Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
| raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Hópferðabíll
Til sölu Benz 309 árg. '71, 22ja sæta.
Uppl. í síma 66433.
kennsla
Skóli — Breiðholt v
Skóli Ásu Jónsdóttur, uppeldisfræðings Keilufelli 1 6
Innritun barna fyrir skólaárið 1977—'78 fer fram kl. 8 —10
f.h. dagana 7 —16. mai. Aldur skólabarna er 5 og 6 ára.
(Fædd 1971 og 1972).
Allar aðrar uppl. gefnar daglega í síma 72477 eða i sima
25244.
Skólanefndin.
húsnæöi öskast
Verzlunarhúsnæði
óskast
ca. 100 fm. verzlunarhúsnæði óskast
sem fyrst í austurbæ. Uppl. í síma
23060.
Silungsveiði í
Hítarvatni
hefst 1. júní.
Nýtt veiðihús
Leyfi þarf eð panta í Hítardal, sími um
Arnarstapa á Mýrum.
Hvöt Félag Sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík
Jafnréttis- og jafnstöðunefnd gengst fyrir félagsmálanámskeiði
11 —18 mai.
Miðvikudaginn 1 1. mai kl. 8.30.
Ræðumennska: Fríða Proppé!
Fimmtudaginn 1 2. maí kl. 8.30.
Almenn félagsstörf: Pétur Sveinbjarnarson.
Mánudaginn 1 6. mai kl. 8.30.
Ræðumennska: Friða Proppé.
Priðjudaginn 1 7. mai kl. 8.30.
Fundarsköp og fundarstjórn:
Friðrik Sóphusson og Jón Magnússon.
Miðvikudaginn 18. mai kl. 8.30.
Ræðumennska: Friða Propoé.
Innritun og upplýsingar hjá Önnu Borg þriðjudag og
miðvikudag kl. 1—5.
Innritun fer fram þriðjudag og miðvikudag kl. 1 —5.
Frá Menntaskólanum á
ísafirði
Þeim, sem hyggja á nám í skólanum
veturinn '77 — '78 er bent á að frestur
til að sækja um skólavist rennur út 1.
júní. Eyðublöð fást á skrifstofu skólans og
í Menntamálaráðuneytinu.
Skólameistari.
Röntgentækna-
skólinn
Nýir nemendur verða teknir í Röntgentæknaskólann á þessu
ári og hefst kennsla 1. október 1977. Inntökuskilyrði eru skv.
4. gr. reglugerðar um Röntgentæknaskólann:
„Inntökuskilyrði skólans eru:
1. Umsækjandi skal vera fullra 1 7 ára.
2. Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi mið-
skóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn í
stærðfræði, eðlifræði, íslenzku og einu erlendu
máli.
3. .Umsækjandi, sem lokið hefir stúdents-
prófi, hjúkrunarprófi, framhaldsdeild gagn-
fræðaskóla eða hefir tilsvafandi menntun, skal
að öðru jöfnu gegna fyrir um skólavist.
4. Umsækjandi skal framvísa læknisvoggorði
um heilsufar sitt."
Námstími er nú 21 /2 ár.
Áformað er að taka inn 1 5 nýja nemendur og er þeim, sem
sent hafa skólastjórn fyrirspurn um námið, sérstaklega bent á,
að slíkar fyrirspurnir verða ekki taldar sem umsóknir.
Umsóknir, sem greina aldur, menntun og fyrri störf, ásamt
meðmælum og einkunnum, skulu hafa borist fyrir 5. júní,
1977 til skólastjóra, Ásmundar Brekkan, yfirlæknis, röntgen-
deild Borgarspíalans, sem jafnframt mun veita nánari upplýs-
ingar um námið.
Skólastjórn Röntgentæknaskólans.
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtinga-
blaðinu á m/b Finnboga Lárussyni GK 500 talin-eign Sveins
Tryggvasonar, fer fram við bátinn sjálfan i Grindavikurhöfn
fimmtudaginn 1 2. mai 1 977 kl. 1 6.
Bæjarfógetinn i Grindavik
Nauðungaruppboð 2. og siðasta á m/B Ölvar SH 240 talin
eign Hallgrims Jóhannessonar, fer fram við bátinn sjálfan i
Skipasmiðastöð Njarðvíkur h.f. i Njarðvik fimmtudaginn 12.
mai 1977 kl. 14.
Bæjarfógetinn i Njarðvik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 1 1. og 13. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Vesturbraut 3,
Grindavik, þinglesin eign Aðalgeirs Georgs Daða Jóhanns-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. maí 1 977
kl. 16.
Bæjarfógetinn i Grindavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 1 1. og 13. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Garðbraut 79, Garði.
þinglesin eign Gunnars H. Hasler, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 1 1. mai 1 977 kl. 14.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 4. og 6. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Heiðargarður 6,
Keflavik, þinglesin eign Steinars Ragnarssonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 1 2. maí 1 977 kl. 13.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 1 1. og 13. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1977 á fasteigninni Heimavellir 17,
Keflavik, talin eign Jóns Sigurðssonar, en þinglesin eign
Viðlagasjóðs. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mai
1977 kl. 10 f.h.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61.,
62. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1 976 á Álfhólsvegi 66, risíbúð, þinglýstri
eign Karls Björnssonar, ferm fram á eign-
inni sjálfri mánudaginn 16. maí 1977 kl.
10.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63.,
64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1976 á Nýbýlavegi 40, áður 24-D 1.
hæð merkt C, þinglýstri eign Hólmberts
Friðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri
mánudaginn 16. maí 1977 kl. 10.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 55.,
56. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1 976 á íbúð í Kjallara að Nýbýlavegi 46,
áður 24-A, þinglýstri eign Hallgríms
Smára Jónssonar, fer fram á eigninni
sjálfri mánudaginn 16. maí 1977 kl.
