráttur annarra útgjalda þjóðfé- lagsins gefa svigrúm til. Ennfremur hlýtur það að vera forsenda aðgerða af rikisins hálfu, að kjarasamningar horfi til launajöfnunar Verkefnin framundan Nú þegar eitt ár er eftir af kjörtimabilinu, er rétt að huga að því, hvaða helstu fyrirætlanir, sem getið var í stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar, hafa ekki komið til framkvæmda. í framhaldi af orðum mlnum um kjaramálin, legg ég áherslu á, að endurbæta þarf vinnuað- ferðir við gerð kjarasamninga og koma fastri skipan á samráð ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins Eins og verðlagskerfi sjávarafurða var endur- skoðað með stórkostlegum samdrætti í sjóða- kerfi sjávarútvegsins, þarf nú að vinda bráðan bug að endurskoðun á verðlagskerfi búvöru Þá þarf ekki siður á hausti komanda að fjalla um nýja löggjöf um verðmyndun, viðskipta- hætti og verðgæslu Drög að frumvarpi um það efni voru send hagsmunasamtökum þeim, sem hlut eiga að máli Þau gerðu margvislegar athugasemdir við drögin, sem þvi miður vannst ekki timi til að vinna úr. En efna verður fyrirheit stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar: um „að stefnt sé i átt til almenns eftirlits neytenda með viðskiptaháttum til að tryggja heilbrigða samkeppni og eðlilega verðmyndun vérslunar- og iðnfyrirtækja til bættrar þjónustu við neytendur " Frjáls verðmyndun i stað verð- lagsákvæða tryggir lægst vöruverð Svo mjög sem skattamálin eru á dagskrá i tengslum við þær kjaraviðræður, sem nú standa yfir, er rétt að ítreka nauðsyn þess, að gagnger endurskoðun fari fram á álagningu beinna skatta Það er fyrst og fremst stefna Sjálfstæðis- flokksins að draga úr heildarskattheimtu til ríkisins. En að svo miklu leyti sem skattheimt- an er óhjákvæmileg, verði hún fremur i formi óbeinna en beinna skatta Rökin eru augljós. Með beinum sköttum er verðmætasköpunin skattlögð, en með óbein- um sköttum eyðslan. Við teljum nauðsynlegt að draga úr eyðslu en hvetja til verðmætasköp- unar Skattalagafrumvarp það, sem lagt var fram fyrir siðustu jól, fól i sér kerfisbreytingu við álagningu beinna skatta, er horfði til ein- földunar og samræmingar. Samfara framlagn- ingu skattalagafrumvarpsins var þess getið af hálfu fjármálaráðherra, að það yrði sent fjölda mörgum sámtökum til umsagnar og óskaðeftir almennri umræðu um þá stefnuþreytingu, sem i frumvarpinu fólst Á siðastliðnum vetri hófust þannig mjög gagnlegar umræður manna á meðal og innan margvislegra hagsmunasamtaka í þjóðfélaginu um hið nýja skattalagafrumvarp Ýmsar þær ábendingar áttu við rök að styðjast og voru teknar til gaumgæfilegrar athugunar af fjár- hagsnefndum beggja deilda Alþingis. En timi vannst þvi miður ekki til að vinna endanlega úr þeim, og hefur riltisstjórnin þvi ákveðið að áfram verði unnið að úrvinnslu þeirra athuga- semda, sem borist hafa, og skattalagafrum- varpið endurskoðað lagt fram i byrjun næsta þings. Er það von min, að tilgangur endurskoðun arinnar náist, einföldun skáttakerfisins og lækkun beinna skatta sem tekjustofns fyrir rikissjóð. Samhliða afgreiðslu nýja skattalagafrum- varpsins.verður að hrökkva eða stökkva varð- andi ákvörðun um staðgreiðslukerfi skatta og virðisaukaskatt eða söluskatt með virðisauka- sniði, svo lengi sem þau mál hafa verið á