Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6, slmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Lífskjör hér og í Danmörku r Isetningarræðu sinni við upphaf landsfundar Sjálf- stæðisflokksins sl. föstudag gerði Geir Ilallgrímsson, formaður flokksins, að umtalsefni saman- burð á lífskjörum hér á íslandi og I nágrannalöndum. Forsætisráð- herra skýrði frá þvf, að þjóðar- tekjur á mann væru svipaðar hér og í Finnlandi en hins vegar væru þær 25—30% hærri I Noregi og Danmörku en hér og 45—50% hærri I Svfþjóð en hér á íslandi. Þá kom það fram hjá Geir Hall- grfmssyni, að venjulegur vinnu- tfmi er mun lengri hér en á öðr- um Norðurlöndum, jafnvel 25—30% lengri, þannig að f raun eru þjóðartekjur okkar enn lægri en ofangreindai' tölur gefa til kynna. Þessar upplýsingar er gagnlegt að hafa f huga vegna umræðna í sjónvarpsþætti sl. föstudagskvöld um lífskjör hér og f Danmörku. í þætti þessum voru leidd rök að þvf með dæmum um launatekjur, skattgreiðslur, matvöruverð og fleira, að Iffskjör hér væru mun lakari en í Danmörku. Sfðan spurði stjórnandi þáttarins, hvort vandinn væri kannski sá, að land- inu væri svona illa stjórnað og fyrirtækjunum illa stjórnað. Merkilegt má það vera, að svo grunnhyggnum spurningum skuli varpað fram um jafn mikils- vert mál og hér er til umræðu. Við augum blasa þegar f stað tvær meginástæður fyrir þvf að Iffskjör hljóta að vera lakari hér en t.d. f Danmörku. í fyrsta lagi er augljóst, að þar sem þjóðar- tekjur á mann eru mun lægri hér en þar hljóta lffskjör okkar að vera mun lakari en Dana. Í öðru lagi hefur það komið fram, að fjárfesting í Danmörku nemur um 20% af þjóðarframleiðslu en fjárfesting á Íslandi um 30% af þjóðarframleiðslu. Öllum er auð- vitað Ijóst, að þegar heildartekjur okkar eru lægri en Dana, en greiðslubyrði vaxta og afborgana hærri svo að verulegu nemur, hljóta Iffskjör okkar þegar af þessari ástæðu að vera mun lak- ari. En hér kemur margt fleira til. Danmörk er mun minna land en tsland að flatarmáli en hins vegar eru Danir hátt á fimmtu milljón meðan við erum um 230 þúsund. Danmörk er grónara land og upp- byggingu þess hefur verið dreift á mun lengri tfma en hér hjá okkur, þar sem allt hefur í raun verið byggt upp á örfáum áratug- um. Það er t.d. alveg ljóst, að það er margfalt dýrara fyrir okkar Íslendinga, sem erum að f jölda til um 5% af fjölda dönsku þjóðar- innar að byggja upp samgöngu- kerfi um margfalt stærra land en Danmörk er. Með sama hætti er Ijóst, að þótt við höfum yfir að ráða vatnsafli en þeir ekki, er margfalt dýrara að byggja upp dreifikerfi orkuvera í stærra landi með miklu færra fólki en f minna landi með miklu fleira fólki. Mörg fleiri dæmi mætti nefna af þessu tagi. Þá er einnig á það að Ifta, að f Danmörku er mikið atvinnuleysi, sem f raun hefur verið beitt til þess að halda verðbólgu f skefjum. Vilja menn sffkar aðferðir hér? Þá var eftirtektarverður sá vörulisti, sem sjónvarpsmenn birtu með verðsamanburði milli tslands og Danmerkur. Langflest- ar vörurnar voru landbúnaðarvör- ur, sem voru yfirleitt mun dýrari hér en í Danmörku. En hvað var hér verið að bera saman? Dan- mörk er fyrst og fremst landbún- aðarland. Danmörk er eitt háþró- aðasta landbúnaðarland f heimi. Það væri meira en skrýtið, ef verð á landbúnaðarvörum væri ekki sérlega