Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1977 BUKARNIR LÖGÐU STEIN ÍGÖTU MEISTARAVALS Þórir Sigfússon skýtur að marki Þórs, en Sigurður Lárusson er til varnar. Á milli þeirra er Einar Ólafsson. i IBK - Þór 3:2 Texti og myndir Sigtryggur Sigtryggsson MIKILVÆGUR SIGUR „UNGU UÓNANNA" TÖLUR segja oft mjög Iftið um gang knattspyrnuleikja. Þannig mœtti halda að leikur Keflvfkinga og Þórs f Keflavfk á laugardaginn hafi verið jafn og fjörugur fyrst lokatölurnar ur5u 3:2 Keflvfkingum í vil. En svo var þó ekki, þetta var slakur leikur, spenna f lágmarki og leikurinn auk þess ójafn, þvf Keflvfkingar ré5u gangi hans ef undanskildar eru upphafsmfnútumar. Þa5 er auSvitað fjarska erfitt að meta þessi tvö liS eftir þessum eina leik, en manni virSist að róðurinn verSi erfiður hjá báðum þessum liðum f sumar þótt Keflvfkingar gœtu auðvitað komið á óvart með sitt unga og frfska lið. Það voru nýliðarnir í 1 deild sem skoruðu fyrsta mark íslandsmótsins. Þórsararnir voru miklu frískari til að byrja með og sóttu án afláts að marki Keflvík- inga enda þótt sóknarlotur þeirra hafi ekki verið mjög beittar. En strax á 5 mínútu gerðist það að Sigurði Lárussyni var brugðið innan vftateigs af bakverði Kefl- víkinga, Guðjóni Þórhallssyni Aðalsteinn Sigurgeirsson tók spyrnuna og laust skot hans en hnitmiðað fór rétta boðleið í mark ÍBK Eftir markið voru Þórsararnir enn sterk- ari aðilinn en brátt fóru þeir að gefa eftir og Keflvíkingarnir fóru smám saman að ná tökum á leiknum. Fyrsta hættulega sóknarlota þeirra kom á 22. mfnútu þegar Þórir Sigfússon komst inn fyrir vörn Þórs eftir varnarmistök og stefndi að marki á fullri ferð Aðalsteinn Sigurgeirs- son sá þann eina kost að bregða Þóri rétt utan vítateigs og hlaut hann gult spjald fyrir, einnig það fyrsta f íslandsmótinu. Ólafur Júlfusson tók spyrnuna og skot hans small í stönginni. Á 29. mínútu átti Ólafur sendingu inn f vítateig Þórs frá hægri kantinum. Sigurður Björgvinsson stökk upp og skallaði knöttinn f markið framhjá Samúel markverði, sem var heldur illa staðsettur í þetta skipti. En Samúel átti eftir að bæta fyrir mistökin, því áður en blásið var til hálfleiks hafði hann tvívegis bjargað á sfðustu stundu skotum frá framlínu- mönnum ÍBK Seinni hálfleikur var ekki nema sjö mfnútna gamall þegar Guðjón Finnboga- son benti á vftapunktinn í annað skiptið í leiknum. Varnarmaður Þórs, Helgi Örlygsson, braut á Guðjóni Þórhallssyni innan vftateigsins en Gísli Torfason mis- notaði vítaspyrnuna, skaut framhjá mark- inu. Var spyrnan vægast sagt kæruleysis- lega framkvæmd hjá Gfsla Á 55. mínútu tóku Keflvíkingar svo forystuna Ólafur Júlfusson gaf knöttinn frá hægri að stönginni fjær þar sem Þórir Sigfússon stóð einn og óvaldaður og skallaði bolt- ann í markið Þarna var vörn Þórs illa á verði eins og oftar f leiknum. Á 63. mínútu komust Keflvíkingarnir í 3:1. Boltinn var gefinn fyrir markið til Þóris Sigfússonar, sem skallaði f slána, boltinn barst út í» teiginn til Sigurðar Björgvinssonar og hann var ekkert að hika heldur skallaði knöttinn af öllu afli og hann þaut í netið án þess Samúel kæmi vörnum við. Þar með var sigur Keflvfkinga tryggður og það breytti engu þótt Akureyringarnir skoruðu