Morgunblaðið - 07.05.1977, Side 23

Morgunblaðið - 07.05.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 23 eitt það besta sem ég þekki til. Steinunn hefur jafnan stutt mann sinn á allan hátt í störfum og lífsbaráttu, en mest reyndi þö á manndóm hennar í hinum erfiðu veikindum eiginmannsins að undanförnu. Þeim Þórði og Stein- unni var sjö barna auðið og eru öll efnisfólk, sem ber foreldrum sínum fagurt vitni. Þau eru talin í aldursröð: Benedikt Guðni, raf- virki á Egilsstöðum, Pétur Friðrik, skólastjóri, Tunguholti, Fáskrúðsfirði, Guðný Hrönn, hús- freykja, Egilsstöðum, Helgi Jóhann búsettur á Vopnafirði, Steinar Þór, menntaskólanemi og stúdent í vor, Guðrún Maria, hús- freyja, Egilsstöðum, og Védís Klara, nemandi i gagnfræðsskóla. Þegar ég lít til baka og hygg að kynnum minum við þessa góðu fjölskyldu, eru mér efstar í huga fjölmargar ánægjustundir á heim- ili þeirra, glettni og skemmtilegt viðmót húsbóndans og það hlýja andrúmsloft, sem lék um húsið. Við spiluðum bridge og stundum urðum við drengir á ný og fórum í bobb. Húsmóðirin tók leik okkar með þeirri hjartahlýju, sem hún auðsýndi börnum sínum og mót- aði uppeldi þeirra. Ég og fjöl- skylda min þökkum fyrir þá sam- leið, sem við höfum átt gegnum árin með Þórði og fjölskyldu hans. Við biðjum æðri máttarvöld að styrkja eiginkonu og börn i hinni þungu sorg. Þráinn Jónsson. Sárt er það og þungbært að sætta sig við það, að Þórður frændi minn sé horfinn af sjónar- sviðinu. Þó voru veikindi hans orðin þess eðlis, að andlát hans kom ekki á óvart og til hans kom dauðinn sem sá gestur er boðaði lausn frá óbærilegu lífi. En tregi er mér I hug er ég minnist þessa kæra frænda mfns, er hann svo ailtof fljótt er farinn á braut. Lffssaga hans var saga karl- mennisins, hins greinda og nám- fúsa manns, sem til mennta brauzt af dugnaði og kappi, hins viðkvæma drengskaparmanns, er ekkert mátti aumt sjá, hins frábæra fjölskylduföður, en fyrst og síðast saga óvenjulegrar kappsemi og dugnaðar, og þess æðrluleysis, er ætíð prýðir hina beztu menn. Þar fór enginn veifiskati, að hverju sem gengið var. Starfslöngunin var honum i blóð borin svo oft nálgaðist ofur- kapp og i engu lét hann sinn hlut eftir liggja, hvort sem hann vann að einhverju sinna mörgu áhuga- mála eða á vettvangi erfiðis- vinnunnar. Hann var hvarvetna hlutgengur hið bezta, enda óspart sýndur mikill trúnaður, skýr hugsun og rökfastur málflutningur var aðall hans, er hann flutti mál sitt og þar var enginn tæpitunga töluð. öll sýndarmennska var honum andstyggð. hann var ævinlega heill í hverju máli. Slíkra er gott að minnast. Æviatriði Þórðar skulu hér stuttlega rakin. Hann hét Þórður Stefán fullu nafni. Fæddur var hann 21. des. 1919 á Mosfelli I Svinavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu, og var þvi aðeins 57 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún F. Þorláksdóttir og Bene- dikt Helgason, sem þar bjuggu. Þau systkinin voru 13 alls og af þeim komust 12 til fullorðinsára. Þórður er sá fyrsti, er kveður þann frfða hóp. Barnahópurinn var því stór og lifskjörin ærið erfið og kröpp, þó af atorku væri unnið og fremstu kröftum. Félagsleg samhjálp var þá engin og fátæku barnafólki var „sveitin" ein tiltæk, ef á ein- hverra náðir þurfti að leita. Slfkt var dapurlegt hlutskipti margra, en þó erfitt væri í búi þeirra hjóna lengstum. gátu þau þó forðast þessi grimmu örlög. En snemma urðu börnin