dagskrá Þá horfir það til einföldunar i stjórnkerfinu og dreifingar valdsins að fela sveitarfélögum aukin verkefni og tekjustofna og þvi þarf að Ijúka endurskoðun sveitarstjórnarlaga Grundvöllur að nýju framfaraskeiði Árangur stjórnarsamstarfs okkar og Fram- sóknarflokksins er fyrst og fremst sá, að tekist hefur að snúa vörn i sókn og skapa traustan grundvöll undir nýtt framfaraskeið, ef rétt er áfram á málum haldið Við munum halda þessu samstarfi áfram og ganga siðan ótrauðir til kosninga. Að sjálfsögðu hafa stjórnarflokk- arnir mismunandi skoðanir á mörgum vanda- málum og leita verður málamiðlunar til lausnar þeim. Slik málamiðlun er ávalt nauðsynleg i lýðræðisþjóðfélagi, en má heldur ekki verða til þess að við missum sjónar á grundvallarstefnu flokks okkar. Á ferðum minum um landið á siðasta árí, þegar efnt var til funda i öllum kjördæmum landsins, svonefndra kjördæmafunda forsætis- ráðherra, hafði ég tækifæri til að kynnast atvinnulifi og viðhorfum manna i fjölmörgum byggðarlögum. Þau kynni efldu með mér bjart- sýni um að við séum á réttri leið, þótt alls staðar megi betur gera Athafnalif blómstrar hvarvetna og ber vitni framtaki og dugnaði fólksins. Ég vil þakka þeim fjölmörgu, sem hér eru staddir. hlut þeirra i þvi, að þessir fundir tókust vel, og alla fyrirgreiðslu, sem ég naut é ferðum minum: Flokksstarf Góðir Sjálfstæðismenn Á landsfundi fyrir fjórum árum tók Jóhann Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, fyrstu skóflustunguna að Sjálfstæð- ishúsinu, og siðan við hittumst hér á Lands- fundi fyrir tveimur árum, hófum við tekið Sjálfstæðishúsið i notkun, en þvi hefur verið gefið nafnið Valhöll Við munum sérstaklega minnast þessa áfanga, þegar við hittumst í Sjálfstæðishúsinu Valhöll á morgun En þar með hefur skapast ný og stórbætt aðstaða til að leggja traustan grunn að innra flokksstarfi, sem hefur dafnað með ýmsum hætti með tilkomu hússins og þeirrar aðstöðu, sem starfinu er búin þar Ég ætla ekki að ræða sérstaklega einstaka þætti i starfsemi Sjálfstæðisflokksins, það munu framkvæmdastjóri flokksins og formað- ur skipulagsnefndar gera á morgun En þó vil ég minnast á Stjórnmálaskólann. sem haldinn hefur verið reglulega undanfarin ár Mikill fjöldi hefur sótt skólann og sýnt lofsverðan áhuga Ég er i engum vafa um, að starfsemi hans á eftir að skila ríkulegum árangri Við Sjálfstæðismenn vitum, að aukin fræðsla um stjórnmál og störf stjórnmálaflokka. getur ekki orðið til annars en efla fylgi flokksins Mér er það svo Ijúft og skylt að þakka sérstaklega framkvæmdastjóra flokksins, Sig- urði Hafstein, fyrir mikil og góð störf, en á honum hvilir fyrst og fremst forysta og sam- ræming i hinu daglega flokksstarfi Við bein- um einnig þökkum til annarra starfsmanna flokksins Höfum átt erindi sem erfiði Ágætu landsfundarfulltrúar, Á einum mannsaldri höfum við íslendingar stigið, í bókstaflegri merkingu, út úr myrkri miðalda inn í Ijósadýrð tæknialdar Við höfum komist frá bláfátækt og basli fyrri tíma og búum við lífsgæði og þægindi eins og þau gerast best í heiminum nú á tímum. Þetta hefur gerst á svo skömmum tíma, að undrum sætir. Mikill meirihluti þjóðarinnar man t.d ekki af eigin raun erfiðleika kreppuáranna 1930—1940, og jafnvel ekki skömmtunar- og haftatímabilið upp úr síðari