sitt annað mark einni mínútu fyrir leikslok Jón Lárusson miðherji þeirra brauzt þá af harðfylgi í gegnum vörn Keflvíkinga og skoraði Var þetta þriðja hættulega skotið, sem Þórsararnir áttu að markinu í I öllum leiknum, úr tveimur þeirra skoruðu þeir mörk, og verður þetta að teljast góð | nýting Þetta var vissulega dýrmætur sigur fyrir hið unga lið Keflvíkinga Svo til alger endurnýjun hefur orðið á liðinu síðustu tvö árin og aðeins Gísli Torfason og Ólafur Júlíusson eru eftir úr meistaralið- inu 1973 Meginverkefnið í sumar verður þvf að halda stöðu ÍBK í deildinni á meðan liðið er að öðlast næga reynslu til þess að setja markið hærra í þessum leik voru Ólafur Júlíusson og Sigurður Björgvinsson beztu menn liðsins. Sigurður er mjög efnilegur og hann er ekki ósvipaður Jóhannesi Eðvaldssyni á leikvelli í heild er liðið skipað frískum og baráttuglöðum piltum en reynsluna skortir auðvitað alveg Eflaust verður þetta erfitt sumar fyrir Þórsarana Stökkið úr þriðju deild f þá fyrstu á aðeins tveimur árum er vissulega stórt og það sama má segja um Þór og ÍBK, að takmarkið f sumar hlýtur að vera það að tryggja stöðuna f deildinni En það takmark næst ekki nema leika betri knatt- spyrnu en f þessum leik Liðið var mjög slakt og erfitt að gera upp á milli ein- stakra manna en þeir sem sáu Þór leika aukaleikinn við Þrótt í fyrra vita að liðið getur miklu betur í STUTTU MÁLI Keflavíkurvöllur, 7 maí, íslandsmótið 1 deild, IBK — Þór 3:2 (1: 1). Mörk ÍBK Sigurður Biörgvinsson á 29 og 63 mínútu, Þórir Sigfússon á 55 mínútu Mörk Þórs Aðalsteinn Sigurgeirsson (vítaspyrna) á 5. mínútu og Jón Lárusson á 89 mínútu Áminningar Aðalsteini Sigurgeirssyni sýnt gula spjaldið á 22 mínútu Áhorfendur: 659 EKKI er unnt að segja að vörn Islandsmeistaratitilsins í knattspyrnu hafi byrjað vel hjá Valsmönnum að þessu sinni. í fyrsta leik sínum í mótinu — gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum s.l. laugardag — urðu íslands- meistararnir að bfta í það súra epli að tapa. Komu úrslitin, 4—3 sigur Breiðabliks, mjög á óvart, en þau benda til þess í senn að róðurinn verði ekki eins auðveldur hjá Val í sumar og hann var í fyrra, og að Breiðablik muni í sumar láta meir að sér kveða f I. deildinni en nokkru sinni fyrr. Og leikurinn bendir einnig til þess að knattspyrnan í sumar geti orðið hin skemmtilegasta. Undirritaður minnist þess a.m.k. tæplega að hafa séð jafn vel leikinn vorleik. Bæði liðin sýndu ágæta leikkafla, og vfst var að baráttuna skorti ekki. Jón Þorbjörnsson grfpur skemmtilega inn f f leik lA og KR. Jón lék nú f fyrsta skipti með liði Skagamanna og annar nýliði, Kristinn Björnsson, skoraði fyrir Skagamennina á laugardaginn. ER EKKI HÆGTAÐ HUGSA ÞEGAR LEIKIÐ ER Á MÖL? KRISTINN Björnsson opnaði markareikning sinn hjá Skaga- mönnum með góðu marki hjá KR I 1. deild á Akranesi á laugardag. Er ekki annað að sjá, en að hann komi til með að falla vel inn I liðið. Annars var bæði vor- og malarbrag- ur á þessum leik. Ef frá eru taldar fyrstu 15—20 mfn. var leikurinn fremur leiðinlegur, þó einkum sfð- ari hálfieikur, sem var nánast leik- leysa á köflum. Slíkir leikir eru jafnan afsakaðir með því, að leikið sé á möl og að þetta lagist þegar