að fara að heiman og oft var þá óhæfileg vinna lögð á litlar og veikbyggðar herðar, og sárt mun foreldrunum hafa þótt það að verða að búa börnum sínum hin óblíðu kjör þó ekki yrði undan vikizt. Annars var hreinlega ekki kostur. Það var hins vegar gæfa þessa syst- kinahóps, að manndómur var mikill og þau voru svo vel gerð til munns og handa, að öll urðu þau hinir nýtustu og beztu þjóðfélags- þegnar sem skilað hafa sínum ágætasta skerfi til þjóðarheildar- innar. Þórður var með yngri syst- kinunum og barn að aldri fór hann að vinna, enda starfsamur mjög og snemma tápmikill og ötull til náms og starfa. Nokkur sumur var hann á Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi, en 11 ára gamall fer hann svo austur á Reyðarfjörð til systur sinnar og manns hennar, foreldra minna og þar var hann næstu árin. Þar gekk hann þá þegar ótrauður til allra starfa og þótti þau störf sér bezt við hæfi, sem reyndu á lipurð og krafta, en smærri snúningar voru honum lítt að skapi. Þar lauk hann skólagöngu sinni við skyldunám og kom þar eins og jafnan fyrr og sfðar vel f Ijós að hann var prýðilegum námsgáfum gæddur og hinn farsælasti nemandi. Frá Reyðarfirði lá leið hans fljótlega eftir fermingu upp á Hérað og þar hóf hann fyrst störf í vegavinnu, en var á vetrum á H: Ugeirsstöðum. Aðallega dvaldist hann i Jökulsárhlfð og á Surtsstöðum. Þar í sveit taldi hann Iengi heimili sitt. Þar efra vann hann bæði hin almennu sveitastörf og ýmsa aðra vinnu, er til féll. Þær spurnir hefi ég frá þeim þar efra sem koma mér ekki á óvart, að engan hafi þeir fremur viljað f vinnu hafa en Þórð. Kom þar hvoru tveggja til atorkusemi hamhleypunnar og ekki sfður verklög hönd, enda var Þórður hinn ágætasti smiður, sem margar byggingar liggja eftir, þó aldrei hefði hann lært þá grein. Er hann veiktist af banameini sinu var hann einmitt önnum kafinn við að byggja sitt eigið íbúðarhús og ekki það fyrsta og þar lagði hann fram alla sína krafta eins og alls staðar. 1 Eiðaskóla stundaði hann svo nám á árunum 1937—39 og veturna 1940—43 var hann kennari f Jökulsárhlíð. Honum líkaði starfið mæta vel og 1943 lá leið hans f Kennara- skólann og þaðan útskrifaðist hann með ágætri einkunn vorið 1946. Það var ekkert smáátak fyrir unglinga eða unga menn þá að komast eitthvað áfram á menntabrautinni án alls fjár- hagslegs stuðnings frá fjölskyldu, hvað þá samfélaginu. En Þórður var ákveðinn í að brjótast þessa braut á enda og metnaður hans, viljastyrkur og dugnaður reyndust honum far- sælir förunautar, en margar og strangar vinnustundir Iágu þar að baki. Þegar Þórður var orðinn kennari hóf hann þegar störf sem slíkur og kennsluferil sinn hóf hann öðru sinni á Eskifirði og kenndi þar 1946—48. Hann þótti ævinlega hinn ágætasti starfskraftur í kennara- stétt, laginn og stjórnsamur og lagði sig fram um að koma öllum sem lengst á veg. Ég hygg, að fáar greinar kennslunnar hafi verið honum hagstæðari en smáðar, enda naut hann þar vel verklagni sinnar einnig. Stærðfræðin var löngum ein aðalkennslugrein hans og þar náði hann sérlega góðum árangri. Framsetning hans á náms- efninu var einföld og skýr og meitlaðist inn á hug þeirra, er nema vildu. Á Eskifirði kynntist hann sinni vel gerðu og góðu konu Steinunni Guðnadóttur, en foreldrar hennar voru hjónin Guðný Pétursdóttir og Guðni Jónsson trésmíða- meistari á Eskifirði. Þau gengu í hjónaband 17. október 1948. Þar reis lífsgáfa hans