Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1977 19 Flemming Delfs sigraði landa sinn Svend Pri I úrslitaleiknum f einliðaleik eins og á Norðurlandamótinu hér ( haust. Þrefalthjá Dönum á HM íbadminton FLEMMING Delfs sigraði í einliðaleik karla og Lena Köppen ( einliðaleik kvenna á heimsmeistaramótinu ( badminton á Malmö á sunnudaginn. Danir fengu þvf tvo helztu sigurvegara þessa fyrsta opinbera heimsmeistaramóts ( greininni. Flemming Delfs, sem er 25 ára gamall, bætti þarna heimsmeist- aratitlinum í safn sitt, en fyrr í vetur sigraði hann á All England mótinu og Norðurlandamótinu hér á landi síðastliðið haust. í úrslitunum lék Delfs gegn Svend Pri og fóru leikar þannig að Delfs sigraði örugglega 15:5 og 15:6. I fyrstu lotunni hafði Delfs umtalsverða yfirburði, en í þeirri seinni náði Pri góðum „smöss- um“ áður en Delfs tók yfirhöndina eins og i fyrri lotunni. Meiri barátta var hjá konunum, en Lena Köppen, 24 ára tannlæknisstúdent, sigraði Gillian Gilks, Englandi, 12:9 og 12:11. Þó munurinn væri ekki mikill þá þótti leikur þeirra ekki sérlega skemmtilegur á að horfa. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með leiknum og voru þeir flestir á bandi Dana i siðustu leikjunum. I tvíliðaleik kvenna sigruðu japönsku stúlkurnar Toganoo og Euneo þær Riddler og Beusekom frá Hollandi 15:10 og 15:11 í úrslitaleiknum. í tviliðaleik karla unnu Tjun Tjin og Wadyudi frá Indónesiu landa sina Christian og Ada Chandra 15:6 og 15:4 í úrslitaleiknum. Svíar áttu þvi hvergi mann i úrslitunum, en gestgjafarnir höfðu bundið miklar vonir við Frömann og Kihl- ström i tvíliðaleiknum. Næsta HM i badminton verður haldið i Indónesiu 1980. í tvenndarkeppninni var gífurleg barátta milli Steen Skovgard og Lenu Köppen, Danmörku, gegn þeim Derek Talbot og Gillian Gilks, Englandi. Bættu Danirnir þarna þriðja heimsmeistaratitil- inn.Í.S?>/n sitt. Urslitin urðu 13:12 og 18:17. Lena Köppen sigraði ( einliðaleik kvenna og f tvenndarkeppni, þannig að hún lagði sitt af mörkum til að gera veg Dana sem mestan á fyrsta heimmeistaramótinu ( badminton. OVÆNT URSUTIFYRSTU LEIKJUM ÍSLANDSMÚTSINS VESTMANNAEYINGAR sækja hart að marki Framara 1 leiknum á laugardaginn. Þeir berjast um knöttinn Sigurbergur Sigsteinsson, Kristinn Atlason, Karl Sveinsson og Trausti Haraldsson. Eggert Steingrfmsson fylgist með álengdar, en hvað Sigurlás Þorleifsson er að gera á markKnunni er ekki gott að segja. ÞÁ ER knattspyrnuvertfðin hafin fyrir alvöru og þegar hafa fimm leikir farið fram og fyrstu umferðinni er lokið. t leikjum helgarinnar urðu mjög óvænt úrslit ( nokkrum leikjanna. Þannig áttu vfst fæstir von á sigri UBK gegn Val á laugardaginn og þá ekki heldur á sigri ÍBV gegn Fram, en knattspyrnuna er erfitt að reikna út nú sem fyrr. Það var Akureyringurinn Aðalsteinn Sigurgeirsson, sem skoraði fyrsta mark íslandsmótsins. Aðalsteinn fékk einnig fyrstur áminningu en Gisli Torfason, var fyrstur til að misnota vítaspyrnu, en hann skaut framhjá í leiknum gegn Þór. Allmargir áhorfendur fylgdust með fyrstu leikjunum, en hvergi voru þeir þó fleiri en á leik UBK og Vals í Kópavogi, tæplega 1500. Tveir leikmenn voru fluttir á slysavarðstofuna I fyrstu leikjunum. Vestmanneyingurinn Sigurlás Þorleifsson og Vikingurinn Róbert Agnarsson. Hér á eftir fara stutt samtöl við tvo knattspyrnumenn, einn þjálfara og kunnan knattspyrnuáhuga- „Áttum ekki von á að sigra í dag" GEORGE SKINNEAR, þjálfari Veetmannaeyinga, var að vonum kampakátur að loknum sigurleik ÍBV gegn Fram á laugardaginn. Skinnear þessi þjálfar nú Eyjamenn annað ár- ið í röð og það var undir hans stjórn, sem ÍBV sigraði með yfirburðum f 2. deildinni ( fyrra. George Skinnear er Englendingur f húð og hár en virðist gjörólikur hinum brezku þjálfurunum, sem hér starfa. Skinnear er á sextugsaldri og silfurgrátt hár hans og allt fas gerir