á grasið kemur. Sem betur fer er eitthvað til í þessu og skal viðurkennt að yfirleitt sýna liðin þá betri knattspyrnu, en benda má leikmönnum á, að það er hægt að hugsa þó leikið sé á möl. Skagamenn byrjuðu leikinn vel og gerðu hverja sóknarlotuna að markí KR á fætur annarri, en allt kom fyrir ekki. Á 5. mín. skallaði Jón Gunnlaugs- son rétt yfir þverslá eftir langt inn- kast frá Birni Lárussyni. Nokkrum min. síðar björguðu KR-ingar á línu mjög naumlega, er knötturinn stefndi í netið. Á 12. mín. skoraði Jón Gunnlaugs- son eftir aukaspyrnu, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 23. mín. fundu Skagamenn þó réttu leiðina i markið. Guðjón Þórð- arson tók aukaspyrnu og sendi knöttinn til Árna Sveinssonar, sem gaf vel fyrir markið, þar sem Krist- inn Björnsson var óvaldaður og var hann ekki seinn á sér að skora með föstu skoti, sem var óverjandi fyrir Magnús markvörð. Eftir markið kom nokkurt jafn- vægi i leikinn og náðu KR-ingar að sækja nokkrum sinnum en án þess að skapa neina verulega hættu við mark Skagamanna. Skömmu fyrir lok hálfleiksins munaði minnstu að Jón Alfreðsson bætti við marki, en hann skallaði hárfint yfir þverslána eftir hornspyrnu. Sfðari hálfleikur Fátt gerðist umtalsvert i siðari hálfleik, enda bauð hann mest upp á hlaup og spörk út í loftið, án þess að sjáanlegt væri að nokkur hugsun lægi þar aó baki. Var hann þvi, eins og áður er að vikið, nánast leikleysa. Skagamenn höfóu sem fyrr undir- tökin í leiknum og áttu enn sem fyrr nokkur þokkaleg tækifæri til að skora, en slíku var ekki til að dreifa hjá KR. Sókn þeirra byggðist upp á kýlingum fram miðjan völlinn en þar voru Jóhannes og Jón Gunn- laugsson fyrir í vörninni og mun hærri leikmenn en sóknarmenn KR. Var hlutverk þeirra því nánast auð- velt. Á 73. min. skoraði Karl Þórðarson beint upp úr hornspyrnu, en dóm- arinn dæmdi markið af. ,,Það tók einhver í markvörð KR,“ sagði hann eftir leikinn. Undir lokin færðist nokkur harka í leikinn og voru þrír leikmenn bók- aðir. Dómarinn hafði dæmt auka- spyrnu á Skagamenn og ætlaði Magnús markvörður að spyrna IA - KR 1:0 Texti: Helgi Daníelsson Myndir: Steinn Helgason knettinum. En þeir Pétur og Hörður sóttu að' Magnúsi, sem tók það óstinnt upp og sparkaði í Hörð, þannig að hann féll við. Héldu menn nú, að Magnúsi yrói vikið af leikvelli, en svo var ekki. „Mér fannst ekki ástæða til að reka hann út af,“ sagði dómarinn eftir leikinn „það var frekar að hann danglaði í Hörð, en sparkaði." Hann bókaði þá alla þrjá. Slakt lið KR KR-ingar voru slakir í þessum leik og er langt síðan ég hef séð þá leika jafn illa í Islandsmóti. Leikmenn liðsins hafa áður sýnt mun meiri getu og vonandi kemur þetta hjá þeim innan tíðar. Enginn þeirra stóö sig vel í þessum leik, nema ef vera skyldi Magnús markvörður, sem varði oft vel. Þá átti Sverrir Herbertsson ágæta spretti. Af eðli- legum ástæðum fylgdust menn með frammistöðu Arnar Óskarssonar, fyrrum leikmanns ÍBV, en hann náði ekki að sýna neitt og sást varla i leiknum. Lið ÍA Jón Alfreðsson, Guðjón Þórðarson og Árni Sveinsson áttu hvað skástan ieik af Skagamönnum auk Kristins Björnssonar. Jón Þorbjörnsson stóð fyrir sinu í markinu, en lítið reyndi á hann. Það er