hagstætt f Danmörku. Þar að auki er Danmörk aðili að EBE, sem stýrir búvöruverði f aðildar- löndum sfnum eins og kunnugt er. Þess vegna er samanburður af þessu tagi f raun út f hött. Hins vegar mátti sjá eina vörutegund á þessum lista, þar sem dæminu var alveg snúið við. Þorskurinn var margfalt ódýrari á tslandi en f Danmörku. Hvers vegna var ekki ítarlegri samanburður á fisktegundum? Við erum fisk- veiðiþjóð. Við veiðum fisk og lif- um á fiski. Enn er fiskur daglega fæða á fslenzkum heimilum, ýsa, þorskur, steinbftur, rauðspretta, lúða, rauðmagi svo að nokkuð sé nefnt. Hvers vegna var ekki gerð- ur samanburður á verði þessarar matvöru hér og f Danmörku? Þess verður að krefjast, að sjónvarpið geri lágmarkskröfur til sjálfs sín, þegar það tekur efni af þessu tagi til meðferðar en þeytist ekki eins og korktappi um yfirborðið eitt. Hitt er svo annað mál, að við þurfum að leita allra ráða til þess að standa jafnfætis nágrönnum okkar í Iffskjörum ekki sfzt með því, að dagvinna verði stærri þáttur f tekjuöflun en nú er, en þá skulum við leita orsakanna á málegnalegan hátt og reyna að kafa svolítið undir yfirborðið en hrópa ekki bara um vonda stjórn á landi og fyrirtækjum. Það er t.d. umhugs- unarefni hver framleiðni er í sjávarútvegi okkar. Hún er áreið- anlega afar misjöfm. Vikum sam- an geta togarar og bátar fengið svo Iftunn afla, að það dugar varla fyrir olfunni f túrinn en svo koma uppgripin við og við sem öllu bjarga. Þetta er okkar þjóðfélag sem svona er. Þetta er auðvitað gjörólfk aðstaða en f háþróuðum landbúnaði og iðnaði Dana. En við getum ráðið við margt. Við getum ráðið við það að hafa fjár- festinguna ekki meiri en um 20%. Bara sú ráðstöfun ein mundi bæta Iffskjör okkar veru- lega. Við getum með skynsamleg- um aðgerðum dregið úr verðbólg- unni, svo að fjármagnið leiti f arðbærari fjárfestingu en stein- steypu. Auðvitað er steinsteypan ekki f raun arðbær fjárfesting fyrir þjóðfélagið en fjármagnið mun leita þangað þar til tekizt hefur að hemja verðbólguna. En við stöðvum ekki verðbólguna á næstunni, ef marka má þróun kjarasamninganna. Með saman- burði á lffskjörum okkar og í ná- lægum löndum getum við opnað augu okkar sjálfra fyrir mörgu af því, sem miður fer í okkar sarnfé- lagi. En sá samanburður verður að vera raunhæfur en ekki yfir- borðskenndur eins og i sjónvarp- inu. Sinfóníut ónleikar Efnisskrá: Johann Wagenaar: Forleikur „Sál og DavlS" Antonfn Dvorak: Konsert fyrir cello. óp. 104 Johannes Brahms: Sinfónla nr. 2. óp.73 Stjómandi: Hubert Soudant Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson Svo sem segir i efnisskrá var forleikurinn saminn í til- efni af fimmtiu ára afmæli Vermeersafnsins í Haag og néfndur eftir samnefndu mál- verki eftir Vermeer. Verkið er vel samið og var vel flutt undir glaðlegri og aðlaðandi stjórn Soudant. íverkinu er trúlega fjallað að einhverju leyti um samskipti Sáls og Davíðs og í miðju verki er hörpueinleikur, sem Monika Abendroth útfærði þokka- lega. Svo vikið sé aftur að efnisskrá þeirri, sem gefin er út með ærnu tilstandi í aug- lýsingum, hvorki meira né minna en 36 síður, er þar aðeins á rúmri síðu lítiliega fjallað um tónleikana sjálfa. Þá hafa óundirritaðar um- sagnir um viðfangsefni tón- leikanna verið svo illa fram færðar, að þó oft hafi fyrr á árum illa til