Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
31
Guðfinna Björnsdóttir
Torfustöðum—Mnning
Fædd: 18. júlf 1895.
Dáin: 1. maí 1977
Guðfinna var fædd að Núps-
dalstungu í Miðfirði hinn 18. júlí
1895. Foreldrar hennar voru:
Björn Jónsson óðalsbóndi i Núps-
dalstungu (f. 21. nóv 1866, d. 12
maí 1938) og kona hans Ásgerður
Bjarnadóttir (f. 22. ágúst 1865. d.
26. sept. 1942). Voru þau hjón
bæði af merkum bændaættum í
Húnaþingi, en sé farið lengra aft-
ur í timann má geta þess, að afi
Ásgerðar í Núpsdalstungu var
Bjarni Rafnsson, sonur Rafns
hreppstjóra Bjarnasonar á Forna-
stöðum í Hálshreppi í S-
Þingeyjasýslu. Hefur frændi Guð-
finnu, Páll Kolka læknir, gert
Núpsdalstungu fólkinu góð skil í
bókinni Föðurtún.
Guðfinna Björnsdóttir ólst upp
í stórum systkinahópi í Núpsdals-
tungu, en börn Björns og Ásgerð-
ar voru alls átta. Var Guðfinna
fjórða barn þeirra hjóna.
1. Elztur var Bjarni bóndi á Upp-
sölum í Miðfirði f. 21. feb. 1890, d.
30. jan. 1970.
2. Jón Klæðskeri í Reykjavík, f.
18. mai 1891, d. 29. nóv. 1921.
3. Ólafur fyrrum bóndi í Núps-
dalstungu, f. 20. jan. 1893.
4. Guðfinna (eins og áður er frá
skýrt) f. 18. júlí 1895, d. 1. maí
1977.
5. Guðmundur kennari á Akra-
nesi, f. 24. marz 1902.
6. Björn Leví, doktor í hagfræði,
búsettur i Reykjavík, f. 22. nóv.
1903, d. 3. jan. 1956.
7. Elínborg Jóhanna húsfreyja að
Bjargi á Seltjarnarnesi, f. 28. nóv.
1906.
8. Yngst var fyrri kona mín,
Guðný Margrét, f. 2. júni 1908, d.
5. júni 1953.
Eins og sést af framanskráðu eru
nú fimm þessara systkina látin.
Núpsdalstunguheimilið var
menningarheimili í þess orðs
beztu merkingu. Þar var bóka-
kostur góður, mikil gestrisni,
enda komu þangað oft langferða-
menn á leið sinni í önnur
byggðarlög, þótt bærinn væri
ekki beinlinis i þjóðbraut.
Öll voru þessi systkini góðum
gáfum gædd og handlagni var
þeim í blóð boin. Var Guðfinna
þannig i stakk búin, að allt lék i
höndum hennar, enda stundaði
hún smíðar jafnt manni sinum
hér I Reykjavik í meir en þrjá
áratugi.
Árið 1919 giftist- Guðfinna
frænda sínum Magnúsi Frimanni
Jónssyni á Torfustöðum i Núps-
dal, en sá bær er þvi sem næst
beint á móti Núpsdalstungu, vest-
an Núpsár. Var Magnús sonur
Jóns Jónssonar bónda á Torfu-
stöðum, ættuðum úr Dalasýslu, og
konu hans Ólafar Jónasdóttur frá
Svarðbæli. Bróðir Magnúsar var
hinn þekkti skólamaður Björn H.
Jönsson skólastjóri á Isafirði.
Guðfinna og Magnús hófu búskað
á Torfustöðum og bjuggu þar
óslitið fram yfir 1940, en 1943
varð Guðfinna fyrir þvi slysi að
detta á svelli og varð að dvelja á
sjúkrahúsi i marga mánuði. Eftir
þetta áfall var útilokað, að þau
hjón gætu stundað sveitabúskap,
enda kom Magnús sér fljótlega
fyrir með trésmíðaverkstæði,
fyrst í smáum stíl í útihúsi á
Bjargi á Seltjarnarnesi, en laust
eftir 1950 keyptu þau húseignina
Mávahlið við Hagamel, þar sem
Magnús gat innréttað stórt verk-
stæði. í upphafi smíðaði Magnús
næstum eingöngu amboð, en hin
síðari ár ýmsa aðra hluti.