greinilegt að Kristinn styrkir mjög liðið og sást stundum skemmtilegur samleikur milli hans og Péturs i fyrri hálfleik, en i þeim síðari hvarf Pétur alveg. Erfitt er að meta styrkleika liðsins eftir þennan leik, en margir eru þeirrar skoðun- ar, að Kirby muni leiða það til sig- urs i mótinu, en þá verða þeir að leika betur en að þessu sinni. Þorvarður Björnsson dæmdi leik- inn og gerði það ágætlega, en hins vegar er ég honum ekki sammála, þegar hann dæmdi markið af í síðari hálfleik. Eins fannst mér nokkuð skorta á góöa samvinnu milli hans og línuvarðanna. Það hlýtur lika að vera mikill munur að leika á velli eins og í Kópavogi eða malarvöllunum sem annars staðar verður að leika á. Kópavogsvöllurinn er nú mjög góð- ur — álika og maður sér vellina verða bezta snemma i júni. Lengi hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi verið skömmuð fyrir að veita knatt- spyrnumönnum sínum ekki nægjan- lega aðstöðu, en nú þegar hún er loksins komin er óhætt að segja að hún sé til fyrirmyndar, og óhætt sé fyrir aðra að ganga í skóla til Kópa- vogsmanna og nema af þeim, hvern- ig unnið skal að vallargerð. Mikið f jör allt frá byrjun Leikur Breiðabliks og Vals i Kópavogi á laugardaginn var mjög fjörugur og skemmtilegur allt frá upphafi til enda. I fyrstu virtist svo sem Valsmenn myndu ráða lögum og lofum í leiknum. Þeir sóttu nær stanzlaust, en tókst þó ekki að koma sér í verulega hættuleg færi. En eftir að nokkrar minútur voru liðn- ar, tóku Blikarnir heldur betur við sér. Taugaslappleikinn hvarf, og eftir það hafði liðið i fullu tré við íslandsmeistarana. Voru sóknarlot- ur Breiðabliksmanna ágætlega upp- byggðar og skapaðist oft hætta við mark Valsmanna. Þó verður að segj- ast eins og er að aðalhættan var vegna þess hve varnarmenn Vals Texti: Steinar J. Lúðvfksson Myndir: Friðþjófur Helgason. voru óöruggir, hikuðu og hopuðu um of og gáfu andstæðingnum svig- rúm. 2—0 I hálfleik Segja má að Þór Hreiðarsson hafi gefið Kópavogsmönnum tóninn i þessum leik, er hann átti ágætt skot rétt framhjá á 18. minútu. Strax á næstu mínútu kom fyrsta mark leiksins. Heiðar Breiðfjörð fékk þá knöttinn við vitateigslinu og I stað þess að ganga ákveðið á móti honum hörfaði Valsvörnin. Fékk því Heiðar næði til þess að leggja knöttinn vel fyrir sig og skjóta. Ólafur Magnús- son, markvörður Vals, var ekki nægjanlega vel staðsettur og missti knöttinn framhjá sér og í markið. Valsmenn höfðu greinilega hug á að svara þessu marki strax, en kom- ust lítt áleiðis. Breiðabliksmenn börðust eins og ljón, gáfu Val aldrei frið til þess að byggja upp spil sitt, og voru alltaf I mönnunum. Þó skall reyndar hurð nærri hælum við mark þeirra á 25. mínútu er Magnús Bergs átti skalla rétt yfir, eftir góða aukaspyrnu Alberts Guðmundsson- ar. Á 30. mín. kom svo 2:0. Blikarnir byggðu upp góða sókn sem lauk með því að Þór Hreiðarsson átti hörku- skot að Valsmarkinu af stuttu færi. Knötturinn kom i einn af varnar- leikmönnum Vals og hrökk beint fyrir fætur Hinriks Þórhallssonar sem fylgt hafði vel á eftir og átti auðvelt með að skora. Barátta og 5 mörk Þótt fyrri hálfleikur þessa leiks hefði verið hinn skemmtilegasti, var þó seinni hálfleikurinn enn fjör- ugri, og bauð upp á ótal spennandi atvik, auk þeirra fimm marka sem þá voru skoruð. Yuri, þjálfari Vals- manna, mun hafa messað rækilega yfir sinum mönnum í hálfleik, enda var allt annað að sjá leik Valsmanna í seinni hálfleik en hinum fyrri. Strax á 1. mínútu hálfleiksins átti Guðmundur Þorbjörnsson, sem átti eftir að koma oft við sögu það sem eftir lifði leiksins, skot rétt framhjá og á næstu mínútum voru það Vals- menn sem sóttu án afláts. 