það að verkum að manni finnst þarna frekar vera á ferð- inni gamall frændi frá Eng- landi en harður knattspyrnu- þjálfari, alinn upp i knatt- spyrnu atvinnumannsins. Þegar farið er að tala við Skinnear er hann ekkert annað en góðmennskan og kurteisin og um leið skilur maður það dálæti, sem leikmenn ÍBV og aðrir Eyjaskeggjar hafa á hon- um. — Þetta var ekki erfiður leikur, sagði Skinnear og lokn- um leiknum gegn Fram. — Við höfðum átt von á enn meiri hörku og erfiðari andstæðing- um en kom á daginn. Sannast sagna reiknaði ég ekki með sigri í þessum fyrsta leik okkar. Ég var á margan hátt ánægður með strákana mina, þeir gerðu góða hluti í leiknum, en duttu svo niður þess á milli. Eðlilega eykst bjartsýnin eftir svona sig- urleik, en við vitum allir að þetta var :ðeins fyrsti leikur- inn, en 17 eru eftir. í fyrra gekk okkur vel í 2. deildinni, en það tekur tíma að ná upp þeim hraða og þeirri hörku, sem er í 1. deildinni, þannig að þó við höfum staðizt prófraunina í dag, þá er þetta aðeins byrj- unin, sagði Skinnear. — áij. Ekki séð eins slakt // KR-lið síðan 1914" PÁLMI ÓLAFSSON, sem raunar er óþarft að kynna fyrir vallargestum og knattspyrnu- mönnum, lét sig ekki vanta á leikinn á Akranesi. Greinilegt var, að gamli maðurinn var ekki ánægður, er við hittum „Kvíði ekki sumrinu þrátt fyrir tapið — SUMARIÐ leggst vel ( mig þrátt fyrir tapið í dag á móti Keflvfkingum, sagði hinn gam- alreyndi Þórsmarkvörður Samúel Jóhannsson eftir leik- inn á laugardaginn. Langflestir af strákunum i liðinu voru þarna að leika sinn fyrsta leik í 1. deild. Viðbrigðin hafa verið mikil hjá þeim, að færast úr þriðju deild upp i þá fyrstu á aðeins tveimur árum. Þeir voru í vafa um hvernig þeir stæðu sig þegar á hólminn væri komið, t.d. markskorarinn okkar Jón Lárusson. Honum tókst að skora í sinum fyrsta leik og ég veit að fleiri mörk eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Næstu þrir leikir verða próf- steinninn á það hvernig okkur vegnar í sumar og ég hef trú á því að við tryggjum okkur áframhaldandi setu í deildinni. — SS hann að máli að leik loknum. — Þetta var frekar leiðinlegur leikur og léku bæði liðin illa, sérstaklega þó KR, þar sem leikur þeirra var fyrir neðan allar hellur. Kannski afsakar það eitt- hvað, að leikið var á malarvelli, en það kemur í ljós síðar, þegar við sjáum liðin leika á grasi. — Um Skagamenn vil ég segja það, að þeir mega taka sig á og leika mun betur saman, ef þeir ætla að ná umtalsverðum árangri í sumar. Mér þóttu þeir Jón Alfreðsson, Árni Sveinsson og Kristinn Björnsson vera bestir í liði þeirra. Mér sýnist Kristinn ætla að falla vel inni liðið. — KR-ingar hafa leikið af- skaplega lélega knattspyrnu í allt vor, þannig að getuleysi þeirra i leiknum kom mér ekki á óvart. Ég hef fylgzt með knattspyrnu síðan 1914 og ég held að KR hafi aldrei teflt fram lélegra liði en að þessu sinni. Um einstaka leikmenn er það að segja, að þar ris enginn uppúr meðalmennskunni, nema ef vera skildi Magnús Guðmundsson markvörður, sem stóð sig með ágætum i þess- um leik og hefur oft sýnt ágæta markvörzlu. — Hdan „Sigurinn veit- irsjálfstraust // SIGURÐUR Björgvinsson var tvfmælalaust maður Kefla- vfkurliðsins á laugardaginn. Þessi ungi leikmaður skoraði tvö dýrmæt mörk. — Ég hef aldrei skorað tvö mörk i meistaraflokksleik áður og reyndar skoraði ég ekki nema eitt mark í fyrrasumar svo ég er auðvitað mjög ánægður með leikinn, sagði Sig- urður í spjalli eftir leik IBK og Þórs. Og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með það að við skyldum vinna leikinn. Við vor- um ekki alltof bjartsýnir fyrir leikinn, þetta er svo ungt og óreynt lið, 6 strákar úr öðrum flokki. Sigurinn veitir okkur sjálfstraust og við erum bjart- sýnni á gott gengi í sumar en við vorum fyrir leikinn. — SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.