Um það leyti sem þau hjón sett-
ust að á Seltjarnarnesi voru þau
eignalítil. Búskapurinn hafði allt-
af gefið lítið í aðra hönd, en auk
þess lögðu þau í töluverðan kostn-
að við byggingar á jörð sinni
Torfustöðum. Þegar upp var
staðið var faðir Magnúsar, Jón
Jónsson, en á lifi háaldraður, (d.
1950 þá 95 ára). Það kom þvi ekki
til mála að hrekja hann frá þeim
stað, þar sem hann hafði dvalið
mestan sinn aldur. Útkoman varð
sú, að jörðin var seld ágætum
hjónum fyrir tiltölulega lítið
verð, en með þvi skilyrði, að gamli
maðurinn fengi að dvelja þar sín
síðustu æviár. Var það vel ráðið
og sýnir bezt hug og velvilja sonar
og tengdadóttur til gamla manns-
ins.
Eftir að Guðfinna og Magnús
fluttu til Reykjavíkur og höfðu
komið sér vel fyrir í Mávahlíð við
Hagamel, fór hagur þeirra batn-
andi ár frá ári. Magnús hafði frá
upphafi stundað smíðar af og til
öll sin búskaparár og var því eng-
inn nýgræðingur í iðninni. Þótt
Guðfinna næði aldrei fullu
likamsþreki eftir þetta mikla slys,
sem hún varð fyrir, var andlegt
þrek hennar óbilað. Hún sneri sér
strax að smiðunum við hlið manns
sins. Það var i sjálfu sér engin
tilviljun, að verkstæði þeirra naut
fljótlega mikilla vinsælda, því að
allir hiutir voru þar velgerðir og
eins ódýrir og tök voru á, enda
var það aldrei að þeirra skapi að
okra á neinum. Sá maður, sem
lengst hefur staðið við hlið þeirra
hjóna og unnið á verkstæðinu þvi
sem næst frá upphafi, er fóstur-
bróðir Magnúsar, Saiómon
Hafliðason, og á hann að leiðar-
lokum þeirra hjóna þakkir skilið.
Guðfinna og Magnús eignuðust
eina dóttur barna, Ásdísi, f.
21.ágúst 1920. Hún giftist ung að
árum 1945, Benedikt Guðmunds-
syni á Staðarbakka I Miðfirði og
hafa þau búið á Staðarbakka góðu
búi á hálflendunni á móti bræðr-
um Benedikts, Gísla og Magnúsi.
Þau eiga fjögur börn uppkomin,
sem öll hafa stofnað sitt eigið
heimili, og eru þrjú þau elztu
búsett í Reykjavík. Nöfn þeirra í
aldursröð eru þessi: Margrét gift
Ólafi kennara Jóhannssyni frá
Hnausakoti. Ingimundur hús-
gagnasmiður, kvæntur Matthildi
Sverrisdóttur frá Hólmavík. Jón
Magnús, stúdent, kvæntur Þor-
björgu Ólafsdóttur frá Ánastöð-
um á Vatnsnesi. Rafn búfræð-
ingur, kvæntur Ingibjörgu
Þórarinsdóttur frá Straumi i
Hróarstungu, þau búa á Staðar-
bakka. Barna-barnabörn Guð-
finnu og Magnúsar eru nú sjö,
þegar þetta er ritað.
Ingimundur Benediktsson hef-
ur nú fyrir nokkru siðan tekið við
verkstæði afa síns og ömmu og
rekur það með svipuðu sniði og
áður var.
Ég kynntist Guðfinnu og
Magnúsi ekki fyrr en um það leyti
sem ég tengdist þessu fólki og
voru þau þá sest að á Seltjarnar-
nesi. Nokkru eftir að konan min
dó og ég var fluttur alfarið til
Reykjavikur og sestur að á Haga-
melnum og orðinn nábúi mág-
konu minnar, urðu kynni okkar
enn nánari. Guðfinna og Magnús
voru þá búin að koma sér ágæt-
lega fyrir i nýjum húsakynnum í
Mávahlíð við Hagamel. Þá urðum
við, ég og dóttir mín lftil, tiðir
gestir hjá þeim hjónum. Þá þurfti
ég oft að leita til þeirra i ýmsum
vanda, sem þau leystu ávallt með
hlýhug og góðum ráðum.