heimsstyrjöld- inni. Það er því kannske ekki að furða að svo snögg umskipti í efnahagslífi þjóðarinnar hafi leitt til margvíslegra umbrota og vandamála í félagslegu og menningarlegu lífi hennar Fólk hefur flutt úr strjálbýli í þéttbýli, þétt- býlissvæðunum hefur fjölgað og eitt þeirra orðið að borg, með flestum vandamálum nú- tíma stórborgar. í stað fásinnis stendur nú einstaklingurinn berskjaldaður fyrir áleitnum fjölmiðlum og margvíslegum áhrifastraumum, sem oft berast með svo yfirborðslegum og skjótum hætti, að ráðrúm gefst tæpast til að velja og hafna En í fásinni fyrri alda þróaðist hér sú menningararfleifð, sem dugði þjóðinni til þess að lifa af dimmar aldir, og lyfta henni til frelsis og sjálfstæðis og verður okkur ávallt leiðarljós Menningararf okkar verðum við því að ávaxta Hann má ekki varpa glýju í augu okkar og hindra eðlilega þróun Því aðeins kemur hann nú og í framtíðinni að fullu gagni, að hver kynslóð bæti við hann nýrri reynslu og þekkingu. Ofdýrkun á því gamla leiðir til stöðnunar og einangrun til úrkynjunar Eðlilegt er að eldri kynslóðin, sem man þó enn fátækt fyrri tíma leitist við að tryggja öryggi sitt sem best, og skapa nýrri kynslóð, afkomendunum, betri lífsskilyrði. Sumir kalla þessa viðleitni lífsgæðakapphlaup og yngra fólkinu finnst það fánýtt og eingöngu eftirsókn eftir vindi, en tekur þó flestallt þátt í því. Ungir og gamlir eiga það sammerkt Nóbelsverðlaunahafinn Solhtsenytsin hefur aðvarað Vesturlandabúa og sagt. að velmegun- in hafi dregið úr siðferðisþreki þeirra og vilja til að vernda lýðræði sitt og frelsi Annar Nóbels- verðlaunahafi, Konrad Lorenz, segir, að hinir óþolinmóðu og dekruðu nútímamenn geri kröfu til þess að fá allar óskir sínar uppfylltar samstundis. Þar með hverfi hæfni mannsins til þess að finna til þeirrar gleði. sem menn finna til, þegar þeir hafa lagt á sig mikið erfiði til að sigrast á hindrunum Eðlilegur öldugangur mannlífsins deyi út í gárum leiðindanna í þessum orðum felst mikill sannleikur Þau hafa ef til vill einnig að geyma skýringu á því, hve uppnæmir menn eru fyrir öllu því, sem skapar stundaræsing, þótt það sé næsta inni- haldslítiðog fánýtt Óánægja í allsnægtum fær útrás í margvíslegum myndum, nöldur og öfund verða einkenni umræðu manna og kröf- ur á hendur öðrum, til dæmis hinu opinbera. magnast Sjáum við ekki merki þess í okkar litla þjóðfélagi? Er það t d ekki ávalt fyrs'ta spurningin í fjölmiðlum? Er ekki einhverju ábótavant Vantar þig ekki eitthvað? Og siðan; Hvað um það opinbera, hefur það gert eitthvað fyrir þig? Þó er þess í hinu orðinu krafist að dregið sé úr sköttum og rikisafskiptum Auðvitað er gagnrýni og ábendingar um það, sem betur má fara, hvati til framfara, en hér sem endranær verður að þræða hinn gullna meðalveg Við gefum okkur oft ekki tíma til áð fagna þvi sem áunnist hefur Okkur væri hollt. af og til, að staldra við og njóta líðandi stundar, og sannfærast um, að við höfum átt erindi sem erfiði Við Sjálfstæðismenn höfum átt erindi sem erfiði frá stofnun flokks okkar, og nú síðast í stjómarforystu. þegar einhver alvarlegustu áföll hafa á okkur dunið Nú skiptir máli, þegar batnar í ári, að sameina stétt með stétt til þess að tryggja farsæld og framfarir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.