tekizt, hefur þessi þáttur þjónustu við áheyr- endur aldrei verið eins aumur og ófaglegur sem nú í vetur. Annað verkið á efnisskránni er eitt af fegurstu verkum Dvoraks. Vinsældir þess má að nokkru marka af þvi hve ýmis stef og tóntiltektir eru tónlistarunnendum minnis- stæð. Þessi stef eru svo sterk og skýr að þau gleymast ekki og koma oft upp í huga manns í daglegri önn, rétt eins og brot eða hending úr kvæði. Þannig lifa tónmyndir úr verkinu svo flutningur þess verður ekki aðeins upp- rifjun, heldur endurlifun rétt eins og við endurholdgun, endurkomu i heim, sem er óspilltur af malbiki og stein- steypu og vindsvalinn ómengaðuraf iðnriki eða hel- gufum. Erling Blöndal Bengtsson flutti verkið af mikilli innlifun án allrar til- gerðar, en þó svo sterkt, að auðfundið var að hann lifði öll átökin innra með sér. Listamaður, sem hefur yfir- unnið allar tæknihindranir fellur oft í þá gryfju að halda áfram að gljáfægja tækni sína en gleymir, eða finnur ekki, að tónlist er ekki aðeins þekking og tækni, heldur og skáldskapur, samofin tilfinn- ingum, sem ekki verða skil- greindar, heldur aðeins lif- aðar og agaðar í þrotlausri leit, ekki síður en tækniþekk- mgin. Tækni Erlings Blöndals Bengtssonar er undraverð en túlkun hans er enn stærri, mikilfengleg. Tónleikunum lauk með annarri sinfóníu Brahms og var ánægjulegt að hlýða á mótaðan og vel útfærðan leik sveitarinnar. Það má heita að í fyrsta sinn hafi undirritaður heyrt tré- blásarana leika „píanissimó" svo strengirnir fengu að hljóma án þess að þurfa að Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON „kreista" hljóðfærin. Strengjasveitin stóð sig mjög vel þó brann aðeins yfir á efsta tónsviðinu og ætti for- usta sveitarinnar að fá tæki- færi til að þjálfa hana í tón- taki og samstillingu í tónblæ. Þannig þyrfti hljómsveitin í heild og í smærri hópum að fá tækifæri til þjálfunar, með því að fást við ýmis önnur verkefni en að leika á sinfóníutónleikum. Hljóm- sveitin gæti staðið fyrir flutn- ingi kammertónlistar fyrir áskriftameðlimi, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur og úti á landi. Slík starfsemi hefði í för með sér aukin kostnað en Sinfóníuhljómsveit íslands er slíkur dýrgripur, að verðhverfandi peningar eru einskis virði í samanburði við sköpun þeirra menningar- uppeldisverðmæta sem góð sinfóníuhljómsveit getur átt þátt i, nútíð og framtíð til blessunar. Hubert Soudat er efnilegur stjórnandi og hefur þegar mikið að gefa. Það mátti heyra að hann hafði fitjað upp á ýmsum nýjungum, enda var flutningur hljóm- sveitarinnar á stundum nokkuð „nervös". Það væri æskilegt að Soudat gæti starfað með sveitinni um lengri tíma, því þó hann sé ungur að árum, bætir áhugi og starfsgleði upp reynslu- leysi, en reynslunni fylgir því miður oft þreyta og kæru- leysi í starfi. Ungur, áhuga- samur og kraftmikill stjórn- andi gæti orðið hljómsveit- inni mikil vítamíngjöf. Erindi og einleikur Fyrir nokkru var hér á landi í hljómleika- og fyrirlestraferð prófessor Júrgen Uhde en hann starfar við Ríkistón- listarháskólann í Stuttgart. Uhde er ekki mikill píanóleik- ari en nær þó að flytja við- fangsefni sín á sannfærandi hátt. Þar kemur til skilningur hans á byggingartækni tón- höfundanna og ennfremur gerir hann tilraun til að skilja eða skilgreina tilfinningu og afstöðu