Það, sem einkenndi mest heim-
ili þeirra hjóna, var fölskvalaus
glaðværð og mikil gestrisni, þar
sem öllum var boðið inn ög alltaf
voru miklar og góðar veitingar á
boðstölum.
Magnús Frímann var með fróð-
ari mönnum, sem ég hef kynnst,
sílesandi þegar tóm var til og
bókakosturinn alltaf að aukast.
Magnús gaf sér nokkurn tima til
ritstarfa, en ekki vannst honum
tími til að ganga frá nema einni
bók „Skammdegisgestir", sem út
kom árið 1950. Bæði höfðu þau
hjón ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum og ekki ávallt
„sammála siðasta ræðumanni", en
hreinskilni þeirra og græskulaus
kimni gerði það að verkum að
alltaf urðu vinir þeirra fleiri er
tímar- liðu. Má i þvi sambandi
nefna Þórberg Þórðarson rithöf-
und, einn af mörgum, sem voru
þar tiðir gestir.
Guðfinna missti mann sinn
þann 14. marz 1975. Magnús var
fæddur 2. júní 1891 og var hann
að mestu óvinnufær síðustu árin.
Hann andaðist á Hrafnistu og
hafði þá dvalið þar nokkra mán-
uði. Siðustu árin dvaldi Guðfinna
ein í sínu húsi og hélt sinni reisn
og skörungsskap eins og áður
fyrr. Hún dvaldi aðeins hálfan
mánuð i sjúkrahúsi, en þar andað-
ist hún aðfaranótt 1. maí. Ég kom
tvisvar til hennar á þessum tíma
og var hún þá vel málhress og
mundi vel alla hluti. Það var auð-
heyrt að hún gerði sér þá fullljóst
að stutt var að leiðarlokum.
Blessuð sé minning hennar.
Magnús Sveinsson.
Nokkru fyrir síðustu aldamót,
hófu búskap í Núpsdalstúngu i
Miðfirði, hjónin Björn Jósnson og
Ásgerður Bjarnadóttir.
í gömlum jarðabókum, er
jörðin talin ein með betri jörðum
í sveitinni. Þau hjón koma þar
upp stórum barnahóp, fimm
sonum, Bjarna, Jóni, Ólafi,
Guðmundi og Birni og þrem
dætrum, Guðfinnu, Jóhönnu og
Guðnýju. Öll urðu þessi börn,
þegar á legg komust atgervis- og
efnisfólk, eru nú aðeins þrjú
þeirra enn á lífi, úr þessum stóra
systkinahóp, þau Ólafur,
Guðmundur og Jóhanna.
Guðfinna, sem nú kveður og ég
vildi minnast með þessum linum
var elst þessara systra.
Giftist hún úr foreldrahúsum
Magnúsi Jónssyni á Torfustöðum,
i sömu sveit, og hefja þau þar
búskap, árið 1919.
14 árum síðar, eða 1934, ráðast
þú í að byggja stórt tveggja hæða
íbúðarhús úr steini á jörðinni og
fá til þess lán, úr Bygginga- og
Landnámasjóði, sem þá var helsta
fyrirgreiðslustofnunin, til
bygginga íbúðarhúsa i sveitum.
Það var einmitt þá fyrir réttum
43 árum, sem ég kynntist fyrst,
Guðfinnu á Torfustöðum.
Ég hafði verið í Miðfirðinum
um veturinn, en réð mig um vorið
til Magnúsar bónda og Guðfinnu,
því nú átti að fara að byggja
íbúðarhúsið, en Magnús búinn að
draga aó allt efni til byggingar-
innar og átti ég að hjálpa til við
bygginguna. Ég man nú ekki
lengur svo ég geti borið um það
með vissu, hvort þeirra hjóna var
yfirsmiður við bygginguna, en
hitt get ég borið um að Guðfinna
var smiður góður, útsjónarsöm og
dugleg svo af bar, að hverju sem
hún gekk, jafnt utanhúss við
smíðarnar sem innanhúss við
matargerð — og ekki var kostur-
inn skorinn við nögl.
