Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 5 Krónutölureglan leidir til algjörs ófarnaðar segja vinnuveitendur um fram- kvæmd á kröfu ASÍ um vísitölubætur Verzlunarmenn á 7. ári, fl. A 10 Stúlkurnar sem Ijúka einleikaraprófi frá Tónlistarskólunum með tónleikum nú næstu daga — t.v. Guðný Asgeirsdóttir, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir (situr við flygilinn), Svana Vfkingsdóttir, Lovfsa Fjeld- sted og Dóra Björgvinsdóttir. Tónlistarskólinn: Burtfarartónleikar fimm ungra kvenna næstu vikuna VERULEGUR samdráttur hefur orðið 1 launakerfi landsmanna sé litið á taxta stéttarfélaga. Þessi samdráttur eða launaþjöppun eins og það hefur verið orðað er árangur kjarasamninga síðustu ára, sem yfirleitt hafa stefnt að þvi að veita hinum lægst launuðu kjarabætur umfram aðra. Sam- hliða þessu hefur svo átt sér stað ákveðið launaskrið f þjóðfélag- inu, sem þó sést ekki af launatöxt- um stéttarfélaganna. Vinnuveitendur lögðu fram með tillögum sínum um kaup- hækkanir fylgiskjal, þar sem sýnt er fram á, hve þessi samþjöppun launataxta er mikil. öll þau laun, sem hér verða nefnd á eftir eru . .Vorar göfugu kellfng- ar.“ ÞAU mistök urðu í vinnslu Les- bókar um síðustu helgi, að niður féll fyrirsögn á bls. 11, þar sem birt var ein af greinum Eiríks Jónssonar um föng Halldórs Lax- ness. í þetta sinn fjallaði grein Eiríks um föng Laxness í islands- klukkuna og fyrirsögnin átti að hljóða svo: „A hverju liggja ekki vorar göfugu kellfngar". Greinar- höfundur og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda tvær ungar ballettdansmeyjar, þær Auði Bjarnadóttur og Ásdísi Magnúsdóttur, til þátttöku í 3ju alþjóðlegu bailettkeppninni, sem haldin verður í Moskvu í sumar. Þegar þessi keppni var haldin í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum miðuð við 3. taxta Dagsbrúnar og eru gefnar upp í prósentum þær breytingar, sem orðið hafa á þeim miðað við þennan ákveðna Dagsbrúnartaxta. Hinn 1. marz 1974 voru laun samkvæmt 7. taxta Dagsbrúnar 15,44% hærri. Nú eru þau 8,83% hærri, en samkvæmt tillögum vinnuveitenda i yfirstandandi kjaradeilu, þar sem þeir leitast við að koma til móts við láglauna- stefnu ASl, er þessi mismunur kominn niður í 7,4%. Almennt kaup trésmiða eftir 2 ár var 1974 23.48% hærra, er nú 12,60% hærra, en er samkvæmt tillögum vinnuveitenda aðeins 10.6% hærra. Málarar eftir 2 ár voru 1974 með 23.11% hærra kaup, eru nú með 12,40% hærra, en sam- kvæmt tillögunum fá þeir aðeins 10,4% hærra kaup. Kjötiðnaðar- menn á fyrsta ári voru 1974 með 22,11% hærra kaup, eru nú með 11.68% hærra kaup og samkvæmt tillögum vinnuveitenda verða þeir með 9,8% hærri laun. Verka- menn á fyrsta ári, byrjunarlaun fl. A1 vor 1974 með 8.30% hærri laun, nú eru þeir með 8.27% hærri laun, en samkvæmt tillög- unum er mismunurinn 7,0%. hlaut Helgi Tómasson þar silfur- verðlaunin. Þær Auður og Ásdís hafa að undanförnu dansað með íslenzka dansflokknum f flestum sýningum hans. Þær halda utan í júnibyrjun en keppnin siendur dagana 12.—24. júni segir i frétta- tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. voru 1974 með 116,7% hærri laun, eru nú með 74.5% hærri laun, en samkvæmt tillögunni er mismunurinn 62.4%. Taxti Iðju, 1. fiokkur, byrjunarflokkur voru 1974 með sömu laun og þessi ákveðni viðmiðunarflokkur Dags- brúnar, 3. taxti og hefur hlutfall launanna ekkert breytzt og er ekki gert ráð fyrir því að hann breytist samkvæmt tillögum vinnuveitenda. í 3. flokki Iðju eftir 9 mánaða starfa var hins vegar mismunurinn 15,02% árið 1974, er nú 8,71% og fer niður i 7.3% samkvæmt tillögum vinnu- veitenda. Tekið skal fram að þessi mismunur, sem nefndur er um tillögur vinnuveitenda er þegar aliar