hæst. ÖIl mín kynna af Dennu hafa verið á einn veg. Hún er ekki aðeins einhver elskulegasta kona, er ég hefi kynnzt, heldur er hún einstaklega dugleg og hagsýn hús- móðir, og greind er hún og list- feng í mörgum greinum, svo margur sem telur sig listamann mætti öfunda hana af. Dugnaður hennar og skapgerðin traust og sönn komu kannski hvergi betur fram en einmitt i veikindum Þórðar og nú i banalegu hans, þar sem hún hjúkraði honum og vakti yfir til hinztu stundar. Aðdáun mína og virðingu á hún óskipta. Þau hjónin eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi: Benedikt Guðna, rafvirkjameistara á Egils- stöðum, Pétur Friðrik, skólastjóra á Fáskrúðsfirði, Guðnýju Hrönn húsmóður í Reykjavik, Helga Jóhann vélamann á Vopnafirði, Steinarr Þór, sem tekur stúdents- próf í vor, Guðrúnu Maríu talsímakonu á Egilsstöðum og Védfsi Klöru nema í heima- húsum. ÖIl eru þau mannkosta- fólk, vel gerð og dugleg. Auk kennarastarfsins á Eski- firði gegndi hann þar starfi póst- meistara. 1949—1955 var Þórður svo kennari á Reyðarfirði, síðan eitt ár við Alþýðuskólann á Eiðum en að lokum fór hann til Egilsstaða 1956 og bjó þar æ siðan. Þar tók hann við skólastjórn og átti eðililega mikinn og góðan hlut að mótun þess unga skóla en hann tók miklum hreytingum á stjórnarferli Þórðar sakir hinnar miklu og öru stækkunar kauptúnsins. Það mun allra mál, að þar hafi verið farsællega að verki staðið og allir erfiðleikar yfirstignir. Enn býr skólinn að ótvfræðu mótunar- starfi Þórðar, enda lagði hann þar við mikla alúð. Á Egilsstöðum var hann sömuleiðis skólastjóri iðn- skóla um skeið. Jafnhliða þessu aðalstarfi stundaði hann á sumrum ýmis störf, þó einkum smíðar, enda eftir honum sótzt til þess að standa fyrir, bæði íbúðar- húsabyggingum og útihúsa- byggingum. Reyndist hann þar sem annars staðar hinn traustasti f öllum verkum sfnum og bera þessar byggingar vitni hins góða hand- bragðs, en Þórður var ekki sá maður, að hann aðeins stjórnaði verki, hann lagði gjörva hönd sina að hverju þvf verki, sem vinna þurfti. Um 1960 stofnuðu nokkrir aðilar á Héraði sparisjóð og fátt sýndi betur traust manna og trú á Þórði, að aðildarmenn sjóðsins fengu hann til að veita honum forstöðu. Þvi gegndi hann einnig með prýði og í höndum hans efld:st sjóðurinn mjög. Síðar eða árið 1967 varð hann útibússtjóri Búnaðarbankans á Egílsstöðum, en um sama leyti tókust samningar um samruna spari- sjóðsins við útibúið. Útibússtóra- starfinu gegndi hann til æviloka af mikilli trúmennsku og sam- vizkusemi og var mjög vinsæll af samstarfsfólki sínu. Bankaráð Búnaðarbankans vill sérstaklega þakka honum hin ágætu störf hans fyrir bankann, unnin af fórnfýsi og dugnaði. Það hefur einnig falið mér að færa konu hans og börnum innilegustu samúðarkveðjur. Það er býsna erfitt að tíunda öll þau trúnaðar- störf, sem Þórður gegndi á sinni alltof skömmu ævi. Eg nefni það aðeins, að hann var um mörg ár í hreppsnefnd Egilsstaðahrepps og varaoddviti lengi. Hann var einnig hreppsstjóri þar og formaður sóknarnefndar var hann einnig og átti einna drýgstan hlut að þvi mikla verki, sem kirkjan á Egilsstöðum er. Hann var um skeið i forystu- sveit austfirzkra kennara og naut þar trausts og trúnaðar. Ötalin eru fjölmörg félagsmálastörf, því þar kom hann viða við sögu og allsstaðar þótti hans sæti vel skipað. M.a. var hann í stjórn Byggingarfélagsins Brúnás og fleiri félagssamtaka á Héraði. Þegar