2:1 Á 7. minútu hálfleiksins skor- aði Valur, og var það mark og að- dragandi þess fallegasta atvik þessa leiks. Knötturinn gekk þá milli Valsmanna, og endaði sóknarlotan með þvi að Ingi Björn vippaði knett- inum inn i markteiginn til Guð- mundar Þorbjörnssonar sem skor- aði af öryggi. 3:1 Blikarnir skoruðu svo sitt þriðja mark skömmu síðar. Heiðar Breiðfjörð einlék þá upp allan völl og inn í vitateig Valsmanna. Var erfitt að sjá á hversu marga Vals- menn hann sneri áður en hann skaut og skoraði. 3:2 Aðeins minútu siðar minnkaði Valur aftur muninn. Ingi Björn átti skot I stöng og hrökk knötturinn út til Bergsveins Alfonssonar, sem skaut lausu skoti að marki Breiða- bliks. Átti maður von á þvi að Ólaf- ur ætti auðvelt með að ná þvf, en hann var ekki heppinn — missti knöttinn gegnum klofið á sér í markið. 4:2 Og enn leið ekki nema rösk minúta unz skorað var. Ólafur Frið- riksson átti þá góða sendingu og nákvæma inn á Þór Hreiðarsson, VESTMANNAEYINGAR komu svo sannarlega á óvart 1 fyrsta leik sln- um 1 1. deildinni, er þeir mættu Frömurum á laugaraginn. Unnu Eyjamenn verðskuldað 2:0 og sýndu leikmenn iBV mjög skemmtilega takta f þessum leik. Reyndar má segja að Framarar hafi einnig kom- ið á óvart í þessum leik, en þá aðeins með þvf hve lcikur þeirra var slakur. Vestmannaeyingar hafa misst nokkra góða leikmenn frá því að iiðið lék sfðast f 1. deildinni sumar- ið 1975 og skal þar fyrstan nefna örn Óskarsson, sem genginn er f raðir KR-inga. Miðað við leik Vest- mannaeyinga á laugardaginn virðist þessi missir þó ekki hafa mikil áhrif á liðið og það er Ifklegt til að gera góða hluti í 1. deildinni í ár. Vestmanneyingum hefur þó fyrr verið spáð velgengni en þær spár sfðan ekki rætzt. Kann það einnig að reynast Vest- manneyingum erfitt að f leiknum á EYJAMENN KOMU SKEMMTILEGA Á ÓVART GEGN FRAM sem var illa gætt af varnarleik- mönnum Vals. Fékk hann tima til þess að leggja knöttinn fyrir sig og skora. 4:3 Ingi Björn Albertsson skoraði þriðja mark Vals um miðjan hálf- leikinn. Guðmundur Þorbjörnsson hafði þá leikið upp kantinn og sent knöttinn fyrir markið. Þar var mik- ið japl og jaml og fuður sem lauk með þvi að Ingi Björn krækti í knöttinn og potaði honum rétta boð- leið I mark Blikanna. Þótt mörkin yrðu ekki fleiri áttu bæði liðin tækifæri til að skora. Þannig átti Guðmundur Þorbjörns- son skot I stöng og aftur skömmu síðar hafnaði hörkuskot hans í þver- slá Breiðabiiksmarksins og hrökk knötturinn þaðan langt út á völl. í báðum tilfellum munaði aðeins sentimetrum — ef til vill ekki nema millimetrum að Valur skoraði. Og tvivegis gat maður ekki betur séð en að Ragnar Magnússon dómari sleppti vítaspyrnu á Breiðablik, er varnarleikmenn liðsins notuðu hendur við að stöðva knöttinn innan