Þá er mér það enn í dag minnis-
stætt, hvað þessi hjón voru glað-
lynd og skemmtileg.
Þótt vinnudagurinn væri stund-
um langur, liðu dagarnir fljótt og
húsið reis af grunni óðar en varói.
Frá þessu vori, fyrir 43 árum,
er mér ennþá Guðfinna eftir-
minnanlegur persónuleiki, sífelt
glöð og skemmtileg í allri um-
gengni og viðræðum, enda marg-
fróð og greind kona. Árið 1943
verður Guðfinna fyrir áfalli, sem
leiddi til þess, að þau hjón urðu
að hætta búskap, selja jörðina og
flytja suður til Reykjavíkur alfar-
in árið eftir, til Jóhönnu systur
Guðfinnu. Setja þau fljótlega upp
trésmiðaverkstæði, þar sem þau
unnu bæði hjónin, að framleiðslu
ýmissa nauðsynjahluta, svo sem
orf, hrífur og allskonar sköft, sem
nægur markaður var fyrir, bæði
hér í bænum og út um allt land.
1955 kaupa þau gamlan bónda-
bæ, Mávahlið, þar sem nú er
Hagamelur 47, koma sér þar upp
nýju heimili, eð fullkomu tré-
smíðaverkstæði.
Eftir að Guðfinna missti mann
sinn fyrir nokkrum árum, var
hún flesta daga við smíðar á verk-
stæðinu, eða þar til hún fór á
Landspitalann í byrjun apríl
siðastliðinn. Þau Magnús og
Guðfinna, eignuðust eina dóttur
barna. Ásdísi fædd 1920, gift
Benedikt Guðmundssyni bónda á
Staðarbakka i Miðfirði. Eiga þau
fjögur börn og sjö barnabörn.
Þegar þessi mæta kona yfir-
gefur nú venslafólk sitt og vini,
mun hennar minnst af samferða-
mönnum með hlýhug og þakklæti
fyrir liðnar samverustundir og
við þær endurminningar verður
gott að dvelja. Glaðlyndi hennar
og góðvild til samferðafólksins,
verður varanleg minning i hugum
þeirra sem þekktu hana best. —
Minning um góða konu. Minning
sem frá engum verður tekin. Með
þakkiæti í huga, fyrir gömul
kynni, kveð ég þessa bjartleitu og
bjartsýnu vinkonu mína.
Ásdísi dóttur hennar, þakka ég
gömul og ný kynni og votta henni
og öðrum aðstandendum samúð
mina.
Útför Guðfinnu verður gerð frá
Neskirkju i dag.
Halldór Þorsteinsson.
Þegar nánir ættingjar og vinir
kveðja er svo ótal margt sem kem-
ur fram úr fylgsnum hugans,
minningar um það sem var og
þann sem horfinn er bak við móð-
una miklu. Þannig er það einnig
nú þegar Guðfinna Björnsdóttir
frá Núpsdalstungu er kvödd.
Hún fæddist í Núpsdalstungu í
Miðfirði, dóttir hjónanna Björns
Jónssonar og Ásgerðar Bjarna-
dóttur, ein af stórum barnahóp,
en þau voru 9 systkin. Hún giftist
ung frænda sinum, Magnúsi Jóns-
syni á Torfustöðum, og bjó á
Torfustöðum i mörg ár. Þau eign-
uðust eina dóttur, Ásdisi, sem
giftist Benedikt Guðmundssyni,
sem búa að Staðarbakka í Mið-
firði, myndarbúi.
Fyrir um það bil tuttugu árum
varð Guðfinna fyrir þvi áfalli að
brotna illa og verða að liggja á
sjúkrahúsi á annað ár, og var
lengi að ná sér eftir leguna. Þetta
varð til þess að þau urðu að
bregða búi og fluttust þá til
Reykjavikur þar sem Magnús
kom á fót trésmiðavinnustofu.