Þórður frændi minn er allur, leitar margt á hugann. Um hann á ég margar góðar minningar, sem merla nú i söknuði eftir kæran vin. Mér eru einkar minnisstæðar heimsóknir hans um jól á mínum bernsku- árum, einhvern veginn hafa þær grópast i hug mér og yfir þeim er mikil birta. Þar er þó aðeins um fáein skær ljósbrot að ræða í þeim mikla minningakransi. Þórður var einarður maður í málafylgju allri og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Sem fullorðnir menn báðir vorum við á öndverðum meiði I þjóðmál- um, en ekki man ég eftir þvi að okkur hafi orðið alvarlega sundurorða. Þórður bar fulla virðingu fyrir skoðunum annarra, ef þær voru einlægar og hann var enginn öfgamaður um menn og málefni. Þórður var á margan hátt alvörumaður, maður starfs og anna alla tíð, en hann átti auðvelt með að bregða á léttara hjal og var þá manna skemmti- legastur og gladdist með glöðum. Hann var góður hagyrðingur en flíkaði því litt og hann var fjöl- fróður um marga hluti, einkum þá er á einhvern hátt snertu starf hans. Gestrisni hans var mikil og vinfastur var hann, um það munu margir bera vitni. Hann var skap- rikur og tilfinninganæmur, en i raun var skapgerð hans slík, að hann duldi gjarnan sínar innstu tilfinningar. Hitt vissu þeir, sem vel þekktu að i brjósti hans sló heitt hjarta og ljúft var honum að leysa vandkvæði manna, ef það var á hans færi. En framar öðru ætti ég þó kannski að nefna trúmennskuna, kjarkinn og einlægnina samfara þeirri atorku huga og handar, sem einkenndu allt líf hans. Hann átti ríka samkennd með þvi veikbyggða og smáa, þó hann á hinn bóginn fyrirliti hvers konar kveifarskap. Sannur og góður drengur er genginn, hann var einlægur trúmaður og séu þetta ekki hin hinztu skil, þá veit ég að það er bjart um hann, eins og það slær ófölskvaðri birtu á minningu hins prúða og ljúfa karlmennis í huga mfnum. Kæra Denna og börnin. Öll sendum við ykkur okkar einlægustu harms- og samúðar- kveðjur, ekki sízt foreldrar minir, sem nú kveðja bróður og mág, sem þau mátu mikils og báru til svo heitar tilfinningar. Það er skuggi yfir margra hug- um i dag, þegar kær vinur er kvaddur en minning um góðan dreng mildar þann söknuð. Far þú í friði, frændi mínn góður. Blessuð sé þín mæta minning. Helgi Seljan. Kveðja frá Starfsmannafé- lagi Búnaðarbanka ís- lands. Sú sorgarfregn barst okkur 2. maí að Þórður Benediktsson úti- bússtjóri á Egilsstöðum væri látinn. Hann hafði um langan tíma átt við vanheilsu að striða og sýndi þá i ríkum mæli þá rósemi og hugprýði sem voru einkenni hans. Áhugamál Þórðar voru félags- og framfaramál Austurlands, hann var ungmennafélagsmaður, einn af stofnendum UIA og í stjórn þess um tima. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Fljótsdalshéraðs 1959 og í fram- kvæmdastjórn hans þar til 1. jan. 1967 að hann var ráðinn útibús- stjóri Búnaðarbanka íslands á Eg- ilsstöðum. Þórður vann af dugnaði að vexti bankans og naut vinsælda og trausts. Á hann hlóðust mörg verkefni, bæði stór og smá. Við fráfall hans verður stórt skarð vandfyllt. Við starfsfólk Búnaðarbanka ís- lands kveðjum hann með virðingu og sendum eiginkonu hans frú Steinunni Guðnadóttur og börn- um þeirra hugheilar samúðar- kveðjur. Starfsfólk Búnaðarbanka Íslands. Ég minnist þess fyrir mörgum árum, er mér barst fregn um and- lát frú Sigrúnar Blöndal skólast. á Haliormsstað, en hún var um langt árabil skólastýra og mikill menningarfrömuður