vítateigs. Blikarnir með skemmtilegt lið Ef Breiðabliksliðið leikur álíka I sumar og það gerði i þessum leik, þarf það engu að kviða. Að stofni til er liðið skipað ungum piltum, sem flestir eru bráðfimir knattspyrnu- menn, og hafa góðan skilning á leiknum — láta knöttinn vinna og vita hvað þeir eru að gera. Baráttan í liðinu er einnig mjög skemmtileg, en hún hefur auðvitað alltaf mikið að segja. Helzti galli Breiðabliks i þessum leik, að mati undirritaðs, var sá, að i seinni hálfleik, þegar Valsmenn settu á fulla ferð, virtist koma upp nokkur ótti hjá Kópavogs- mönnunum. Þeir drógu sig of mikið aftur, og létu Val hafa of stóran hluta af vellinum til athafna. Strax og Blikarnir hættu þessu, batnaði leikur þeirra til muna, og þeir stóðu jafnfætis andstæðingnum. Vörn Valsmanna gloppótt Vörn Valsmanna var sem fyrr seg- ir afskaplega gloppótt I leiknum. Bæði var, að hún vann engan veginn nægjanlega saman, og eins hörfuðu leikmennirnir of mikið og gáfu þar með andstæðingunum tækifæri til þess að byggja það upp er þeir hugð- ust gera og eins til beinna athafna. Hver skýringin á þessu er, er erfitt um að segja, en eflaust hefur fjar- vera Vilhjálms Kjartanssonar sitt að segja fyrir liðið. Áberandi var einn- ig í leiknum, hvað Valsmönnum gekk illa að fóta sig á vellinum. Oft kom það fyrir að þeir lágu i valnum, t'egar þeir sóttu að andstæðingun- m, eða misstu knöttinn eftir að .íafa dottið um sjálfa sig. Sóknaraðgerðir Vals í ieiknum voru oft hinar skemmtilegustu og átti sami maðurinn mestan þátt að flestum þeim sem hættulegastar voru. Sá var Guðmundur Þorbjörns- son, sem bæði komst vel frá þvi að fara fram hjá mótherjanum, og því að skila knettinum frá sér. Ingi Björn var og friskur i leiknum, en Breiðabliksmenn gættu hans sér- staklega vel, og voru jafnan fljótir í hann er hann fékk knöttinn. Þá átti Albert Guðmundsson einnig góðan leik, og vekur sérstaka athygli hversu vel hann skilar yfirleitt knettinum frá sér. í STUTTU MÁLI íslandsmótið 1. deild Kópavogsvöllur 7. maí ORSLIT: UBK — Valur 4—3 (2—0) Mörk UBK: Heiðar Breiðfjörð á 19. min., og 57, min., Hinrik Þórhalls- son á 30. min. og Þór Hreiðarsson á 60. mín. Mörk Vals: Guðmundur Þorbjörns- son á 52. min„ Bergsveinn Alfons- son á 58. mín. og Ingi Björn Alberts- son á 70. mín. Aminning: Engin Áhorfendur: 1261. Ólafur Magnússon hafði nóg að gera 1 marki Vals 1 leiknum gegn Breiðablik og á þessari mynd fleygir hann sér á eftir knettinum og tókst að verja á glæsilegan hátt. laugardaginn meiddust þeir báðir Tómas Pálsson og Sigurlás Þorleifs- son. Var vonazt til 1 gær að meiðsli Tómasar væru ekki alvarleg og hann gæti leikið gegn Blikunum 1 kvöld. Um Sigurlás gegnir þó öðru máli og hætt er við að hann verði minnst einn mánuð frá keppni. Kristinn Atlason brá Sigurlási gróf- lega i lok leiksins og var Sigurlás fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. Meiddist hann illa á öxl og átti að fara i aðgerð á Borgarsjúkrahúsinu I dag. Vestmanneyingar náðu undirtök- unum i leiknum á laugardaginn þegar í upphafi og strax á5. minútu átti Karl Sveinsson fyrirgjöf utan af kanti, sem fór i þverslá Frammarks- ins. Þetta var þó aðeins forsmekkur- inn og á 16. minútu skoraði