Við það vann hann á meðan hon-
um entist lif og heilsa og hjálpaði
Guðfinna honum ötullega.
Magnús lézt árið 1975, en Guð-
finna rak verkstæðið áfram ásamt
mági sínum og dóttursyni og tók
VERKSTJÓRAFÉLAG Reykja-
víkur hélt aðalfund sinn nýlega
og kom fram f skýrslu stjórnar að
fjárhagur félagsins var góður og
mikil gróska (félagslffi.
Tólf fulltrúar voru kjörnir á
fundinum til að sitja 17. þing
Verkstjórasambands tslands, sem
haldið verður að Hallormsstað 1.
þátt i daglegum störfum þess til
æviloka.
Guðfinna Björnsdóttir var
mikilhæf kona, gáfuð, þrekmikil
og myndarleg í öllum sínum verk-
um. Hún var afbura húsmóðir og
unun að koma á heimili hennar og
njóta þeirrar miklu gestrisni sem
henni var svo eiginleg. Það var
svo einkennilegt að sjá hana
vinna, það var eins og verkin
ynnu sig sjálf, svo létt voru þau i
hödum hennar, en um leið með
slíku snilldarbragði að af bar.
Margar eru minningarnar um
góðar samverustundir heima hjá
Guðfinnu og manni hennar á liðn-
um árum.
Það er nú langt um liðið siðan
Guðfinna sleit barnskónum
heima í Núpsdalstungu og margt
hefur breyzt siðan hún gekk þar
um, ung stúlka heimasæta, i daln-
um sínum. — Langt er siðan að
hún sat þar á stokki með bróður-
son sinn ungan á hnénu raulaði
við hann og sagði honum sögur.
Siðar sagði hún okkur sögur af
honum, hverni hann hefði leikið
sér og hvað hann hefði sagt þá.
Hún var minnug og sagði
skemmtilega frá löngu liðnum at-
burðum. Það verður tómlegt nú
þegar hún er horfin, en minning-
in lifir um mikla og góða konu og
þakklætið fyrir þau kynni fylgir
henni héðan yfir á land lifenda.
Rannveig Ingimundardóttir.
— Amnesty
Framhald af bls. 23
i Kambódiu. Amnesty segir að
þessar fréttir séu enn óstaðfestar,
en „ekki sé hægt að sniðganga
mikinn fjölda ásakana um skyndi-
aftökur."
Amnesty reynir ekki að áætla
hve margir hafi verið myrtir og
bendir á að tölur séu mjög á reiki
og að óháðir aðilar hafi enga
möguleika haft til þess að kynna
sér ástandið í Kambódiu.
Samtökin láta einkum i ljós
áhyggjur vegna frétta um að fyrr-
verandi embættismenn hafi
horfið og sumir þeirra hafi verið
myrtir eða sendir í vinnubúðir,
ásakana um misþyrmingar eða af-
tökur á skyldfólki „landráða-
manna" eða „óvina“ á sumum
svæðum og frétta um að sums
staðar séu þeir sem séu taldir
„óhlýðnir" geti sætt hegningu án
þess að farið sé að lögum.
— 3. júlí n.k. Félagið rekur nú
sumarhús fyrir félagsmenn i
Skorradal og i Stokkseyrarhreppi.
Félagsmenn eru nú 560.
I stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður Haukur Guðjónsson,
ritari Einar K. Gíslason, gjaldkeri
Rútur Eggértsson, varaformaður
Sigurður Teitsson og varagjald-
keri Stefán P. Gunnlaugsson.
lær'ð VÉLRITUN
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 12. maí.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar
og innritun í síma 4131 1.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20.
Sýning á grafískum
w. verkum í Menningar
stofnun Bandaríkjanna
Síðasta sýningarvika á
/« % % ' 'I;- j/f, A f monoprints eftir Joseph
Goldyne að Neshaga 16.
menningar/tofnun Opin virka daga frá kl.
BondorikjonnQ 1 — 7. Sýningunni lýkur 13. maí.
Mikil gróska í Verk-
stjórafélagi Rvíkur