hér á Hér- aði, að mér fannst þá snögglega eins og Snæfellinu, sem gnæfir fyrir botni Fljótsdalshéraðs, væri svipt burtu. Lik voru áhrifin, er ég frétti fyrir ári, að Þórður Benediktsson bankastjóri á Egilsstöðum hefði veikst og væri talinn mjög hættu- lega sjúkur. Það var eins og lands- lagið skipti um svip, eins og einn tindurinn riðaði til falls. Nú i dag, þegar Þórður er bor- inn til grafar, mun hans verða saknað ekki sízt af þeim stóra hópi nemenda og foreldra, sem áttu samskipti við hann sem skólastjóra. Þórður var mikill forystumaður hér í sveitarfélaginu og lét sér fátt óviðkomandi, er til menn- ingarauka og betri lífsafkomu heyrði. Þórður Benediktsson var frá- bær skólastjóri og skólamaður. Hann var vel opinn byrir öllum nýjum viðhorfum og nýjum leið- um í fræðslustarfseminní og vann ákveðinn og kröfuharður að endurbótum á skóla sinum og öll- um aðbúnaði hans. En var um leið trúr við gamlár þjóðlegar venjur og mat oft eins mikils eldri og reyndari aðferðir og vildi láta ein- staklingseðlið njóta sín, bæði í kennslu og námi. Hann var ekki strangur með reglugerðir og fyrirmæli, en hélt uppi góðum aga í skólanum og samband milli kennara og nemenda og skóla og heimila var i hans augum aðalatr- iðið. Þórður Benediktsson var af gamla skólanum, þar sem yfir- vinna var ekki reiknuð í mínút- um. Hann var óþreytandi aó sinna málum skólans og nemendanna og taka þátt i áhugamálum þeirra og félagsstörfum innan og utan skólans, og hann hafði áhrif á aðra bæði kennara og nemendur til að leggja sig fram og gera sitt bezta málefnunum í vil. Hann var ákveðinn og skoðanir hans oft nokkuð sérlegar, en hann hafði þrátt fyrir það hæfileika til að vinna með og koma mörgu til leiðar jafnt með andstæðingum sínum og samherjum. Sem skólastjóri var hann ætíð mjög metnaðargjarn og krafðist þess, að nemendur og kennarar væru þátttakendur í flestu því er að menningarmálum lyti, enda lét hann sig aldrei vanta og var ætíð i fararbroddi, þar sem eitthvað jákvætt var að gerast. Ég vann nokkur ár sem kennari við skólann hjá Þórði Benedikts- syni og tel mig hafa verið mjög lánsama að hafa notið samstarfs við hann, bæði sem kennari undir hans stjórn og sem foreldri barns i skólanum hjá honum. Ég kenndi nokkrum af börnum Þórðar og veit þvi mjög vel, hversu ágætur faðir, heimilisfaðir og afi hann hefur verið, og mun það einmitt hafa veitt konu hans og börnum styrk i þessum miklu erfiðleikum, og hefur það verið aðdáunarvert að sjá hve hugrökk og dugmikil þau öll hafa reynst siðastliðið ár, og bið Guð að blessa þau og milda sorg þeirra. Blessuð sé minning Þórðar og hafi hann þökk fyrir góða sam- fylgd. Asdís Sveinsdóttir Skammt er stórra högga á milli í okkar litla samfélagi. Á skömm- um tíma höfum við þurft að sjá á bak tveimur forystumönnum okk- ar og brautryðjendum á félagsleg- um sviðum á besta starfsaldri. Hið skyndilega fráfall 'Vil- hjálms Sigurbjörnssonar skildi eftir sig eyðu, og nú þegar við kveðjum Þórð Benediktsson bankastjóra skvnjum við sveit- ungar þessara manna, hversu erf- itt það verður að fylla eyðurnar tvær sem nú eru staöreynd í fé- lagslegri forystu. Maður kemur í manns stað, seg- ir þar, já lífið heldur áfram og maður morgundagsins verður að takast á við þau vandamál sem upp koma, hjá þvi verður ekki komist. En reynsla frá liðnum atburð- um í einni samfélagssögu er ein Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.