Sigurlás fyrsta mark leiksins. Óskar Valtýs- son renndi knettinum á Sigurlás á markteig. Fékk Sigurlás góðan tíma til að athafna sig og voru varnar- menn Fram þarna illa sofandi á verðinum. Laust jarðarskot Sigur- láss réð Árni Stefánsson siðan ekki við og nýliðarnir i 1. deildinni höfðu tekið forystu f leiknum, 1:0. Framarar náðu sjaldan upp góðu spili 1 leiknum og gáfu Eyjamenn þeim aldrei tfma til að byggja upp sóknarloturnar. Var því mest um langspyrnur af hálfu Framara, sem sfðan gleymdu alveg að berjast fyrir knettinum. Að vfsu sköpuðu Fram- arar sér nokkrum sinnum allgóð færi og á 20. mfnútu átti Kristinn Jörundsson eitt bezta færi leiksins er hann átti skot frá vftapunkti, en Páll Pálmason varði mjög vel. Þá áttu þeir Kristinn og Sumarliði góð- an skalla, sem ekki gáfu þó mörk. Á sfðustu sekúndum fyrri háif- leiksíns skoraði ÍBV sitt annað mark f leiknum og var þar að verki Snorri Rútsson. Tómas Pálsson hafði brunað upp hægri kantinn og gaf vei fyrir markið. Trausti 11ar- aldsson náði aðeins að bægja knett- inum frá markinu, en Snorri Rúts- son kom að á fullri ferð og sendi knöttinn upp undir netþakið, 2:0. t seinni hálfleiknum var minna um tækifæri hjá liðunum og leikur- inn var ekki eins skemmtilegur á að horfa. Ágúst Guðmundsson átti skot rétt framhjá marki IBV og fylgdu Framarar þarna illa. Þá átti Sumariiði skot himinhátt yfir af stuttu færi. Af færum Vest- manneyinga skal nefnt skot Sigur- láss f þverslá og undir lok leiksins var hann að komast f gott markfæri og kominn framhjá varnarmönnum Fram er Kristinn Átlason brá hon- um. Steyptist Sigurlás illa á öxlina með fyrrnefndum afleiðingum. Var aðeins dæmt frfspark á brotið og það vakti athygli að Kristinn var ekki bókaður f leiknum. Ilefði þó verið full ástæða til þess og mun meiri heldur en í þau þrjú skipti er Eysteinn Guðmundson bókaði leik- menn fyrir „kjaftbrúk". t þessum leik reyndu Eyjamenn ávallt að spila með knöttinn og stuttar seudingar strax á næsta mann komu Frömurum hvað eftir annað úr jafnvægi. Stungusending- ar upp f hornin ollu einnig usla f vörn Fram, sem virkaði óörugg f leiknum. Af einstökum ieikmönn- um ÍBV vakti Karl Sveinsson mesta athygli og hefur honum farið mikið fram frá þvf að ÍBV lék sfðast f 1. deildinni. Þá voru Sigurlás og Óskar góðir f leiknum og Óskar búinn að ná sér fyliilega af meiðslunum, sem hrjáðu hann sumarið ’75. Tómas Pálsson sýndi góða tilburði f leikn- um og Páll Pálmason stóð fyrir sfnu f markinu og sæti Sigurðar Ilaralds- sonar er engan veginn öruggt f ÍBV- markinu. Af einstökum leikmönnum Fram er helzt ástæða til að nefna Ágúst Guðmundsson. sem barðist vel, og Kristin Jörundsson, sem annað slag- ið skapaði færi við mark IBV. Ann- ars ollf’ lið Pram vonbrigðum og nú spyrja menn hvort Reykjavfkur- meistaratitillinn færi Frömurum ógæfu eins og ýmsum öðrum liðum undanfarin ár. Í stuttu máli. islandsmótið 1. deild, Melavöllur, 7. maf Fram — ÍBV 0:2 (0:2). MÖRK ÍBV: Sigurlás Þorieifsson á 17. mfn og Snorri Rútsson á 45. mfnútu. ÁMINNINGAR: Gunnar Guð- mundsson, Fram, Ágúst Guðmunds- son, Fram, og Friðfinnur Finnboga- son, IBV.. AIIORFENDUR: 648. Texti: Agúst I. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.