1 1.30.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7.,
10. og 12. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1976 á Bjarnhólastíg 19, þinglýstri eign
Sigurðar Grétars Guðmundssonar, fer
fram á eigninni sjálfri mánudaginn 16.
maí 1977 kl. 12.
- Nixon og Frosts
Framhald af bls. 15
slíkt afbrot, það var aðeins kæra, það
hefði orðið að halda réttarhöld í öld-
ungadeildinni, sem ég kynni að hafa
unnið, eða tapað. Hefði ég sigrað með
1—2 atkvæðum í öldungadeildinni,
hefði ég engu að síður og þjóðin einnig
verið lömuð í hálft ár og þjóðin hafði
ekki efni á því að hafa forseta sinn á
sakamannabekk í öldungadeildinni og í
framtíðinni getur aldrei orðið um að
ræða að þingið reki forseta úr embætti
öðru vísi en að hann reki sig sjálfur. Ég
rak sjálfan mig úr embætti. það segir
sína sögu.“
Frost: Hvað áttu við með að þú hafir
sjálfur rekið þig úr embætti?
GERÐIST VERJANDI ÞEIRRA
Nixon: „Með því að segja af mér. Nú
er að velta fyrir sér hvað það þýðir í
sambandi við spurningu þína um hvort
ég hafi hylmað ólöglega yfir. Svarið er
nei. Þegar litið er á tímabilið í kringum
21. rnarz, er John Dean lét í Ijós lög-
fræðilegt álit sitt má hins vegar segja,
að ýmislegt, sem Haldeman, Ehrlich-
man, Mitchell og jafnvel ég sjálfur
gerðum hafi verið lögleg yfirhylming
og ég viðurkenni að á þeim tíma
byrjaði ég að haga mér eins og lög-
fræðilegur verjandi þeirra. Eg viður-
kenni einnig að með því að verja þá,
hafi ég ekki sótt málið. Eg viðurkenni
að þá brást ég skyldu minni að sjá til
þess að bandarísk lög væru í heiðri
höfð, að því leyti, að ég reyndi innan
ramma laganna og fór stundum að yztu
mörkum þeirra að ráðleggja
Haldemann, Ehrlichman og öllum
hinum hvernig þeir ættu að leggja mál
sín fyrir, því að ég taldi að þeir væru
lagalega saklausir og ég verð að segja
að sanngjarn maður gæti á þeim tima
hafa sagt að þessar aðgerðir mínar
jöfnuðust á við yfirhylmingu. Ég leit
ekki á þær sem yfirhylmingu. Eg
ætlaði ekki að hylma yfir. Þér er óhætt
að trúa þvi, að ef ég hefði ætlað að
hylma yfir hefði ég getað gert það, afar
auðveldlega. Ég hefði getað það með
því að náða alla strax eftir kosningarn-
ar 1972 og málið hefði gufað upp, en ég
gat ekki gert það, þvi að ég vissi að
náðun var röng. Nú er komið að kjarna
málsins og leyfðu mér að segja það á
minn hátt. „Hvað finnst mér um banda-
rísku þjóðina, ég á við, hefði ég átt að
segja af mér fyrr og hvað á ég að segja
henni nú?“ Ég átti ekki von á þessari
spurningu og hefði þurft að hafa
tilbúna nákvæma yfirlýsingu, en ég
ætla ekki að gera það. Það sem ég get
sagt þér er að ég held ég hafi sagt
kjarna málsins á einu af þessum augna-
blikum, sem maður hugsar ekki.
Stundum segir maður hluti beint frá
hjartanu. Þegar þú ert að hugsa fram f
tímann, er verið að hugsa upp eitthvað,
sem er sniðið fyrir áheyrendahópinn.
Ég átti marga erfiða fundi síðustu
dagana áður en ég sagði af mér og eina
skiptið seih ég brast í grát, var þegar ég
sat á fundi með helztu stuðnings-
mönnum mínum úr þinginu, demókröt-
um og repúblíkönum í Hvíta húsinu.
BRASTIGRÁT
Ég þakkaði þeim öllum fyrir
stuðninginn og vináttuna og allt í einu
stóð ég frammi fyrir því að hafa sagt
allt sem hægt var að segja og
helmingurinn af mönnum var hágrát-
andi. Þá allt I einu setti að mér grát og
ég ýtti stólnum mínum frá borðinu og
stóð upp og sagði: „Mér þykir þetta
leiðinlegt, ég vona bara að ég hafi ekki
burgðizt ykkur.“ Þegar ég hafði sleppt
þessum orðum vissi ég að þau voru
ekki sönn. Ég hafði brugðizt vinum
mínum og þjóð minni. Ég hafði
brugðizt stjórnarkerfi okkar og draum-
um alls unga fólksins, sem ætti að fara
út í stjórnmál, en telja að það sé alltof
rotið o.s.frv.
Ofar öllu hafði ég kastað frá mér
tækifærinu til að halda áfram að vinna
að merkum málum og áætlunum í 2V4
ár til viðbótar, þar sem hæst bar draum
minn um varanlegan frið. Já, ég brást
bandarisku þjóðinni og þá byrði mun
ég bera alla mína ævi. Stjórnmálaferill
minn er á enda og ég mun aldrei aftur
geta þjónað í opinberu embætti.
Kannski get ég gefið einhver ráð öðru
hverju.
I stuttu máli, dómgreind min brást
mér og mér urðu á alvarleg mistök,
mistök hjartans fremur en höfuðsins,
eins og ég sagði áðan. Að lokum vil ég
segja, að maður í æðsta embætti verður
að hafa hjarta, en höfuðið verður ætíð
að stjórna hjartanu.