tónskáldsins bæði til verksins sjálfs og þess tíma sem það lifði á. Fyrirlesturinn hófst á greiningu cís-moll fúgunnar í 1. hefti Wohltemeiertes Klavier eftir Johann Sebastian Bach. Greiningin gekk eingöngu út á röðun stefjanna og kom þar ekkert nýtt fram, en leikur prófessorsins var fyrir smekk undirritaðs allt að því frunta- legur. Stefin voru bókstaf- lega „básúnuð", dregin út úr tónbálkinum sennilega í kennslufræðilegum tilgangi, sem á ekkr ávallt samleið með listrænni túlkun. Næsta verkefnið var sónötubrot eftir Franz Schubert. Eftir að hafa fjallað um skapgerð Schuberts sýndi hann skyld- leika aðalstefsans við „gregoríanska" tónlist. Þessi samanburður er skemmti- legur, þó ekka sé hægt að sanna að Schubert hafi mótað stef sitt á þann hátt af ásettu ráði. Það verkið, sem undirritaður hafði mesta skemmtan af, var „Götusónatan" eins og kalla mætti það verk, Sónata ,,1.okt. 1905 — Von der Strasse" eins og höfundur- inn, Leos Janacek (1 854—1 928) kallar verkið. Sónötuna samdi Janacek til minningar um verkamann, sem þennan dag lét lífið i óeirðum við byggingu há- skólans í Brúnn, eins og til- greint er í efnisskrá. Prófessor Uhde greindi frá þvi að verkið, sem er i tveim köflum (Hugboð og Dauði), hafi Janacek eyðilagt en það hafi verið varðveitt í afskrift, sem tónskáldið vissi ekki um fyrr en mörgum árum seinna. Janacek notaði þjóðlög aðal- lega frá Móravíu og þótti öðrum fremri í alþýðlegri lagagerð og mjög slyngur í meðferð texta i söngverkum sínum. í The New Oxford History of Music er meðal annars að finna um Janacek. „Hann var fyrstur tékkneskra tónskálda til að losna undan drottnandi áhrifum vestrænnar tónlistar og náði smátt og smátt á sitt vald rnjög persónulegum og að mörgu leyti frumlegum stíl, sem markar tímamót í sögu tónlistarinnar. Tónmál hans var kjarnyrt, síkvikt, þar sem skiptast á stutt stef og smá tónhugmyndir, sibreyti- legt í lagi og hryn, með ófull- skipaða hljóma án tónteg- undalegra tengsla, liðugt i tónferli, sem að mestu var innan hátta kirkjutónteg- unda, án frum- og forhljóms- tengsla eða leiðsögutóns og frábærilega tengt notkun smárra hrynmynda eins og t.d. 2/8 eða 3/8." Prófessor Uhde skýrði þessa þætti eins og þá er að finna i „Götu- sónötunni", meðal annars hvernig háttbundnum hryn í seinni hluta verksins er raskað, með því að hafa þögn á fyrsta takthluta. Tón- verkið, sem er byggt á einni tónhendingu úr þjóðlagi, var mjög sannfærandi í meðferð prófessorsins. Sáðasta verkið á efnisskránni var op. 111 eftir Beethoven. Um þetta verk hefur oft verið fjallað og þá stundum seilzt langt til fanga um útskýringar og mönnum ekki nægt minna en sjálf eilífðin eða hinstu rök mannlegrar tilveru til að út- skýra tónhugmyndir meistar- ans. Hvað sem slíkum hug- myndum líður, eru þær ef til vill góðar fyrir túlkandann en frekar haldlitlar til greiningar á verktækni Beethovens. Þrátt fyrir það, að mikið vant- aði á að leikur prófessorsins væri góður, var verkið skýrt í formi og ekki óskemmtilega leikið. Slikar heimsóknir sem þessa væri æskilegt að skipu- leggja betur en hér var gert, því undirritaður veit um fjölda manns §em hefðu viljað hlýða á þennan fyrir- lestur, en frétt um hann birt- ist ekki í dagblöðum fyrr en daginn eftir að hann átti sér Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.