áfangahækkanir tilboðs þeirra eru komnar til fram- kvæmda hinn 1. marz 1978. Vinnuveitendur benda á að krafa ASÍ um krónutölureglu í greiðslu verðlagsbótar leiði til al- gjörs ófarnaðar, enda segja þeir að frá félögum innan ASÍ hafi komið fram óskir um að dregið yrði úr þessum samdrætti kaup- taxta innan félaganna. Þessar óskir væru fram komnar til þess að forðast alvarleg vandræði i framkvæmd launataxtanna, þar sem núverandi launabil tæki ekki tillit til mismunandi starfa að þvi er snertir erfiði, óhreinindi, starfsaldur, starfsþjálfun, ábyrgð, menntunarkröfur, svo að eitthvað sé nefnt. Þá benda Vinnuveitendasam- band islands og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna á að Bandalag starfsmanna rikis og bæja hafi lýst sömu skoðun og vinnuveitendur og fari beinlínis fram á prósentutölu við greiðslu verðlagsbóta — „þannig að varla geta sjónarmið þessi talizt sjónar- mið vinnuveitenda einvörðungu“ — segja vinnuveitendur i greinar- gerð sinni. FIMM ungar konur munu Ijúka burtfararprófi á tónleikum Tón- listarskólans f Reykjavfk f Austurbæjarbíói, sem haldnir verda nú næstu daga. Fyrstu tónleikarnir eru i dag, þriðjudag, og hefjast kl. 7.15 síð- degis en þar leikur Kolbrún Ósk Óskarsdóttir á píanó verk eftir Mozart, Chopin, Debussy og Franz Liszt. Á fimmtudag leikur síðan Svana Vikingsdóttir á píanó á sama tima og á efnisskrá hennar eru verk eftir Béla Barók, Beet- hoven, Schumann, Bach, Debussy og Liszt. Á laugardag verða sellótónleik- ar Lovisu Fjeldsted en þeir hefj- ast kl. 2.30 sd. Undirleikari verð- ur Halldór Haraldsson en á efnis- skrá eru verk eftir Beethoven, Bach, Jórunni Viðar, Fauré og Schumann. Á mánudag kl. 7.15 verður kom- ið að tónleikum Dóru Björgvins- dóttur, fiðluleikara, en undirleik- ari á pianó verður Guðriður St. Sigurðardóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Bach, Brahms og Bartók-Gertler. Síðustu tónleikarnir verða sið- an á þriðjudag i næstu viku, einn- ig i Austurbæjarbíói og hefjast kl 7.15 sd. Þar leikur Guðný Ásgeirs- dóttir á píanó verk eftir Stra- vinsky, Beethoven, Webern, Brahms og Bach. Samúdarbók í v-þýzka sendi- ráóinu í dag FYRRVERANDI kanzlari Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, próf. Ludwig Erhard, lézt hinn 5. maí s.l. i Bonn. Af þessu tilefni mun samúðarbók liggja frammi í sendiráði Sambandslýðveldisins Þýzkalands, Túngötu 18, frá þriðjudegi 10. mai til fimmtudags 12. mai, kl. 10—12 og 14—16 hvern dag. Auður og Asdís í alþjóðlega keppni LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 NATJTH) 21. apríl — 21. maí Litir: Brúnt — Grænt — Blátt — Bleikt. Steinn: Emerald. Lykilorð: Varfnmi — ÁreiBanleiki Heimakær rómantlzkur, listunnandi, munaSarseggur. Hann hefur þolinmæöi tfmans, dýpt skógarins og styrkur hans flytur fjöll. Menn fæddir undir nautsmerki. eru ekki allir milljónamæringar, en þú finnur þa ekki f röð. þurfalinga. Peningar viröast laöast að þeim enda skiptir þá miklu það öryggi sem þeir veita. Þeír eru miklir unnendur tón- og málaralistar. Heimili nautsmanna, er kastali friöar og öryggis sem varhugavert er aö stugga viö. Hann er þrjóskur, ogseinn til (ákvaröanatöku) en þegar ákvörðun hef veriö tekin veröur ekki frá henni hnikað. Sem dæmi um fræga menn fædda undir nautsmerki má nefna: Fred Astaire. Laxness, Bing Crosby, Salvador Dali, Freud. Shakespeare, Henry Fonda, Orson Welles. Perry Como, Gary Cooper. nautsmaður kýs frekar að borga hátt verð fyrir vandaðan fatnað úr góðum efnum, en sóa fé f óvandaða hluti. sem hann hefur ekki full not af. Pað sem er hentugt, hef ðbundið og náttúrulegt er fagurt og peninganna virði I hans augum. Hvenær ert þú fæddur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.